Það verður öllu fórnað til að tryggja veðhæfi aflaheimilda

Þessi ofanritaða ályktun sýnist mér vera kjarni fjárlagafrumvarpsins.

"Fjölskyldurnar fjórtán" eru í forgangshóp stjórnmálaflokkanna sem sigruðu í alþingiskosningunum s.l. vor.

Aukning aflaheimilda hefði við þessar aðstæður verið fyrsta val allra ábyrgra stjórnmálamanna.

Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 þurfti ekki að verða lífshættulegt.

Tugum milljarða í þjóðartekjum var fórnað fyrir hagsmuni örfárra útvaldra.

Aukning aflaheimilda hefði getað styrkt innviði heilsugæslunnar að mun og orðið mikilvæg næring fyrir atvinnuástand víðs vegar um land. Hefði auk þess minnkað álag á fæðuframboð beitarsvæðanna og skilað hærri meðalþyngd fiskistofna sem farnir eru að sýna fall í þroska eins og eðlilegt má telja við ofverndun.

Hvers vegna tekur þingheimur ekki fram fyrir hendurnar á þessum skelfilegu ógæfumönnum þjóðarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; sem jafnan !

Þingheimur; er jafn mengaður Grágrýtis seyru þinghússins - sem ráðherrar og ráðherfur, fornvinur góður.

Einskis er að vænta; til betrumbóta, úr þeirri áttinni, þar með.

Mig hlakkar til þess dags; ef ég tóri, að sjá Kanadafána, sem og hinn Rússneska blakta við húna, hérlendis.

Þar með; ætti : Rauð / Blá / Hvítu dulunni innlendu, að vera endanlega fargað, sem dauflegum menjum, um Lýðveldis tilraunina, ágæti Skagfirðingur.

Gætu ekki orðið; ákjósanlegri býti.

Með beztu kveðjum; sem endranær, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 00:07

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

þorskar á þurru landi

Sigurður Þórðarson, 2.10.2013 kl. 05:32

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Hvernig dettur þessum mönnum í hug að setja á rækjukvóta, sem byggist á kolvitlausri ráðgjöf, að mestu til útgerða (70%)sem hafa ekki stundað veiðar á rækju í mörg ár? En þeim sem veiddu þegar veiðar voru frjálsar og gekk vel að að endurvekja rækjuveiðar án þess að ganga á, hvað þá skaða stofninn, þeir fá skitin 30%.

Er þetta ekki besta sönnun þess að veiðistjórn hefur ekkert með nýtingu stofna að ræða heldur er kerfið notað til þess að klaufarnir geti stundað brask? Dettur einhverjum í hug að þeir fari að aka upp á því að fara að veiða rækju. Afleiðingin verður sú að þessi ranglega setti kvóti nýtist ekki nema etv. 30%, hitt fer í kjaftinn á þorskinum.

Ég þarf að fara að athuga hvort afi hafi ekki átt einhvern kvóta sem hægt væri að blása nýju lífi í.

Jón Kristjánsson, 2.10.2013 kl. 07:35

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlit drengir góðir!

Sannarlega geri ég mér grein fyrir því að þessi síbylja mín um auknar aflaheimildir er farin að pirra marga - og jafnvel þá sem daglega rita langlokur um hvaðeina sem illa er gert og betur væri öðruvísi unnið. Menn og konur rífa hár sitt á fésbleðli og vafra í mogga til að emja um allt og ekkert nema það sem öllu máli skiptir. Og ég er ákveðinn í að með einhverju móti skuli verða kreist svör út úr þessum skósveinum mafíunnar um það hvernig hægt sé að líma fyrir öll skilningarvit á fólki jafnt og það ritar nafn sitt undir eiðstaf löggjafarþingsins.

Árni Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 08:20

5 Smámynd: Jón Kristjánsson

Árni það má ekki hætta, aldrei.

Frjálsari veiðar eða auknar aflaheimildir er það eina sem getur komið sjávarplássunum til bjargar. Var að heyra í útvarpinu núna að Byggðastofnun þyrfti að útvega Grímsey og Hrísey einhverjar pírings aflaheimildir.

Væri nú ekki ráð að lofa sægreifunum að halda sínum kvótum, sem úthlutað er eftir hinni viturlegu ráðgjöf, en bæta við 100-200 þús. tonnum handa þeim sem ekkert hafa, eða þá að gefa landróðraveiðar frjálsar.

Við getum ekki endalaust búið við þá lygi að fiskstofnar séu ofveiddir. Ofveiðitalið er stjórntæki til að halda aftur af veiðum og halda uppi verði fyrir fáa útvalda.  Vanveiði leiðir til vanþrifa og aflataps.

Jón Kristjánsson, 2.10.2013 kl. 10:21

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, vel á minnst þarna með eyjarnar úti á og úti fyrir Eyjafirði.

Fyrir nokkrum dögum las ég "bjartsýnifrétt" frá Raufarhöfn sem hefur lítil lífsmörk sýnt síðan guðmávitahvenær. Og kveikjan að þessu bjartsýniskasti var hlutdeild - hlutdeild og ég sagði áreiðanlega; bjartsýnin var bundin hlutdeild í rúmlega fjögur þúsund tonna þorskkvóta - svokölluðum byggðakvóta sem ríkisstjórnin af gæsku sinni hafði talið óhætt að storka yfirboðurum sínum með að úthluta öðrum.

 Fólk er orðið svo niðurlamið af vonleysi og vansæld að það gleðst eins og börn ef ríkisstjórn Íslands ákveður að leyfa því að bjarga sér frá hungurvistinni á sjávarbakkanum nokkra daga á ári.

En fjölskyldurnar fjórtán gnísta auðvitað tönnum yfir því að tangarhald þeirra á sameign þjóðarinnar hefur verið linað örlítið.  

Verður ekki kallaður til stjörnulögmaður!

Árni Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband