Mun næsta ríkisstjórn syngja svanasöng ráðherraræðis á Íslandi?

Það er ástæða til að vera bjartsýnn á nýja tíma lýðræðis á Íslandi. Uppstokkun í Framsóknarflokknum dregur með sér tækifæri fyrir kjósendur þessa lands til að krefjast byltinga í stjórnsýslu okkar og koma henni í framkvæmd með skjótari viðbrögðum en nokkur þorði að vona. Ég orðlengi þetta ekki frekar en ég sé ástæðu til að óska mínum gömlu vinum í Framsóknarflokknum til hamingju með að hafa tekist að kveikja nýja von með þjóðinni á miklum örlagatímum. Ég treysti því að skipað verði til verka í þessari nýju stöfnun því fólki sem leggur sig fram við að vinna af fullkomnu hlutleysi úr þeim tillögum sem nú þegar liggja fyrir í gögnum stjórnarskrárnefndar.

Nú vænti ég þess að flokkurinn haldi áfram á sömu braut og ný forysta opni augun fyrir spillingunni í stjórnun fiskveiða.


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við nú að fyrirgefa Framsóknarflokknum öll árin með íhaldinu? Ja svei!

Jón Garðar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].

Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.

Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.

Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.

Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.

Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni

Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni að flestu leyti síðan 1947

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:53

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Garðar: Við höfum kallað eftir breytingum í vinnubrögðum flokkanna. Þegar þeir svara því kalli þá ber að viðurkenna það. Ný forysta var kosin í Framsóknarflokknum og landsfundurinn sendi skýr skilaboð um viðleitni til að kveðja spillinguna.

Júlíus: Þær breyttu leikreglur sem þarna er krafist eiga að hindra eða öllu heldur útiloka alræði forystumanna stjórnmálaflokkanna. Þess ber þó að gæta að þetta stjórnlagaþing á eftir að komast að niðurstöðu um tillögur. 

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að Forsetavaldið setji inn nýjan ráðherra og Löggjafarvaldið ákveði rammana um verkvið hans og skyldur.  Þannig gætu nýjum Forseta fylgt nýir ráðherrar hver á sínu sviði. Sá sem stýrir fundum þeirra kallast For'sætis'ráð'herra samkvæmt stjórnarskránni. Undantekningar grein útilokar ekki að Forseti velji ráðherra úr röðum lagasmiða:þingamanna og fær þá ráðherra að hald löggjafar atkvæði sínu. Þetta ákvæði er orðinn galli eftir því sem samhygð ættarsamfélagsins er á undanhaldi.

Sveinn Björnsson hefur verið ákaflega samvinnuþýður með flokksklíkum eins og þeir sem komu á eftir. Það er aðalskýringin á spilltum stjórnarháttum nú að mínu mati.     

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 19:26

5 identicon

Árni. Það er þjóðin sem kallar eftir þessum breytingum - að auki lýstu þeir flokkar sem nú eru í stjórnarviðræðum yfir þeim markmiðum sínum að koma á umbætum og stjórnarskrárbreytingum og setja það inn í stjórnarsáttmála. Framsókn er einfaldlega að stunda sitt venjulega lýðskrum með þessum nýju "kröfum" og reyna að mála sjálfa sig sem einskonar "kyndilbera" í forustusveit þeirra sem vilja breytt stjórnskipulag.

Að halda því fram að þínum "gömlu vinum" í Framsóknarflokknum hafi tekist að kveikja nýja von með þjóðinni er hrein og klár fásinna. Það var sko örugglega ekki Framsókn sem gerði það heldur það fólk sem tók þátt í mótmælunum fyrir utan Alþingishúsið og það fólk sem viðraði nýjar hugmyndir og benti á þá valdníðslu sem stunduð var af íhaldinu og (vel að merkja) Framsókn síðustu 17 ár eða svo. 

Jón Garðar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 19:55

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Snúast kröfur bara um að gera kröfur Jón Garðar? Er það sanngjarnt að þegar orðið er við kröfum þá kallist það lýðskrum? Verðum við ekki að viðurkenna þá sem verða við kröfum okkar með því að sleppa í það minnsta öllum háðglósum?

En svona til að strá salti í sárin get ég bætt því við að ég er ekki í Framsóknarflokknum og enginn málsvari þeirra né áróðurstæki.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 20:35

7 identicon

Mesti drulluhali íslandssögunnar Halldór Ásgrímsson er framsóknarmadur.  Heimskir íslendingar vilja nú kjósa hentistefnuflokkinn.  Heimskir íslendingar kusu sjálfstaedisflokkinn og framsóknarflokkin og afleidingarnar eru nú augljósar.  Hafa íslendingar laert af theim mistökum? NEI thad hafa their EKKI gert.  Ádur en framsóknarflokkurinn hefur komid á framfaeri stefnuskrá thá eru íslendingar samkvaemt skodanakönnun tilbúnir til thess ad gera hentistefnuflokkin ad staersta stjórnmálaflokki á íslandi. 

Kvótakerfid er glaepur.  Íslendingar eru snillingar í thví ad kjósa gegn theirra eigin hagsmunum og munu sjálfsagt halda thví áfram. 

Dulnefni (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:53

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skipun stjórnlagaþings er ekki atkvæði greitt Framsóknarflokknum. Kosningalögum og öðrum ákvæðum stjórnarskrár verður ekki breytt með sérstaka hagsmuni hans í huga. Tillögur stjórnlagaþings þarf að staðfesta með þjóðaratkvæðageiðslu áður en þær verða samþykktar sem lög.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 22:12

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Árni það er ekki nokkur hætta á að við freistumst til að kjósa Framsókn né Sjálfstæðisflokkinn. Við verðum að gæta vel að nýju framboðunum.......er það ekki ? Hvar ætli Kristinn hinn eini sanni verði ?

Hver vill hann núna ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.1.2009 kl. 23:32

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Guðrún Þóra. Nú förum við að skima eftir nýjum framboðum!

Engar áhyggjur af Kristni, hann hleypur ekki á sig fremur en fyrri daginn.

Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 00:32

11 identicon

Árni, alltaf athyglisverð sjónarmið hjá þér. Að Framsókn leiði okkur út úr spillingu? Gildandi kvótakerfi?, sala Búnaðarbankans? Gift fjárfestingarsjóður? Ja hérna, spillingin hreinlega lekur af þessum flokki og hefur löngum gert, af hverju eigum við að búast við einhverju öðru nú? Pigs may fly!!

Lund Hervars (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:49

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskráin :Hlekkurinn í athugasemd 3 var gallaður.

Júlíus Björnsson, 1.2.2009 kl. 07:16

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það segir sína sögu um tengsl kjósenda við raunveruleikann í dag og skynjun nokkurra bloggritara á orsök og afleiðingu að nú eru þeir farnir að senda Bjarna Benediktssyni ástarjátningu og stuðningsyfirlýsingu!

Nú bíð ég eftir að sjálfstæðismenn taki tvo síðustu viðmælendur Egils Í Silfrinu í gegn fyrir heimskuna. Ég bíð spenntur eftir að lesa bloggfærslur þeirra.

Árni Gunnarsson, 1.2.2009 kl. 14:51

15 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Samfylkingunni fyrirgefst árin með íhaldinu, og það í bullandi "drullupolli"! Og er meira að segja hafin í Guðatölu!

Ja svei!

Erla Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:58

16 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Júlli minn. Þú ert að kalla eftir einhvers konar "USA" stjórnarháttum hér , eða er ég að misskilja??? Viltu að Ólafur ráði öllu og þjóðin engu eða?? Hvað er málið?

Erla Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 23:04

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erla mín ertu vitlaus, Ólafur new-liberalisti. Ég vil nýjar kosningar um Forseta til framkvæmdavalds þar sem kosningabandaleg geta myndast til að hafa áhrif á sameiginlegar framkvæmdir þjóðarinnar í þá þágu hennar allar. Færa miklu meira framkvæmdavald til sveitarstjórna og mest í heildina til einstaklinganna. Í öðrum kosningum vil ég persónu kosningu á eftirlitsaðilum eða þingmönnum: löggjafanum til höfuðs gegn ráðherraframkvæmda völdunum.  

Forsetinn á að starfa í samræmi við stjórnar skrá og velja[skipa ekki framkvæma] framkvæmdastjóranna þannig að hann ná endurkjöri [þjóðin] þá reynir á að velji þannig að sem flestum eftirlitsaðilum og lagasemjurum [alþingi] líki því þá verður um of litlar framkvæmdir að ræða og þjóðin getur kosið ný löggjafaraðila eða nýjan umboðsmann til skipanna fagmanna, reynslubolta yfir framkvæmdavöldin. Hliðstætt USA og Finnlandi. Tel það henta betur ennþá með næstum ein þjóð býr í landinu þar sem fólk skilur hvort annað á sömu tungu og eða býr við sama grunn siðferðið.

Þjóðveldi[lýðræði] á öllum sviðum.

Ég vil gefa þjóðinni val: Eftirlitsaðilar og reglusmiðir, eru ekki æskilegir eða alltaf bestu framkvæmdaaðilarnir.  

Jafnvægis og sátta stjórnum, eitt skref í einu fram á við í sameiginlegum framkvæmdum okkar allra þjóðarinnar.

Júlíus Björnsson, 5.2.2009 kl. 23:29

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus: Til að jafnvægis-og sáttastjórn fái ráðrúm til verka þarf nefnilega reglugerðir. Ekki regluverk í anda þess óskiljanlega vaðals á stofnanamáli sem öllu venjulegu fólki er er óskiljanlegt heldur skýrar reglur á knöppu mannamáli.

Í dag sáum við í dagblaði heilsíðu regluverk um fjármálastarfsemi á Íslandi í u.þ.b. 100 liðum. (Ég nennti hvorki að lesa né telja) Þrátt fyrir allt þetta nákvæma og fjölþætta djöfulsins torf allt saman stöndum við Íslendingar ráðlausari en lögsögumenn á þjóðveldisöld gegn svikastarfsemi fjárglæframanna. Og við neyðumst til að viðurkenna að þessir menn rændu milljörðum úr bönkunum okkar og fluttu þá í öruggt skjól á nokkrum dögum fyrir bankahrunið. Þetta gerðu þeir fyrir opnum tjöldum og fyrir allra augum. Og nú benda líkur til að allt þetta fé sé tapað vegna þess að við eigum engin lög sem ná til þessa athæfis!

Ég er ekki talsmaður regluverka en veit að við þurfum á skýrum reglum að halda. Og ég veit þetta fyrst og fremst vegna þess að sjálfur brýt ég flestar þær reglur sem ég kemst upp með að brjóta og verð að gera ráð fyrir að það sama gildi um fleiri en mig.

Erla: Ég er sammála þér með Samfylkinguna og fulla hlutdeild hennar í hruni þjóðarbúsins og heimilanna. Bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson var ekki starfinu vaxinn og Viðkiptaráðuneytið reyndist vera vanhirt kálfafjós. Ríkisstjórnin var búin að fá fjölda skýrra ábendinga um í hvaða óefni stefndi en brást við öllu með afneitun og heimskulegum hroka. Það er því alveg borðleggjandi í dag að miklu slysi hefði mátt forða ef Samfylkingin hefði verið starfi sínu vaxin í ríkisstjórninni. Þess vegna ber henni engin lofgjörð þó hún hafi um síðir áttað sig á því að þjóðin var búin að fá nægju sína af verkum hennar og hún um síðir rofið stjórnarsamstarfið með hundshaus þegar bein lífshætta var á næstu grösum fyrir ráðherrana ef þeir sáust á götum borgarinnar án lífvarða.

Við skulum halda þessari sögu allri til haga umbúðalaust á mannamáli. 

Árni Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 00:25

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Árni, þetta stofnanamál er nú tilgangurinn sem helgar meðalið. Íslenskunni hefur verið breytt af svo miklu offorsi í átt til hinna stéttskiptu mála ESB að jafnvel þeir sem hana nota skilja hana ekki einu sinni. Ég hef ágætan skilning á yfirstétta orðforða stéttskiptu málanna þótt flest allir aðrir einstaklingar þjóðarinnar hafi hann ekki. Þykir mér stofnanamálið: ný-Íslenskan lítilsvirðing við 1000 ára hefðir þjóðveldisins Íslands. Íslend er lítið land að íbúatölu og okkur nægir einn Banki og einn sterkur og útbreiddur gjaldmiðill sem gæti bæði nýst innanlands sem utan til viðskipta með raunverulegar snertanlegar vörur. Fjarmálaræðið og stjórnmálræðið er eitt og hið sama að mínu mati: baggi sem þurfum að skera niður. Apa leikur að versla með óæta pappíra á kostnað hinna raunverulegu skattgreiðenda.  Hér gildir það sem alltaf hefur gilt, hér er dýrt að búa mannsæmandi lífi og til þess þarf sterkar hendur og skarpa hugsun.

ESB ný-aðals Kandídatarnir mega missa sín, þeir stíga ekki í vitið. ESB staðalinn ber ekki nema 330 stykki á hverju 330.000 manna íbúasvæði. Hér, nú þegar, eru 700 með kjaradóm sem dæmir sjálfum sér laun  í samræmi við þau sem hann dæmir skjólstæðingum sínum. 

Júlíus Björnsson, 6.2.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband