Hugveita Sigmundar Davíðs

 FRAMFARAFÉLAGIÐ er hugmynd Sigmundar Davíðs og kallast "hugveita".
Ef fyrirbærinu er ætlað það hlutverk að knýja Framsóknarflokkinn inn í skilgreiningu á sjálfum sér og því erindi sem stjórnmálaflokkur á ævinlega að eiga við kjósendur - þjóðina - er hugmyndin góð.

Sé hugmyndin hinsvegar aðeins sú að fá hreint uppgjör flokksmanna á milli hans og núverandi formanns sem Sigmundur telur sig með réttu eiga eftir að koma á hreint, verður ákvörðunin að skoðast í öðru ljósi.

Af því að þá sýnist mér ljóst að í augsýn er nýr stjórnmálaflokkur.

Hugveitan mun án mikils vafa verða að stjórnmálaflokki undir stjórn Sigmundar Davíðs sem er um marga hluti afburðamaður hvað varðar skarpa sýn á samfélagsmál. Hvort Framsóknarflokkurinn lifir af þennan klofning fer eftir því hvort Lilja Alfreðsdóttir kemur inn sem formannsefni í stað Sigurðar Inga.

Ljóst má vera að dagar hans sem stjórnmálaleiðtoga eru taldir eftir fundinn hans Sigmundar.

Mér er kunnugt um að þar hyggjast mæta einhverjir utan raða flokksins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband