Til hvers eru vinir?

Nú ætlar allt vitlaust að verða vegna þess að leggja á niður sjúkrahús í Hafnarfirði og flytja starfsemina til Reykjanesbæjar. Seint ætlar fólki að skiljast að fátt er verðmætara en góður vinur. Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ og hann er í bölvuðu ani með fjármálin. Ekki veit ég betur en að Árni sé góður og gegn sjálfstæðismaður og fékk meira að segja að verða borgarstjóri í Reykjavík. En svo fór það nú eins og það fór. Hafnfirðingar eiga álver. Ekkert álver er ennþá í Reykjanesbæ en auðvitað stendur til að reisa það bráðlega. Fátt er fýsilegra en að reisa álver því nú er Alcoa búið að segja upp 13000 manns enda fer álverð hríðlækkandi ámóta og hlutir í De code. Það á ævinlega að kaupa bréf þegar verðið er lágt sagði gamli Þjóðverjinn um leið og hann fleygði sér fyrir lestina eftir að hafa tapað 60 milljörðum.

Mistök eru til að draga af þeim lærdóm segja íslenskir ráðherrar og keppast nú við að gera mistök.

Sagt er að vandfundnir séu lærðari menn í mistökum en íslenskir ráðherrar.

Það mun hafa flogið að ríkisstjórninni að auglýsa íslensk sjúkrahús sem valkost fyrir útlendinga sem vilja kaupa þjónustu af góðum sjúkrastofnunum með sérþekkingu þjálfaðs fagfólks og auka með því atvinnu vel menntaðs fólks í heilbrigðisgeiranum. Þar væri að finna ógrynni af þeim auði sem útgjöld til menntamála hefðu skapað undanfarin ár. En þetta hefðu hugmyndafræðingar Valhallar slegið út af borðinu því þarna væri að finna vísbendingu um undanslátt gegn þeirri skoðun Vinstri grænna að við þyrftum að leita uppi "eitthvað annað!" til uppbyggingar samfélagi okkar.

Mitt álit er að þetta mál þurfi að skoðast vandlega eftirá og draga af því lærdóm.


mbl.is Eins og maður hafi verið skotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnvöld hvers tíma virðast verð forheims á þeim tíma sem þau sitja. Mér er það í barnsmynni að við urðuðu kjöt í tuga ef ekki hundruðum tonna vegna offramleiðslu. Meðan að sveltandi fólk var um allan heim.

Þessi þjóð sem teljum okkur vera var næstum soltin til bana um aldamótin 19. vegna fáfræði og heimsku. Í þessari matarkistu sem við þó búum í.

Okkur er vorkunn Fólk er fífl, Íslendingar eru fífl. OG ÉG SJÁLFUR ER HVORTVEGGJA

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

þú kemst vel að orði þarna Árni minn, en erum við ekki ábyrgir fyrir þessu öllu saman,við gamlir íslenskir púlsklárar sem áttum allan möguleika á að fara til Kokums eða Volvo að ég tali nú ekki um Ástralíu en fórum ekkert nema ef ske kynni að við höfum farið í Búrfell eða á sjó.

Það má öllum vera ljóst að við eru þeir seku og eigum því hvergi höfði að að halli í ellinni ef við náum þangað.Láttu þér ekki detta í hug að Valhöll vilji samþykkja slíkt það er svo erfitt  að rukka smurpeninginn.

Gunnar Þór Ólafsson, 7.1.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Okkur er í lófa lagið að breyta þessu samfélagi til betri vegar. Ný og öflug stjórnmálasamtök sem eru sammála um nokkur meginatriði er meiri lífsnauðsyn þessari þjóð nú en nokkru sinni fyrr. Og ég sé fyrir mér að þær pólitísku umræður og hræringar meðal fólks skili okkur þessu fyrr en seinna. En þetta kostar mikla vinnu fyrst og fremst ásamt auðvitað góðu skipulagi. Ef allt það sjóðheita byltingarfólk með góða greind og þokkalega menntun sem lætur nú í sér heyra, tekur sig saman og reynir í fullri alvöru að byggja upp starfið með skipulegum vinnubrögðum undir stjórn öflugs stjórnanda má gera þessa sýn að veruleika á fáum vikum.

Árni Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég heyrði um daginn að álverð færi aftur hækkandi. Kreppan varir ekki að eilífu. Verðið hækkar með hækkandi sól og við verðum aftur sterkefnaðir

Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er sumir sem hafa keypt bréf þegar verðið var lágt (væntinganna vegna: newbies eða glópar) því þeir höfðu ekki sambönd eða greind (eða söguþekkingu) til að sjá 5 ár fram í tímann eða varasjóði til að bíða. Svo gerðist ekkert nema verið lækkaði og lækkaði og svo fór allt á hausinn. Þá koma alvöru hákarlar og eignast allt á brunútsölu.  Heimskreppan er búin að vera í vexti síðan 1998. Sagnfræðilega endar ávöxtunargræðgi alltaf eftir ákveðin tíma í samræmi, [Auðlindir eru jú takmarkaðar með tilliti mannfjölda] með  Kreppu og eða efnahagsstríði [með eða án vopna]. Penninn er nú sterkari en sverðið: hann skrifar tékkann. Ég gef þessari heimskreppu minnst 7 ár.

Árni "okkur" á það ekki við 98% þjóðarinnar sem þyrstir í að fá annað lið í brúna sem kann að stíga ölduna og skipta aflanum af sanngirni. Alli sem ég tala við eru bæði sárir og svekktir yfir því að kjósa flokkinn sinn í trausti þess að aðilarnir á listanu  væru valdir af kostgæfni með sinn  hag í huga og stigu í vitið. Ég er að tala um fólk úr öllum stéttum, öllum flokkum og á öllum aldri. Það er A-listi með engum pólitíkus tengdum.  Ég vill gefa Sjálfstæðisflokknum séns til að sýna sitt rétt andlit það er en margir þar sem ættu betur heim í fylkingu Rauðrar sólar.

Ég kalla okkur fórnarlömb í gagnbyltingu til að ná því aftur sem stolið var: sjálfsvirðingunni og trú sérhvers á mátt sinn og megin. 

Júlíus Björnsson, 8.1.2009 kl. 15:58

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það virðist vera einhver keppni í gangi milli ráðherranna um hver þeirra sé mesta fíflið. Guðlaugur kemur sterkur inn með þessum „skemmtilega“ afleik óhugsuðum útfrá öðru en tölfræðikúnstum frjálshyggjunnar. Hvort Geir eða Grani (BB) eigi svo vinninginn eða dýralæknirinn ætla ég ekki að dæma um en Ingibjörg með sína skoðun á hverjir séu þjóðin og nýjasti álhausinn í Iðnaðarráðuneytinu fylgja þeim fast á eftir. Eina leiðin fyrir Kristján Möller til að komast inn í leikinn er að grafa göng til Eyja!

Ævar Rafn Kjartansson, 8.1.2009 kl. 16:42

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus. Það kann vel að vera að listi vörubílstjórans sé illskárri en listar ríkisstjórnarflokkanna. Nokkuð víst að engar vísbendingar eru um að honum sé ætlað að verða brjóstvörn gamalla spilligarafla. En erfitt á ég með að samþykkja að Sjálfstæðisflokknum séu gefin fleiri tækifæri til að sýna sitt rétta andlit. Ég er búinn að horfa framan í það andlit óþarflega lengi og tel mig ekki eiga slíkra harma að hefna á minni eigin þjóð að ég óski henni fleiri þvílíkra hörmunga að sinni sem þeirra að horfa öllu lengur framan í það ógæfulega smetti.

Baldur. Gott að vera bjartsýnn. En í samanburði við ástandið kemur mér í hug rollan sem var að snapa með lömbunum sínum á blásnum mel í hugþekku lokaatriði sjónvarpsþáttar sem bar nafnið: "Þjóð í hlekkjum hugarfars" og var sýndur fyrir allmörgum árum. Nú sé ég fyrir mér að gerður verði sjónvarpsþáttur sem gæti borið nafnið: "Lemstruð þjóð í flagi frjálshyggju."

Ég veit um aldraðan fræðaritara sem væri fáanlegur til að skrifa handritið!

Ævar. Mér sýnist að Ingibjörg komi sterk inn eftir Kastljósið í gær!

Árni Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 20:59

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Árni, ég sé ekki betur en að þið Ævar hafið svipaðar skoðanir á framkvæmdarvaldinu í þessu blessaða þjóðfélagi, allavega er ég sammála þér í þessu bloggi þínu kæri bloggvinur.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 02:13

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helgi: Það er margt fleira en framkvæmdavaldið sem við Ævar erum sammála um. Við erum sammála um stefnur í umhverfismálum og þykir vænt um landið okkar.

Tinna: Þakka þér fyrir innlitið.

Árni Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 17:43

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kæri Árni. Ég vil hér með benda þér á Álversflokkinn og stefnu hans sem við Steini teljum að muni valda byltingu í íslensku efnahagslífi á tvöföldum hljóðhraða þegar við höfum náð völdum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.1.2009 kl. 20:07

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara nafnið eitt kveikir nú talsverða bjartýni Ben. Ax. Er ekki þessi Steini áreiðanlega Steingrímur J. Sigfússon?

Annar skynja ég nú þennan tvöfalda hljóðhraða í efnahagslífinu nú þegar og er dálítið hræddur við að auka þann hraða til muna svona fyrst um sinn.

Árni Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 21:49

12 identicon

Góður pistill, sem ég tek heilshugar undir.

Það er eins og skammsýni sé helsta einkenni Íslendinga.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:52

13 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Vinna ráðherra er ekki að stunda mistök til að læra af þeim, heldur leiðrétta og hindra þau! Fyrir það eiga þeir að fá laun. Ráðuneytin og Alþingi eru ekki skóli! Þar eiga að vera einstaklingar útskrifaðir úr skólum og tilbúnir að fara að vinna fyrir land og þjóð svona eins og Jóhanna Sigurðardóttir.

Hansína Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 00:30

14 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þessi Steini er áreiðanlega ekki Steingrímur J.  Flokkurinn okkar styður ekki Axarfjarðarsköft.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.1.2009 kl. 00:31

15 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Árni minn,

Djöf... ertu meinfýsinn út í menn sem vilja læra!   Þú varst ekki svona áður - ertu að spillast? 

 Baldur!

Hér er tengill á framtíðarútlit á álverði!

Svo er Sjálfstæðisflokkurinn náttúrlega bara frábær - ég fór meira að segja á kynningarfund hjá þeim um ESB!      Maður verður nú að fylgjast með!     Kristján Þ. Júl. er afar viðkunnanlegur maður og var fljótur að spóla sig gegnum 63 glærur.    Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra var líka mættur og brosti svo mikið að það sást í stórar loðnutorfur sem eru ófundnar enn.    Því miður náði ég ekki að segja "svei þér" við hann því Bjarni Har. passaði hann fyrir öllu illu!

Kveðja

Ragnar

Þeir verða rosalega ríkir á Reykjanesinu í náinni framtíð.

Ragnar Eiríksson, 12.1.2009 kl. 01:37

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert gull, Árni... nei, demantur! Þú glóir og glansar og skoðanir þínar eru svo sannar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.1.2009 kl. 02:47

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnar: Ég vona að það sé búið að sótthreinsa húsið eftir þennan sveim.

Lára Hanna: Þakka þér fyrir þessi hlýju orð sem mér finnst auðvitað undur vænt um þó ég eigi nú tæplega innstæðu fyrir þeim.

En líklega er í mér bæði gull og grjót eins og mörgum okkar. Hvað skoðanir mínar áhrærir þá eru þær nú líklega nokkuð blandaðar hvatvísi þegar mér er mikið í hug eins og þessa dagana. Mér finnst bara ekki að mikil hæverska sé það vopn sem þjóðin þarf á að halda núna.

Árni Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 17:15

18 Smámynd: Halla Rut

Segi sem Lára: Þú ert gull. Og svo sannarlega átt þú innistæðu fyrir þeim orðum. Það veit ég vel enda hef átt þá ánægju að kynnast þér persónulega og veit að þarna er mikill maður með háa réttlætiskennd.

Eitt sinn tapaði ég minni um stutta stund en án þess kannski að vita þá hjálpaðir þú mér að finna hana aftur. 

Halla Rut , 14.1.2009 kl. 01:04

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir þessi ummæli Halla Rut! Auðvitað hlýnar mér um hjartaræturnar þó mér sé ákaflega vel ljóst að fátt er líklegra til að fá okkur til að hlaupa á okkur en ofmat á eigin réttlætiskennd sem oft reynist vandræðagripur og stýrt hefur mörgum óhæfuverkum eins og dæmin sanna. Eftir sem áður er okkur skylt að hafa hana að leiðarljósi. Jafnvel þó hún bregðist á stundum.

Árni Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 23:54

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Réttlæti? Fer það ekki alltaf eftir því hver er að skoða hvað? Árni, einu sinni hitti ég vitra konu sem sagði við mig: "mundu það ávallt Baldur, að það verður alltaf álitamál hvað er rétt og hvað er rangt, en það fer enginn í grafgötur um hvað er gott og hvað er vont".

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 13:23

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og vel að merkja, Árni, ég er kominn með Grím Thorarensen, fæ amtmanninn seinna. Lofar góðu!

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 13:24

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, þessar grafgötur Baldur minn, gefum við þeim ekki oft og tíðum óþarflega lítinn gaum?

Árni Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 17:49

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessar títtnefndu grafgötur munu vera niðurgrafnir stígar sem erfitt er að leita í. En átti ekki gamla konan við það, að rétt og rangt eru lögfræðileg hugtök og þess vegna hryllilega teygjanleg, en hjartað segir okkur samstundis hvað er gott og hvað er vont? Ég skili það alla vega þannig.

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 18:14

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég lít nú reyndar að mestu sömu augum og þú á þetta Baldur.

En ekki eykur það nú beinlínis skilning minn á fylgi stjórnmálaflokkanna okkar þegar litið er til baka.

Árni Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 20:36

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stjórnmálaflokkanna, tja..... veit ekki hvort það skiptir öllu máli að skilja fylgi þeirra. Ég reyni að skilja Najdorf afbrigðið í Sikileyjarvörn, leikkerfi Arsenal, one-plane-swing í golfi... en pólitík og konur, er nokkur von að maður komist einhverntíma til botns í þeim efnum?

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 21:14

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eiginlega finnst mér það nú mest spennandi við blessaðar konurnar að maður kemst aldrei til botns í þeim.

Árni Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband