Eitthvað annað

Þarna hefur sá ágæti framkvæmdastjóri Thomas Möller hlaupið illilega á sig.

Þessi ábending um atvinnuskapandi smáfyrirtæki eru ekki í samræmi við hefðbundinn skilning íslenskra kapitaista á galdrinum sem byggir upp hagvöxtinn.

Við eigum að ráðast í virkjunarframkvæmdir og virkja stórt.

Við eigum að semja við erlend stórfyrirtæki sem koma með ERLENT FJÁRMAGN og byggja verksmiðjur. 

Við eigum að gefa þessum verksmiðjum bærilegan afslátt af raforkuverði svo við njótum velvildar og VIRÐINGAR!

Við getum kannski svona í bili notast við kínverskan leiguliða á eigin jörð uppi á Hólsfjöllum.

Ég held að þessi ábending framkvæmdastjóra Rýmis Ofnasmiðju sé dæmd til að vekja aðhlátur íslenskra athafnamanna sem vilja hraða för okkar inn í FRAMTÍÐINA.

Ég sé nefnilega ekki betur en að maðurinn sé að leggja til að við sættum okkur við hið skelfilega fyrirbæri torfkofahugsunarinnar: EITTHVAÐ ANNAÐ !

Er manninum sjálfrátt?


mbl.is Smáfyrirtækin skila mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Söngur þeirra stjórnmála Læmingja ýmissa; með erlenda fjármagnið, er nú ekki uppbyggilegur, nema þá, fyrir sjónum ýmissa Kaffihúsa spekinga, suður í Reykjavík.

Þeim hinum sömu; ætlar seint að segjast, að Þorskur og Langa; Kýr og Kind, eru - og hafa verið okkar beztu bjargálnir, frá öndverðu, og munu áfram verða, meðan land byggist, hér á hjara, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 20:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Óskar Helgi. Hann er ótrúlega lífseigur íslenski ræfildómurinn sem gerir fólk svo hokið í hnjánum ef það finnur þefinn úr útlendum afturenda.

Árni Gunnarsson, 2.3.2012 kl. 21:28

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heilir og sælir!

Það er gott þegar menn horfa af villu vegar um að "stærst sé best", ef eitthvað er þá mætti helst auka einnig við einyrkjaflóruna, sem blómstar hér þar sem ég er ásamt þessum litlu.

Helst ætti að setja þak við ákveðinn vöxt fyrirtækjasamsteypa, sem ber skaðleg einkenni krabbameins, og enda yfirleitt á því að stórlaska sitt nánasta umhverfi og starfsmenn sína, sem kunnugt er.  Svo hleypur stærð fyrirtækja og núllin sem þau velta, oftast beint upp í hausinn á stjórnendum, sem halda að þeir séu æðri og tignari en annað fólk,   alveg þangað til þeir falla kylliflatir á andlitið.

Bæti hér við smá staðreyndum frá Kanada, þar sem mér skylst nú á fréttum að það sé hlaupið kapp í kynn að henda krónu fyrir loonie.

Lítil og meðalstór fyrirtæki sem skv. skilgreiningu í Kanada eru fyrirtæki með færri en 100 starfsmenn eru samtals rúmlega 1 milljón eða 98% af öllum fyrirtækjum í Kanada.    Þessi þróun  er meðvituð og studd dyggilega af ríkis og fylkisstjórnum. 

Lítil og meðalstór fyrirtæki skapa líka um 80% allra nýrra starfa, og njóta því sérstakrar velvildar Ríkisins, sem leggur áherslu á að búa þessum fyrirtækjum hagstæðara skattaumhverfi og reynir að draga úr íþyngjandi reglum, sem annars gilda hjá „stórfyrirtækjunum“.     

Góðar stundir!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.3.2012 kl. 22:48

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir þetta Jenny. Hún er alveg skelfilegur þjóðarsjúkdómur þessi vanmetakennd okkar. Allt skal vera á heimsmælikvarða og ef alheimsfrægð er ekki í augsýn tekur því ekki að leggja af stað.

Rektor háskólans á Bifröst á líklega heimsmetið í þessum bjánagangi.

Hann lagði til í lærðri skýrslu að við flyttum inn svosem 3 milljónir útlendinga til að ná upp þeim hagvaxtarkipp sem bragur væri á.´

Ég mismælti mig ekki, þetta var HÁSKÓLAREKTOR á Íslandi og heitir Ágúst Einarsson.

Ef ég man rétt var maðurinn prófessor í hagfræði við H. Í. áður en hann tók við því mikilvæga tignarstarfi sem hann gegndi á Bifröst um áraraðir.

Árni Gunnarsson, 2.3.2012 kl. 23:02

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í æsku minni bað fólk guð að hjálpa sér ef það hnerraði og margir gera þetta enn í dag.

Nú tekur enginn lengur til máls um atvinnu- eða efnahagsmál á Íslandi nema að neyðarópið á "erlent fjármagn" sé aðalinntak ræðunnar.

Árni Gunnarsson, 2.3.2012 kl. 23:08

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Núverandi stjórnvöld mega ekki heyra á það minnst (alla vega ekki annar stjórnarflokkurinn) að einn eða 2 menn stofni til rekstrar í formi einkahlutafélags.   Slíkt hljóti að vera af hinu illa og að eingöngu sé verið að svíkja undan skatti.     Til að tryggja slíkt er allt gert til þess að gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfitt fyrir skattalega.

Reglur sem f.v. fjármálaráðherra kom í gegn varðandi arðgreiðslur þar sem stærsti hlutinn skal reiknaður sem laun bitnar eingöngu á litlum einkahlutafélögum.

Hvert einasta félag hversu smátt sem það er eða hversu risastórt greiðir sama útvarpsgjaldið (nefskatt) á hverju ári.

Tekjuskattsprósentan er sú sama hjá smáu fyrirtæki og stóru.  (Í hollandi er munur þessu eftir skattskyldum tekjum).

Tryggingargjald er lagt á af fullum þunga á bæði einstaklingsrekstur (eigin kennitala) sem og á einkahlutafélög þó svo að eigendur njóti ekki ávinnings af því sem greitt er í svo sem atvinnuleysistryggingasjóð og ábyrgðarsjóð launa.

Atvinnulaus maður sem gengur með hugmynd í kollinum að áhugaverðum rekstri er umsvifalaust tekinn af atvinnuleysisbótum ef að því fréttist að hann sé að hugsa um að gera eitthvað í sínum málum og útvega sér vinnu með því að setja á stofn einhvern rekstur.

Þetta eru bara örfá dæmi um hvernig smáum aðilum er gert erfitt fyrir og kerfið reynir allt til að bregða fæti fyrir aðila sem vilja leggja út í áhættu og skapa sjálfum sér og vonandi fleira fólki atvinnutækifæri.

Jón Óskarsson, 2.3.2012 kl. 23:31

7 identicon

Hann er dálítið falskur þessi söngur um erlent fjármagn.  Maður sér t.d. Ingva Hrafn á ÍNN gapa eins og þorsk á þurru yfir stórveldinu Marel, sem græði þessi bísn og borgi út feikna arð. Gott og vel, svo sér maður í fréttum forstjóra Marel væla yfir gjaldeyrishöftum sem komi í veg fyrir fjárfestingu erlendis frá.  Af hverju geta fyrirtæki ekki byggt sig upp á eigin arði?  Er hann kanski bara í plati?  

Ég hef verið að reyna að botna í pælingum Ólafs Margeirs um eðli peninga. Mér sýnist helst sem svo að bankar láni út peninga sem þeir eiga í raun ekki til,út á væntingar um gróða þeirra fyrirtækja sem lánað er til. Engin stærðarmörk á þeirri tálsýn.Því meiri lán, því meiri gróði  telja þeir, enn í raun því meiri bóla. Eitthvert risafyrirtæki er stofnað sem á að skila arði til lánveitenda en sækir í raun arðinn með því að sjúga allt líf úr hagkerfinu í kringum sig. Dæmi, glórulausar hugmyndir um fjárfestingu í verslunarmiðstöð á Selfossi með aðkomu lífeyrissjóðanna. (Eins og þar vanti fleiri byggingavöru- eða matvöruverslanir!)

Vissulega ekki nógu vel rökstuddar pælingar en það er svo sannarlega einhversstaðar stór grundvallarveila í okkar hagkerfi,gröftur sem þarf að finna og hreinsa út.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 00:52

8 Smámynd: Sigmar Þormar

Þetta er góð umræða. Ég vil þó ganga lenga og fullyrða að nánast gætir fordæma gagnvart smáfyrirtækjum á Íslandi. Í Kanada hvar ég bjó um skeið ert flottastur í heimi ef þú ert Small business owner; eigandi smáfyrirtækis. Ekki hér.

Sigmar Þormar, 3.3.2012 kl. 08:53

9 Smámynd: Sigmar Þormar

Fordóma átti þetta að vera.

Sigmar Þormar, 3.3.2012 kl. 08:53

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlit og athugasemdir ágætu gestir. Ég sé að fleiri eru orðnir þreyttir á þessari bjánalegu umræðu en ég. Fréttir af milljarðaafskriftum eftir hrun ættu að segja okkur eitthvað um þessa misskildu hagkvæmni stærðarinnar.

Mér kemur í hug smápistill - einn af mörgum - sem Þorsteinn Pálsson ritaði í Fréttablaðið fyrir fáum árum um hagkvæmni stórútgerðar. Þar stóð hann að vanda vaktina fyrir LÍÚarana vini sína og "benti á" hversu skelfilegur viðbótarkostnaður myndi leiða af aukinni hlutdeild smábáta í fiskveiðum. Allir ættu að geta séð hversu skelfileg firra það væri að sækja fiskinn á fleiri skipum en nú væri gert. Hann benti á olíukostnaðinn sem dæmi!!!!!!!

Þessi kenning Þorsteins stenst nokkuð vel tölfræðilega í exelsforriti og hefur áreiðanlega gengið vel í fólk.

Í reynd er þetta hinsvegar skelfileg heimska og öfugmæli sem líklega má rekja til vanþekkingar á umræðuefninu.

Allar rannsóknir hafa nefnilega sýnt að olíukostnaður á einingu í botnfisksafla er margfalt minni hjá smábátum en togurum.

Bara eitt dæmi.

Árni Gunnarsson, 3.3.2012 kl. 09:47

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allrar sanngirni þarf ævinlega að gæta. Þess vegna er ástæða til að vekja athygli á því að nú eru í gangi smiðjur fyrir nýsköpunarverkefni sem ríkið styrkir. Þessi vinna hefur skilað nokkrum árangri og nú þegar hefur að sögn nokkur fjöldi fólks hafið vinnu við störf sem þarna hafa skapast. Kannski hefur þessu verið of lítill gaumur gefinn eða látið undir höfuð leggjjast að kynna það sem skyldi. 

Árni Gunnarsson, 3.3.2012 kl. 11:37

12 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jenný Stefanía !

Þakka þér fyrir; góða upplýsingu, á stöðu mála í Kanada, í þessum efnum.

Staðfestir enn frekar; það sjónarmið mitt, að Ísland er orðið óbjörgulegt 5. Heims ríki, sem alls ekki á sér viðreisnar vonar, nema með utanaðkomandi hjálp; allra annarra, en Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins, vitaskuld.

Ekki síðri kveðjur - þeim; hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 13:51

13 identicon

árni eg segi bara ekki nokkurt einasta orð

en sendi þér hann Jón minn

http://www.youtube.com/watch?v=vYzSDw-3r5I&feature=g-hist&context=G2f61400AHT1JFggAAAA

Sólrún (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 16:30

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi formúla að honum Jóni þínum Sólrún er mér ámóta handhæg og uppskrift að geimfari. En er Jón einhver merkismaður?

Árni Gunnarsson, 3.3.2012 kl. 21:14

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo tek ég undir þakkir Óskars Helga góðvinar míns til Jennýjar fyrir upplýsandi dæmi um ríki þar sem einstaklingsframtak og samvinna fær að njóta sín.

Og vissulega er ástæða til að hafa áhyggjur ef ályktanir þínar Jón Óskarsson um skattalega meðhöndlun stjórnvalda á frumkvöðlastarfsemi eru réttar.

Árni Gunnarsson, 3.3.2012 kl. 21:22

16 identicon

Jón minn var á sínum tíma verkfæri Djöfulsins og var í því í 10 á að fara um lönd og álfur og neyða ríkisstjórnir og þjóðhöfðingja til að taka gríðarlega stór lán frá aðþjóða b0nkum.Lán sem væri klárt að aldei yrði hægt að greiða.

Hann segir frá því að ef honum ekki tókst að telja um fyrir ráðamönnum þá fór í gang plan B sem var að kála viðkomandi óþægðargemlingum. Gjarnan í flugslysum´En þá voru sérstakar sveitir kallaðar til verksins og hann var ekki í því.

Hann nefnir nokkur dæmi um þetta sérstaklega frá Latnesku

Ameríku þar sem leiðtogar voru látnir hverfa vegna þess að þeir gáfu ekki eftir með það að fólkið í landinu ætti að fá að njóta arðsins af auðlindum landsins.

En ekki stórfyrirtæki.

Forseti Panama hafði geysi mikil áhrif á Jón sem átti að koma kallinum í skilning um að væri langbest að segja já og amen.

Sem forsetinn neitaði þó svo hann vissi hvað þa´biði hans.

Þetta var þóf sem tók langan tíma og þarna skaðaist virðing og vinátta milli þessara tveggja manna sem máði út yfir gröf og dauða.

Því auðvitað fórst forsetinn í FLUGSLYSI skömmu síðar.

Vegna þess að mér mistókst segir Jón og það situr heldur betur í honum.

Eg hugsa að þetta sé stærsti hluti af því sem varð til þess að hann ákvað að snúa alveg við blaðinu og fara að vinna hinumegin við borðið.

Og þar er hann nú betri en enginn Hann Jón minn vegna sinnar miklu reynslu úr innstu hringjum Illuminati.

Eg setti hann hér inn vegna þess sem hann segir um Island og að honum hfi verið það ljósr strax 2007 að við hefðum orðið þeirri aðferðafræði að bráð.

Hann lýsir því í viðtalinu hvað AGS. hefur gert þar sem hann hefur troðið sér niður.

Hann segir að Bandaríkjamenn fari alveg þvert á þau ráð sjálfir.

Hann segir það að taka gríðarleg lán til að byggja álver og gefa þeim íðan rafmagnið sé alveg klassískt dæmi um kúgað þróunar ríki.

Staða Jóns er eistök að því leyti að aldrei fyrr hefur stigið fram með þessum hætti maður sem hefur slíkan bakgrunn og þekkingu.

Ekki spillti það nú heldur fyrir að mínu mati að hann hreifst af Shamanisma þegar hann var að vinna á Amazon svæðinu og lærði þá list eða hvað maður á að kalla það.

Hann hefur skrifað að minsta kosti tvær bækur um allt þetta og ferðast um allan heim með fyrirlestra.

Meðal annars kom hann til Íslands.

Hann er harður á því að við maurarnir getum snúið hlutunum við og verðum að gera það. Það gerist aldrei öðruvísi

Árni eg vona að þú afsakir þessa langloku.

Eg verð eins og kellíngin með skjóðuna í Gullna hliðinu þegar eg byrja að tala um hann Jón minn.

Sólrún (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 23:23

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Langloka þarf ekki að vera slæm en þessi segir mér ekki nóg Sólrún mín.

En segir þó nokkuð um þá kapitalisku veröld okkar sem ég var fyrir löngu búinn að gera mér grein fyrir að er stýrt af glæpalýð.

Verst að þú getur ekki flutt linkinn til mín því ég bara nenni ekki að slá inn öll þessi skelfilegu tákn.

Árni Gunnarsson, 4.3.2012 kl. 17:20

18 identicon

Árni, þú getur kíkt á þetta sem Sólrún sendi hérna.

Gulli (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 17:26

19 identicon

Árni afsakaðu eg misskildi þig og hélt

að þú læsir ekki ensku.

Og fór þessvegna í þessa langlokugerð.

Það er alveg rétt að þetta brot segir lítið

en það er fullt af allskonar viðtölum

og fyrirlestrum með honum á You Tube ef þú

gerist forvitinn :)

Sólrún (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 20:20

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var ekki misskilningur hjá þér með enskukunnáttuna mína Sólrún. Það sem stóð hinsvegar lengst og verst í mér var að finna út hver Jón var.

En þetta er allt komið til skila og ég kann þér bara miklar þakkir fyrir.

Árni Gunnarsson, 7.3.2012 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband