Kardimommubærinn?

Man eftir strákhnokka sem kom til okkar hjóna í sveitadvöl á sjöunda áratugnum. Hann brást hinn versi við þegar honum var sagt að gera eitthvað sem honum þóknaðist ekki, settist á gólfið og svaraði hortugur: "Ég geri bara það sem mér sjálfum sýnist."

Okkur þótti óvænlega horfa og hringdum í móðurina sem taldi ekki ástæðu til að hafa af þessu áhyggjur. Drengurinn hefði verið nýbúinn að sjá leikritið Kardimommubæinn og tekið þessi viðbrögð upp eftir ræningjunum í leikritinu.

Drengurinn er í dag þjóðkunnur listamaður.

En það hefur mikið breyst á Íslandi síðan Kardimommubærinn var fyrst sýndur.

Atvinnuleysisbætur þekktust að vísu en þeir sem ekki sinntu kalli ef vinna bauðst voru umsvifalaust sviptir bótunum.

Nú þykir víst ekki tiltökumál að neita vinnu sem býðst vegna þess að það sé svo miklu þægilegra að vera bara á atvinnuleysisbótum.

Af 140 starfsmönnum sem ráða þurfti í sláturhús Norðlenska á Húsavík og Höfn eru 90 útlendingar!

Hafa ræningjarnir í Kardimommubænum haft óafturkræf samfélagsleg áhrif hér?

Eigum við ekki að taka upp annað umræðuefni en kreppuna á Íslandi?


mbl.is Vilja ekki vinna við slátrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hvað eru margir á atvinnuleysisskrá á Húsavík og Höfn?

corvus corax, 19.9.2011 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er hreinn og klár aumingjaskapur!

Sigurður Haraldsson, 19.9.2011 kl. 15:17

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hjá sumum er þetta sjálfsagt ræfildómur, en þessi vinna fer fram á Húsavík og til er fólk sem á bara alls ekki heimangengt. Hitt er svo annað, að atvinnulausir komast margir upp með að neita vinnu sem þeir geta auðveldlega unnið, bara vilja það ekki. Þetta gæti verið afrakstur þeirrar fáránlegu stefnu að hlífa börnum við að læra að bjarga sér og ölast skilning á hið raunverulega líf. Ég get ekki skilið þá ráðstöfun að börn og unglingar megi ekki vinna þetta og megi ekki vinna hitt. Það elur hugsanlega á mörgum aumingjaskapnum sem fyrirfinnst. Við þurfum bara að vita hvar hin eðlilegu mörk liggja.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 19.9.2011 kl. 22:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki efa ég það að dæmi séu um að fólk eigi ekki heimangengt til starfa í önnur sveitarfélög. En að það séu slík brögð að því sem þessi fregn bendir til finnst mér ekki trúlegt.

Og það er full ástæða til að skoða ástæður þess þegar atvinnulaust fólk hafnar vel borgaðri vinnu, jafnvel þótt í öðru sveitarfélagi sé.

Hvað þú ert að meina með spurningunni corpus corax er mér ekki ljóst.

Árni Gunnarsson, 19.9.2011 kl. 22:37

5 identicon

þetta er tímabundin vinna þar sem húsnæði er útvegað frítt efað fram á það er farið, svo flest allir sem hafa ekki börnum að sinna hljóta að GETA þegið þessi störf.

Anna (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 23:18

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Satt, Anna. Þó að margir hafi ekki tök á því að fara í aðrar sveitir til að vinna -og því skal sýna skilning, þá eru örugglega líka margir sem geta farið tímabundið í önnur pláss. Ég hefði bara gaman af að breyta til og reyna aðra staði ef ég væri í þeirri stöðu. Sem ég er, sem betur fer, ekki.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 20.9.2011 kl. 22:36

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Anna og Anna Dóra, þakka ykkur innlit. Auðvitað kemur mér þetta ekki vitundar ögn við. Mér finnst þessi frétt bara bera því svo ljóst vitni hversu ósvífni fólks er orðin takmarkalaus þegar kemur að því að sýna snefil af mannrænu.

Það eru ekki ýkja mörg ár síðan venjulegt fólk hefði ekki látið nokkurn mann sjá sig taka við atvinnuleysisbótum við þessar aðstæður í atvinnumálum. Og jafnvel þótt viðkomandi hefði ekki með góðu móti átt heimangengt.

Árni Gunnarsson, 20.9.2011 kl. 22:49

8 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Árni, ég tel að okkur komi þetta eitthvað við og að þú hafir fullan rétt til að fjalla um málefnið; hvaðan koma t.d. peningarnir sem fók fær í atvinnuleysisbætur?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 21.9.2011 kl. 14:37

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir Anna Dóra. Reyndar hefði ég svo ótal mörgu getað bætt þarna við því sjálfur hef ég nokkra sögu að segja um mál af þessum toga.

Satt að segja finnst mér manndómur lítið hafa vaxið í samfélagi okkar við batnandi lífskjör.

Kannski var nú heldur ekki við því að búast.

Árni Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband