Eitthvað annað en álver á Bakka?

Nú hefur Skipulagsstofnun rekið fleyg í öll áform um álverið á Bakka við Húsavík.

Þetta gæti þýtt á mannamáli að eitthvað annað en álver þurfi nú að birtast í hugskoti þeirra sem ekki sjá aðra kosti fyrir Íslendinga en stóriðju og álver.

Mér brá svolítið áðan þegar ég hlýddi á gufuna mína í bínum. Þar var maður nokkur að upplýsa í spjalli við Ævar Kjartansson að ef allt mannkynið leyfði sér neyslu okkar Íslendinga dygði jörðin ekki til að uppfylla þær þarfir. Nei, það þyrfti 13,- þrettán jarðir!

Þetta álit Skipulagsstofnunar mun líklega ekki breyta áformum um álver á Bakka. Nú mun hefjast hávær barátta heimamanna og pólitíkusa sem heimta að þetta álit verði að engu haft. 

Nú fer að styttast í að stórbóndinn á plánetunni Jörð verði heylaus og hvað er þá fram undan annað en fellirinn illræmdi. Þá verður tilgangslaust fyrir hjörðina að góla: "En á hverju eigum við að lifa?"


mbl.is Álver á Bakka út af borðinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

T.d. Gróðurhúsaiðnað!!  Mengar ekki  , og þau fengju rafmagnið á sama ódíra verðinu einsog álverin! Þar með þyrftum við ekki að flytja þær nauðsynjar inn sem hægt er að rækta hér, og svo hefðum við kannski afgang til útfluttnings.

Ódírt rafmagn = ódírari afurð   

Ég bara get ekki skilið hvernig Húsvíkingar geta hugsað sér að hafa slíka sjónmengun hjá sér, þó öllu öðru væri sleppt. Það þarf að losa okkur við kvótann og gera sjávarþorpin og bæina aftur að fiskiðnaðarplássum. Þessi þjóð þarf ekki fleirri Álver! Það er eins og fólk fatti ekki langtímaafleiðingarnar..... Sorglegt

anna (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 23:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhvern veginn svona sé ég þetta líka.

Árni Gunnarsson, 26.11.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband