Fćrsluflokkur: Bloggar

Sagt frá ógćfumönnum af Skaga og innflytjendum viđ skeljatínslu

   Ritningin kennir oss ađ mennirnir eru ekki eins góđir og ţeir ćttu ađ vera- og nú er Jón í Kálfárdal búinn ađ selja Lýsing sinn fyrir spađ!

Ţessi orđ, sem fleyg urđu í Skagafirđi vestanverđum á fyrri hluta nítjándu aldar og tóra jafnvel enn í munni nokkurra fulltrúa eldri kynslóđar ţar,  eru höfđ eftir piltinum Jóni Bergţórssyni sem stautađi sig gegnum kveriđ upphátt. Eitthvađ hefur hugurinn reikađ frá kristindómnum eins og dćmi eru líklega um ennţá í dag ţegar börn eru búin undir ţá vígslu inn í kristiđ samfélag sem krefst ţess ađ ţau "gangi fyrir gafl".  Jóni verđur ţađ umhugsunarefni ađ svo er komiđ fyrir fátćkum erfiđisbónda á snjóţungri fjalljörđ ađ hann ţarf ađ selja reiđhestinn sinn til ađ geta brauđfćtt hyski sitt og hjú. Enginn veit betur en Skagfirđingar hvíík ógćfa steđjar ađ ţessum manni.

Enginn man heldur lengur ađ segja frá gćđingnum Lýsingi sem er svo hugstćđur ungum hakningspilti og sveitarómaga ađ hann stendur ţar ofar  en hinn eilífi kćrleiksbođskapur. Hinn miskunnarlitli heimur samfélagsins á Íslandi  á átjándu öld ćtlađi Jóni Bergţórssyni hinsvegar nokkuđ hlutverk í ţeirri sögu sem nú er flestum gleymd eđa horfin inn í rökkur aldanna.

Jón var engum aufúsugestur ţegar hann opnađi augu sín fyrst fyrir ţessum heimi. Móđirin Guđrún Jóhannesdóttir -jafnan nefnd  Fannlaugarstađa- Gunna, sem ung ađ árum gerđist lagskona Sigurđar Gíslasonar "trölla", sem gerđist landnámsmađur á Fannlaugarstöđum á Laxádal ytri. Á ţessu snjóţunga kotbýli sem nú er hluti afréttar milli Skagafjarđar-og Húnavatnssýslna, bjó Sigurđur trölli frá 1823 - 1851 er hann lést í júní ţađ ár en kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir til fardaga nćsta árs en ţá fór jörđin í eyđi. Síđan hefur ţar ekki veriđ ábúđ og nú er hún fallin inn í afréttarland. Sigurđi grćddist fé á ţessu koti og líkur eru til ađ hann hafi veriđ mannskapsmađur. Um hann orti Stephan G. eitt af sínum mögnuđu ljóđum og međal afkomenda Sigurđar er Sólveig Pétursdóttir fráfarandi Alţingisforseti.

Fannlaugarstađa- Gunna var ekki viđ eina fjöl felld og eignađist mörg börn sem hún kenndi ýmsum öđrum en Sigurđi. Bergţór hét mađur Jónsson og bjó á Sauđá. Bónda ţennan nefndi Gunna föđur ađ barninu Jóni og ţó hann tćki ţví ekki létt,ţrćtti hann ekki fyrir afskipti af Gunnu og hét ađ lokum ađ annast barniđ. Eitthvađ hefur ţađ fariđ úr böndum ţví Jón fór ungur inn á veg hrakninga og reyndist bćđi ódćll og hvinnskur.

 Sálufélaga eignađist Jón sem Jóhannes Oddsson nefndist og var utan af Skaga. Sá hafđi álíka stöđu í skagfirsku samfélagi og Jón og saman unnu ţeir sér ţann rétt til samfélagslegra afskipta sem ćvinlega leiddi á ţessum tíma af ţeim missskilningi ađ sú knýjandi nausyn sem leiđir af miklu hungri og löngu megi brjóta lög.

Kunnur húsaskipan á Fannlaugarstöđum stýrđi Jón för ţeirra ţangađ í aprílmánuđi á ţví herrans ári 1850. Ţetta er langur vegur og krókóttur soltnum mönnum međ sleđa á nćturţeli, gćti numiđ 30-40 kílómetrum. En hvorki skorti fémuni né ríkulegar matarbirgđir á sleđa ţeirra félaga er ţeir sneru til baka og höfđu áđur tekiđ vel til matar síns af krćsingunum úr búri Sigurđar trölla,  afréttarbóndans auđuga. 

Illur fengur illa forgengur, segir máltćkiđ og svo fór um ţennan feng. Ţeir svarabrćđur munu skammt hafa veriđ komnir á veg er til ţeirra náđist. Og nú beiđ refsingin. Samkv. dómi 2. desember ţetta ár ţótti hćfilegt 3x27 vandarhögg á bert bak. Ţeirri refsingu var ţó ekki fullnćgt fyrr en ţrem árum seinna. Ámćlisverđar tafir á fullnustu samfélagslegrar blessunar virđast ekki vera nýlunda í réttarfari á okkar ágćta landi. Ekki bar hann Björn okkar Bjarnason ábyrgđ á ţessum slóđaskap.

En nú gisna ađ mun allar heimildir um ţá félaga Jón Bergţórsson margnefndan og hans ţjáningarbróđur Jóhannes Oddsson. Líkur eru ţó til ađ ţeir hafi skolfiđ saman undir messum í Ketukirkju á ţeim sunnudögum sem prestur átti heimangengt. Skaginn er harđindapláss og sjávarhlunnindi voru ţar ein helsta lífsbjörg í langri sögu. Menn sóttu sjóinn fast og meiri líkur en minni verđur ađ teljast á ţví ađ ungir sakamenn hafi veriđ eftirsóttir viđ störf sem kröfđust vaskleika.

En áriđ 1855 skýtur nafni Jóns sonar ţeirra Fannlaugarstađa Gunnu og Bergţórs á Sauđá, ásamt međ einhverju ívafi frá erfđaefni Sigurđar trölla - upp í heimildum af Skaga. Ţađ ár er hann vinnumađur á Kleif en var lánađur ađ Selá í sömu sveit á útmánuđum. Og af ţví ađ flest ţađ sem hér hefur veriđ frá sagt um téđar persónur er stoliđ- og illu heilli jafnframt líka stílfćrt úr skrifum frćđameistarans og rithöfundarins Kristmundar Bjarnasonar á Sjávarborg ćtla ég mér nú ađ sleppa honum lausum. Og bókin er Skagfirskur annáll 1847-1947, fyrra bindi bls. 36-38.

Ţá var matarlítiđ á Skaga, landfastur ís, tregt um björg af sjó. Bćndur á Fram-Skaga hjuggu vakir í ísinn framundan svonefndu Ásnefi og lögđu lagvađi. Ţar sem Jón Bergţórsson var allra manna fótaskinn, dćmdur bjálfinn, var hann lánađur ađ Selá eins og fyrr segir. Hinn 7. marz aflađist óvenjuvel, og urđu bćndur seinir fyrir ađ koma öllum fengnum, svo og veiđarfćrum í land. Morguninn eftir var Jón sendur út á bređann međ sleđagrind ađ sćkja ýmsar fćrur, svo og hákarlinn, sem eftir hafđi orđiđ. Hundur hans tölti á eftir. Sveinn Símonarson hreppstjóri í Efranesi sendi sýslumanni og kammerráđi Kristjáni Kristjánssyni í Hofstađaseli svohljóđandi tilkynningu hinn 20. marz 1855:

"....Einnig vil ég ekki láta hjá líđa ađ geta ţess, ađ 8da dag ţ.m var Jón Bergţórsson sá er var í ţjófnađarmálinu, vinnumađur á Kleif, en nú um tíma á Selá, á ferđ út á ísnum hér fyrir Skaganum, en ţíđviđri var komiđ, og svo hljóp snögglega upp ofsaveđur af suđri, svo ísinn rifnađi allt í einu frá landi á endilöngum Skaga, og spöngina,sem Jón var á, rak ţegar til hafs, og sáu menn skamma stund til hans úr ţví, bćđi vegna fjarlćgđar og sćroks, enda hefur ei til hans spurzt síđan, og hyggja flestir hann týndan, ţví lítil von virđist til, ađ hann hafi rekiđ upp á austurlandiđ. Hann mun hafa átt eitthvađ lítiđ af fötum og smávegis rusl, er ég mun láta skrifa upp, ţegar útséđ er um, ađ hann hafi komist lífs af".

Ţađ sást til Jóns í sjónauka, međan bjart var. Hann hljóp fram og aftur um ísinn, ţindarlaust og bađađi út höndunum, eins og hann vildi hefja sig til flugs. Seppi fylgdi á hćla honum. Ţá bar hrađbyri út í sortann. Ekkert var reynt til bjargar Jóni, engar fjörur gengnar nćstu daga. Ţó er mćlt ađ rakkinn, sem fylgdi honum, kćmist á land á Út-Skaganum seint um kvöldiđ, ađrar heimildir herma, ađ hann hafi komiđ ađ Víkum á Skaga sex dćgrum síđar".

Jóhannes Oddsson lifđi fornvin sinn í nćr fjórđung aldar. Ţann 8. nóvember 1879 fórust tveir bátar af Skaga í fiskiróđri međ 11 mönnum. Einn ţeirra var Jóhannes Oddsson vinnumađur á Gauksstöđum.

Ţađ er ekki hérađsbrestur ţó kaghýddir sakamenn úr vinnuhjúastétt hverfi af ţessum heimi međ slysalegum atburđum. Bölvađast kannski međ sleđann og verkfćrin sem hurfu međ Jóni. "Ţetta var náttúrlega alltaf mesti ólánsbjálfi og endađi sem slíkur, ekki viđ öđru ađ búast",  heyrir mađur hvíslađ frá aldanna niđi sem bergmálar umrćđuna frá hverri tíđ sögunnar, jafnvel ţó óskráđ sé. Jón Bergţórsson "skaust inn í ćttir landsins utanveltu hjónabandsins", eins og nafni hans "hrak". Ekki fara sögur af minningarathöfn í Ketukirkju en bót í máli ţó ađ ekki dró til kostnađar vegna greftrunar.

 Kannski festist ekki ađ ráđi í höfđi Jóns neitt markverđara frá kristindómsfrćđslunni  en ţessi stutta málsgrein um gćsku mannanna sem ćvinlega er minni en hún ćtti ađ vera. Hún sannađist ađ vísu nokkuđ á hans eigin skinni lifandi sem dauđu.

Ein öld og ţó hálfri betur líđur ţar til örlög Jóns Bergţórssonar, ógćfubarns úr utanverđum Skagafirđi vestanmegin, rifjast upp kunnugu fólki. Til ţess verđur slysalegur atburđur í landi sem liggur okkur nćrri í mörgum skilningi. Í stađ dćmdra sakamanna koma ţar til sögu ólöglegir innflytjendur sem-í stađ ţess ađ verđa gripnir og dćmdir öđlast náđarsamlega yfirhylmingu glćpsins međ ţví ađ gerast ađdráttarmenn hlunnindabćnda viđ ađ safna skeljum á háfjörunni. Ţeir ţekkja ekki til stađhátta og húsbćndurnir halda ţeim stíft ađ verkinu. Hagvöxturinn blessađur er harđur húsbóndi og gott er ađ eiga kost á ódýru vinnuafli. Gáleysi ţessara kínversku vitleysinga er óskiljanlegt og ámćlisvert.

Húsbćndum sínum og velgjörđarmonnum til bölvunar taka ţeir uppá ađ drukkna bara rétt sisona og allur aflinn fordjöflađur rétt eins og hákarlinn út af Ásnefinu áriđ 1855. Og greiđamenn ţeirra í hérađi fá skömm í hattinn og úthrópun fyrir vítavert gáleysi.

Ţađ er ćvinlega vandratađ međalhófiđ ţó alltaf sé nú freistandi ađ nýta sér ódýrt vinnuafl af erlendu ţjóđerni. Ţokkalega verkfćrir sakamenn eru auđvitađ ekki fáanlegir lengur til vinnu á Íslandi fremur en glóandi gull. 


Um bloggiđ

Árni Gunnarsson

Höfundur

Árni Gunnarsson
Árni Gunnarsson
Hér fer aldraður öryrki, fúll í skapi og sjaldan umtalsfrómur.
Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 154954

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband