Fundur á föstudag um nýtingu fiskistofnanna

Lokabaráttan um Ísland er hafin. Hún snýst um lögverndaðan forgang örfárra fjölskyldna að verðmætustu auðlind þjóðarinnar í boði tæplega helmings kosningabærra Íslendinga.

Áttið ykkur á þessu ágætu lesendur.
Fjórir einstaklingar hafa um nokkurra mánaða skeið reynt að vekja á þessu athygli og þrýsta alþingismönnum og fréttastofum til þeirra lýðræðislegu vinnubragða að taka stjórnun fiskveiða og árangur vísindamanna Hafró við styrkingu nytjastofnanna til opinnar umræðu, en án árangurs.

Nú - í byrjun haustþings - er gerð tilraun í þá veru að rjúfa þessa grafarþögn um það mál sem öll efnahagsleg uppbygging og sameiginleg velferð þjóðarinnar hefur grundvallast á um langa sögu.

Opinn fundur á Cafe Catalínu í Kópavogi n.k. föstudag, 12. sept. kl 17.
Frummælendur:

Brynjar Níelsson alþingismaður

Jón Kristjánsson fiskifræðingur

Grétar Mar Jónsson skipstjóri

Síðan verður opin umræða undir stjórn Sigurjóns Þórðarsonar fyrrv. alþingismanns. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni - æfinlega !

Þar - sem áhugi minn: á íslenzkum málefnum fer fremur þverrandi / geri ég ekki ráð fyrir að taka frekari afstöðu til þessarra mála - fyrr en samfélagið hefir verið FRELSAÐ að einhverjum útlendum vinveittum öflum / fornvinur góður.

Undanskil þar: hrægammasafn ESB - að sjálfsögðu.

Íslendingar - eru upp til hópa úrhrök ein: sem vart er við bjargandi á þeirra forsendum - Árni minn.

Því - miður.

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 15:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Varla er hægt að liggja nokkrum manni á hálsi fyrir að hafa fengið nóg af blaðri geldneytanna í stjórnsýslu okkar um allt nema það sem einhverju máli skiptir. 

Eiginlega ætti þó að funda vikulega um sjávarútveg okkar ef það kynni að leiða til þess að það rynni upp fyrir yngra fólki á hverju þessi þjóð hefur lifað í meira en þúsund ár.

Og að nú sé í undirbúningi að lögfesta óbeint eignarhald fáeinna fjölskyldna á þessari auðlind.

Árni Gunnarsson, 10.9.2014 kl. 20:41

3 identicon

Sæll að nýju - Árni minn !

Orð - að sönnu hjá þér: en ég fæ ekki með nokkru skilið dauðyflishátt hinna vesölu samlanda okkar: ekki hvað sízt í ljósi þess skemmtilega niðursnúnings Færeyinga: á dreng affiktinu (Sigurði Inga Jóhannssyni) frá Dalbæ í Ytra- Hreppi (Hrunamannahreppi) - á dögunum.

Meira að segja - í mörgum funheitra Suðurlandannna / er meiri þrótt sem snerpu að finna meðal manna - víðsvegar: Skagfirð ingur góður.

Ekki lakari kveðjur - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband