3 milljónir á mánuði og á lúxusjeppum

Þetta er yfiskrift greinar sem Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri í Góu ritar í dag í Fréttablaðið.

Upphaf greinarinnar:

"Vorið 2009 afhenti ég forsætisráðherra undirskriftir 21 þúsund Íslendinga sem vildu taka til í lífeyrissjóðunum. Forsætisráðherra lofaði fundi en aldrei heyrðist í henni og ekkert gerðist. Alþingi hefur ekki hafið rannsókn á lífeyrissjóðunum, þó svo að það hafi verið samþykkt 63 gegn 0 að gera það. Ég hef birt auglýsingu í blöðum til að vekja athygli á aðbúnaði aldraðra en mér finnst það réttlátt að lífeyrissjóðirnir láti fé okkar renna í þá í ný og betri hjúkrunarheimili. Ég hef gagnrýnt stjórnendur sjóðanna um margra ára skeið, en sjálfur gekk ég í lífeyrissjóð árið 1964. Það er m.a. ótrúlegt að stjórnendur hafi sumir hverjir þrjár milljónir í laun á mánuði og aki um á lúxusjeppum."

 Greinin er miklu lengri og ég hvet alla til að lesa.

Helgi Vilhjálmsson hefur gengið til liðs við stjórnmálasamtökin Hægri grænir og verður þar væntanlega í framboði til Alþingis.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað ég eigi að kjósa og nú er ég að hugleiða hvort ég hafi efni á að kjósa ekki Hægri græna?

Allar leturbreytingar í þessu greinarbroti eru frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Á að kjósa þurrabúðar og tómthúsmenn Valhallar Árni ?............

Níels A. Ársælsson., 13.2.2013 kl. 09:58

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Árni Gunnarsson.

Mér er spurn hvaða lífeyrissjóður borgar svona laun.? Er hægt að setja svona tölur fram án þess að þess sé getið hvaða lífeyrissjóði sé um að ræða? Það er skoðun mín að Helgi í Góu hendir svona fram án þess að taka á vanda sjóðsfélaga sem borga í lífeyrissjóði, þar sem regluverkið sem er vandamálið. Helgi minnist ekki einu orði á að atvinnurekendur séu í stjórnum lífeyrissjóða, sjálfur er hann atvinnurekandi. Voru það ekki atvinnurekendur og meðbræður þeirra sem lánuðu fé úr lífeyrissjóðum án veða? Læt þetta nægja í bili.

Jóhann Páll Símonarson, 13.2.2013 kl. 13:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhann. Helgi í Góu er búinn að berjast lengi við að fá lífeyrissjóði til að koma að því verkefni að leysa húsnæðisþörf aldraðra og oft verið hvassyrtur. Hvergi hef ég séð eða heyrt viðbrögð þeirra sem hann hefur beint til orðum sínum, þar sem hann hefur verið ávíttur fyrir óvandaðan málflutning. Hann nefnir í umræddri grein loforð forsætisráðherra um fund til að ræða mál þessara sjóða sem eftir 4 ár hefur aldrei verið minnst á.

Það er ekki mitt að svara fyrir málflutning Helga en ég bíð eftir því að þeir sem hann beinir til orðum sínum svari fyrir sig.

Ég veit ekki til að Helgi í Góu sé í stjórnum lífeyrissjóða og hafi lánað þaðan fjármuni án veða. En ég veit að starfsemi lífeyrissjóða og stjórnunarhættir þar hafa vakið mörgum sjóðsfélögum óróa og fáum dylst hvílík tortryggni ríkir í samfélaginu varðandi öll þeirra umsvif. Það er áreiðanlega full ástæða til að eigendur þessara fjármuna, lífeyrisgreiðendur hafi meira um þessi mál að segja en nú.  

Árni Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 15:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helgi hefur oft komið með góða punkta, en heilagur er hann ekki í mínum augum og síður ætli gangi hann til liðs við Hægri græna.  Þjóðernisjafnaðarstefna hugnast mér ekki, gildir einu hvað hún er kölluð og hvaða litum hún er máluð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2013 kl. 16:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"..og enn síður gangi hann til ...."   átti þetta að vera

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2013 kl. 16:18

6 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sæll Árni, kæri vinur

Gott mál. Taktu einnig eftir því að þetta er eina framboðið sem hefur ákveðna stefnu í fiskveiðimálum:

Þeir ætla að leggja niður kvótakerfið í veiðum á botnfiski. Lítið er talað um það í fréttum, enda þöggunin í algleymingi. Verðum við ekki að leggjast á árarnar?

Jón Kristjánsson, 13.2.2013 kl. 18:45

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Árni Gunnarsson

Jóhann Páll hefur lengi skrifað greinar um lífeyrissjóði og gert athugasemdir. Ég hef ekki geta séð Helga fjalla ýtarlega um lífeyrisskerfið. Ég talaði ekki um að hann sé í stjórnum lífeyrissjóða. Hinsvegar vekur það athygli mína að hann sjálfur skuli verja atvinnurekendur í stjórn lífeyrissjóða. þú segir að það sé ekki mitt að svara málflutningi Helga í Góu, enn samt ert þú sjálfur að deila hann málflutningi. Ég vil benda þér á nokkra punkta sem eru staðreyndir, hvernig regluverkið virkar og Helgi hefur ekki minnst á.

Af hálfu Fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að meðal raunávöxtun Gildis, lífeyrissjóðs, var fyrir skemmstu mínus 5,1% síðustu fimm árin. Þetta kann í framhaldi að hafa þau áhrif á lífeyrissjóðinn  Gildi þurfi enn á ný að skerða réttindi sjóðsfélaga því enn er ekki allt komið fram í tapi sjóðsins sl 4 ár . Rekstrarkostnaðurinn hækkar stöðugt hjá Gildi er um það bil 520 milljónir á árinu 2011 og nemur á því ári 4,05% af iðgjöldum sjóðsfélaga það er meira en kostar að reka sambærilega sjóði. Af þessum rekstrarkostnaði renna (17 milljónir til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitstörf!). Það er svo einkar athyglisvert að svo skuli búið um hnútana að hjá lífeyrissjóðunum að það þurfi ekki endilega að afhenda sjóðsfélögum fundargerð síðasta ársfundar, eða að bjóða sjóðsfélögum að hlíða á fundargerðir, eða láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar. Okkur kemur þetta ekki við. Það er málið.

Jóhann Páll Símonarson, 13.2.2013 kl. 19:32

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða vitleysa er þetta Jóhann Páll? Misskilningur þinn á orðum mínum gerir mér erfitt að svara. Ég segi hvergi að það sé ekki þitt að svara málflutningi Helga en segist ekki sjálfur ætla að svara fyrir hann. Og hvar í umræddri grein er Helgi að verja atvinnurekendur í stjórnum lífeyrissjóða? Ég kem ekki auga á það enda sé ég ekki af hverju hann ætti að verja atvinnurekendur að óþörfu, hver er að ráðast á þá? Mér er óskiljanlegt af hverju þér er svona mikið niðri fyrir vegna þessarar greinar sem mér sýnist helst ganga út á það að fá rekstur lífeyrissjóða opnaðan með rannsókn sem búið var að lofa en engar efndir orðið. Lífeyrissjóðir eru eign sjóðsfélaga og óvíðunandi að fá þá einhverjum lukkulákum til varðveislu með furðulegum bankaleyndartilburðum.

Árni Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 20:26

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel. Hvergi hef ég látið orð liggja til þess að Helgi í Góu sé heilagur. Ég hef ekki fram að þessu átt þess kost að velja mér heilaga menn til að fara með umboð mitt inni á Alþingi.

Þjóðernisjafnaðarstefna Hægri grænna er mér framandi en ég minnist þess að hafa heyrt og séð minnst á rasisma tilgreindra framboða áður í aðdraganda alþingiskosninga.

En sannarlega væri gott ef eintthvert framboð hefði kjark til að krefjast þess að íslensk stjórnvöld gættu þess umfram annað að hindra til landsins flæði fólks af ólíkum menningasvæðum umfram getu okkar til að sjá því fyrir mannsæmandi viðurværi og aðstoð til aðlögunar að okkar menningu. Því miður virðast of margir fella það undir heilaga skyldu okkar að efna til innflytjendavandamáls. Og óþarflega margir leyfa sér bara að afneita því hugtaki þótt daglega berist fréttir af því - og sumar ljótar - frá grannþjóðum okkar. Og nú bíð ég þess að orð mín verði tekin til heilagrar útleggingar með tilhlýðilegri vandlætingu og umvöndunarorðum.  

Árni Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 20:41

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og minn ágæti sálufélagi Jón Kristjánsson. Svo sannarlega hef ég tekið eftir því sem þú minnist á í tengslum við umrædd stjórnmálasamtök og stjórnun fiskveiða.

Nýting fiskistofna okkar á sjálfbæran hátt án taugaveiklunar og ofverndargeðveiki er svo sannarlega eitthvað sem hagkerfi okkar þarf á að halda þessi misserin og að líkindum um einhverja ókomna tíð.

Og eitthvað verða þær að éta þessar 3 milljónir sem Ágúst, fyrrum Bifrastarrektor dreymdi um að flytja inn til að efla hagkerfið með hraði. Enginn þarf að efast um að þeim krötum verður að ósk sinni í þessum efnum haldi fram sem horfir um efnahagsástand niðri í Evrópu. 

Árni Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 20:51

11 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Árni Gunnarsson.

Varðandi Helga í Góu hef ég meira sagt hringt í hann út af málefnum lífeyrissjóða, þar kom fram hjá honum að hann sjálfur væri meðmæltur að hafa atvinnurekendur í stjórn lífeyrissjóða. Hvort sem þér finnst það skrítið eða ekki. Mér er ekki niður fyrir hvorki fyrir þér né Helga, enn menn verða að fara rétt með, það eitt er krafa sem ég geri til manna sem vilja taka sig alvarlega. Hins vegar er það rétt hjá þér Árni lífeyrissjóðir eru eign sjóðsfélaga, enn regluverkið kemur í veg fyrir það. Þá mátt mæta og taka til máls, enn þegar kemur að ákvörðunartöku sem skiptir máli þá hefur þú ekki rétt, nema að þú sér í stjórn stéttafélags. Í lögum er kveðið á um að upplýsingaskylda við sjóðsfélaga sé háð samþykktum lífeyrissjóðanna. Sem sagt fjármálaráðherra veitir til dæmis Gildi starfsleyfi og leggur skyldur á sjóðsfélaga en sjóðurinn getur sjálfur ákveðið hvernig hann kýs að tryggja þennan upplýsingarétt gagnvart sjóðsfélaganum. Fjármálaeftirlitið fylgist svo með að stjórnirnar fari að lögum og leggur þannig blessun sína yfir pukur og ógegnsæið gagnvart sjóðafélögum. Í þessu sambandi það skal tekið fram að í ágreiningsmálum milli lífeyrissjóðs og sjóðsfélaga eru sérstök ákvæði um gerðardóm. Hann hefur ekki verið skipaður frá því lögin voru sett og aldrei í fjölmörgum bréfum til fjármálaráðuneytis hefur leiðbeiningaskyldu stjórnvaldsins gangvart mér verið sinnt. Umboðsmaður Alþingis þyrfti að eigin frumkvæði að skoða framkvæmd laganna nr.129/1997. Lögin girða sem sé fyrir að sjóðsfélaginn geti sinnt eftirlit sínu og það er alfarið háð samþykktum sjóðanna hvernig upplýsingar eru veittar. Framkvæmdastjóri og stjórn, t.d. Gildis eru bundnir þagnarskyldu um allt sem viðkemur rekstri og innra eftirliti sjóðsins. Stjórn lífeyrissjóðanna er heimilt að gera breytingar á samþykktu sjóðanna án þess að bera slíkt undir ársfundi þeirra. Stjórn lífeyrissjóðanna hefur sem sé öll völd um það hvernig rekstri og innra eftirliti lífeyrissjóðanna er háttað. Hér bítur vitleysan í skottið á sér, og hinn almenni sjóðsfélagi fær aldrei og mun aldrei að vita um stöðu mála meðan lög og reglur eru með þeim hætti eins og þau eru í dag. Árni ég er að benda fólki á hvernig þetta kerfi virkar án þess að vera með upphrópanir.

 

 

 

Jóhann Páll Símonarson, 13.2.2013 kl. 20:59

12 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni, ég hef fylgst með skrifum Helga í Góu og jú það er sumt athyglivert sem hann er að skrifa og gagnrýna, en ekki vildi ég að hann stjórnaði mínum lífeyrissjóð svo mikið er vist.

Ég vil aftur á móti taka undir allt það sem Jóhann Páll Símonarson segir, hann hefur verið duglegur að berjast fyrir rétti hins almenna sjóðsfélaga lífeyrissjóðana og á hann miklar þakkir fyrir þá baráttu. Það er í raun merkilegt hvað fáir kunna að meta hans barátti við þessa menn sem sita í stjórnum og ráðum lífeyrissjóða og vilja halda öllu því leyndu sem þar fer fram.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.2.2013 kl. 22:01

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Jóhann Páll og Sigmar. Þú, Sigmar ert ósáttur við Helga í Góu og lætur skilja á þér að rekstur hans á því fyrirtæki þoli ekki samanburð við rekstur lífeyrissjóða. Mikill er auður Helga ef hann getur tapað jafn miklu og lífeyrissjóðir án þess að láta sér bregða.

Það skal tekið fram að þessi færsla mín var ekki innlegg í kosningabaráttu Hægri grænna eða þess ágæta manns Helga í Góu né sett fram til einhvers samanburðar á viðhirfum hans og Jóhanns Páls Símonarsonar til reksturs lífeyrissjóða. Í fljótu bragði sýnist mér að báðir hafi þeir ýmislegt við þá starfsemi að athuga svo ég skil ekki hvaða tilgangi fjaðrafokið þjónar. Þar að auki ber ég góðan hug til Jóhanns Páls og hef lengi fylgst með einurð hans og baráttu í málum sem honum er hugleikið að færa til betra horfs. Og greinilegt er af lestri síðustu athugasemdar hans að sannarlega er full ástæða til að taka rekstur og rekstrarumhverfi lífeyrissjóða okkar til rækilegrar athugunar og líklega uppstokkunar einnig. 

Árni Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 07:23

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tekjur Íslenskar lífeyrissjóða vera aldrei meir en heildar rauntekjur Íslands. Þökk öðrum ríkjum.  Gallin við verðbætur framtíðar er þær eru eins og regnboginn.

Júlíus Björnsson, 18.2.2013 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband