Samtal Þórhalls og Lilju Mósesdóttur

Lilja Mósesdóttir alþingismaður gat gengið upprétt frá viðtalinu við Þórhall Gunnarsson í gærkvöld á  Stöð 1. Þar kom margt fram um vinnubrögð norrænu velferðar... sem gagnlegt var að vita.

Í stuttu máli: Aðild AGS að uppbyggingu samfélagsins eftir bankahrunið var samkvæmt ósk þáv. ríkisstjórnar og dagsetningin er í nóv. 2008. Gert var ráð fyrir að þegar þeim samstarfssamningi lyki hefði náðst sá árangur að byggja upp gjaldeyrisvarsjóð Seðlabankans að 700 milljörðum.

Nú hefur þetta markmið náðst og Lija spurði að vonum; - eftir hverju er beðið?

Af hverju kveðja engir alþingismenn sér hljóðs og krefja ríkisstjórnina svara um þetta mikilvæga mál?

Lilja Mósesd. taldi eins og ég að tillögur Sjálfstæðisflokks um að skattleggja viðbótarsparnaðinn strax hefðu reynst það bjargræði fyrir ríkissjóð ef sú leið hefði verið valin að það hefði verið réttlætanlegt sem neyðarráðstöfun til bráðabirgða. 

Sömu augum leit hún á tillögur Framsóknarflokks um 20% niðurfellingu skulda.

Þessar tillögur voru báðar hunsaðar vegna þess að þær komu frá stjórnarandstöðunni!

Hún vék sér ekki undan þeirri erfiðu spurningu Þórhalls, hvort hún teldi að hún myndi taka sér stöðu með mótmælendum við Alþingishúsið ef hún sæti ekki inni á Alþingi.

Og hún svaraði því játandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lilja vex í mínum augum, í hvert sinn sem hún tjáir sig í fjölmiðlum.

Það var margt athyglisvert sem hún sagði hjá Þórhalli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

það er svo skrýtið að VG hefur á að skipa vel hæfum hagfræðingi þar sem Lilja er en kýs að parkera landfræðingi í fjármálaráðuneytið með kremlarhagfræðing sem aðstoðarmann og sérfræðing. Ef Lilja væri sett í fjármálaráðuneytið værum við alla vega með manneskju sem gæti veitt viðspyrnu við slæmri ráðgjöf AGS. Það getur Steingrímur ekki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.9.2010 kl. 14:41

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér fannst Lilja góð í viðtalinu við Þórhall í gær. Ég held að hún hafi ekki trúað því að stjórnmál á Íslandi væru svona fyrr en hún reyndi sjálf.

Það er auðvelt að hrópa á hornum og halda að allt sé hægt, þannig er það bara ekki.

Að kynnast stjórnmálum af eigin raun er hörmungarreynsla. Það þarf Hallarbyltingu og það STRAX.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.9.2010 kl. 14:50

4 Smámynd: Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Við þurfum fleiri hugsandi og heiðarlegar manneskjur eins og Lilju á þing

Sigþrúður Þorfinnsdóttir, 29.9.2010 kl. 15:00

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég missti af þættinum en ég efast ekki um að Lilja hafi verið góð. Hún er heil í gegn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.9.2010 kl. 15:01

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég segi eins og Gunnar. Lilja vex í mínum augum í hvert skipti sem ég heyri í henni.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.9.2010 kl. 15:15

7 identicon

Komið þið sæl; Árni - og aðrir gestir þínir !

Þið; gott fólk, sem ekki sáuð þáttinn í gærkveldi, vil ég upprifja;; að hann á að endursýnast, kl. 16:50 í dag, skv. Textavarpi RÚV - og vil ég því ekki upp gefa, mitt álit, fyrr en eftir þá sýningu, hvar; ég sá ekki, nema síðari hlutann (28.IX).

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 15:16

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Mér fannst Lilja koma heiðarleg og einlæg út úr þessu viðtali. 

Kristinn Pétursson, 29.9.2010 kl. 15:40

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Gunnar: Lilja rís hærra en margir - flestir alþingismenn vegna þess að hún er greinilega að leita bestu lausna í hverju máli. Það gerir hún ótrufluð af þeim flokkspólitíska vanþoska að afgreiða allar tillögur frá stjórnarandstöðu sem heimsku eða af sjúklegri tortryggni. Síðan falla þarna flestir í þá gryfju að varast af alefli að fara halloka í samanburði við andstæðinginn sem benti á betri lausn.

Þess má svo geta að Lilja býr að sérþekkingu á mikilvægum sviðum hagstjórnar við endurreisn á löskuðu efnahagskerfi.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 15:43

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrir þá sem mistu af þættinum þá má sjá hann á síðu RÚV, slóðin er: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4565265/2010/09/28/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 15:45

11 Smámynd: Methúsalem Þórisson

Viðtalið staðfesti fyrir mér að á Alþingi íslendinga er fyrirbærið fjórflokkur sem hefur það helsta markmið að standa vörð um núverandi kerfi sem tengist alþóðlega fjármálakerfinu órjúfandi böndum. Lilja á heiður skilið en ég öfunda hana ekki af því að vera í þessum félagsskap.

Methúsalem Þórisson, 29.9.2010 kl. 16:06

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhannes L. Guðrún Þóra, Sigþrúður, Jakobína, Sigurbjörg. Óskar Helgi, Kristinn. Þakka innlitið. Við erum greinilega sammála og þá erum við líka komin að kjarna málsins:

Það er ekki svo endilega víst að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu ófærir um að takast á við aðsteðjandi verkefni vegna vitsmunalegra vanburða eða meðfædds dómgreindarskorts. En það er ægilegur grunur og vaxandi að flestir séu sýktir af flokkspólitískum dómgreindarbresti sem gerir þeim ókleift að takast á við verkefnin sameiginlega með hag allrar þjóðarinnar að markmiði. 

Það gæti verið meðal annars ástæðan fyrir því hversu margir fagna því að hlýða á rödd Lilju Mósesdóttur og þeirra örfáu alþingismanna annara sem nálgast málin af einlægni.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 16:12

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka góða ábendingu Axel Jóhann.

Sammála, Dúi. Það er hluti af vanþroska okkar hversu vanmetakennd okkar virðist sitja djúpt í þjóðarsálinni. Og sú myndbirting þeirrrar fötlunar sem kemur ævinlega í ljós í öllum samskiptum okkar við erlendar þjóðir.

Það er slæmur misskilningur og hættulegur að sá sem lætur stjórnast af öðrum honum sterkari njóti þess með aukinni virðingu.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 16:21

14 identicon

Hvernig stendur á því að svona helv.... moðhausar eru ekki svældir út úr þessum djöf... kofa þarna --hvað er að þjóðinni ? Á maður að lifa við þetta það sem eftir er -------Heyr fyrir Lilju Mósesdóttur hún er eina manneskjan sem kemur fram að heilindum og er sannfærandi í sínum málfluttningi --

Karen Karlsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 16:27

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er gestum mínum greinilega farið að hitna í hamsi.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 17:33

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Spyr sig enginn hvers vegna kona, svo uppfull af heilagri réttlætiskennd, semur sig að svo rotnu og spilltu liði sem hún lætur að liggja. Eitthvað smellur ekki saman í heildarmyndinni. Sér það einhver?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 18:20

17 Smámynd: Haraldur Hansson

Lilja flokkast í "órólegu deildina" fyrir að vera málefnaleg en sitja ekki og standa samkvæmt boði Flokksins. Þegar reynt er að koma böndum á slíka þingmenn er talað um kattasmölun eða að "tryggja vinnufrið".

Lilja var frábær í þættinum.

Má ég þá frekar biðja um órólega, málefnalega og heiðarlega stjórnmálamenn en þá sem endalaust lúta flokksaga. Hann á að tilheyra fortíðinni en ekki Nýja Íslandi. Áfram Lilja!

Haraldur Hansson, 29.9.2010 kl. 18:21

18 Smámynd: Benedikta E

Sæll Árni - takk fyrir góða grein Lilja kom vel fyrir í þættinum sem þú vísar til og sjálfsagt að vekja athygli á málflutningi hennar í þættinum - Lilja talar fyrir velferð þjóðar sinnar. Lilja er bara í vitlausum flokki - stjórnarliðar kunna ekki að meta málflutning hennar - Það er orðið meira en tímabært fyrir hana að segja skilið við Vg. það gerir henni ekkert gott að vera í þeim flokki.

Benedikta E, 29.9.2010 kl. 18:42

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Spurningu þinni Axel Jóhann ætla ég að sjálfsögðu ekki að svara fyrir Lilju. Hún segist hafa verið- og vera vinstra megin í pólitík og hafa valið V.g. sem vettvang fyrir sig. Skyldu nú ekki fleiri en hún hafa fallið fyrir þeirri óbilandi einurð sem ævinlega mátti lesa út úr orðum og fasi stjörnuleikarans Steingríms J. í aðdraganda kosninga?

Oft er það nú svo með órólega- nýja þingmenn að þeir láta reyna til þrautar á tilraunir til breyttra vinnubragða.

Mér segir svo hugur að Lilja muni hugsa til breytinga og tíminn mun leiða allt í ljós um það hvað þær leiða af sér. 

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 19:02

20 identicon

Sammála. Lilja kom vel út og á betra skilið, ekki spurning.

Skúli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 19:03

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Haraldur: Sammála þér um að full þörf er á órólegum þingmönnum þar sem stjórnmálaflokkar hafa sýnt ábyrgðarleysi gagnvart sínum umbjóðendum eða jafnvel svikið þá eins og V.g. hafa gert svo andstyggilega undir forystu Steingríms.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 19:08

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Benedikta. Hvort er Lilja í vitlausum flokki eða kannski Steingrímur? Það gæti verið spurning.

Hvernig væru Vinstri grænir undir stjórn Lilju Mósesdóttur?

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 19:14

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Skúli. Hún á betra skilið og við þurfum líka svo sannarlega á því að halda að hún fái vettvang til að njóta sín og koma til liðs við okkur í stað þess að vera fjötruð inni í þeim flokki sem hún var véluð til að ganga til liðs við.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 19:18

24 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Þetta er orðin klisja. en þar sem Lilju veitir ekki af stuðningi.

Hún var hreint út sagt frábær. Heilsteypt manneskja sem talar máli almennings í landinu. 

VG verður aldey undir stjórn Lilju, það er ekki í anda þeirra vinnubragða sem hún hefur viðhaft. En hún gæti leitt hóp fólks í VG, sem er tilbúið að vinna af heilindum að stefnunni sem grasót flokksins markar.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 29.9.2010 kl. 20:44

25 Smámynd: Haraldur Baldursson

Lilja stóð seig vel í viðtalinu og er að standa sig vel inn á þingi. Ég er svo sem ekki sammála öllu hjá henni, en ég styð hana í baráttunni gegn

  • AGS
  • ESB aðild (flott setning hjá henni með að samstarfsflokkurinn hefði "aðeins eitt mál")
  • Lyklafrumvarpið
  • Stytting gjaldþrotameðferðar í 4 ár
  • Skattlanging séreignasparnaðar
  • Almenna niðurfellingu húsnæðislána

Haraldur Baldursson, 29.9.2010 kl. 20:44

26 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Árni ! 

Jú; ég sá Návígið, í fullri lengd, í dag - og óhætt væri, að mæla með Lilju Mósesdóttur, í starf Ríkisstjóra, til ótiltekins tíma, svo sannarlega.

Hún þarf, að losa sig, nú þegar; frá helzi, Þistilfirzku mannleysunnar, og slektis hans, og mætti af hafa, hina mestu sæmd, þar með.

Síðan; þyrfti hún að kalla til sín, hið bezta fólk, sem á Íslandi má finnast, sér til fulltingis, og svo vel; komst Þórhallur Gunnarsson frá viðtalinu við hana, að vel mætti hún hafa hann hjá sér, til ýmissa viðvika.

Alþingi, sem stofnun, þurfum við að lóga, sem allra fyrst, Skagfirðingur góður.

Með; þeim sömu kveðjum, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 20:48

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Benedikt. Ég held að við megum ekki forðast að láta gott fólk njóta sannmælis af feimni við að það verði klisjukennt. Er það ekki bara sönnun þess að lofið sé verðskuldað ef það kemur úr þverpólitískum áttum og margraddað að auki?

Og sannarlega tek ég heils hugar undir þá ályktun þína að Lilja sé álitlegur leiðtogi og þá fyrir alla þá sem vilja sameinast um raunverulegar umbætur og fagleg vinnubrögð í anda lýðræðis.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 22:23

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Haraldur. Þú tekur saman flesta meginþættina í pólitísku umfjöllunarefni Lilju og auðvitað snýst nú málð um þá þegar upp er staðið.

Um það hvort endilega sé þörf á að vera henni sammála í hverju efni er það að segja að mér finnst betra að vita hvar ég hef stjórnmálamann en hitt hvort hann talar eins og ég vil en meinar lítið af því þegar á reynir.

Takk fyrir innlitið.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 22:34

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi. Ekki er ég nú hlynntur því að lóga Alþingi í beinum skilningi. En við þurfum auðvitað að endurreisa það upp úr þeirri skelfilegu niðurlægingu sem það hefur sokkið í undangengna áratugi. Ég hef lengi verið svolítið hallur undir þá skoðun að við eigum að taka upp fylkjaskipan og/ eða jafnvel skipta landinu upp í goðorð!

En ef einhvern tímann tekst að endurreisa Alþingi þá færi best að halda það á Þingvöllum þaðan í frá.

Og ekki efast ég um að margir yrðu til að sinna kalli frá Lilju Mósedóttur ef hún blési til einhverra funda.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 22:46

30 Smámynd: Elle_

Lilja Mósesdóttir hefur mikla yfirburði yfir stjórnmálamenn.  Stjórnmálamönnum hættir alltof oft við að ljúga og svíkja eftir valdatöku.  Steingrímur hvolfdist og stendur enn á haus, ´engill´ Jóhönnu hvarf, og nú hefur Ögmundur farið að afsaka ríkisstjórnina með AGS.  Ögmundur veit þó vel að AGS er EKKI ríkisstjóri landsins og að við erum með ríkisstjórn. 

Elle_, 29.9.2010 kl. 23:00

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þessi ríkisstjórn ekki orðin leppstjórn AGS Elle?

Mér finnst allt benda til þess og þegar ráðherrar koma í viðtöl og eru spurðir krefjandi spurninga um ástæður þessara og hinna kosningasvika þá snúast allar þeirra varnir upp í að bendla svikin við kröfur AGS. 

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 23:06

32 Smámynd: Elle_

AGS leppstjórn, jú örugglega, Árni.  Allavega NOTA þau það sem afsökun fyrir aulaskapnum og ósvífninni gegn landsmönnum.  Og ef það væri afsökun, hvað í veröldinni væru þau þá að gera þarna??

Elle_, 29.9.2010 kl. 23:19

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtileg skoðanaskipti hér, þó þau hnjóti öll í sömu átt. Ég er eiginlega bara sammála öllu góðu sem sagt er um Lilju hér.

Hún og Pétur H. Blöndal væru góð saman.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 23:35

34 identicon

Sæl öll hér á síðu Árna.

Það er gott að fólk er að átta sig á fjórflokknum og hverjir innan hans eru svika merðir við þjóð sína, og hverjir eru þar hjartahreinir og vinna af heilindum. ( svei mér þá, mér dettur enginn annar í hug en Lilja, og svo Hreyfingarþingmenn en þeir eru jú utan 4flokka samspillingarinnar)

Það sem sló mig var fullyrðing hennar að aðkoma Ríkisstjórnarinnar að samningi við AGS.  Bæri FULLVELDISAFSAL  í sér. Í þremur liðum.

Er ekki tími  kominn á að krefjast þess að Jóhanna og Steingrímur og Ríkisstjórn þeirra verði látin svara fyrir Landsdómi. Fyrir AGS og Icesafe?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 00:08

35 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle. Ég velti því stundum fyrir mér hvort við séum ekki komin í hlutskipti herleiddra þjóða. Ef marka má orð ráðherranna þá sýnist mér Ísland vera hersetin þjóð í nokkrum skilningi. Þar er ég að sjálfsögðu að vísa til AGS og ofbeldisfullra afskipta þeirra af endurreisn atvinnulífsins eða þó öllu fremur tortímingu þess.

Og þess vegna hugleiði ég mjög þau orð Lilju í umræddu viðtali að nú erum við búin að ná þeim árangri sem að var stefnt í samstarfinu! við þessa alþjóðlegu böðla og ættum að vera búin að reka þá af höndum okkar - vísa þeim úr landi.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 09:24

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Arnór. Sammála þér með þingmenn Hreyfingarinnar og hef oft lagt til að þau ásamt Lilju Mósesdóttur stofni til sameiginlegs framboðs í næstu kosningum til Alþingis. Samkvæmt því sem sögur herma þá er ágreiningur milli Hreyfingar og Borgarahreyfingar að mestu úr sögunni og það eru góðar fréttir. Síðan mætti vel hugsa sér að Frjálslyndi flokkurinn leitaði samstarfs við þetta stjórnmálaafl sem ég tel einboðið að látið verði reyna á við að mynda sem fyrst.

Það er sem betur fer margt óspillt ágætisfólk með heilbrigðar skoðanir í öllum stjórnmálaflokkum. Mesta slysið er fólgið í þeirri skelfilegu spillingu sem forystulið þessara gömlu flokka lifir og hrærist í.

Það er brýnt að það góða fólk sem nú er notað til að treysta völd pólitískrar spillingar eigi þess kost að vinna með heilbrigðum stjórnmálamönnum og efla þá til áhrifa.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 10:15

37 Smámynd: Benedikta E

Árni - Það er opinbert leyndarmál að Steingrímur er martröð Vg. En Lilja Mósesdóttir fær engan stuðning frá öðrum þingmönnum Vg. í sínum málflutningi á þinginu - þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem hafa tekið undir málflutning hennar og gert ítrekaðar tilraunir til að ná frumvörpum hennar undan nöglum Steingríms og Jóhönnu til umfjöllunar í þinginu  -  þar má nefna til dæmis lyklafrumvarp Lilju sem ekki hefur fengist afgreiðsla á í þinginu vegna þess að það er Steingrími og Jóhönnu ekki þóknanlegt - frekar en annað sem kemur frá Lilju Mósesdóttur - af því að Lilja talar máli þjóðarsinnar.

Benedikta E, 30.9.2010 kl. 12:00

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar Th. Hvað varðar ábendingu þína um líkur á árangusríku samstarfi þeirra Lilju Mósesdóttur mun ég verða fáorður.  En eiginlega er ég nú á annari skoðun.

Ég geri hinsvegar ráð fyrir því að fari svo að Lilja verði nýr stjórnmálaleiðtogi þá muni hún skoða það vandlega við hverja hún kýs að hafa nánasta samstarfið. Að Pétur Blöndal verði fyrsti kosturinn sem henni kemur þá í hug hef ég afasemdir.

Líklega mun hún ekki taka þá ákvörðun fyrr en aftir að hafa rætt vandlega við ýmsa og þá t.d. Vestur - Húnvetninga og fengið álit þeirra á fjárfestingum í "fé án hirðis!" og skoðað vandlega hverju sú áhugaverða ábataleið sem Pétur Blöndal stýrði inn í viðskiptasamfélag okkar skilaði þeim. 

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 12:37

39 Smámynd: Árni Gunnarsson

Benedikta. Þarna er ég þér svo hjartanlega sammála. Mín skoðun er að enginn íslenskur stjórnmálaforingi hafi náð völdum með jafn óþverralegum tilburðum og Steingrímur J. Sigfússon og er þó af mörgu slæmu að taka í þeirri viðmiðun.

Hann sópaði fylgi að flokknum frá fjölda kjósenda sem jafnvel voru flokksbundnir í öðrum flokkum. Og þegar á fyrstu dögum hans á ráðherrastóli hóf hann að svíkja og hefur ástundað þau vinnubrögð síðan jafnt og þau málefni bar að.

Og það sem svo kom í ljós var næstum hálfu verra. Það hefur sannast að flestir þeirra sem fylgdu honum inn á atkvæðum sem Vinstri grænir fengu hafa stutt hann í þessu athæfi. Eftir atvikum viljugir eða sárnauðugir sem svo sem engu máli skiptir þegar upp er staðið. 

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 12:53

40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að hugmyndin um lífeyrissjóðina, sem Lilju hugnast vel, sé frá Pétri komin, ef ég man rétt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 14:54

41 Smámynd: Benedikta E

Sæll Árni - Mér finnst við hæfi að það komi fram ótvírætt að Lilja Mósesdóttir nýtur virðingar og trausts - fólksins - vegna síns eigin verðugleika - þvert yfir  annars pólitískar skoðanir fólks.

Benedikta E, 30.9.2010 kl. 15:00

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar: Ég reikna með að þú eigir þarna við viðbótarsparnaðinn og tel líka að þú eigir að muna að tillagan um skattlagninguna sé frá Pétri Bl. komin. Og mér hefur aldrei dulist að Pétur Bl. er glöggur fjármálamaður. Hann kemur bara að öllum póliískum efnum frá einni hlið og við munum ekki verða sammála um algildi þeirrar hugljómunar sem stafar frá þeirri átt.

En um þessa tillögu þá er ég í því efni sem öðrum og ævinlega reiðubúinn til að taka afstöðu án flokkpólitískra viðhorfa.

Og hvenær- ef ekki nú - ætti öll þjóðin að fagna einum rómi hverri liðveislu og leiðsögn sem leitt getur til hagsældar hvaðan sem hún kemur.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 15:38

43 identicon

Eina ráðið sem ég sé í stöðunni er að þjóðin standi upp núna, og komi öllum út af Alþingi sem hafa verið þar síðan fyrir hrun.

Og eftir útkomu Skýrslu Rannsóknarnefndar og þeim staðreyndum og ávirðingum sem þar koma fram á stjórnsýsluna alla. Er ekki annað stætt.

Það skiftir ekki máli úr hvaða flokk spillingarliðið kom.   

Það SKAL burt af Alþingi ALT liðið sem sat að hruni.

Því það er gjörsamlega vanhæft til að stjórna landinu. Það eina sem það hugsar um eru einhver pólitísk plott til að redda hinu og þessu klúðri sjálf síns og flokksfélaganna frá hruni og hrunaransókn. Og við borgum þeim formúgu í kaup fyrir.

Og stóru málin, t.d. að bjarga heimilunum í landinu og að koma frá AGS og að klófesta útrásarfélaga þessa fólks, er ekkert verið að vinna í.

Svei þessu pakki öllu.
Burt með 4flokka samspillinguna alla.

Sýnum þeim öllum álit okkar á morgun við setningu nýs þings.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:50

44 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Akkúrat Árni, skattlagning viðbótarlífeyrissparnaðarins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 15:50

45 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hagkvæmasta lán sem ríkið getur fengið. Hagkvæmt fyrir alla aðila.

En, neeeei, það má ekki skoða þetta, því það er ekki sama hvaðan gott kemur. Svei og skömm

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 15:53

46 Smámynd: Árni Gunnarsson

Benedikta E. Ég er sömu skoðunar og vona bara að við höfum þar rétt fyrir okkur. Og í framhaldi vísa ég til síðustu málsgrinar í svari mínu til Gunnars Th. hér næst að ofan.

Svona í framhjáhlaupi má geta þess að við Gunnar höfum verið bloggvinir nokkurn veginn jafn lengi og ég hef vafrað um á þessum vettvangi og eigum þó líklega færra sameiginlegt en algengt er. Báðir unnum við þó góðum söng og auk þess held ég að báðir viljum við landi okkar og þjóð bestu framtíðar á forsendum sjálfstæðrar búsetu í eigin landi án erlendra afskipta.

Venjulega greinir okkur á um leiðir.

Þetta er reyndar allnokkuð fyrir utan að báðir eigum við það til að vera hvatvísir í tali og líklega hef ég oftar en hann látið reyna á bloggvináttuna.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 16:01

47 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú komst þú Arnór á meðan ég var að svara henni Benediktu með athugasemd sem er eins og skrifuð af mér sjálfum.

Gunnar. 44 og 45 lesið yfir og samþykkt án málalenginga.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 16:06

48 Smámynd: Elle_

Arnór Valdimarsson skrifar 30.9.2010 kl. 00:08: Er ekki tími  kominn á að krefjast þess að Jóhanna og Steingrímur og Ríkisstjórn þeirra verði látin svara fyrir Landsdómi. Fyrir AGS og Icesafe?

Arnór, jú eða bara lögsótt fyrir venjulegum dómstóli eins og hver lögbrjótur.   Stjórn sem brýtur lög í Icesave og brýtur stjórnarskrána í Evrópu-umsókninni.  

Árni skrifar 30.9.2010 kl. 15:38: Og mér hefur aldrei dulist að Pétur Bl. er glöggur fjármálamaður. Hann kemur bara að öllum póliískum efnum frá einni hlið - - -

Árni, hvaða hlið meinarðu?  Einu sinni hafði ég mikið traust til Péturs Blöndal og hef þó efast bæði vegna stuðnings hans við banka-hrottana og vegna sparisjóðanna.  

Elle_, 30.9.2010 kl. 23:31

49 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle. Það sem ég meinti einfaldlega er það að Pétur Blöndal er ófær um að hugsa um annað en að öll verðmæti skuli vera föl fyrir peninga og skjótur gróði sé eina takmarkið í lífi fólks.

Svona í stuttu máli og hráu þá er þetta mín sýn á pólitík Péturs Blöndal. Og jú- vel að merkja þá komum við bæði að honum á sama stað þ.e. þeim stað sem þú lýkur þinni athugasemd.

Þetta finnst mér mikil fötlun á vel greindum og afar glöggum manni sem starfar á löggjafarþinginu. 

Árni Gunnarsson, 1.10.2010 kl. 00:15

50 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Árni, finnst verkalýðnum það "fötlun" hjá verkalýðsforystunni, ef hún reynir að ná betri kjörum fyrir umbjóðendur sína?

Þið "afturhaldskommatittirnir" verðið að skilja það, að peningar eru afl. Yfirleitt er það afl til góðra verka, öllum til hagsbóta. E.t.v. mismunandi mikið til hagsbóta, en til hagsbóta samt.

Þegar þið skiljið kapitalismann, þá vitið þið hvað "fé án hirðis" þýðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2010 kl. 00:34

51 Smámynd: Elle_

Peningar eru afl, já, við viljum samt ekki misnotkun á börnum og mönnum fyrir peninga.  Hvað með allar fjölskyldurnar sem núna er kastað út á köld torg og fær að sofa þar??

Elle_, 1.10.2010 kl. 01:10

52 identicon

Gunnar ég sá bara "Fífl án hirðis "um daginn sem andmælti Þór Saari á Alþingi.

Þar viðurkenndi hann að vera fluttningsmaður þeirra stórhættulegu lagabreitinga að bankastarfsmenn gætu tekið kúlulán til hlutabréfakaupa. En þar sem hann hafði beðist afsökunnar á Alþingi fyrir verknaðinn hefði hann tekið út refsingu sína, sem og hann vildi meina að 4menningarnir hefðu einnig gert með að draga sig úr stjórnmálum.

Þór var fljótur til svara og benti Alþingi á að Björgvin einn hefði á síðasta degi yfirgefið hið sökkvandi skip. Hinum hefði réttilega verið komið frá af Þjóðinni.

Þurfum við "fífl án hirða"  eins og Pétur á alþingi. Mitt svar er nei.

Við þurfum fólk þar sem vinnur fyrir þjóð sína, ekki sjálft sig og Flokkana.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 01:45

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar: Ég er sannfærður um að við "afturhaldskommatittirnir" skiljum fullkomlega til hvers peningar eru notaðir.

Við höfum líka séð hvernig hömlulaus græðgi og ásókn í fyrirhyggjulausan stundargróða setur vel stadda þjóð rakleitt á hausinn á mettíma.

Pólitísk fjármálapólitik snýst ekki einvörðungu um hagfræðilega útreikninga unna með margsönnuðum formúlum. Hún snýst að jafn miklu leyti um hugarfar eða sálfræði. Græðgi er kappsemi sem farin er úr böndum. Þess vegna þarf kappsemi til ábata ævinlega að búa við einhverjar skynsamlegar vinnu- og siðfræðireglur; nokkurs konar girðingar.

Þessu hafnar- eða hafnaði útrásarliðið og meira að segja Pétur Blöndal.

Árni Gunnarsson, 1.10.2010 kl. 08:20

54 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Í beinu framhaldi af lokaorðum í færslu 53, þá var því trúað að markaðurinn mundi hafa eftirlit með sjálfum sér. Meira að segja Alan Greenspan áttaði sig um síðir (þegar allt var farið til helvítis) á að þessi meginforsenda fyrir hinu mikla frelsi stóðst ekki.

En aftur að efni færslunnar, þá vinnur Lilja eins og fagmaður að ákveðnu verkefni - og er ein um það í þessu vanhæfa hringleikahúsi við Austurvöll.

Hér að ofan er kominn fram tengill á viðtalið á ruv, en einnig er hægt að sjá það á hér á youtube.com

Þetta er skilduáhorf!

Haraldur Rafn Ingvason, 2.10.2010 kl. 15:07

55 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kærar þakkir Haraldur Rafn. Þarna komstu að kjarna málsins, nefnilega þeim að Lilja vinnur "eins og fagmaður að ákveðnu verkefni." Og hún "er" fagmaður sem ekki fær að njóta þekkingar sinnar í þessu Klani sem hefur hneppt íslenska þjóð í spennitreyju erlends fjármálaveldis.

En núna rétt í þessu var ég að frétta það að búið væri aðmynda þrýstihóp fólks á Facebook þar sem Lilja er kölluð til forystu fyrir nýtt stjórnmálaafl.

Sannarlega mun ég kynna mér það mál vandlega. Sjálfur hef ég sent henni tölvupóst þar sem ég kom vel inn á þetta efni.

Árni Gunnarsson, 2.10.2010 kl. 18:06

56 Smámynd: Árni Gunnarsson

Arnór: Pétur Blöndal er því miður fífl án hirðis. Nú vil ég benda þér sem og öðrum þeim sem hér  líta inn - á að heimsækja bloggsíðuna hans Níelsar Ársælssonar bloggvinar míns -nilli - og hlýða á fréttina um kvótagreifana á Hornafirði og innskotið frá hinum bráðskemmtilega hirði allra hirða þeirra sjálfstæðismanna og yfirgúrú í hugmyndafræði þeirra sem kostar líklega að lokum sjálfstæði þessarar þjóðar.. Skammst. H.H.G.

Árni Gunnarsson, 2.10.2010 kl. 18:23

57 identicon

Sæll Árni. Búinn að skoða fréttina. Með stimpli Láru Hönnu, var þetta stórvel unnið. Einn af þeim dýrgripum um Hrunið og þjófnaðinn, sem þurfa að geymast en ekki gleymast.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband