Kjósendur virðast hafa ákveðið að refsa fjórflokknum. Fyrir hvað á að refsa Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa?

Nú virðist það liggja fyrir að kjósendur séu búnir að átta sig á samspillingu og ráðleysi fjórflokksins svonefnda. Reykvíkingar hafa sýnt þetta ítrekað í hverri skoðanakönninni af annari undanfarnar vikur þar sem framboð Jóns Gnarr og félaga hans í Besta flokknum virðist vera búið að ná afgerandi forystu í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn.

Mér finnst þetta ánægjulegt og í raun fyrstu vísbendingar um að þeim sé að fjölga sem láta ekki aka sér eins og malarhlössum á kjörstað eftir ábendingu. Og að þeim sé farið að fjölga verulega sem láta ekki spillta pólitískusa ljúga að sér ítrekað.

Framoð Jóns Gn. er andsvar við spillingu og lygum gömlu stjórnmálaflokkanna.

En hér eru reyndar fleiri listar í framboði og fleiri valkostir þar með. Ég nefni lista Frjálslynda flokksins og svo framboð Ólafs F. Magnússonar. Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei verið í aðstöðu til að láta til sín taka við að koma sínum málefnum til fullnustu. Hann virðist ekki vera valkostur ef marka má skoðanakannanir. Spyrja má hvers vegna? Eru þar ótrúverðugri frambjóðendur en hjá Besta flokknum?

Og síðan má nefna hinn reynslumikla borgarfulltrúa Ólaf F. Magnússon. Fyrir hvaða spillingu á að refsa Ólafi F. Magnússyni eftir 20 ára farsæl og heiðarleg störf fyrir Reykjavíkurborg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni minn !   Ég vil ekki móðga þig , en er þetta fréttatilkynning , send út frá Kleppsspítala ?

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Árni minn !   Sést þú ósáttur við aths. mína þá vil ég benda þér á nýjustu færsluna mína - kannske hún segi þér eitthvað um álit mitt á þessum , sem hinum er í borgarstjórn voru .

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 15:50

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kleppur og geðveikin er ótrúlega fyrirferferðarmikið tvíeyki í borgarmálaumræðunni.

Ekki veit ég betur en að Ólafur Magnússon hafi vottorð frá lækni um andlegt heilbrigði. Nú veit ég ekki um þig en hvað mig áhrærir þá hef ég ekki svona vottorð. Og mér vitanlega hefur enginn annar borgarfulltrúi þessa sönnun um sitt andlega heibrigði. Oft hefur mér sýnst að á því væri þó full þörf.

En Hriflu-Jónas fékk í frammíkalli á fundi eftirfarandi ávarp:

"Þegiðu, þú ert geðveikur!"

Eh, geðveiki er sjúkdómur sem oft er hægt að lækna en heimska er ólæknandi," svaraði Jónas og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Satt segir þú Árni , og tilvitnunin er meiri háttar . 

   En það breytir ekki þeirri staðreynd að mér fannst , og fynnst enn , að þetta hafi verið bein útsending frá Kleppi en ekki Kjarvalsstöðum - eða sást þú ekki viðtalið , eða það sem á undan , já og á eftir kom , sama hvort heldur var , bæði stórkostlegir þættir í "gamanleiknum" ?

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 16:19

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

...andsk. er heimska ólæknadi? Þá verð ég bara að sætta mig við ástandið...góður pistillannars og stórdularfullt komment hjá Herði þarna. Af því að maður er svona smá tregur þá t.d. skil ég pistilinn, enn ekkert í kommentinu. :) Ólafur er einn af fáum mönnum sem er raunverulega heiðarlegur í þessari refskák og valdaspili atvinnupólitíkusa og fyrir það eitt er honum refsað. Og því miður hafa alltof margir keypt bullið um hann. Ég veit bara hvernig er að vera í áhöfn á skipi sem er t.d. að smygla. Og svo kemur einn úr áhöfninni og vill ekki taka þátt í því. Og hvað á þá áhöfnin að gera? Hann verður "óþægilegi" maðurinn um borð og allir hálf hræddir við hann. "Vonandi dettur hann bara í sjóinn alveg óvart"...enn hann lofar að þegja, enn ekki taka þátt. Það er ekki hægt að vera með svona fólki til sjós...þeir eru svo djöfulli heiðarlegir að manni finnst það bara ógeðslegt...ég myndi kjósa Ólaf ef Jón Gnarr hefði ekki komið með sitt frábæra framboð...ég kýs hann auðvitað..

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 16:25

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar: Ég er ekki í þessum pistli mínum að agitera fyrir neinu framboði enda ekki sjálfur búinn að taka ákvörðun um lendinguna á mínu atkvæði.

Ég var aðeins að vekja athygli á því að það eru fleiri leiðir til að refsa fjórflokknum en sú að kjósa Jón Gnarr og Besta flokkinn. Sjálfur óttast ég ekki um framtíð Reykjavíkurborgar næstu fjögur árin þótt þessi hópur verði þar í leiðandi stöðu.

Ég lít á þessa frambjóðendur sem fólk- og meira að segja fólk með skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl sem ekki mun fá útrás í ábyrgðarlausum galgopahætti þegar á reynir.

Og ég vona að ef á það reynir þá muni koma í ljós að þetta sé gott fólk.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 16:34

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Atkvæði greidd Ólafi og framboði hans falla ef til vill dauð vegna hræðslu kjósenda til að velja SITT EIGIÐ VAL og kjósa ekki vegna skoðuna-könnunar...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.5.2010 kl. 16:44

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni !  Ert þú ekki að tala um pólitískan ábyrgðarlausan galgopahátt ?

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 16:47

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Áróður Ránfulgsins um dauðu atkvæðin komin gang! 

Varðandi allt tal misviturra "besserwissera" um Besta flokkinn og Ólaf F., þá er rétt að benda á, að það er ekki til marks um andlegt heilbrigði að aðlagast sjúku samfélagi!  Þeir sem troða ekki sömu breiðgötur (sbr. breiða veginn í dæmisögunni) og allir aðrir eiga rétt á fullri virðingu og tilliti!  Þetta vitum við Árni, enda höfum við aldrei notið tilhlýðilegrar virðingar!

Auðun Gíslason, 27.5.2010 kl. 17:06

10 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Gott hjá þér Auðunn , þarna er ég þér lega sammála , enda ætíð afar illa rekist í hóp , því t.d. væri ég í her , þá er ég nánast viss um að ég yrði skotinn á fyrstu æfingu , því ég færi , nánast pottþétt , að herma eftir liðsforingjanum , eða hvað þessir apakettir annars heita .

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 17:30

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aths. 8. Er eitthvað óljóst í tali mínu um pólitískan galgopahátt?

Ég veit ekki betur en að nú gangi hver spekingurinn fram af öðrum og tali um ábyrgð okkar sem ganga til kosninga. Og ég sé ekki betur en að fjölmargir í þessum gáfumannahópi séu að vara kjósendur við ábyrgðarleysi nýrra frambjóðenda og nýrra framboða sem engu hafa ennþá logið að fólki, ekkert svikið, engin fyrirtæki borgarinnar selt eða sett á hausinn af yfirvegaðri ábyrgð!

Og ég sé spillta og handónýta pólitíska fulltrúa ganga fram með spekingslegan heimskusvip tattóveraðan á anlitið og skýra frá því að hér eigi að vera vinna fyrir alla, engin fátækt, öll börn eigi að rífa sig út á hafragraut þegar þau koma í skólann og sötrra lýsi á eftir.

Hér eigi allir aldraðir að fá alla þá þjónustu ókeypis sem þeir nenna að þiggja og biðlistar eftir hinni og þessari þjónustu bara að flokkast undir gamla og úrelta brandara. Og allt í boði góða fólksins sem óskar eftir stuðningi þínum.

Ekki má nú minna vera en að styðja þetta ágæta fólk.

Og nú er Hanna Birna eiginlega búin að segja Jóni Gnarr það oft "í beinni" að eftir kosningar þurfi ekki að mynda neinn meirihluta í Borgarstjórn.

"Við eigum öll að vinna saman að þessu, eða það er mín skoðun" segir hún og hún er svo falleg og sannfærandi þegar hún segir þetta að maður gleymir því um stund hvar hún hlaut sitt pólitíska uppeldi.

Kannski skilur enginn hvað pólitískur galgopaháttur er.

Það verður þá bara  að hafa það.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 19:53

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég mæli með Jóni Gnarr sem Borgarstjóra...og að það verði sett tímamörk á það hversu lengi menn meiga vera þingmenn og ráðherrar. Þetta er greinilega mannskemmandi vinna og á að takmarka "skemmdirnar" með að setja reglur um þetta...og þá á ég við bæði í borgarstjórn og á Alþingi...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 19:54

13 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Nú líkar mér við þig - þú síungi Reykur !

   Þarna talar þú þannig að sellurnar mínar starfa án þess að hökta .

   Og mikið er ég þér sammála , eins og talað frá minni dælu , en ekki dælu Steinunnar Valdísar , eða ert þú ekki í losti eftir fyrirgefning hennar - eins og ég , ég held svei mér þá ég verði að fá áfallahjálp .

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 20:06

14 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Ertu ekki að gleyma einu, uppeldi er eitt- atgervi er annað, mér finnst einhvernvegin að verið sé að vanmeta Höllu Birnu, vegna þess að hún vann á skrifstofu hjá ákveðnum manni, vannst þú aldrei hjá neinum sem var áberandi í samfélaginu á sínum tíma???.

Enn mé finnst bara Ólafur vera svo öfgakenndur, og eins finnst mér örla á smá veruleikafyrringu, en ég hef ekki eins og hann uppáskrifað frá lækni að verleikaskin mitt sé í lagi svo hugsanlega ætti ég ekki að hafa málfrelsi eða hvað???

Magnús Jónsson, 27.5.2010 kl. 20:26

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Áberandi kannski, en ekki varaformaður stjórnar Landsbankans á sama tíma og bankinn var rændur innan frá!  Eða breytir það kannski engu fyrir yður þessa meðvirku?

Auðun Gíslason, 27.5.2010 kl. 20:30

16 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Auðunn !  Fæ ég enga útskýringu ?

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 20:33

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist nú að þessar borgarstjórakosningar krefji nú ekki fólk um ýkja margar sellur þegar upp er staðið Hörður minn góður. Og ekki fæ ég séð margar sellur kvika í pólitískum ávörpum til kjósenda þessa dagana frá kosningaskrifstofum.

Aftur á móti þá held ég að ég hafi séð Dag B. Eggertsson á gangi hérna á Flókagötunni núna áðan. Það boðar ekki gott að minni hyggju þegar ég sé forystumann úr Samfylkingunni fótgangandi fyrir kosningar.

Og þó allra síst þegar ég veit af sambýli á næstu grösum.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 20:38

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég vann hjá Birni Bjarnasyni þegar hann var ráðherra og kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn. Enda er ég ekkert normal og hef engan áhuga fyrir að vera það. Mér finnst bara ágætt að vera ég..:) Ólafur er öfgafullt heiðarlegur og það passar bara ekki öllum að hafa svoleiðis fólk í kringum sig. Þá er alveg stórsnajallt að kalla hann geðveikan og láta hann sjá um að afsanna það...alveg stórsniðugt! Það voru mistök af honum að skaffa sér þetta vottorð...bara til að þóknast pakkinu sem stóð fyrir þessu fullorðinseinelti á honum. Það voru þau sem þurftu á sálfræðingi að halda og ekki fórnardýrið. Ef menn vissu um það einelti sem á sér stað í fyrirtækjum og embættum, þá myndu flestir gapa. Enn þetta verður líklegast enn eitt leyndarmálið á Íslandi eins og svo mörg önnur sem fyrir eru...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 20:39

19 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni ! Heldur þú hann hafi verið að koma úr vinnunni , þá hefur hann mætt í þetta sinn .

    Sambýli    .

    Ætli honum sé að verða kallt innann um alla styrkina sína ?

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 20:42

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús. Ég hef hvergi unnið þar sem pólitísk innræting var verkefnið ásamt því að ganga erinda spilltra fjármálaafla. Mér er ekkert óljúft eða neitt að vanbúnaði ef ég verð spurður að því hvað ég meina með þessu svari mínu.

Ég get meira að segja byrjað með því að gera athugasemd Auðuns Gíslasonar að minni.

Og ég get bætt því við að eftir að hafa fylgst með pólitík Sjálfstæðisflokksins í meira en 60 ár hefði ég aldrei á þeim tíma þegið vinnu í Valhöll. 

Þetta ber ekki að skilja svo að ég hafi nokkurn beyg af hinum óbreytta flokksmanni né heldur andúð. Ég hef marga góða vini átt sem hafa laðast að flokknum eða verið færðir þangað til skírnar ómálga og ekki beðið þess bætur.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 21:22

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki veit ég hvaðan mannbjálfinn var að koma né heldur hvert hann var að fara Hörður minn. Hinsvegar veit ég dæmi þess að pólitíkusar hafi tekið á sig króka inn á sambýli þess fólks sem af einhverjum orsökum hefur rekist út í horn.

Það hefur oftast verið skömmu fyrir kosningar.

En nú var ég að heyra Þórunni Sveinbjarnardóttur skýra frá því í sjónvarpsfréttum að Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefði tekið þá ákvörðun að segja af sér þingmennsku vegna hollustu við Samfylkinguna.

Jafnframt tók hún fram að aðrir pólitíkusar á Alþingi hefðu þegið hærri styrki en Steinunn Valdís. Hún taldi að þessir einstaklingar ættu að segja af sér.

En hún minntist ekki á af hvaða hollustuástæðum. Ekki getur t.d. Guðlaugur Þór sagt af sér þingmennsku vegna tugmilljóna styrkja og jafnframt hollustu við Samfylkinguna! og ekki heldur Tryggvi Þór Herbertsson af sömu hollustu- eða hvað?

Alþingismenn og borgarfulltrúar þurfa ekki að hafa áhyggjur af pólitísku siðgæði í almennum skilningi heldur eiga þeir að miða þann skilning við það sem talið er flokknum fyrir bestu!

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 22:18

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svarið við spurningunni um afhverju F,H&E flokkarnir fá engin atkvæði er í raun einfallt - en kannski, má segja, jafnframt nokkuð óvænt.

Svarið nefnilega er að þetta: "Nú virðist það liggja fyrir að kjósendur séu búnir að átta sig á samspillingu og ráðleysi fjórflokksins svonefnda"  Er ekki rétt

Það að BF fær atkvæði er ekkert útaf þessu (nema að litlu leiti þá)

Ástæðan er JÓN GNARR!  Fólk er að kjósa Jón prívat og persónulega.  Ef Jón væri ekki þarna:  Fylgið gone!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2010 kl. 22:19

23 identicon

Djöfu.....ruglumbull er þetta í bráðgáfuðum mönnum sem eiga að mínu viti að hafa flestar sellur í lagi nema kannski nokkrar á öfugum stöðum --Er ekki orðið fært fyrir menn sem pólítíkusa að ganga um borgina á góðviðrisdögum án þess að haldið sé að þeir séu að smala á vistheimilum og öðrum stofnunum -þeir hefðu nú ekki mörg atkvæði úr þeim hattinum --En það nægði kannski minnstu flokkunum til þess að klifra eitthvað uppá við .ekki er svo burðugt fylgi þeirra --Og sennilega einhverjar sellur á fallandi fæti --Ég er ekki að mæla neinum þeirra bót enda ekki með vitsmuni til þess .eins og sumir þekkja --Mér líst hinsvegar best á næstbesta flokkinn --Eeen!!! blýanturinn ræður ferðinni í kjörklefanum

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 22:25

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki hef ég neinar upplýsingar sem hrekja þessa skýringu þína Ómar Bjarki. Hvergi er hægt að benda á að ég sé að vanmeta Jón Gnarr eða það ágæta fólk sem ég tel að sé í liði með honum, síður en svo.

En ef ástæðan væri einvörðungu sú að refsa fjórflokknum þá benti ég á hina valkostina.

Hin viðtekna skýring á fylgi Besta flokksins er sú að kjósendur séu ákveðnir í að gefa fjórflokknum ráðningu hvað sem það kostar eða kann að kosta.

Og þegar upp er staðið þá skuldar enginn kjósandi einhverjum öðrum skýringu á sínu pólitíska vali á kjörstað.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 22:28

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hana nú! sagði....Láttu ekki okkur þessa rugludalla setja þig úr jafnvægi fyrir svefninn Karen. Ég er svolítið árásargjarn þegar atvinnupólitíkusar eru annars vegar þessa dagana. Því hefur verið hvíslað að þetta megi rekja til þess hversu illa mér gekk sjálfum að festa mér öruggan sess í stjórnmálum en ég hef alltaf neitað því staðfastlega og mun gera það í lengstu lög.

Ég verð orðinn normal fljótlega upp úr helginni.

Og nú var ég að horfa og hlusta á ungan og upprennandi pólitíkus norðan úr Hrísey. Hann vildi auka tekjur þjóðarbúsins með því að banna reykingar og auka fiskveiðar!

Ég er sammála þessum unga manni og nú ætla ég að einbeita mér að því að hætta að reykja og herða áróðurinn fyrir auknum aflaheimildum.

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 22:45

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Hin viðtekna skýring á fylgi Besta flokksins er sú að kjósendur séu ákveðnir í að gefa fjórflokknum ráðningu hvað sem það kostar eða kann að kosta."

Já já, skil alveg hvað þú ert að fara.

En,  sem sagt, að þessi almenna skýring sem maður heyrir "fjórflokkur" o.s.frv. - þetta bara stenst augljóslega ekki, því þá ættu td F,H&E að fá einhver atkvæði.

BF er að fá öll atkvæðin (í skoðanakönnunum) og að mínu mati er það bara útaf Jóni.  Án hans hefði þetta verið 0 og nix.

Fólk lítur bara svona rosalega upp til hans og hefur þessa trú á honum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2010 kl. 22:46

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Maðurinn er auðvitað séní Ómar.

"Eigum við eitthvað að ræða það?"

Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 23:36

28 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þoli ekki copy og paste en stunda það hér: Gaman að sjá hvernig 4flokkurinn missir þvag yfir Jóni Gnarr. Er hann verri borgarstjóri en dýralæknir sem var fjármálaráðherra? Eða sagnfræðingur sem var viðskiptamálaráðherra? (Mér finnst ósanngjarnt hvernig komið er fram við hann). Við höfum jarðfræðing sem fjármálaráðherra, flugfreyju sem forsætisráðherra og stjórn...málafræðing sem borgarstjóra. Hvað gerir „stjórnmálafræðing“ betri en hugmyndasmið sem borgarstjóra?

Nú hefur Steinunn Valdís sagt af sér. Ég efa það ekki að hún hafi farið í stjórnmál til að gera vel. En það eitt og sér dugar ekki. Við þurfum að treysta stjórnmálamönnum. Ég treysti því að Ólafur F. sé heiðarlegur og velmeinandi pólitíkus en  hann á því miður við ímyndarvanda að stríða. Eins og margir.

Á mínu kosningarsvæði eru 4flokkarnir og ekkert annað. Valmöguleikar mínir autt atkvæði eða mæta ekki. Mér finnst þetta svona eins og einhver eigi eftir að segja við þig: „allt í plati - stattu á gati“ en því miður er það ekki þannig.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.5.2010 kl. 00:07

29 identicon

Heill og sæll; æfinlega  Árni, sem og þið önnur, hér á síðu !

Árni Skagfirðingur ! 

Heyr; á endemi,.......... Frjálslyndi flokkurinn, hefir svikið sinn eiginn málstað, með því að fara í samflot, vestur á Ísafirði, með 3 óaldar flokkanna, sem komu hér öllu, á vonar völ, í hitteðfyrra.

Lítill sæmdarauki; að nefna það lið á nafn, hvert; ég tel hafa stungið rýtingi digrum, í bak mitt - sem fjölmargra annarra, sem vildum, á sínum tíma, hefja F listann, til nokkurs flugs.

Þó ekki væri nema; til þess, að vinna að endanlegu afnámi Alþingis ófreskju nnar, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 01:47

30 identicon

Já þetta er spes. Framboð Besta flokksins virðist fá sitt fylgi af minni framboðunum sem þurrkast út í kosningunum ef eitthvað er að marka skoðannakannanir. Framsókn missir sinn mann sem ég græt ekki.

Könnun morgunblaðsins sýnir FLokkinn ná inn 5 mönnum og besti flokkurinn 7 og Reykjavíkurframboðið, H-fyrir heiðarleika(Ólafur F) og Frjálslyndiflokkurinn sem hefur nýtt fólk sem vill vinna fyrir borgina þurrkast út.

Virkilega dapurlegt.

Ég mundi kjósa Frjálslyndaflokkinn sem hefur (sem betur fer) hreinsað sig af vandræðagemsunum sem þar voru innanborðs og lögðu þennan góða flokk í rúst. Jón Magnússon, Viðar Guðjohnsen, Kristinn H Gunnarsson og Magnús Þór eru allir farnir úr flokknum með skottið milli lappana. Og farið hefur fé betra. Nú er Frjálslyndiflokkurinn loxins orðinn flokkur sem hægt er að kjósa og vona ég að fólk setji x við F á laugardaginn.

Kjósandi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 11:51

31 identicon

Stjarna Ólafs fékk að skýna í borginni í umþb 100 daga, þá stundaði hann "pólitískar" ráðningar þar sem hann réði vini sína (t.d. Jakob Fríman á ofurlaunum) til borgarinnar, aðalega í þeim tilgangi að redda deitum, enda var Óli nýhættur með konunni sinni á þessum tíma. Hann notaði peninga borgarbúa í gæluverkefni í kringum gömul hús og réði færeyskan söngvara (líklega til að ganga í augun á henni) á listahátíð í Reykjavík á meðan hann var á kenderíi og kvennafari í Færeyjum. Á þessum stutta tíma tókst Ólafi að áorka meiru sem spilltur stjórnmálamaður en flestum tekst á heilu kjörtímabili.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:01

32 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni minn! Undarlegar eru sumar færslur svikaflokkanna hér að ofan?

Ólafur F. er heiðarlegur en hefur þann galla að hafa látið S-liða misnota sig í borgarpólitíkinni? (heiðarlegir eru plataðir). 

Besti flokkur Jóns Gnarr er skipaður heiðarlegu, hæfileikaríku, réttlátu og víðsýnu fólki sem ekki lætur plata sig! Og það álit hafði ég á Jóni Gnarr og hans liðsmönnum áður en til þessa framboðs kom!!!

Ef ég væri Reykvíkingur myndi ég kjósa þann flokk, en ég er Hafnfirðingur og get það því ekki. Gangi þér vel og m.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2010 kl. 18:53

33 Smámynd: Jens Guð

  Af því að minnst var á að atkvæði greidd Ólafi F.  falli hugsanlega dauð vek ég athygli á eftirfarandi:  Skoðanakannanir hafa ALLTAF vanmetið styrk Ólafs F.  Hann hefur ALDREI haft fylgi samkvæmt skoðanakönnunum.  Hinsvegar hefur hann ÆTÍÐ náð kjöri þegar talið er upp úr kjörkössunum.   

Jens Guð, 29.5.2010 kl. 17:09

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágæta fólk! Nú þurfum við ekki lengur að tala spekingslega um hvernig úrslitin muni líklega koma til með að verða.

Nú er komið að því að velta því fyrir sér hvaða stjórnmálforingjar eru í mestri afneitun vegna úrslitanna og hver þeirra tali heimskulegast um úrslitin, stöðu eigin flokks og svo hvernig "tækla" skuli næstu viðfangsefni.

Hvernig sem það mun nú allt ganga fyrir sig þá er ljóst að vorið í íslenskum stjórnmálum kom aðfaranótt 30. maí 2010.

Nú er það ljóst að þegar ókunnugur maður kemur inn í saunabað þar sem sitja leigubílstjóri, bóndi, sjómaður, ráðherra og bakari þá eru ekki miklar líkur á að sá ókunnugi geti bent á hver þeirra sé ráðherrann.

Auðvitað er þetta voðalega fúlt.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 10:25

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Í gufubaðinu er það þegar einn af þeim fer að tala þegar maður veit hver ráðherrann er. það er sá sem engin skilur....

Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 12:02

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er að sönnu sterk vísbending. En þá verður maður að vita að það sé ráðherra á svæðinu.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 18:22

37 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

 Sæll. Sendi til gamanshluta af stefnuskrá flokksins.

Besti Flokkurinn er frjálslyndur og heiðarlegur lýðræðisflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttisgrundvelli, með víðsýni að leiðarljósi.

Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Við viljum opna Kvennastofu þar sem konur geta komið og fengið sér allskonar kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil. Og svo mega þær tala eins og þær vilja og það verður allt tekið upp og geymt. Við ætlum að skipuleggja óvissuferðir fyrir gamalmenni. Í rauninni erum við samt ekki með neina stefnu en við þykjumst vera með hana. Við hlustum á þjóðina og gerum eins og hún vill því þjóðin veit best hvað er sér fyrir bestu. Við getum boðið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það. Við gætum haft þetta hvað sem er, til dæmis ókeypis flug fyrir konur eða ókeypis bílar fyrir fólk sem býr útá landi. Það skiptir ekki máli.

Besti Flokkurinn er besti vettvangurinn undir lýðræðislega umræðu, Besti flokkurinn er bestur fyrir þig!

Ég stofnaði Besta flokkinn af því að mig langar að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem ég get hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt. Mig langar líka að vera með aðstoðarmann.

Er þetta mannsæmandi?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 20:25

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ben.Ax. Það var loksins með þessum málflutningi sem Jóni G. tókst það sem áður hafði verið talið ómögulegt. Hann setti upp einfalt leikverk þar sem hann afklæddi hina pólitísku nekt sem ævinlega hafði tekist að hylja með kjaftagangi og gáfulegum yfirlýsingum um pólitísk erindi frambjóðenda.

Það skipti bara engu máli fyrir Jón Gnarr, þá sem kusu hann eða mig sem ekki kaus hann hvað þér finnst um þetta. Getur verið að þú og þín skoðanasystkini hafið bara fallið á léttu prófi?

En vertu rólegur. Það koma aftur kosningar og þá fá frasapólitíkusarnir sín tækifæri á ný og geta farið að tala málefnalega.

Mín spá er sú að þeir fari sér hægar í þungamálmsyfirlýsingum um pólitísk efni á sínu óskiljanlega máli.

Geir H. Haarde og flestir ráðherrar í stjórn hans höfðu talað af miklum pólitískum þunga og málefnalegri yfirvegun þrem dögum áður en forsætisráðherrann flutti ávarpið "Guð blessi Ísland" til þjóðar sinnar. 

Þau vinnubrögð sem ég varð vitni að sjálfur í fjölmiðlum voru ekki mannsæmandi!

Árni Gunnarsson, 1.6.2010 kl. 22:41

39 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Og þarna átti ég að sjálfsögðu við pólitísk vinnubrögð hinna reyndu stjórnmálamanna sem báru ekki skynbragð á það ástand sem hrinti íslensku þjóðinni fram af hengifluginu.

Það ástand höfðu þeir sjálfir og fyrirrennarar þeirra í ábyrgri pólitík skapað.

Árni Gunnarsson, 1.6.2010 kl. 22:45

40 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enn hvað ég vildi að væri til fólk sem gæti sagt mér í alvöru hvað væri að vera "málefnalegur" í einhverju. Ég hef heyrt að sjálfsögðuóteljandi útgáfur, enn engin sem ekki er kjánaleg og heimsk. Mér finnst að þegar fólk nota eitthvað orð, í hvaða samhengi sem er, þá ætti það sjálft að reyna að skilja "orðið" svo það sjálft viti hvað það segir.

Kanski Árni væri svo vinalegur og segði mér hvað "málefnalegur" þýddi. Það virðist hver og einn hafa eigin útgáfu af fyrirbærinu...

Óskar Arnórsson, 1.6.2010 kl. 23:17

41 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar: Þegar einhver tekur til máls með alvörusvip og ræðir með miklum þunga um afar þýðingarmikil þjóðmál og fær þig til að trúa því að hann hafi eitthvert vit á því sem hann er að segja- þá er hann málefnalegur.

Og enda þótt í ljós komi ári seinna að allt sem hann sagði var bull þá hlýða trúir flokksbræður-og systur á hann gapandi af hrifningu þegar hann útskýrir með alvörusvip að margskonar ytri aðstæður hafi valdið því að svo fór sem fór.

En þá þarf hann auðvitað að vera enn málefnalegri en áður.

Og það svínvirkar!

Árni Gunnarsson, 2.6.2010 kl. 00:05

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

...pabbi sálugi sagði alltaf að maður yrði að vera ábyrgur. Og þegar hann sagði það var hann alltaf mjög áhyggjufullur á svipinn. Svo ég reyni alltaf að vera eins áhyggjufullur eins og hægt er...svo ég sé ábyrgur...

Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 21:47

43 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Árni, og þakka prýðilegt svar að venju. Ég var alinn upp á pólitísku heimili þar sem hugsjónir jafnaðarmennskunnar voru hafðar í heiðri. Þegar ég hugsa eða ræði um pólitík verður samanburður minn alltaf ósjálfrátt litaður af uppeldinu og ég á erfitt með að sjá hlutina í öðru ljósi en því sem ég ólst upp við. Ég lifi ekki í nútímanum í þessu efni heldur í einhverjum fortíðardraumi sem er vafalaust jafnheimskulegur og hann er mér eiginlegur. Dómharka mín og væntanlega óréttlátt álit á þeim sem gera grín að öllu, sem mér er heilagt, verður því að skrifast á kontó uppeldis míns og á vafalaust engan rétt á sér en vonandi skiptir það ekki meira máli en gæsirnar sem skíta á Elliðaárdalsstígana daglega og engin lög eða reglur ná yfir af því að þær eru hvorki hundar né menn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 19:11

44 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: skrifað er hjá þér" fyrirrennarar þeirra í ábyrgri pólitík skapað. " ábyrg pólitík getur ekki náð yfir glæpastarfsemi, þú setur í einn pott, annars vegar þá sem breyttu lögum og liðkuðu fyrir breytingum á Íslensku viðskipta hafta frelsi, og þá sem gengu í spor þeirra, með lögbrotum og ósvífnum viðskiptaháttum, það er að halla réttu máli og það veist þú manna best, ég ætla að virða þá ósk þína, að menn minnist ekki á þann sem kemur sálartetrinu þínu úr jafnvægi, en mér finnst að það séu allt of margir jámenn komnir í kringum þig á síðunni, og ætla að taka undir með honum Ben.Ax., og heimta það af Bestaflokknum að hafin verði umsvifalaust þjálfun á gæsum, og þeim kennt að hætta að gefa skít í allt sem er ekki vel grænt, sem er reyndar eitthvað sem aðrir hafa vanið þær á.

Magnús Jónsson, 4.6.2010 kl. 23:57

45 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús minn. Ég hef ekki lært að lækna þráhyggju enda er mér sagt að hún sé ólæknandi. Íslenskur maður sem haldinn er þessari veilu er að gera færeyskri söngkonu lífið óbærilegt vegna þeirrar þráhyggju að segjast vera kvæntur henni og tjaldar meira að segja í garðinum hjá henni.

Það er mikill misskilningur að Davíð Oddsson haf komið mínu sálartetri úr jafnvægi. Það gera þeir hinsvegar sem hafa gert hann að leiðtoga lífs síns og trúa á hann. Mao formaður er tilbeðinn í Kína þrátt fyrir að vera dauður í áratugi og forseti Norður Kóreu er tilbeðinn af sinni þjóð þrátt fyrir að vera að drepa hana úr hungri til að efla herinn.

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er sögð vera trúverðugt plagg. Það skiptir engu í augum þráhyggjuliðs Davíðsdeildarinnar þótt hann fái þar falleinkunn í hverju því prófi sem fyrir hann var lagt á ferli sínum sem Seðlabankastjóri.

Ég hef engan séð eða heyrt halda því fram að Davíð Oddsson hafi átt þátt í hruni íslensku bankanna enda væri það líklega hin mesta firra.

Hann var heldur ekki einn í því varðliði stjórnsýslunnar sem átti að fylgjast með þróun bankastarfsemi íslenskra banka hér- sem erlendis. En hann var í því varðliði og lék á síðustu missirum eitt veigamesta hlutverkið.

Það er staðfest og það verður ekki hrakið.

Um þetta nenni ég ekki að hugsa né rita meira en mun bara leyfa fallega hugsandi fólki að eiga sína trú í friði. 

Árni Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 08:47

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

það á að reisa 200 metra háa styttu af Davíð í faxaflóa sem verður nefn Davíðskirkja og eina kirkjan í veröldinni sem verður út í sjó. Inn í styttuni verður hótel fyrir túrista og það verður það fyrsta sem túrista sjá þegar þeir koma hingað á skipum. Öllu flugi til landsins verður stýrt þannig að farþegar sjái þessa mikilfenglegu styttu sem mun snúast á ás djúpt niðri í sjónum. Resturant í augnhæð gefur fólki möguleika að sjá landið og hafið með "augum Davíðs". Davíðstrú verður tekin upp á Íslandi í stað kristni sem er svo leiðinleg og gömul. það er hægt að nota eitthvað úr henni, enn aðalmálið að fá séríslenka trú sem engin nema við höfum. T.d. þegar fólk deyr fer það til Davíðs-himna og telur peninga að eilífu í stað þess að spila á hörpu í svona langa tíma sem eilífð er.....Heilagur Davíð! Lengi lifi! Eftir því sem boðskaurinn breiðist út í heiminum og pílagrímar streyma hingað, hækka gjaldeyristekjur Íslands og mun Davíð gefa þjóðinni 10% af öllum tekjum....af því að hann er Guð.

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 15:09

47 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Aldrei þessu vant er ég sammála Óskari um styttu en ekki af Davíð, og ekki því rugli sem Óskar tiltekur í brengluðum hugrenningum sínum, ég hefði kosið að styttan yrði af Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, tel þörf á að halda til haga minningu þeirrar manneskju og því sem hún helgaði sína baráttu.

Magnús Jónsson, 5.6.2010 kl. 22:06

48 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni:Þráhyggja er til í mörgum birtingarmyndum, ein er sú að telja að sá illi sé ein ákveðin persóna á sviðinu og trúa síðan öllu yllu á þá persónu, önnur er eins og þú bendir á að hafa ofur trú á einstakling, hvorugt á við um mig en það sama get ég ekki sagt um þig og það er miður, vinstrimennskan ber þig alltaf ofurliði, ég hef marg prófað að espa þig upp og það virkar alltaf ef ákveðin persóna er nefnd til sögunnar, þú talar um að menn skaðist af því að hafa skoðun og þora að standa með henni, en skilur ekki að flokksmenn og forystusveitir þeirra fylgja ekki alltaf þeim grungildum sem flokkarnir eru stofnaðir um og þá komast tækifærissinnaðir einstaklingar til metorða, og eyðileggja það góða starf sem getur áunnist ef stefnu og markmiðum flokksins er fylgt.

Þú talar um að hver sé sinni trú fylginn, en skilur ekki að í þeirri trú er frelsi einstaklingsins tryggt, og atgervi hans er lofað, en ekki lastað eins og núverandi stjórnvöld haga sér, sú aðdáun sem ég hef haft á störfum Davíðs (afsakaðu) var vegna þess sem hann gerði, ekki einhver hallelúja "altsemþúsegirerulög"  , hann(hann=ekki Davíð af tillitsemi við þig Árni min) breytti hugsanagangi hér á landi, hann framkvæmdi og kláraði, en ekki eins og allir sem á undan fóru  ákváðu að framkvæma og létu svo áratugi líða með hálfkláruð verkefni um allar trissur. hann breytti hugsanahætti manna, hann þorði að taka ákvarðanir, þegar aðrir titruðu af hræðslu vegna þess að einhver gæti orðið fúll, þetta var það sem D.... gerði og þetta er öll dýrkuninni á hans verkum, trúarbrögð koma hvergi við sögu nema í hugarheimi hugsjúkra vinstrimanna í öllum flokkum og það er miður, því nóg er af hæfu fólki, það þorir bara ekki fram vegna rógskrifa gegn lífsskoðunum sínum.  

Magnús Jónsson, 5.6.2010 kl. 22:45

49 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nú var þetta brenglað...þetta átti að vera hæðni gagnvart því sem er verið að bera upp á Davíð. Og fyrir aðdáun sína á honum. Ég er engin aðdáandi Davíðs og myndi það heldur ekkert breyta honum eða staðreyndum. Ef menn eru hræddir að standa upp í stormi rógskrifa eiga menn ekkert að vera í pólitík, Það er ekki endilega stuðningur við gott málefni að dýrka neina manneskju...

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 23:15

50 Smámynd: Magnús Jónsson

Óskar: Sú lífsskoðun að hvar sé sinnar gæfu smiður er rétt eða röng að þínu mati. svaraðu  Já eða nei, næsta spurning birtist seinna ef svarið er rétt?

Magnús Jónsson, 5.6.2010 kl. 23:53

51 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já rétt hjá þér kallin minn. Hver er sinna gæfu smiður. Þannig er .að hjá mér alla vega,,,næsta spurning.

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 23:57

52 Smámynd: Magnús Jónsson

Óskar: því miður þú félst á  spurningunni um það hvort þú hefðir heilbrigða skinsemi eður ey og færð því ekki að reiba aftur:Bles

Magnús Jónsson, 6.6.2010 kl. 00:13

53 Smámynd: Óskar Arnórsson

Var spurningin um heilbrigða skynsemi? Ég vissi það ekki. Svarið er alveg rétt í mínu tilfelli...

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 00:26

54 Smámynd: Magnús Jónsson

Óskar: svar er ekki rétt einkunn ,0

Magnús Jónsson, 6.6.2010 kl. 00:35

55 Smámynd: Óskar Arnórsson

Raunverulega veit ég ekkert hvað ú ert að meina Magnus. Ég skil þig helst þannig að þig vanti einhvern til að leika við og ég er með nokkra klukkutima núna...kanntu ekki einhver skemtilegri leik eins og "hvað gaf frúin í Hamborg þér"? "bannað að segja svart og hvitt, eða já aða nei... :)

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 00:40

56 Smámynd: Magnús Jónsson

Óskar: taktu pillurnar þínar og legðu þig þú hefur ekkert til málana að leggja. 

Magnús Jónsson, 6.6.2010 kl. 00:48

57 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvapa pillur eru það kallinn minn? Er ekki í allt í lagi hjá þér annars? Þýðir þetta að þú viljir ekki spila "hvað gaf frúin þér í Hamborg?" Ok, viljiru vera leiðilegur verð ég að finna einhvern annan að leika við. Þú missir af skemmtilegu spili...eða að þú kunnir það ekki...enn ef við fáum Árna til að vera með? Viltu þá spila?

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 01:09

58 Smámynd: ThoR-E

Magnús gefur einkunnir á athugasemdir fólks hérna. Óskar fékk ,0.

Fæ ég enga einkunn ?

ThoR-E, 6.6.2010 kl. 11:45

59 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús: Nú gefst ég upp. Þér hefur tekist að benda á það sem ég vildi aldrei viðurkenna. Auðvitað er ég kommúnisti en fram að þessu hef ég varist öllum áskunum um þann voða eins og skiljanlegt er. Nú bið ég leyfis að mega vera laumukommi og vona að þú verðir við þeirri frómu ósk.

En auðvitað get ég ekki bannað þér að setja ofan í við mig ef ég hleyp mikið á mig og fer að skamma hægri menn.

 Bestu kveðjur og gangi þér sem best í baráttunni gegn kommúnistunum og öllu þessu vinstra gengi sem þjóð okkar þarf að vara sig á umfram aðra ógæfu.! 

Árni Gunnarsson, 6.6.2010 kl. 16:22

60 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég fæ núll og er komin i kommenta-tossabekk...Árni! Pappi var harðsoðin kommúnisti. Honum var á að lesa Marx-Lenin og náði sér eiginlega aldrei. Þetta voru erfiðir tímar fyrir börnin sem þótti ákaflega værnt um hann. Enn hann keypti bara soveska bíla sem biluðu endalaust. Ég reyndi að fá hann með til Moskvu svo hann gæti séð dýrðina....enn hann vildi ekki eyða gjaldeyri þjóðarinnar í óþarfa. Hann fór aldrei til Vestannaeyja af sömu ástæðu...kommunismi er mikið böl, enn það fyrsta sem þarf að gera til að hætta því, er að viðurkenna það. "1.sporið!" "Við viðurkenndum að við vorum kommunistar og að okkur var um megn að hætta því nema viðurkenna það fyrir Guði og mönnum"....svo eru ellefu spor i viðbót og maður er læknaður...

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 18:08

61 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ellefu í viðbót segirðu! 

Þá er ég ekki bjartsýnn með framhaldið hjá mér eins og ég er orðinn í fótunum. 

Árni Gunnarsson, 6.6.2010 kl. 20:27

62 Smámynd: Óskar Arnórsson

...það má nota staf að styðja sig við...

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband