Skýringin fundin

Þessi launakrafa, ein af mörgum álíka skýrir margt af undarlegum fréttum af hruni bankanna. Nú er það komið í ljós að þeir sem áttu þá og stjórnuðu þeim litu á veltuna sem eigið fé. Þetta voru veikir menn. Eftir að hafa hlaðið á sig fordæmalausum ofurlaunum tóku þeir sér svonefnda bónusa í hinu og þessu formi.

Og nú þegar þeir eru orðnir landflótta og líklega hræddir um líf sitt gera þeir kröfur í þrotabúin upp á nokkuð hundruð milljónir. Krafa Sigurðar hlýtur að flokkast undir forgangskröfu í þeim pakka.

Kröfur í búið  munu vera um það bil 15000 milljarðar! Er ekki ástæða til að vorkenna fárveiku fólki fremur en að álasa því?


mbl.is Sigurður gerir launakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Aumingja sparigrísinn orðinn tómur hjá greyinu. Hvernig væri að sprengja í loft upp geðveikis-siðblindu-stórmennskubrjálæðis-sumarhöllina að Veiðilæk í Norðurárdal þar sem vínkjallarinn einn er um 50 fermetrar?

corvus corax, 22.1.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þessi aumingji var ekki veikur, hann er VEIKUR eins og glöggt má sjá á þessu. Væri nær að skammast sín.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 22.1.2010 kl. 10:31

3 identicon

Það er merkilegt hvernig sorgin getur átt sér spaugilegar hliðar..

Kröfur í búið  munu vera um það bil 15000 milljarðar! Er ekki ástæða til að vorkenna fárveiku fólki fremur en að álasa því?

Það hljóta að vera eðlileg viðbrögð hjá sæmilega heilbrigðu fólki að kenna í brjósti um þessa aumingja menn sem eiga við þessa alvarlegu fötlun að stríða....  siðblinda hlýtur að vera fylgifiskur græðgi á alvarlegu stigi.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 10:36

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Rétt viðhorf hjá þér "veikir einstaklingar!"  Ég hef unnið mikið með "fíklum & útigangsfólki", þetta er yfirleitt ógæfufólk sem STELUR til að verða sér út um dóp.  Okkar bankamenn eru fíklar í FÉ, þeir eru flestir ljótar sálir sem eru tilbúnir að RÚSTA samfélagi okkar, þeir skilja eftir sig sviðna jörð, hérlendis & erlendis.  Okkar bankamenn eru siðblindir og kunna ekki að skammst sín, sem sagt ljótar sálir.  Lalli Johns er hins vegar "góð sál", inndæl karakter sem upplifði að samfélagið BRÁST honum, sbr. Breiðavíkurdæmið.  Samfélagið stal af Lalla Johns menntun, stal æskunni frá honum og gaf honum aldrei tækifæri til að upplifa ást & kærleik, heldur tók slíkt í raun frá honum.  Enn í dag hefur samfélagið EKKERT gert til að rétta félaga Lalla hjálparhönd.  Lalli er góð sál, það sama verður ekki sagt um margan bankamanninn.  Margur verður af aurum api.  Munið að Jesús fyrirgaf glæpamanni á krossinum, bara af því að viðkomandi baðst AFSÖKUNNAR, sá sýndi IÐRUN - en því miður hefur enginn af okkar bankaræningjum sýnt iðrun.  Það verður ekki auðvelt fyrir þær aumu sálir að komast inn í sumarlandið (himnaríki) og í raun óttast ég að í næsta lífi þá verði þessir ræningjar látnir upplifa eitthvað af þeim birgðum & viðbjóði sem þeir hafa lagt á aðra.  Ég trúi nefnilega á KARMA lögmálið...lol...! 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 22.1.2010 kl. 10:59

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski er enn meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því að þessi sjúkdómur er útbreiddari en margir átta sig líklega á.

Árni Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 11:18

6 identicon

Það er skammarlegt að þurfa að viðurkenna að ég skil einfaldlega ekki hvernig starfsmenn fyrirtækja gætu hugsanlega átt rétt á launagreiðslum af þessari stærðargráðu.Getur einhver útskírt fyrir mér hvort svo geti verið og þá hvers vegna?

Þessar kröfur hljóta að hafa verið sundurliðaðar eða rökstuddar á einhvern hátt.Veit einhver hvar svoleiðis upplýsingar er að finna?

Agla (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:40

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Agla: Samningar þessara lorda eru allir hið undarlegasta mál þar sem þess er gætt að hagnaður stjóranna verði alltaf þeim mun stórkostlegri sem tapið er hrikalegra. Ásbjörn Óttarsson 1. þingmaður Sjálfstæðisflokksins á N-V. landi stýrir litlu útgerðarfyrirtæki í ltlu sjávarplássi.

Hann er lord og tók sér 65 milljónir í laun og hagnað árið sem fyrirtækið tapaði 6oo milljónum.

Árni Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 13:10

8 identicon

Þakka þér svarið, Árni, en ég er engu vísari.

Agla (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 13:18

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Árni! Jón Jónsson er með 500 þúsund á mánuði, 6 milljónir í árslaun. Sem eru alveg þokkaleg laun. Það tekur því hann Jón okkar rúmlega 40 ár að vinna sér inn þá aura sem Sigurður Einarsson fer fram á!

Björn Birgisson, 22.1.2010 kl. 14:33

10 Smámynd: corvus corax

Það vantar einfaldlega lög sem banna arðgreiðslur ef taprekstur er á umsvifunum.

corvus corax, 22.1.2010 kl. 14:35

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn. Við skulum bara vona að Jón Jónsson sé heilsuhraustur og að hann haldi vinnunni. Þá ætti hann að skrimta í ellinni ef ofurlaunaforstjórinn í lífeyrssjóðnum hans verður ekki búinn að stela helmingnum af sjóðnum og taka afganginn í starfslokasamning.

Árni Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 15:12

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni það verður eflaust búið að stela eða tapa meirihluta eigna lífeyrissjóðanna okkar og eflaust verður eftirlaunaaldurinn hækkaður upp í 83 ár til að bregðast við slæmri stöðu sjóðanna - fé án hirðis...lol....nei góði hirðirinn er bara búinn að fjárfesta kjánalega síðustu 20 árin eða svo.  Kjánalegt hjá Sigurði að gera þessa launakröfu, hann veit að henni verður hafnað, enda gerði Heiðar enga kröfur í búið.  Æðstu stjórnendur bankanna vita að lögin taka fyrir að þeir fái greiðslur, þannig að þessi krafa Sigurðar er eins og flest annað sem frá honum kemur "helvítis fukking fukk...!"

Jakob Þór Haraldsson, 22.1.2010 kl. 15:58

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það mun taka heila kynslóð að hreinsa spillinguna út úr íslenskri stjónsýslu ásamt fjármálakerfinu og embættismannakerfinu.

Kannski þarf tvær kynslóðir.

Árni Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 17:25

14 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Sammála þér men sem sjá ekki, hve fáránleg svona launakrafa er, eftir að árangur af störfum þeirra blasir við, eru greinilega veikir.

En það eru fleiri sem sína alvarleg einkenni sömu veikinnar, og sitja en við það að stjórna, og það í okkar umboði, staðreyndirnar blasa hvarvetna við, við höfum látið blekkjast margir hverjir, og enn aðrir hafa hunsað sín réttindi til þátttöku í samfélaginu, með því að taka ekki þátt í prófkjörum, og geysast svo fram á völlinn uppfullir af reiði vegna þess sem þeir leifðu með afskiptaleysi sínu.

Hve margir skildu komast inn á Alþingi í næstu kosningum, sem sátu sem stjórnarmenn í banka stjórnum og sjóðum af ýmsu tagi sem kosta mun almenning milljóna tugi svo ekki séu milljarðar undanskildir. 

Árin upp úr aldamótunum verður líklega minnst sem tímabilið þegar mikilmennskubrjálæðið náði hámarki, hjá alveg lygilegum fjölda manna um allan heim, en einnig verður þess minnst sem Íslenska-bankabólan, einfaldlega vegna þess að það hentar hinum stóru þjóðum að benda á einhvern annan, og segja það var Ísland ekki ég sem keyrði efnahag heimsins á hvolf.

Skoða þyrfti í svona samhengi þá men sem sátu í stjórnum "hlutafélaganna " sem áttu fyrirtækin, og leifðu ofurlaun manna sem greinileg voru aldrei störfum sínum, hvað þá launum sínum vaxnir, varla geta þeir skýlt sér bak við "veikindi" eða hvað, hve stóran þátt til að mynda léku Lífeyrissjóðirnir í þeim leik.

Magnús Jónsson, 22.1.2010 kl. 20:37

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

.....sem greinilega voru aldrei störfum sínum, hvað þá launum sínum vaxnir.....

Reyndar komstu þarna að kjarna málsins. Magnús. Mennirnir sem afhjúpuðu græðgi sína og siðblindu fyrir - og síðan eftir hrun og gjaldþrot fyrirtækjanna sem þeim var teyst fyrir með stjarnfræðilegum launakröfum og árangurstengdum bónusum kunnu aldrei neitt, gátu aldrei neitt. Þetta voru glópar, fífl og mannleysur.

Ofan á bættist svo Sölva Helgasonar heikennið í sinni bitru og nöktu mynd sem þeir fóru jafnvel enn verr með en hann.

Sama heilkenni virtist mörgum áberandi hjá leiðtoganum sem ræsti þennan geðslega hóp á ráslínunni og gaf þeim fyrstu kílómetrana í forgjöf. 

Alþjóðasamfélagið var búið að hlægja sig máttlaust að þessum glópum sem allir voru hættir að taka mark á nema íslenskir pólitíkusar sem héldu að allt yrði að lokum að gulli sem þessir drullusokkar snertu með sínum feitu puttum.

Árni Gunnarsson, 22.1.2010 kl. 23:23

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gáfu fálkaorður og lofuðu þá eins og guði. Við verðum að verjast þessum hroða mæta í mótmæli og láta óánægju okkar í ljós það virkar.

Sigurður Haraldsson, 22.1.2010 kl. 23:36

17 Smámynd: Björn Birgisson

"Þetta voru glópar, fífl og mannleysur."

"................ hlægja sig máttlaust að þessum glópum sem allir voru hættir að taka mark á nema íslenskir pólitíkusar sem héldu að allt yrði að lokum að gulli sem þessir drullusokkar snertu með sínum feitu puttum."

Takk fyrir þetta, minn kæri Árni, það getur verið erfitt að standa á bremsunni, í skítlegum halla, þegar hugurinn kemst á skrið. Stundum gilda ekki hin góðu gildi. Stundum verða bestu menn, orðvarir og prúðir, að tjá sig, handan víglínunnar, á góðu íslensku sjómannamáli. Þú gerir það, prúðmennið.

Er þér 110% sammála.

Bestu kveðjur, BB  

Björn Birgisson, 23.1.2010 kl. 00:02

18 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni : það grátlega við þetta allt saman er samt að einn varaði við, og hann gerði það aftur og aftur, en hann var nánast rakkaður niður fyrir það, og líklega kallaður á teppið fræga?, og samt var hann með múður , og aðhlátursefni verður um alla eilífð að hann hafði rétt fyrr sér, og hann var sá sem allir vildu reka frá völdum, vegna þess að hann sagði þetta er getum við ekki gert, hann var rekin, og alt sem hann sagði reyndist og heldur áfram að reynast rétt, hver skildi þetta nú vera???

Magnús Jónsson, 23.1.2010 kl. 00:14

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús. "........samt að einn varaði við, og hann gerði það aftur og aftur, en hann var nánast rakkaður niður fyrir það....."

Þetta kannast ég við og man að það var Steingrímur J. Sigfússon sem varaði við einkavæðingu ríkisbankanna og varaði við galgopalegri útrás óvitanna sem heiðraðir voru með fálkaorðum á Bessastöðum og byrluð heiðursskjöl af Davíð nokkrum Oddssyni fyrir vasklega framgöngu og lofsverðan árangur sem hann að nokkru sagðist geta þakkað sjálfum sér fyrir að hafa ræst með einkavæðingu bankanna. Og hann stýrði húrrahrópinu fjórföldu í veislunni góðu. Þetta er allt til á myndböndum Magnús minn og ítrekuð varnaðarorð Steingríms J. eru í þingskjölum.

Það eina sem margir velja núna að muna er hvísl þessa manns út um annað kjaftvikið á nokkrum lokuðum fundum með ríkisstjórn og bankastjórum, en næstum á sama tíma hvatti hann út um hitt kjaftvikið sparifjáreigendur erlendis til að treysta íslenskum bönkum, "því þótt að svo ólíklega skyldi nú fara að einhver einn þeirra lenti í þroti þá,,,,,,,"

Árni Gunnarsson, 23.1.2010 kl. 00:34

20 Smámynd: Auðun Gíslason

"Græðgi er góð."   "Græðum á daginn og grillum á kvöldin."

Auðun Gíslason, 23.1.2010 kl. 01:01

21 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Græðgi verður að mennskum apa ef miklir peningar eru í boði.

Sigurður Haraldsson, 23.1.2010 kl. 01:08

22 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15.

www.nyttisland.is

Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband