Af hverju þessi þögn?

Norðmenn og Rússar veiða í ár í Barentshafinu 1 milljón tonn af þorski.

Máttu veiða 110 þús. árið 2000 en veiddu margfalt.

Norðmenn eru búnir að gefa bátum að 11 metrum fullt frelsi til veiða, ótakmarkað frelsi!

Hvar er frétt Morgunblaðsins um þetta stórmál fyrir strandbyggðir grannþjóðar og frændþjóðar?

Er þetta feimnismál?

Er það feimnismál vegna þess að íslenskir sjómenn geta ekki stungið niður færi eða lagt línustubb til að veiða upp í þorskkvótann því grunnslóðin krapar af ýsu sem þeir eiga ekki kvóta fyrir?

Og þegar beðið er um 5000 tonn af ýsukvóta í viðbót segir Hafró/auðlindaráðherrann Sigurður Ingi: Nei!

Verður nokkuð erfitt að skýra út fyrir þjóðinni af hverju besta fiskveiðkerfi í heimi skilar eftir 30 ár afrakstri sem bindur okkar nýja og fullkomna rannsóknarskip vegna þess að við höfum ekki efni á að gera það út?

Verður ekki erfitt að útskýra neitt?

Útskýra skorttökuna í aflaheimildum sem skilar leiguverði hærra en afurðaverði?

Útskýra af hverju útgerðir geta ekki greitt til ríkisins fáeinar krónur en leigt nýliðum fyrir okurverð? 

Útskýra þögnina um veiðar Norðmanna og frelsi smábátanna?

Útskýra ákafa "samninganefndarinnar um makrílinn", ákafann í að fá að FÓÐRA STÆRRI SKERF af ránfiski í lögsögu okkar heldur en Norðmenn leggja til?

Útskýra af hverju enginn - sem ber ábyrgð á þessu sem hér er rakið - gengur fram fyrir þjóð sína; biðst afsökunar og lýsir yfir að hann hundskammist sín? 

Og er þó býsna margt hér enn ótalið sem ætti að vera refsivert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þögnin er eins og lognið Árni.  Senn mun gusta all hressilega um þá sem stýra Haffrannsóknarstofnuninni.  Þeir þurfa að útskýra hvernig þeir týndu síldinni og loðnunni og hvers vegna betra sé að henda ýsu en að veiða hana.  Og þegar þorskurinn fer á eftir loðnunni þá munu fleiri en Guðmundur í Brimi flytja starfssemi til Grænlands.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2014 kl. 18:26

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og hvernig skyldi okkur ganga að semja við Grænlendinga, Norðmenn og Rússa um veiðar á okkar eigin þorski þegar við getum ekki samið um makrílinn sem hrekst hingað í fæðisleit og til að hrygna.  Hugtakið deilistofn mun öðlast aðra merkingu eftir því sem hafið súrnar meir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2014 kl. 18:30

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það mun koma mér á óvart ef fer að gusta um Hafrannsóknarstofnun, Jóhannes.

Mér hefur sýnst þessari stofnun vera stýrt af þeim sem mest eiga undir sértækum tilskipunum án þess að þær hafi tengingu við þjóðarhag.

Hefurðu íhugað að við fengum nákvæmlega sömu ráðgjöf um þorskafla árið 2000 og þjóðirnar sem nýta Barentshafið? Heil 110 þúsund tonn!

Við vorum látin hlíta ráðgjöfinni og nú er skortstaðan búin að leiða af sér verð á aflaheimildum sem enga tengingu hafa við raunveruleikann.

Hverjir hagnast á skortstöðunni?

Er það ekki augljóst og sýnir hvílík spilling hefur náð inn í þessa vísindaráðgjöf?

Árni Gunnarsson, 9.2.2014 kl. 19:44

4 identicon

Heill og sæll Árni æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !

Árni !

Ýsu gengdin - auk annarra stórra stofna án þess að við sé hróflað er tákn um FULLKOMINN RÆFILDÓM þeirra íslenzku Sjómanna / sem LEYFA SÉR AÐ LEGGJAST HUNDFLATIR fyrir heimskulegum- og afglapalegum reglum Jóhanns stórfrænda míns Sigurjónssonar suður í Hafrannsóknastofnun.

Menn - sem ÞORA ekki að standa á sínum órofa rétti frá Landnáms öldunum 7. - þeirrar 9. EIGA EKKI NOKKRA VIRÐINGU skilda Skagfirðingur góður.

Löngu tímabært - að íslenzkir Sjómenn / :: já og Bændur rísi upp gagnvart skrifræðis hroðanum fornvinur góður !!!

Eða - eru þeir Menn eða Mýs Árni ! ? !

PUNKTUR !

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - öngvum til þeirra Sjómanna né Bænda sem láta Reykvízka arðræningja traðka á sínum rétti ///

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 22:03

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni, þetta er góður pistill hjá þér og þörf ábending.

Kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.2.2014 kl. 22:42

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi þjóð hefur brennandi áhuga á stjórnmálum, Sigmar Þór.

Allir hafa brennandi áhuga á stjórnmálum ef umræðuefnið snýst ekki um eitthvað sem máli skiptir.

Fiskveiðar - nýting okkar verðmætustu auðlindar - er orðið hagstjórnartæki í spilltustu hagsmunatengslum Íslandssögunnar þar sem eru tengsl útgerðar við stjórnmálaflokka.

Kvóti gengur kaupum og sölum þrátt fyrir að lög um fiskveiðar kveði á með skýrum orðum um að úthlutun aflaheimilda skapi ekki eignarétt.

Og til að halda uppi verði á aflaheimildunum er nýtingu fiskistofna haldið neðan við eðlileg og skynsamleg mörk.

Öllum virðist bara standa á sama!

Nýliðar og aðrir sem þurfa að fá aflaheimidir í meðafla verða að kaupa þær af sægreifunum.

Aflaheimildir sem ríkið á og þar með enginn getur selt samkv. lögum þarf að kaupa fyrir sama verð og aflinn selst á!

Aþþí bara!

Og öllum er sama. 

Og við rífumst eins og hundar um það hvort ráðherra eigi að víkja á meðan fram fer opinber lögreglurannsókn um trúnaðarbrest í ráðuneyti.

Hjá öðrum lýðræðisþjóðum væri það svo sjálfsagt að ekki þyrfti að benda nokkrum ráðherra á siðferðið.  

En við rífumst ekki um það hvort rétt sé að svíkja ríkissjóð um milljarðatugi til að halda uppi fyrir sægreifa verði á aflaheimildum sem ekki má þó selja samkvæmt lögum!!

Er ekki eitthvað pínulítið að þessu samfélagi?  

Árni Gunnarsson, 10.2.2014 kl. 11:34

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski best draga ýsur

Sigurður Þórðarson, 10.2.2014 kl. 12:22

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enda eru það viðbrögð flestra.

Nokkrir rumska á messerisfresti og mjálma um að þeir vilji fá að "vita hvað er í boði" í Brussel.

Drjúgur hluti þjóðarinnar er farinn að trúa því að við getum lifað á evrum sem ESB sendi okkur í formi styrkja ef við göngum þar inn. 

Árni Gunnarsson, 10.2.2014 kl. 19:47

9 Smámynd: Kristinn Pétursson

Mesta ruglið á Íslandi í dag - er í ýsunni. Engin ýsa finnst í ralli Hafró, - en rallið nær ekki innst í flóa og firði á Íslandi - þar sem 70% af ýsunni heldur sig.

Þá má ekki taka mark á heimamönnum - alls staðar á Íslandi - helstu skal látið sverfa til stáls - og allur úthlutaður ýsukvóti klárast á minna en 30% sóknartíma hvers báts að meðaltali... sem jafngilti þá allt að  70% vanmati á ýsustofninum...

Svona er miðstýrð  stjórnun  á veiðirágjöf á virka. Veiðirágjöfin er frá Alþjóða hafrannsóknarráðinu - en látið líta svo út að þetta sé ráðgjöf  frá Hafró sem er bara plat í flestum fiskistofnum. 

Kristinn Pétursson, 11.2.2014 kl. 19:20

10 Smámynd: Kristinn Pétursson

Afleiðingarnar verða óhjákvæmilega mikið brottkast ýsu - eða löndun fram hjá vigt - í staða þess að henda aflanaum.  Hvort er betra  - að henda aflanum (lögbrot) eða landa fram hjá vigt (lögbrtot)... 

Raunverulega ábyrgð liggur hins vegar hjá þeim sem mæla ýsustofninn vitlaust. Hvernig væri að lögerglan tæki þá á beinið í stað þess að ráðst á saklausa veiðimenn sem eru í pattstöðu.

Kristinn Pétursson, 11.2.2014 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband