Flokkur fólksins

Megum við ekki leyfa okkur ofurlitla tilhlökkun eftir innreið þessa flokks á Alþingi eftir næstu kosningar, fari svo að skoðanakannanir sanni kjörfylgið?

Mér heyrðist Inga Sæland formaður vera allvel undirbúin, eftir að hafa hlýtt á hana spjalla við

fréttamanninn Hallgrím Thorsteinsson.

Því miður verð ég að játa að mér hefur fundist eitthvað verulega skorta á þann eldmóð í umbótakröfum sem ég hafði vænst af Pírötunum.

Reyndar er það nú svo með þessa stjórnarandstöðu að hún minnir alltaf jafnmikið á köngulóna í

súrmjólkurskálinni.

Næg verkefni hefur hún þó í höndunum þó ekki sé lengra seilst en í heilbrigðiskerfið.

Það er auðvitað slæmt hversu slæma fortíðarfötlun þeir búa við þar reynsluboltarnir úr Vinstri grænum og Framsóknarflokknum hvað kvótakerfið áhrærir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband