Kemur þetta á óvart?

Afskaplega er þetta undarlegt mál!
Eftir 30 ára gagnslausa baráttu Hafró og margítrekaðar yfirlýsingar ráðherrans um að hann muni ekki auka aflaheimildir.
En núna, þegar allt samfélagið er farið að loga af heift út í fyrirhugað frumvarp LÍÚ-flokkanna um fiskveiðistjórn, kemur þessi "vitrun" í hádegisfréttum!
Það er komið í ljós að HAFRÓ HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR allan tímann!
Það er bráðsniðugt að GEYMA óveiddan fisk í sjó - passa að veiða ekki ungfisk og leyfa þeim gamla að éta hann eða bara láta hann drepast úr sulti!
Og það var hárrétt að veiða bara helming þess sem við veiddum á tíma 3ja og fjögra mílna lögsögunnar.
Trúir einhver þessari vel tímasettu vitrun Hafró?

Ekki sá sem hér skrifar.


mbl.is Ekki meiri þorskur frá upphafi mælinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

 Held þessi vitrun Hafró tengist nú meira fjárlögum heldur frumvarpi. Það þarf að tryggja stofnuninni fé. Vel orðað með "vitrun" :)

Rúnar Már Bragason, 8.12.2014 kl. 15:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er kannski tvíþætt.

En þessi skyndilega styrking nytjastofnanna er merkileg.

Og eitthvað er ég orðinn gleymnari í dag en í gær ef þetta er tengt við margra ára þróun á eflingu stofnanna sem um ræðir.
Man enn hversu einörð neitun ráðherrans var í haust þegar sjómenn grátbáðu um aukningu ýsukvótans. Ástæða beiðninnar var auðvitað sú að sjómenn gátu ekki lagt veiðarfærin í sjó til að veiða þorsk af því að þá var ýsa á meira en öðrum hverjum öngli.

Niðurstað mín er sú að ekki sé nú, fremur en öll hin þrjátíu ár kvótakerfisins - eitt orð að marka yfirlýsingar þessarar stofnunar sem er fyrst og fremst hagstjórnartæki LÍÚ-saumastofunnar og vinnumanna hennar á Alþingi. 

Árni Gunnarsson, 8.12.2014 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband