Frétt sem lætur ekki mikið yfir sér en vert er þó að gaumgæfa

Fátt sýnist eðlilegra hjá þjóð sem byggt hefur tekjuöflun um langan aldur á fiskveiðum en kynning á atvinnuveginum í grunnskólum. Hinu er þó ekki að leyna að um þennan atvinnuveg og þá auðlind sem hann byggir á er ekki einhugur auk þess sem með nokkrum rökum má halda því fram að af hálfu stjórnvalda sé - og hafi lengi verið - beitt blekkingum af pólitískum toga.

Fulltrúar hagsmunasamtakanna LÍÚ hafa lengi haft sterk ítök í stjórn Hafrannsóknarstofnunar og hér er því haldið fram af fullum þunga að mat á árangri þessarar stofnunar sé beinlínis rangt og meira í anda blekkinga en raunveruleika.

Því er stöðugt haldið fram að það kerfi sem stýrir sókn í fiskistofna okkar með það að markmiði að styrkja þá, skili árangri; hafi gert það lengi og flestar fiskveiðþjóðir heims öfundi okkur af því!

Þetta er hin mesta firra. Fiskistofnar okkar hafa verið vannýttir svo að stór skaði hefur hlotist af. 

Öllum ætti að vera í ferku minni afdrif síldarinnar í Kolgrafarfirði.

Það er alvarlegt mál ef fólk frá þessari stofnun er sent inn í grunnskóla landsins og dreifir röngum upplýsingum um stöðu og þróun fiskistofna okkar og árangur af stjórnun fiskveiða.

Þetta er ritað með þeim fyrirvara að skrifarinn hefur ekki verið á staðnum en byggir aðeins!! á reynslu sem hann telur sig hafa af boðskap þeirra vísindamanna sem hafa haft orð fyrir umræddri ríkisstofnun.  


mbl.is Kynningar á sjávarútveginum í grunnskólum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

eSæll Árni

Þeir sem eru eldri en tvævetur skilja hvers vegna þarf að "fræða" íslensk ungmenni um sjávarútveg. Það er svo önnur Ella hvað þessu unga fólki er sagt.

Þegar ég var 8 ára pillaði ég rækju með ömmu vestur á Patreksfirði. Allir voru í tengslum við útvaginn og oft dröslaði ég fiski heim til ömmu, hann var í vír og um að gera að láta ekki sporðinn dragast í mölinni. Oftast var sporðurinn skorinn af, en enginn skammaði mig.

Þegar við vorum unglingar þótti gott að vinna í fiski, skemmtileg vinna og gott kaup. Núna er enga vinnu að fá í fiski og alls ekki fyrir unglinga almennt.

Búið er að leggja fiskiþorpin í eyði og vinnukrafturinn í einokunarfyrirtækjunum er ódýr vinnukraftur oftast erlendar konur, sem hafa ekki um annað að velja, - undirborgaðar.

Þess vegna er skiljanlegt að íslenskir unglingar viti lítið um undirstöðuatvinnuveginn, sem er það ekki lengur, heldur þrælavinna í boði kvótahafa. Sjómenn eru einnig í handjárnum, ekki geta þeir samið um kjör, þá er þeim hótaqð með pokamissi.

Síðasta trikkið hjá sægreifunum er að henda mönnum í land fyrir að eftirstöðvar fíkniefna hafi mælst í blóði þeirra. Allt án dóms og laga, ekki einu sinni viðvörun, - öðrum til viðvörunar.

Skyldu blessuð börnin fá að heyra um þetta? 

Jón Kristjánsson, 21.2.2013 kl. 18:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlitið Jón. Ég tel mig hafa fylgst vel með áróðursbulli þessara hagsmunasamtaka um langt árabil og þeim blekkingum sem þar hefur verið beitt til að fegra vondan málstað.

Þegar það rifjast upp setur að mér illan grun um að ekki komi öll kurl til grafar við þessa miðlun á upplýsingum til ungmenna sem innan fárra ára verða komnir á kosningaaldur.

Árni Gunnarsson, 21.2.2013 kl. 20:25

3 identicon

Heill og sæll Árni æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Því miður; væri þetta tilgangslaust, þar sem Grunnskólakennarar skila ekki, nema liðlega fjórðungs afköstum, sé einnig mið teklið af, hversu Framhaldsskólakennarar þurfa að vinna upp handarbaka vinnubrögð hinna fyrrnefndu, í málfræði - landafræði og sögu til dæmis, eftir hin flónin, venjulegast, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 21:47

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef illar bifur á allri innrætingu í grunnskólum af hálfu pólitískra hagsmunaafla Óskar minn góður.

Árni Gunnarsson, 22.2.2013 kl. 15:58

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni :Hjartanlega sammála um að hið opinbera á ekki að beita sér fyrir innrætingu í skólum, og þarna þarf svo sannarlega að skerpa á mörkum fræðslu og áróðurs.

Óskar Helgi : Hefur eins og venjulega nákvæmlega ekkert til málana að leggja, og hefur hátt um það eins og sá níðingur sem hann er búinn að auglýsa sig sem árum samman, undarleg áráta sem þessi maður er haldinn.

Magnús Jónsson, 23.2.2013 kl. 22:58

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég leyfi mér nú að vona að hann Óskar Helgi geri vart við sig á þessari síðu þá sjaldan sem ég gef honum færi á því.

Árni Gunnarsson, 25.2.2013 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband