Raunaleg byrjun á nýju ári

og við hljótum að spyrja okkur hvað hér búi að baki. Hvort er þetta vitnisburður um andlegan sjúkdóm einstaklings sem ekki ábyrgur eigin gjörða, eða kannski vitnisburður um siðræna úrkynjun þessarar þjóðar?

Ef fyrri tilgátan er rétt hefur hér orðið raunalegt slys sem söfnuðurinn mun takast á við líkt og ef kirkjan hefði skemmst af eldi eða líkum orsökum.

En sé seinni tilgátan rétt er það stærri atburður og örlagaríkari til framtíðar horft en svo um hann verði fjallað af leikmanni í stuttum pistli.

Því verður þó ekki á móti mælt að hér á þessum opna vettvangi skoðanaskipta hefur farið í vöxt ámælisverð misnotkun á málfrelsinu sem stjórnvöld okkar hafa helgað og lögfest í góðri trú á siðferði okkar og þróun menntunar í góðum skilningi. Hér höfum við séð færast í vöxt subbulegar árásir á þjóðkirkjuna, þjóna hennar og fylgjendur. Önnur trúarbrögð hafa þar ekki heldur farið varhluta.

Við þurfum að hugsa áður en við tölum. Tungan er vandmeðfarið vopn og orð geta verið dýr.

   


mbl.is 24 rúður brotnar í Grensáskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tek heilshugar undir þessi orð þín Árni.

Gleðilegt ár, og vonum að þetta séu bara fæðingahríðar að annars góðu ári hjá Íslendingum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

..hríðir ætlaði ég að segja.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2010 kl. 11:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, svo sannarlega skulum við leyfa okkur alla þá bjartsýni sem við náum tökum á . Þakka þér kveðjuna og óska þér þess sama. Óneitanlega stuggar fallega fallega brosið þitt dálítið við svartsýnispúkanum í mér.

Árni Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 12:12

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst afar ljótt að skemma kirkjur og ráðast þannig óbeint á trú fólks.  Því miður held ég að siðferði hafi farið hnignandi hjá ýmsum samlöndum okkar undanfarin ár. 

Eigðu gott og farsælt ár 2010. 

Anna Einarsdóttir, 1.1.2010 kl. 13:12

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvar eru núna postular vantrúarmanna? Doktorinn og Matti og co sem stökkva á hvert tækifærið til að taka yfir umræðu um kristna trú, alveg sérstaklega með frekjulegum árásum á kirkjuna. Orð eru til alls fyrst og þeir sem gæta ekki að orðum sínum geta valdið miklu tjóni á samfélagi sínu.

Gísli Ingvarsson, 1.1.2010 kl. 13:28

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hér er ég. Hér er ég. Góðan daginn, daginn, daginn.  Hvað segirðu Gísli, hvað get ég gert fyrir þig.

Orð eru til alls fyrst segir þú.  Þá er gaman að minnast þess að félagið Vantrú var einmitt stofnað í kjölfar þess að Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands líkti trúleysingjum við siðleysingja og annað álíka smekklegt.  Aðrir starfsmenn kirkjunnar hafa í gegnum tíðina notað álíka áróður gegn trúleysingjum, nú síðast séra Þórhallur Heimisson.  

Mér hugnast ekki rúðubrot og önnur skemmdarverk en mér hugnast enn síður svona skoðanakúgunartilraunir eins og hér er staðið fyrir.  Reynt að koma í veg fyrir gagnrýni á kirkjuna og trúarbrögð með því að kenna þeim sem alltaf hafa barist málefnalega um þessi skemmdarverk án þess að nokkuð liggi fyrir um þankagang geranda.

Matthías Ásgeirsson, 1.1.2010 kl. 14:06

7 identicon

Árásir á trú manna eru alvarlegt mál, en það að gagnrýna af viti, er í góðu lagi.  Hvort ég er trúaður eða trúlaus, kemur engum við, en mér finnst í lagi að segja mína skoðun á kurteislegan hátt, þó ég geri svosem ekki mikið af því þegar að trúmálum kemur. 

Gleðilegt ár, kæru landar og megið þið eiga góðar stundir með ykkar trúsystkinum.

núll (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 14:20

8 identicon

Ohh! Ég elska siðræna úrkynjun! :-)

Der Letzte Mensch (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 17:26

9 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er ógeðslegt að fremja skemmdarverk á kirkjum

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.1.2010 kl. 19:44

10 identicon

Vinur minn á heima þarna rétt hjá og að okkar mati er kirkjan ljót ekki fjallegasta kirkjan á Íslandi eins og Óli prestur sem fermdi okkur þarna. Ekki ætla ég verja að skemmdaverkamennina, alveg sama hvort það sé kirkja eða eitthvað annað þá er það alltaf vont að eyðileggja annarra manna eigu.

Gísli hvað finnst þegar að prestar eru á háum launum og borga ekki skatta og fá allkonar fríðindi t.d húsnæði.

Trúlaus (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 20:33

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Svo sannarlega er þetta dapurlegt, svo ekki sé meira sagt!  Margir hafa gerst talsmenn algers virðingarleysis fyrir trú mannanna.  Hvort sem það Kristni eða Islam eða Gyðingdómur. 

Kannski er þessi verknaður enn en afleiðing þess, hve skrílslæti hafa verið látin viðgangast hér lengi? 

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 15:34

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Án þess að pæla í trú eða trúleysi, þá flokkaðist kirkjan undir þjóðminjar og var sögulega mikilvæg og mörgum tilfinningalega líka. Ég hef tvisvar komið í þessa kirkju og finnst gaman að því að skoða gömul hús, kirkjur sem önnur hús, og ekki einungis á Árbæjarsafni.

Mér finnst virkilega sorglegt ef að þarna er um íkveikju að ræða, sumir segja Íslendinga heimska, ég tek ekki undir það, en mér finnst það að kveikja í húsum vera heimska. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 19:19

13 Smámynd: Halla Rut

Sorglegt að þetta fólk hafi ekkert annað að gera á þessum tíma sem ætti að vera tími fjölskyldu og vina, samhug og samveru.

Halla Rut , 3.1.2010 kl. 20:10

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er auðvitað glöggur vitnisburður um sjúklegt hugarfar. Hinsvegar get ég ekki stillt mig um að opinbera áhyggjur mínar af því sem kemur mér í hug við svona fréttir. Og þær áhyggjur tengjast þeim fréttum af óhæfuverkum sem framdar hafa verið í grannríkjum í nafni öfgatrúar innflytjenda frá þeim ríkjum sem tengja islömsk trúarbrögð við stjórnarfar.

Óþarflega margir spá því að islam verði búið að yfirtaka stjórnsýslu í fjölmörgum ríkjum ESB innan ekki svo mjög langs tíma og þá muni auðna ráða hvort innleidd verði sharialög.

Þeir sem óska okkur þess geri svo vel og rétti upp hendi!

Árni Gunnarsson, 3.1.2010 kl. 23:57

15 identicon

Svo sannarlega er þetta raunarlegt - En hvaða kirkja verður næst það skyldi þó ekki verða Bessastaðakirkja -??-Mér virðist þetta sjúklega ástand ekki tengjast heimsku öllu frekar  múgæsingi sem fer versnandi með hverri fréttinni af annari í okkar vesæla þjóðfélagi ,Drottinn minn " ekki batnar Bárði enn -Mér finnst að hann ( forsetinn ) muni vera vel geymdur sem allra lengst á þeim stað sem hann er að fara -enda kannski eins gott---Bið svo forláts á þessum skrifum ÁG þar sem þú munt ekki vera mér sammála -en það er nú önnur saga -Gott ár 2010---

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:04

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Karen. Það er ekki efni til afsökunarbeiðni að vera mér ósammála. Sjálfur er ég því marki brenndur að sækjast eftir því að vera helst öllum ósammála svo þú ert stálheppin að þekkja mig ekki nema á þessum önuga vettvangi. En þó ótrúlegt sé þá er mér sagt að ég sé merkilega viðfelldinn í viðkynningu og takist oft snilldarlega að leyna andstyggilegu innræti mínu---lengi vel!

En að forsetanum: Það vekur mér undrun hversu illa ég hef víst fylgst með ávarpi hans í dag þegar ég sé hversu margir hafa heyrt hann viðra þá afstöðu að umræddur samningur (sem ég man ekki nafnið á í svipinn) sé óhæfur sem lög!

Ég heyrði Ólaf Ragnar aðeins vísa til þess að hann tæki vald sitt milliliðalaust frá þjóðinni og hefði svarið þess eið að rækja þær skyldur sem því fylgja en minntist þess aldrei svo ég gæti heyrt að hann hefði yfirleitt nokkra skoðun á þessum fjandans samningi.

Hinsvegar man ég það glöggt að krafa kjósenda um milliliðalaust lýðræði þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla væri tryggð með breytingu á stjórnaskrá- fer vaxandi frá degi til dags. Ennþá hefur sú afmarkaða breyting ekki verið lögfest.

Því grípur forsetinn nú til þessa synjunarákvæðis sem stjórnarskráin geymir og hefur til ársins 2004 verið óumdeilt. Hann vísar málinu til staðfestingar með þjóðaratkvæðagreiðslu með vísan til tiltekins ákvæðis um þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að lögum er synjað staðfestingar. (óskaplega þreytandi kensellíkjaftæði).

Spurning: Er þjóðin sátt við hefðbundinn stimpil forsetans við allar lagasetningar, svona einskonar hlutverk prúðbúins aðstoðarmanns ríkisstjórnar, eða meinar hún eitthvað með kjaftæðinu um þjóðaratkvæði?

Sömuleiðis gott ár með íslaus grásleppumið!

Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 23:03

17 identicon

Svo bregðast krosstré sem önnur tré--Ég vil ekki borga Icesave og tel með réttu eigum við ekki að gera það, vegna þess að svo segja lögin.En ákvörðun forseta fór alveg með mig  o.fl --Hann á ekki að hafa það vald sem hann telur sig hafa þ.e að hefta hendur kjörinna þingmanna --Hann er stórhættulegur  valda og athyglissjúkur gamall karl. Nú sit ég hér og vona að Steingrímur og Jóhanna ( sem ekki hefur haft hátt uppá pallborðið hjá mér )  standi þessa orrahríð af sér og sitji áfram og gefi karlinum fingurinn -Í gær hétl ég að stjórnin yrði ekki langlíf-en nú er annar dagur !!! þvílíkt og annað eins við erum komin langt aftur í aldir stjórnmálalega séð , einræði og hentisemipólitík !! það er ekki nema von að sumir gangi um gólf og tuði " Helvítis fokking fokk --Læt grásleppumiðin liggja á milli hluta

Karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:58

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona, svona, dona, dona, Karen mín. Viskum vona að veturinn verði mildur og vertíðin happadrjúg!

Steingrímur og Jóhanna eru voða þreytuleg og minna með hverjum degi meira á teiknimyndirnar hans Halldórs af þeim hjúunum.

Árni Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband