Nú líkar mér bara vel við Jóhönnu

Það verður ekki við það unað að lýðræðishatur sjálfstæðismanna ráði íslenskri stjórnsýslu og hindri það að valdinu verði þokað til fólksins.

Það fer ekki milli mála að LÍÚ náhirðin með pilsfaldakapitalismann í farteskinu ætlar ekki að una því að fólkinu í landinu verði fært meira vald. Þetta er þeim því meira kappsmál sem það er orðið ljósara en áður að nú er það unga fólkið hér í suðvesturþéttbýlinu sem farið er að ofbjóða sukkið kring um stórútgerðirnar og krefst þess að auðlindinni verði skilað.

Þetta stjórnlagaþing mun verða að raunveruleika áður en langur tími líður. Við Íslendingar erum ekki orðnir uppnæmir fyrir því að þurfa að borga svona smáræði fyrir kvótagreifa íhalds og framsóknar.


mbl.is Ný stjórnarskrá fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað sjá allir sæmilega skynsamir menn fingraför eigendafélags sjálfstæðisflokksins á kærunum. Og það þarf enginn að segja mér að málið hafi ekki verið borið undir Jón Steinar áður en kæran var send. En Sjálfstæðismenn gera mistök þegar þeir ráðast beint framan að ljóninu Jóhönnu. Þeim væri nær að halda sig við hælbitin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 14:03

2 identicon

Það þarf ekki stjórnlagaþing til að breyta stjórnarskránni.Þingið getur hvenær sem er samþykkt breytingar (hefur nokkrum sinnum verið gert),en þá þarf að rjúfa þing og efna til kosningar.Frumvarpið er síðan aftur borið undir atkvæði á nýkjörnu þingi og ef það er samþykkt þar verður það fyrst að lögum.Allar breytingar sem nú er búið að gera á skránni hafa þessvega verið gerðar kringum kosningar því þá þarf hvort sem er að kjósa.Í sambandi við breytingar á kvótakerfi er búið að gera samkomulag um að endurskoða það kerfi og sú vinna er í gangi eftir því sem ég best veit.Stjórnarskráin inniheldur einungis grunnlögin og spurning hvort einstök þetta kvótamál á eitthvert erindi þar inn.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:12

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þetta sé hárrétt hjá þér Jóhannes með ljónynjuna. Svo finnst mér það nú ekki ólíklegt að Óðinn Sigþórsson hafi fengið Tóta tönn bróður sinn og bridsfélaga Jóns Steinars til að reifa málið við hann með sér.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 14:12

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér ábendinguna josef asmundsson en hún var óþörf. Ég hef lengi vitað þetta og líklega mestöll þjóðin líka. Málið snýst einvörðungu um það góða lýðræði að leyfa þjóðinni að koma að þessu verki milliliðalaust. Hvernig með þær tillögur verður farið sem þarna koma fram er mál sem afar vel verður fylgst með af þjóðinni. Þetta mál er búið að vera lengi baráttumál mikils hluta þjóðarinnar.

En sægreifum hugnast ekki þær hugmyndir sem hafa birst og snúa að því að festa eignarhald þjóðarinnar í stjórnarskrá.

En haltu baráttunni ótrauður áfram josef minn hver veit nema að sjallarnir þægi þér eitthvað fyrir að gelta.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 14:23

5 identicon

Heill og sæll Árni - sem aðrir, gestir þínir !

Jóhannes Laxdal og Árni !

Jóhanna; sem þau Steingrímur bæði, eru áþekkar óværur, og Bastarðurinn, sem Egyptar eru að keppast við, að losna við, þessar stundirnar, þ.e. Hosni nokkur Mubarak, hafið þið ekki eftir tekið, ágætu drengir.

Ljón; eða Ljónynja hvað ??? Kunnið þið annan, vitrænni ?

Með; öngvu að síður, beztu kveðjum, sem jafnan. úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:24

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Viðurkenndu það Óskar Helgi, að það að sjá blóðið renna í ráðamönnum framkallar ákveðið adrenalín flæði í manni og maður fer að hugsa, Það er kannski enn von

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 14:32

7 identicon

Þakka þér fyrir svarið Árni en ég bjóst nú reyndar ekki við því að fá þetta skítkast frá þér til baka.Ég var einungis að benda á þetta vegna þess að fólk virðist halda það að þetta stjórlagaþing breyti öllu.Það er einungis til ráðgjafar.En þjóðin kemur ekkert að þessu máli nema í kosningunum sjálfum.Það hlýtur þú líka að vita.Ég stend ekki í neinni baráttu né er að gelta fyrir sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk.Finnst þessi flokkspólitík ansi barnaleg svo ekki sé meira sagt.Með kvótakerfið:Einfalt að afgreiða það á þingi.Þarf ekki að breyta stjórnarskrá til þess.Flokkur Jóhönnu og meðflokkurinn í ríkisstjórn hafa þingmeirihluta og þar með væntanlega meirihluta þjóðarinnar á bak við sig frá síðustu kosningum.Virðist samt vefjast eitthvað fyrir þeim.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:44

8 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Jóhannes Laxdal !

Hraðar; rennur Gírolían, í skipum og bílum landsmanna, en þessi rauðlitaði vökvi, í æðum vina þinna, ágæti drengur - svo mikið; er þó víst.

Jafnvel; Tjara rynni hraðar.

Og; svona þér að segja, er engin von, með þessi viðrini innan borðs - fremur en hinna flokka ræksnanna, svo sem.

Með; þeim sömu kveðjum / sem fyrri

Óskar Helgi

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:47

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

josef. Það má vel tala um skítkast í svari mínu hér að ofan. Mér er bara alveg óskiljanleg þessi barátta gegn beinna lýðræði eftir að hafa séð og fylgst með vinnubrögðum í ríkisstjórnum undangegnginna síðustu áratuga. Og sannarlega gremst mér að sjá hversu margir virðast fagna þessari hindrun á leið stjórnlagaþingsins og þá mest vegna þess að þessi heimskulegi dómur mun ekki gera neitt annað en að afla þjóðinni kostnaðar. Nú bíð ég eftir því að Hæstiréttur svari opnu bréfi Guðbjörns Jónssonar sem leyfir sér að benda á að þessi dómstóll átti enga aðkomu að málinu á þessu stigi. Svona veigamiklum ábendingum hlýtur að verða svarað málefnalega af þessum æðsta dómstóli landsins.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 14:57

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi: Mig gildir einu þótt andskotinn tæki í taumana hjá íhaldsdruslunum í þessu máli, ég myndi hæla honum á hvert reipi.

Það er lágmark að þjóðin fái að hafa frið til að setja lög í friði fyrir þessu íhaldspakki og Jóhanna er í þeirri vinnu núna. 

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 15:04

11 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Árni !

Því skrökvar þú; Skagfirðingur góður. Jóhanna hefir; allt frá upphafi (1978), unnið að því, að hygla sér og sínum - ekki; íslenzkri Alþýðu, hafir þú ekki eftir tekið, fornvinur knái. En; því meira tjóni, hefir hún aftur á móti valdið, Helvízk Fordæðan.

Þannig að; þú ættir að spara þér mærðina, henni til handa. Hún er sami Bast arðurinn, og þorri hins hyskins.

Með sömu kveðjum; sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 15:18

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi: Svona okkar á milli þá elska ég Jóhönnu og er hennar vonbiðill. Vona að þetta fari nú ekki lengra.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 15:23

13 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ljót er hún lygin úr Árnesningnum þótt hann skreyti hana fornu tungutaki. Því aldrei hefur hún Jóhanna hyglað sjálfri sér eða borist á ólíkt hræmigunum, úr flokki Óskars Helga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 16:14

14 identicon

Komið þið sælir; enn !

Árni !

Verði þér; að góðu. Sótthreinsiefni; vonandi tiltæk, þér til handa.

Jóhannes Laxdal !

Þú skalt ekki dirfast; að rengja orð mín, dreng garmur. Síðast í dag; var Steinunni Valdísi Óskarsdóttur hyglað,  með einhverri dúsunni,  á einhverjum gæðinga fundinum.

Og; einnig, skyldir þú ekkert vera að ætla mér þátttöku í einhverju, sem enginn fótur er fyrir - eins; og þú reynir, í niðurlagi þínu.

Hins vegar; er ég eindreginn þjóðfrelsissinni, og hefi aldrei farið dult með, ekki hvað sízt, í minningu fjölmargra samlanda okkar, sem fallið hafa fyrir eigin hendi - sökum sorpsins; sem situr á Alþingi og í Stjórnarráði, þessi misserin, Jóhannes Laxdal Baldvinsson !!!

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:36

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Verð að taka undir það að ekki kemur hún nafna mín mér þannig fyrir sjónir að hún hafi áhuga á að vera í sviðsljósinu eða að hygla sjálfri sér.  Mér finnst að við þurfum að gera hið besta úr aðstæðum, þar sem nú þegar er búið að eyða fullt af peningunum okkar í undirbúning og kosningar, er best að klára málið. Ég las einhvers staðar lausn, þar sem skipaðir yrðu þeir 25 fulltrúar sem búið var að kjósa - og síðan yrðu tillögur þeirra lagðar undir þjóðaratkvæði.  Já eða Nei.  Mér finnst það besta lausnin, eins og komið er.  Elskum svo friðinn og strjúkum kviðinn - hugsum út frá heildinni ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.1.2011 kl. 17:59

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Varðandi lygara og skrökvara - allir hafa sitt sjónarhorn og þau geta bæði verið rétt og bæði röng. Þess vegna er enginn lygari eða skrökvari.  Þetta er bara það sem viðkomandi sér frá sínum sjónarhóli.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.1.2011 kl. 18:01

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góð tillaga að láta stjórnlagaþingið vinna og vísa árangrinum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gerum þetta svona og málið er leyst, allir sáttir.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 20:09

18 Smámynd: Pétur Harðarson

Það verður ekki af Jóhönnu tekið að hún kann að lesa það sem fyrir hana er skrifað og ekki ætla ég að gagnrýna þann hæfileika sem er hennar eini á pólitíska sviðinu. En hvenær hefur Jóhanna fylgt orðum með verki? Jóhanna kann að hóta og lofa en menn geta geta fullvissað sig um að bæði hót hennar og lof eru loftið eitt. Þannig er það, þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það. Þessar Samfylkingarsamkomur eru brandari og hafa aldrei breytt neinu. Tími Jóhönnu er liðinn! Hún þarf að ljúka þessu stjórnlagaþingsklúðri í næsta mánuði því lengri tíma fær hún ekki á þingi.

Pétur Harðarson, 30.1.2011 kl. 23:20

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Pétur: Ég held nú að best sé að hætta allri gamansemi og taka undir flest af þessu sem þú segir um Jóhönnu. Vandi þessarar þjóðar er þó stærri en það. Við getum nefnilega ekki losnað við þessa ríkisstjórn án þess að taka Sjálfstæðisflokkinn inn í staðinn og hver er tilbúinn í þess konar fíflagang?

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 11:01

20 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég get að sumu leyti tekið undir það Árni en mér finnst samt að við eigum ekki að sætta okkur við ónýta stjórn vegna hræðslu við Sjálfstæðisflokkinn. Þó að Sjálfstæðislfokkurinn sé að mælast stór núna þá eru mjög margir óákveðnir. Það má ekki gleyma því að ný framboð eru einnig að myndast og ég trúi því að við getum vel fengið það góða valkosti ef ráðist er í kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn gæti þess vegna tapað stórt. Það er nú ekki eins og sá flokkur hafi náð að tefla einhverju trúverðugu fram með Bjarna Ben við stýrið.

Við eigum ekki að leyfa ónýtum stjórnmálamönnum að vaða uppi vegna þess að við erum hrædd við hvað annað gæti tekið við. Sérstaklega þegar hlutirnir geta ekki orðið verri en þeir eru.

Pétur Harðarson, 1.2.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband