Sæstrengurinn

Það er talsvert stór hópur fólks á Íslandi sem hugsar stórt og marga klæjar í gómana. Það er nú orðið svo langt síðan við kvöddum 2007.

Nú er það sæstrengurinn og forstjóri Landsvirkjunar segir vel hægt að tvöfalda orkuframleiðsluna en taka þó tillit til umhverfissjónarmiða.

Ég er viss um að þetta er rétt metið hjá manninum.

Við getum svo hæglega tvöfaldað orkuframleiðsluna og selt rafmagnið úr landi gegnum sæstrenginn og samt tekið tillit til umhverfissjónarmiða

einhverra. 


mbl.is Sæstrengur gæti reynst arðbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Ættum kanski; að miða við árin 2005 - 2006, Árni minn, þegar gróðahyggja sumra, var að ná hæstu hæðum.

Landsvirkjunar; forstjóra flónið, hefir löngum litið á sig - og sína kynslóð, sem þá hina síðustu, allrar veraldarinnar, sem slökkti ljósin, eftir að vera búin að skella í lás.

Hvimleiður gripur; sem ekkert sér - né; reynir að skyggnast, inn í ókomna tíma, pjakkurinn sá.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 17:09

2 identicon

En vilja íslendingar fara inná sameiginlega raforkumarkaðinn? og þá borga markaðsverð f. orkuna. Hvað kostar það, og getur verið að við þyrftum kannski að borga flutningsgjaldið til íslands í ofanálag?

Ég held að við þurfum að fá svör við mörgum spurningum áður en við pælum í sæstreng, eða eigum við nota gömlu aðferðina og framkvæma fyrst og spyrja svo?

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 17:13

3 identicon

Það er algerlega fáránleg hugmynd að selja orkuna til útlanda í gegnum streng.og alls ekki til breta

Sigurbjörn kjartansson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 17:36

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Og flytja vinnuna úr landi. Þá væri verk samsullsins fullkomnað.

Hörður Einarsson, 31.5.2012 kl. 20:15

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Er það ekki sérkennilegt að á tímum þegar við höfum hvað mesta þörf fyrir atvinnulíf sem skilar arði, peningum til að framkvæma fyrir og greiða niður skuldir,  þá er fengin hingað Breskur orkumálastjóri til að segja okkur að við höfum ekki þörf fyrir orkuna sem ekki má virkja og ætum því að láta þá hafa hanna. 

Þetta er mögulega eina leiðin til að fá umkverfisráð herra til að samþykkja virkjanir,  allt fyrir Breta segja Vinstri Grænir, því þeir voru sviknir um Icesave.     

Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2012 kl. 20:44

6 identicon

Sæll. 

Hér sér enginn það sem mestu máli skiptir: Mikill munur er á strengnum á milli Noregs og Hollands og þess sem hugsanlega yrði lagður á milli Íslands og Bretlands. Strengurinn á milli Íslands og Bretlands kæmi til með að liggja margfalt dýpra en hinn. Einnig yrði hann margfalt lengri sem þýddi að öfluga riðla þyrfti báðu megin. Streng sem liggur djúpt er einnig vandasamara að laga þegar bilanir koma upp.

Það sem ekki kemur fram í fréttinni er það að norski strengurinn hefur bilað mun oftar en gert var ráð fyrir. Orka þarf auðvitað að vera áreiðanleg. Orkutap í svona löngum streng er einnig nokkuð þó það fari eftir spennunni.

Breski orkumálaráðherrann vísar á einkaaðila sem fjármögnunaraðila. Hvar á gróði þeirra að liggja? Af hverju ættu þeir að leggja fé í áhættusaman streng sem í dag er ekki búið að hanna og tæknin í hann ekki tiltæk? Strengurinn þyrfti þá að gefa af sér það verð sem við viljum fá fyrir rafmagnið auk þess kostnaðar sem fór í að leggja hann. Í USA er því spáð að rafmagnsverð verði lágt næstu áratugina vegna þess að rafmagn er einfaldlega framleitt með gasi en meira en nóg er til af því. Rússar eiga líka mikið af gasi eins og margir vita.

Ég er ansi hræddur um að þetta séu eintómar skýjaborgir fólks með afar takmarkaða þekkingu á efninu. Ég í það minnsta ber ekki nokkuð traust til HA forstjóra LV eftir að hann klúðraði álveri á Bakka og gagnaverinu. HA þarf að víkja um leið og þessi ríkisstjórn fer frá.

Helgi (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 22:29

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tók dona óviljandi utanhandar þátt í því að zkoða á zeinnipart zíðuztu aldar, hvort að dæmið þetta væri alveg óraunhæft tæknilega.
Niðurztaðan þá, var að það væri það ekki.  Núna 15tán árum zíðar hefur tækninni í lagníngu zæztrengja og gerð þeirra fleygt fram fimmhundruðfalt.

Hörður er ekkert flón, langt þar í frá.

Steingrímur Helgason, 31.5.2012 kl. 23:52

8 identicon

Evrópa og/eða Bretland eru ekki að fara að kaupa smávegis af raforku, svo sem eins og úr einum bæjarlæk, heldur margfalt meira en það.

Til að svona framkvæmd verði verulega arðbær og físilegur fjárfestingakostur þá þarf þessi sæstrengur, sem verður hundruðir kílómetra langur að flytja verulegt rafmagn.  Hvar ætla menn að fá allt þetta rafmagn?  Hvar á að virkja, stífla eða bora? 

 

Til að framleiða slíkt magn af rafmagni sem markaðurinn og arðsemiskröfurnar fara fram á þá þarf að byggja svona eins og eina Kárahnjúkastíflu.  Er fólk til í það?  Nógu voru lætin, heiftin og gífuryrðin þegar Kárahnjúkastífla var byggð og það rafmagn er notað hér í innlenda atvinnustarfsemi.  Núna segir engin neitt þegar á að selja rafmang út úr landi í stað þess að nýta það hér.

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 00:47

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þær stundir koma að maður þarf að kíkja á dagatalið til að sannfærast um að 2007 er liðið.

Hörður er auðvitað ekki flón.

Hannes Hólmsteinn er ekki heldur flón og Friðrik Sófusson er bráðgáfaður.

En þessir tveir síðastnefndir eru auðvitað báðir sjálfstæðismenn.

Halldór Ásgrímsson er ekki flón og ekki heldur Finnur Ingólfsson.

En þeir eru báðir framsóknarmenn og þessvegna hættulegir.

Og þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru báðir stórhættulegir íslensku umhverfi. Og hættulegir íslensku samfélagi.

Árni Gunnarsson, 1.6.2012 kl. 11:22

10 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: það er einn annar kostur sem ekki hefur fengið sangjarna umfjöllun í rafmagnssölumálum, en það er sæstrengur til frænda okkar Færeyinga, 100 megavött ættu að duga nokkuð vel og lengi fyrir þá, en það má víst ekki tala um slíkan tittlingaskít, þegar orkusala er annarsvegar eða hvað, vega lengdin er um 400 km og í raun allt á frekar grunnu svæði(miðað við Skotland), og þá Færeyinga vantar rafmagn og við eigum þetta til nú þegar sem umfram-framleiðslu. 

Magnús Jónsson, 9.6.2012 kl. 21:30

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú segir nokkuð. Auðvitað eigum við að hafa mikil og góð samskipti við þessa granna okkar.

Árni Gunnarsson, 10.6.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband