Aldrað fólk með sjálfsvitund og skoðanir á eigin lífi og ævilokum

Ég verð að taka ofan fyrir Árna Páli Árnasyni fyrir þá djörfung og dómgreind sem þessi stefnubreyting í úrræðum fyrir okkur aldraða sýnir. Það er vonandi að þau sjónarmið séu nú að baki að aldrað fólk eigi að vista á stofnunum og ganga um leið inn í þann barndóm að hlíta reglum og ráðstöfun fólks sem ráðið hefur verið til að halda í því lífinu með þokkalega mannlegri meðhöndlun.

Það er nefnilega langt frá að við sem höfum lokið starfsferli vegna öldrunar og/eða skertrar starfsorku séum sjálfvirkt orðin fráhverf öllum löngunum til að lifa lífinu á eigin forsendum og ljúka því á sömu forsendum.

Víðs vegar úti á landi og jafnvel við þjóðveg 1 eru heimavistarskólar og stór félagsheimili sem eru ýmist vannýtt eða standa jafnvel auð og án minnstu nýtingar af neinu tagi. Þessar byggingar eru margar hverjar með góðri aðstöðu til mötuneytis og frístundaiðkana ásamt því að víða er upphitun með hitaveitu og íbúðum fyrir kennara og starfslið. Viðhaldi er víða ábótavant að vísu en með nokkru átaki væri unnt að gera þessar byggingar að notalegu athvarfi fyrir aldrað fólk sem unir sér vel utan þéttbýlis og hefur jafnvel búið í sveitum.

Hvað er nú nærtækara en að hefjast nú handa og leysa svona til prufu nokkur brýnustu úrræði til vistunar aldraðra með því að taka eina svona byggingu og breyta henni í einhvers konar sjálfseignarstofnun þar sem viðstfólk stýrði sjálft rekstrinum.

Mér kemur t.d. í hug skólabyggingin á Laugarbakka í Miðfirði. Þar er stór og gæsileg bygging ónotuð að mestu ásamt tveim einbýlishúsum sem byggð voru fyrir skólastjóra og starfsmann.

Þarna er heitt vatn og sundlaug í grenndinni sem tengist félagsheimili sem ugglaust mætti tengja við umrædda starfsemi. Nærtækt væri að gera svo þjónustusamning við Sjúkrastofnunina á Hvammstanga um lækna-og hjúkrunarþjónustu. Lítið mál væri að tengja þá sem kæmu af höfuðborgarsvæðinu með því að skipuleggja ferðir til Reykjavíkur svona einu sinni í viku með litlum fólksflutningabíl sem stofnunin ætti og hefði til útsýnis og orlofsferða um styttri eða lengri leiðir.

Aldraðir! Tökum nú höndum saman og hrindum einhverri svona hugmynd í framkvæmd.Ráðum því sjálf hvort og hvenær við étum súra hrútspunga, kæsta skötu ellegar þá pitsuræfil og hamborgara. 

Við hefðum gott af því að fá að vakna við graðhestshnegg á vordegi, kvak í mófuglum og lambsjarm svona til tilbreytingar frá skarkala og rykmengun.

Gerum þetta strax því tíminn líður.

Síminn hjá mér er 8207119. 


mbl.is Fyrsta öldrunarheimilið sem reist verður út frá nýjum viðmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessa ágætu grein Árni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2010 kl. 20:33

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það gleður mig Axel að sjá að þetta vakti áhuga þinn. Reyndar hefði ég nú talið að eldra fólk en þú hefði á þessu skoðanir en þess er nú tæpast að vænta að öll þjóðin lesi bloggið mitt.

Kannski við hefjumst bara handa tveir. Fleiri munu bætast í hópinn.

Árni Gunnarsson, 13.3.2010 kl. 21:44

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Árni

ég hef ætíð hugsað mér gott til glóðarinnar. Hlakkað til þess að búa í notalegri heimavist og elt kerlingarnar. Konan getur varla farið að æsa sig þá eða hvað? Hef í raun aldrei skilið að læsa mann einan heima með heimahjúkrun-hvað er svona spennandi við?

Gunnar Skúli Ármannsson, 14.3.2010 kl. 19:54

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar: Fólk á bara að hafa leyfi til að hlaupa á sig og verða sér til skammar hvað sem öllum aldri líður.Það er bara allt í lagi að elta þessar kerlingar og blessaðar konurnar verða að skilja að það skiptir sáralitlu máli þegar svo er komið að við erum löngu búnir að gleyma til hvers við erum að þessum eltingarleik

Árni Gunnarsson, 14.3.2010 kl. 20:16

5 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, þetta er ljómandi góð grein og hugmyndin um Laugarbakka í Miðfirði (sem eitt dæmi af mörgum) einkar athyglisverð. Nú þegar öldruðum fjölgar stöðugt hlutfallslega verða menn að láta reyna á ný úrræði. Þú hugsar eins og framsýnn ungur maður í sprotafyrirtæki.

Björn Birgisson, 15.3.2010 kl. 15:19

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn. Takk fyrir innlitið og undirtektirnar. Auðvitað er maður alltaf svolítið sjálfsmiðaður í allri hugmyndafræði. Mig hefur alltaf langað til að eyða ævikvöldinu þar sem þokkalega háttar til með sauðaþjófnað.

Árni Gunnarsson, 15.3.2010 kl. 17:46

7 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, er ekki leikhúsið við Austurvöll kjörinn vettvangur til þess háttar þjófnaðar? Fengið einhver viðbrögð? Sá að þú gafst upp símanúmer.

Björn Birgisson, 15.3.2010 kl. 19:37

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enginn viðbrögð. Ég var nú líka um tíma orðinn úrkula vonar með að ná mér í konu.

En með þrjóskunni hafðist það.

Árni Gunnarsson, 15.3.2010 kl. 23:09

9 Smámynd: Björn Birgisson

Seigur alltaf gamli skunkur, var það nokkuð í gegn um síma? Loftskeyti kannski? Þeir klikka aldrei bændurnir og sveitavargarnir! Þrautseigari en andskotinn að þvarga í Himnaríki!

Björn Birgisson, 15.3.2010 kl. 23:17

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, þrautseigjan maður! Nú, Þegar símanum var ekki svarað þá var nú bara notað þetta venjulega; spilað á gítar og sungið undir svefnherbergisglugganum og svo nokkrar sjálfsvígstilraunir settar á svið. Þá var þetta nú eiginlega komið.

Ætli þú kannist ekki við þetta sjálfur sauðurinn þinn?

En eigum við eitthvað að ræða það nánar? 

Árni Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 11:10

11 Smámynd: Björn Birgisson

O sole mio ................  !

Björn Birgisson, 16.3.2010 kl. 11:57

12 identicon

Góð hugmynd þetta með elliheimilið--en þetta hefur verið mikil píslarganga fyrir þig að ná þér í kvonfang ,en rómantík hefur verið í öllum þessum tilþrifum þínum og mikið langar mig að vita hvaða lag heillaði svo konuna sem þú náðir svo í fyrir rest -mér finnst nú trúlegt að þú rifjir það upp fyrir henni öðru hvoru -svona lagað má ekki gleymast- þó svo að það gleymist til hvers þú ert að haupa á eftir þeim( konunum ) síðar á lífsleiðinni  - en það mun vera eftir mikinn baráttuvilja sem heppnaðist að lokum -og ég trúi því að þú munir eyða kröftunum í allt annað en það ,svo lengi sem hausinn virkar -mér sýnist hann vera í allgóðu jafnvægi  með það  sem frá þér kemur á prenti -Og alltaf jafn gaman að hoppa yfir það ---Þetta er allt í góðu meint þú ert örugglega nokkuð spaugsamur náungi og tekur öllu með hógværðinni og hefur sennilega oft fengið tevatnið sykurlaust 

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband