Er Framsóknarflokkurinn búinn að setja fram stefnu í nýtingu auðlinda?

Stóriðja þar sem umhverfismat hefur litlu skipt og stórfelld hryðjuverk á íslenskri náttúru eru barmmerki þessa stjórnmálaafls frá fyrri tíð.

Samþjöppun aflaheimilda og varðstaða um skorttöku til hagsbóta fyrir einkavinaútgerðir.

Saga trilluútgerðarinnar Nónu á Hornafirði með tilheyrandi arðgreiðslur taldar í milljörðum og síðan afskriftir að vörmu spori.

Ætlar Framsóknarflokkurinn að opna fyrir frjálsar handfæraveiðar?

Á að gera þessa sögu upp og á að gera upp söguna sem geymd er á bak við nafnið: "Gift" og gera hana upp?

Ætlar Framsóknarflokkurinn að halda áfram við stóriðjuframkvæmdir án fullnaðarmats á umhverfisáhrifum?

Ætlar Framsóknarflokkurinn að breyta lögum um raforku - og jarðhitasölu svo ylræktarstöðvar með blóm og grænmeti verði stóriðja grænnar þjóðar í heimi þar sem spurn eftir matvælum vex gífurlega frá ári til árs ?

Framsóknarflokkurinn er pólitísk alvara til margra ára litið og full þörf á að horfa jafnt aftur sem fram.

Vegna þess að það er alkunna að sporin hræða og það er áreiðanlega alltaf til vandræða að ferðast með lík í skottinu.

Framsóknarflokkurinn er búinn að gera að nokkru upp við fortíðina með því að skipta um yfirmenn í brúnni.

En hann á heilmikið eftir óuppgert við fortíðina.

Og hann á eftir að segja okkur margt um það hver sýn hans til framtíðar er í fjölmörgum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni æfinlega; og þakka þér fyrir, þarfa ádrepuna !

Þetta pack; sem kennir sig við flokk Jónasar heitins frá Hriflu, skyldi hver óbjagaður maður, gjalda hinum mesta varhug við.

Þau er skammt innan við baksviðs tjöldin; Halldórs klíkan - og þeirra Valgerðar aukinheldur, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum, sem endranær, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 17:33

2 identicon

Sama skip, sami kúrs, skipt um karl í brúnni? t.d. hvernig á að greiða fyrir öll kostningaloforðin, og ekki síður, hver á að greiða fyrir þau. Segja okkur hver framtíðarsýn hans eru ? þegar þessi flokkur veit ekki einu sinni hvern fót hann setur fram næst! og það má fastlega gera ráð fyrir því að þegar hann misstígur sig er það einhverjum öðrum að kenna. Argasta lýðskrum, og ekkert annað. Amen.

Fjallræða Stefáns K (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 17:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlitin!

Mér finnst afar brýnt að flokkur sem bankar í hreinan meirihluta á Alþingi skýri af einurð frá fyrirætlunum sínum í stærstu pólitísku málum þjóðarinnar og þeim sem mestum átökum hafa valdið.

Við þekkjum sögu síðustu fjögurra ára á Alþingi þar sem ríkissstjórnarflokkunum tókst á fyrstu dögum þingsins að kveikja ófriðarbálið sem logaði glatt út kjörtímabilið.

Og eins og ég minntist á þá hræða spor þessa flokks vissulega og nafnið eitt vekur mörgu ágætu eldra fólki beinlínis skelfingu.

En sannarlega reyni ég að trúa því að næstu ríkisstjórn takist að ná fjármunum sem um munar úr þessum hrægammasjóðum sem svo eru nefndir. Vorkunsemi mín nær ekki til þeirra sem hirtu kröfur á íbúðaeigendur fyrir hrakvirði og innheimta nafnvirðið með ofbeldi. 

Árni Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 18:31

4 identicon

Hrægammasjóðir svonefndu eru vart annað en lögmæt fyrirtæki sem lifa á því að taka áhættu. Eignir þeirra eru varin af stjórnarskrá eins og annarra. Hvenær er í lagi að rýja einn inn að skinni vegna almannaálits og hvenær ekki, eða eru allir jafnir varðandi stjórnarskrá sem vel að mekrja eru undir því ákvæði að eign má ekki taka eignarnámi nema almannahagsmunir krefjist, og þá á full greiðsla að koma fyrir. Getur þetta orðið eitthvað skýrara ? Ég, Árni, eins og aðrir vilja veg þjóarinnar sem mestan, en eins og flestir vill ég að við verðum innan laga og reglna og kynnum okkur ekki eins og hverjir aðrir ribbaldar. Við höfum gert nóg af því og mál að linni.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 19:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að almennur skilningur á "lögmætum fyrirtækjum", umhverfi þeirra og uppgjöri við lánastofnanir hafi raskast nokkuð í hruni og síðan þá Bárður Bringdal.

Ég hef ekki minnstu áhyggjur af þínu áliti á því viðhorfi mínu að þegar öllum siðrænum gildum er misboðið jafngróflega og hér hefur verið gert með mismunun á eftirgjöfum - afskriftum - skulda hjá fyrirtækjum auðmanna og innheimtu í botn hjá almennum skuldurum í forsvari fjölskyldna hinsvegar þá vil ég ganga á ystu nöf í samskiptum við hrægammasjóði.

Sjálfur fjandinn má verja fyrir mér lögmæti þess að afskrifa skuldir einkavina eftir að þeir hafa hirt arð sem milljörðum skiptir og flúið með hann í skattaskjól eins og rottur yfirgefa sökkvandi skip.

Enda eru þessir einstaklingar öllum rottum viðbjóðslegri í mínum augum og er þá mikið sagt.

Árni Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 20:00

6 identicon

Guð blessi þig Árni minn og hafðu einstaka þökk fyrir þitt frábæra framtak til framfara íslenskrar hrossaræktar, fáar ef nokkrar hafa reynst betur en hún Krafla Perludóttir. Annars er minn uppáhaldshestur Kveikur og aldrei hef ég setið skemmtilegri hesta undan einmitt þeim góða höfðingja. Farðu á guðs vegum Árni minn og alltaf finnst mér gaman að geta skroppið inn á þína góðu síðu og heyrt viðhorf góðra íslendinga eins hjá þér. Mig grunar að Fjallræða SK sé sammála.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 20:20

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú vil ég taka fram að þennan pistil á ekki að skoða sem árás á Sigmund Davíð eða núverandi forystu Framsóknarflokksins. Flestir þeirra sem studdu óþverra þann sem flokkurinn varð frægur fyrir með þjóðinni eru búnir að draga sig út úr stjórnmálabaráttunni.

En það er mjög brýnt að forystan bregði við núna í aðdraganda kosninganna og geri hreint fyrir sínum dyrum hvað það varðar að enn heitir þetta fyrirbæri Framsóknarflokkur og kannski vilja fleiri en ég vita hvort pólitískt siðferði hans sé enn í sama farvegi nái hann völdum. 

Árni Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 20:26

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka hlý orð í minn garð Bárður Bringdal!

Vissulega er ég forsjóninni þakklátur fyrir ræktunargæfu okkar feðganna.

Árni Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 20:29

9 identicon

Svo var einhver asni að vitna í mig, fariða í rassgat og rófu og helvítið hafi það, auðvitað er karlgarmurinn hann Árni snillingur í ræktun horssa og andskotan ekki rassgat annað og helvítið hafi það og amen.

Fjallræða Stefáns K (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 20:40

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef að zwarið er Framzókn, þá er zpörníngin rángt orðuð.

Z.

Steingrímur Helgason, 7.4.2013 kl. 01:03

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Zteingrímur (zá zanni, ecki sá ósanni) alltaf góður, og hafiði það!

Áttu nokkurn brúklegan klár hér í Reykjavík, Árni minn? - þó ekki brúkunarhross. Kæmist stelpan mín á bak hjá þér? Áttu nokkuð leið með sjónum á reiðtúrum þínum? :)

Og tekurðu enn í nefið? Mikið væri gaman að hitta þig á ný og þá yfir kaffibolla. En það er gleymsku minni, ekki mér að kenna, að ég ber ekki alltaf kennsl á þig, þá sjaldan ég hitti þig. Þetta er hvort sem er allt á leið í gröfina hjá manni (svo að ég endi þetta nú vel).

Jón Valur Jensson, 7.4.2013 kl. 04:36

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er umræðan komin um víðan völl og á svig við tilgang pistilsins Jón Valur.

Þeir sem hér hafa verið á hesthúsrölti eru að vitna til þess að landsþekkt kynbótahryssa á upphaf í ræktun minni og sonar míns á Sauðárkróki.

Hest hef ég ekki átt um margra ára skeið og auk þess aldrei lært að taka í nefið.

Árni Gunnarsson, 7.4.2013 kl. 12:34

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafðu það samt gott í dag og alla daga.

Jón Valur Jensson, 7.4.2013 kl. 15:10

14 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Árni, ég tók mér það bessaleifi að deila þessari bloggrein inn á andlitsbókina, ég hef grun um að þér sé sama enda hef ég gert það áður, ég er svo sammála þér, við erum á sömu skoðun um frammsóknarflokkinn, enda dettur mér ekki í hug að kjósa fjórflokkana!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 7.4.2013 kl. 16:59

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðvelkomið Helgi Þór og minn er heiðurinn.

Og enda þótt við báðir höfum efasemdir um þennan umrædda flokk og ýmsa þá sem þar eru innanborðs væri allra góðra gjalda vert ef honum tækist að framkvæma það ætlunarverk sem stór hluti kjósenda trúir að hann muni ráðast í.

Að öðru leyti sýnist mér hugmyndafræðin óbreytt um þau efni sem mestu skipta fyrir mannlíf á þessu ágæta landi.

Árni Gunnarsson, 7.4.2013 kl. 20:43

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni. Það er nauðsynlegt að vita hvar maður hefur eigendur flokka. En því miður fá kjósendur ekki að vita það, um nokkurt framboð, fyrr en eftir kosningar. Eins og t.d. VG eftir síðustu kosningar.

Við fáum líklega ekki að vita neitt um stefnu Framsóknarflokksins í stóru málunum, fyrr en Jónína Benediktsdóttir verður forsætisráðherra. Sú kjarnakona er ekki búin að segja sitt síðasta orð í réttindamálum Íslands-búa.

Hún reyndi nú að vara við því sem var í gangi fyrir hrun, en þá sögðu flottræfla-hvítflibbarnir að hún væri geðveik. Það er dálítið vinsæl sjúkdómsgreining af hálfu svika-afla í toppstöðum, þegar þeim finnst einhver höggva aðeins of nærri sannleikanum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2013 kl. 22:58

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið til í þessu Anna Sigríður.

B. kv.

Árni Gunnarsson, 9.4.2013 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband