Hvað skyldi það eiga eftir að draga mikil útgjöld úr ríkissjóði að veiða ekki þessa síld?

Sú var tíð að íslenska þjóðin fagnaði þegar fiskur gekk á miðin og best þótti ef lífsbjörgin fannst sem næst landi. Þá brugðu við allir sem vettlingi gátu valdið og kepptust við að bjarga sem mestum verðmætum í land.

Nú er öldin önnur því nú eigum við vísindastofnun sem í er dælt milljörðum af almannafé svo hún geti hindrað dugandi menn í að sækja lífsbjörgina, draga hana á land og koma henni í verð.

Þessi vísindastofnun lítur svo á að hennar hlutverk sé að finna fiskinn og sjá um að hann verði sóttur´undir ströngu eftirliti svona ámóta og kassar á brettum inn í vörugeymslu.

Hlýði menn þessu ekki möglunarlaust eru þeir látnir fá til tevatnsins.

Hér gilda sko lög hvað sem réttlætinu kannski líður.

Þessir menn - og mikill hluti þjóðinnar - trúir því að þetta séu vísndi byggð á sjávarlíffræði. 

Verst er þegar vísindamennirni skilja ekki að fiskur þarf súrefni og valda því að hann drepst með tilheyrandi útfararkostnaði.

Svo nú er þessi gjaldeyrisskapandi forði orðinn að grútardammi inni í grunnum firði og kallar á útgjöld frá ríkinu í stað þess að standa undir hluta af rekstri heilbrigðiskerfisins til dæmis.

Það verður víst ekki kosið um dómgreind eða bara þokkalega skynsemi núna í lok mánaðirins. Málið er bara þannig vaxið.


mbl.is Botndýr rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einmitt, Árni minn. Íslensku krónurnar eru settar í margfaldan mínus, af sjávarútvegs-brenglunarstefnu EES-stýrða Íslands.

Þeir segja í ESB, að þetta sé besta sjávarútvegs-verndarstefna fiskanna, í öllum heiminum!

Þeir vita kannski ekki um grútinn í fisveiði-stjórnuninni á Íslandi, gáfnaljósin grútarstýrðu þarna í Brussel?

Ég man ekki hvað "lífsreynda" fiski-stjórnunarfrúin í Brussel heitir, sem fullyrðir það, án þess að hika, að íslenska fiskveiðistefnan sé sú besta í heimi. Og með ESB-lífrænt-viðurkennda, sjálfbærni-stjórnunina ESB-viðurkenndu og umhverfisvænu!!!

Væri ekki rétt að bjóða ESB-fiskifrúnni til Kolgrafar-fjarðar, svo hún geti séð með eigin augum hversu sjálfbærar og umhverfisvænar veiðar eru stundaðar á Íslandi?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2013 kl. 19:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli þetta konugrey hafi nokkurn minnsta áhuga á að kynna sér þau mál sem hún er fengin til að bera ábyrgð á?

Fiskveiðar og allt sem þeim við kemur er undir pólitískri yfirstjórn sem lýtur lögmálum pólitískrar spillingar sem stýrt er af markaðsöflum.

ESB er engin félagsmálastofnun né umhverfisverndarkontór. Þetta er viðskiptabandalag með afar klókindalega uppsettu yfirbragði.

Lýðræðislegar vinnureglur! Reynslan sýnir að fulltrúar á lýðræðisþingum verða ótrúlega skjótt samdauna þeirri spillingu sem þar þarf að þrífast og spakmælið um gullkyfjaða asnann sannast þar sem annars staðar. 

Árni Gunnarsson, 10.4.2013 kl. 11:07

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Markmið hæfs meirihluta Meðlima Ríkja EU, er þau sömu frá stofnum Evrópsku grunn Sameingunar um sjálbærni í  árs uppskeru hráefna og orku. Með aðal áherslu á frumefnsambönd.  Spara eigin námur  [t.d. kol í UK] og hamstra endurvinnanlegt frá nýríkum gráðugum neytendmörkuðum sem eiga einhver hráefni umfram.

Meðalið [heila áróðurinn] helgar tilganginn. Ekki er betri músin sem læðist. Fórna til að uppskera. Lissbonn  segir útvíkun lokið. Ísland er á lögsvæði II, Grænland , Noregur, Falklandseyjar , Sýrland, Tyrkland er þar líka og mörg önnur ríki sem hafa ekki réttu greindina til tryggja sína eigin sjálfbærni.

Vesturlönd er í stöðugu varnarstríði og þá skiptir yfirgreind og þjálfun hennar úrslitum.  Hverjum finnst sinn fugl fagur.  Hver er eignandi? Sá sem getur varið eignarhald sitt.  Spurt er að leikslokum. Hver vann langtíma arðin af Íslensku þorskamiðum.  Hver stýrir grunnverðum í EU? Tilhvers þarf að tryggja lá grunnverð?   Ísland er með fræði sem gilda ekki í Alþjóðasamengi. Alli í lagi ef við flyttum ekki 80% inn af öllu nausynlegu á fullunnu formi.  Íslendingar flytja líka inn vinnuafl í grunni.  Sviss er til fyrirmyndar og þýskland og Svíþjóð og Noregur og Austurríki, USA Kanada og Ástralía.   

EU hampar fiskveiðifræðum sem uppfylla hennar heildarmarkmið í heildar samengi. Hver veiðir og þrælar er ekki aðalatriði.  Almennir neytendur í EU geta lifað án fisks. Prótín er á mörgu formi.  Manneldisjónarmið er ákveðin upp í stjórnsýslunni og svo marksett niður í fræðinum.    þannig hefur þetta alltaf verið og mun alltaf verða.

Júlíus Björnsson, 18.4.2013 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband