Íslandshreyfingin!

Í nýrri skoðanakönnun frá Gallup urðu þau tíðindi að Íslandshreyfingin tók merkjanlegan fjörkipp. Það hefur ekki farið mikið fyrir þessu stjórnmálaafli sem af yfirvegaðri ábyrgðartilfinningu hefur verið haldið frá öllu því moldviðri sem fjölmiðlar hafa þyrlað upp í kjölfar bankahrunsins. Nú hefur það runnið upp fyrir einhverjum að þetta pólitíska afl heldur ennþá lífi þrátt fyrir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum fjárveitingavaldsins sem eys nú peningum í sína gömlu og siðspilltu flokka sem aldrei fyrr.

Það væri nú allt í lagi að leyfa Ómari Ragnarssyni og félögum að fá einhverja athygli á næstu dögum í fjölmiðlamræðu þjóðarinnar.

Ómar stendur nú í skoðanakönnun jafnfætis Guðjóni Arnari sem fær ríkulegan stuðning frá ríkinu. Þeim fjármunum verður að nokkru varið til erfidrykkju flokksins í Stykkishólmi þar sem tekist verður á um hverjir megi bera kistuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæll Árni, alveg tek ég undir þetta með þér.

Sigurður Ingi Jónsson, 16.2.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Hlédís

Tók eftir þessu líka!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Árni, þú mælir rétt mal.

Ætli Guðjón merki nokkuð að færri hafa trú á honum en Davíði Oddsyni ?

Jamm, ég er líka Frjálzlyndur að vestan, en drengurinn ég er ekki bjáni.

Það er skömm að þezzu öllu & ég er að hugza um að mæta & míga á líkið áður en það verður kistulagt.

Mitt pizz er enda salt...

Steingrímur Helgason, 17.2.2009 kl. 00:28

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gáðu bara að hreinlætinu Zteingrímur minn. Það er ekkert grín að fá þvagfærasýkingu.

Árni Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 00:36

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér finnst þið litlir núna, angarnir mínir.

Meira að segja huglausu kettirnir segja mjá.

Tiger Tiger!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.2.2009 kl. 00:49

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Nú á tímum fjárskorts og aðhalds er fé hugsanlega valdameira en áður.

Er ekki einhver stjórnmálaflokkur að fara að opna bækurnar? Greiði þeim atkvæði mitt.

Ólafur Þórðarson, 17.2.2009 kl. 00:58

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður og tímabær pistill, Árni, um Íslandshreyfinguna og ranglætið við peningamoksturinn í 'viðurkenndu flokkana', meðan önnur framboð fá ekki neitt (við þurfum að hafa samráð um þau mál, gætirðu sent mér netfangið?).

Og skemmtilega ögrandi lokaorðin hjá þér!

Jón Valur Jensson, 17.2.2009 kl. 01:22

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þessa ágætu greinagerð Árni. Myndir þú kjósa mig ef ég færi í flokk

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2009 kl. 01:56

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Öll eigum við að vera jöfn fyrir lögum. 42% í dag þjóðarinnar fá enga skattpeninga úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar til að veita framkvæmdavöldum aðhald.

ESB sinnar telja að Íslendinga fái 5 þingmenn hjá EB eða um 0,7% ofurlöggjafarvaldsins þó í anda "jafnaðarmanna" miðað við íbúafjölda svæðisins handan hafsins eigi þeir ekki rétt á nema einum.

Í upphafi nýrra alþingiskosninga finnst mér allir eigi að setja við sama borðið. Mér finnst líka að alþingismenn  eigi að vera í réttu hlutfalli við þann auð sem kjördæmið [landsvæðið] ræður yfir, því þeirra aðal hlutverk er að standa vörð um fjáraustur framkvæmdavaldsins m.a. setja fjarlaga ramman á hverju ári.

Forseti á hinsvegar að skipa ráðuneyti með tilliti til hagsýni og útsjónarsemi í fjármálum. þeir einstaklingar sem hafa sannað sig í lífinu áður [með reynslu betur treystandi í stærsta fyrirtæki þjóðarinnar] eru bestir til að gegna ráðherraembættum veita skattinum aftur til þjóðarinnar allrar.

Nú tíma stjórnmálamenn eru því ekki lengur landsbyggðar fulltrúar eða stétta, þeir eru orðnir að stétt og alls ekki treystandi til að bera ábyrgð á neinu nema sjálfum sér.

Ég vil fá Ísland eins og um 1950 þegar þingmenn og ráðherrar bjuggu yfir meir reynslu almennt. Ég vil skera þetta ofvaxna stjórnmálkerfi niður sem endurspeglar greind og hugsanahátt þeirra sem hafa setið um völdin hingað til.

Það eru komnir stjórnmálaskólar sem fjöldaframleiða val kjósenda.

Júlíus Björnsson, 17.2.2009 kl. 05:14

10 Smámynd: Hlédís

Sá á þessa setningu á Facebook : "Vildi óska að ég vissi ekki hvernig pólitík og pulsur verða til"

Hlédís, 17.2.2009 kl. 07:43

11 Smámynd: Rannveig H

Hlédís kom með þetta! Árni minn okkur er kunnugt hvernig pólitík er rekin í þessum örflokki sem FF er þessi flokkur gefur sig út fyrir lýðræði og Frjálslyndi.

Hvernig fer flokkurinn með almanna fé í dag? Formaðurinn í fríi til að undirbúa þetta fræga landsþing er ekki meiri þörf að vera á þingi.Við erum þjóð i kreppu. Til hvers er framkvæmdastjóri? Varaformaðurinn sem er aðstoðarmaður formanns á fullum launum er komin í kosningabaráttu í boði þjóðarinnar. Ritari flokksins sem er í tvöfaldri vinnu auk þess að vera á launum hjá örflokknum er hún líka að undirbúa hið lýðræðislega flokksþing. Ég veit ekki hvernig flokkar fara alment með peninga sem eru frá okkur komnir en ef þetta er vísir af því þá held ég að það mætti fra að endurskoða það.

Rannveig H, 17.2.2009 kl. 10:25

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru margfalt fleiri meðlimir í FF en í Íslandshreyfingunni. Það er líka staðreynd að FF fékk mun meira fylgi í síðustu kosningum en Íslandshreyfingin.  Það er nauðsynlegt að ganga vel um og nýta skynsamlega endurnýjanlegar auðlindir lands og sjávar.  Mér hugnast stefnuskrá Frjálslynda flokksins hvað sem um núverandi forystu má segja, það er annar handleggur.

Sigurður Þórðarson, 17.2.2009 kl. 11:03

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árni, þessi hluti skoðanakönnunarinnar sem þú vísar til var um fylgi flokka en ekki einstaklinga.   Síðan var önnur og ekki síður athygliverð könnun um trúverðugleika stjórnmálamanna.

Men det var nu helt anden sag.

Sigurður Þórðarson, 17.2.2009 kl. 11:06

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

NB!

Íslandshreyfingin fær 12 - 15 milljónir á ári og það eru peningar líka. 

Sigurður Þórðarson, 17.2.2009 kl. 11:10

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Ófriður er þetta!

Auðun Gíslason, 17.2.2009 kl. 14:01

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir þessi orð Hlédísar "ég vildi óska þess að ég vissi ekkert hvernig pulsur og pólitik verða til

Takk fyrir frábæran pistil að vanda Árni! þú ert engum líkur þegar að því kemur að orða hluti.

Kv,  

Óskar Arnórsson, 17.2.2009 kl. 16:49

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég hef ekkert annað að segja um þetta en það sem ég hef áður sagt; BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ, OG BURT MEÐ ÞINGRÆÐIÐ....Flokkakerfið er gerfi-lýðræði.....ótækt og úr sér gengið spillingarbæli...

Haraldur Davíðsson, 17.2.2009 kl. 16:49

18 Smámynd: Hlédís

Gott að HEYRA aftur til þín, Haraldur! - OG - sammála þér!     BTW:  Horfðuð þið á þetta "Flokks-Hitler" (BÁ) á þinginu áðan? Almá...... hjálpi okkur!

Hlédís, 17.2.2009 kl. 17:01

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helga Guðrún: Nú mátaðir þú mig alveg. Ertu nokkuð fáanleg til að segja mér eitthvað meira um huglausa ketti? Gaman að sjá þig upprisna á blogginu.

Hlédís og Haraldur: Flokksræðið er vonandi á undanhaldi en ekki sé ég nú fyrir mér hvað við tökum í staðinn fyrir þingræðið.

Árni Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 19:38

20 identicon

Heill og sæll; Árni, sem þið önnur, hér á síðu hans !

Árni ! Tökum skoðanakönnunum Gallup skúmanna, með fyllsta fyrirvara. Eflaust; meira og minna falsaðar, til að þjóna hagsmunum fráfarandi klíku Geirs H. Haarde, og; mögulega, á annan máta, lýsandi dæmi, um heimsku þá, sem þorri Íslendinga, reyndar, er sakaður um, að vera haldinn.

Eða; hvaða heilbrigður maður, myndi vera tilbúinn, að ganga, á ný, undir písk kvalara sinna, eftir það, sem á undan er gengið, í þjóðlífinu ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:14

21 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður Árni að vanda! 

Marta B Helgadóttir, 17.2.2009 kl. 21:33

22 identicon

Það er bara enginn áhugi fyrir þessum blessaða flokk Ómars.  Umhverfismál nánast það eina sem ber á góma.  Við vitum það öll að það er landi og þjóð til heilla að virkja íslenska náttúru, skynsamlega þó. Umhverfisvernd á Íslandi er á villigötum, það er staðreynd.  FF hefur mun meira uppá að bjóða. 

Baldur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:57

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Við vitum það öll að það er landi og þjóð til heilla að virkja íslenska náttúru, skynsamlega þó."

Baldur: Það er nú meira deilt um þessi virkjanaáform en svo að hægt sé að segja að almannaheill sé öllum ljós. Kárahnjúkavirkjun er talin vera meginorsök þeirrar ofþenslu sem varð þjóðinni að falli ásamt íbúðalánaofsanum. "Skynsamleg aðför" að náttúrunni er líka dálítið vafasöm ályktun. Þegar rætt er um stórvirkjanir eru þær ævinlega réttlættar með því að við þær tengist aukin atvinna! Veist þú Baldur um einhverjar stórvirkjanir sem enga atvinnu skapa? En samkvæmt þínum rökum og þinna skoðanasystkina þá eigum við að virkja á meðan það er atvinnuskapandi. Niðurstaða:

Við eigum auðvitað að hætta öllum áformum um frekari virkjanir þegar um er að ræða virkjanir sem enginn hagnast á!

Árni Gunnarsson, 18.2.2009 kl. 17:32

24 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: vonandi rætist óskinn þín og Ómar fer að birtist , en hverjir eru með honum í framboði?, Ómar hefur nánast einn barist gegn virkjunum, öllum virkjunum vel að merkja, og hefur þar með fallið í hóp með ofstækismönnum því er ver, því ekki er allýlt að virkja gæði landsins hóflaga, öllum til hagsældar.

Misminnir mig eða hefði Flokkur Ómars ekki komið manni á þing samkvæmt gömlu kosningalögunum?

Hvað varðar Frjálslinda þá lifir sá flokkur varla mikið lengur á fýlukasti Sverris Hermannssonar, óánægðir sjálfstæðismen innan hans raða fara allir aftur heim, nú þegar útlit er fyrir mikla endurnýjun í þingflokki Sjálfstæðismanna, verst hvað stutt er í kosningar og lítill tími til að skipta út þeim sem fyrir eru, og velja nítt fólk með hærra siðgæðismat í staðinn.

Magnús Jónsson, 18.2.2009 kl. 19:55

25 Smámynd: Hlédís

Jón Magnússon kominn aftur á básinn sinn 

Hlédís, 18.2.2009 kl. 21:05

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús: Ef Ómar Ragnarsson er ofstækismaður þá er ég ofstækismaður. Okkur Ómar greinir ekki á í neinu því efni sem snýr að verndun náttúru Íslands og erum sammála um að þjóðin eigum nægar aðrar og ódýrari lausnir í atvinnumálum og verðmætasköpun en álbræðslu.

Í kommúnistaríkjum á síðustu öld var stundaður áætkunarbúskapur samkvæmt tilskipunum frá Æðsta ráðinu. Þar ákváðu stjórnvöld hvaða atvinna skyldi stunduð í hverju fylki; ráðist var í framkvæmdir og byggðir skálar fyrir verkafólk. Við Ómar höfum fyrir löngu frétt að þessi áætlunarbúskapur gekk illa og var aflagður nokkru áður en Sovétríkin hrundu.

Mestur fjöldi okkar stjórnmálamanna og atvinnuspekúlanta hefur greinilega ekki fylgst nægilega vel með fréttum undangengna áratugi Magnús minn. 

Árni Gunnarsson, 18.2.2009 kl. 21:59

27 Smámynd: Hlédís

Fyrir mér var fjárhagslegi glópshátturinn í -Kárahnjúka-Risa-Ál-draumnum alltaf ennþá verri en landskemmdahvötin - en verst er það þegar fer saman!

Hlédís, 18.2.2009 kl. 22:14

28 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: erum við það þá ekki allir ofstækismen og það bara gott, stundum þarf smá ofstæki til að hrist upp í hlutunum, ég átti reyndar við að Ómar fór í krossferð við Kárahnjúka og hafði sínar ástæður fyrir því, en náttúran sjálf er einn mesti eyðingarkraftur sem til er án allrar hjálpar er hún búinn að tálga landið til, og mun halda áfram að gera það löngu eftir að manskepnan hverfur frá, við þurfum hinsvegar að lifa hér og nú, og til þess þarf orku, það til að mynda að vera á móti virkjunum í neðri Þjórsá er aðeins réttlætanlegt frá annarlegum sjónarmiðum, til dæmis þeim að vilja ráða í hvað orkan fer, vilja stjórna eins og kommúnistarnir gerðu án þess að gæta hagkvæmni, samanber eitt mesta umhverfisslys sögunar sem var gert þegar vatni var veitt úr ám sem runnu í Aralvatn, til að reina að rækta korn á örfoka landi, með þeim afleiðingum að eitt blómlegasta svæði veraldar í kringum Aralvatn er að mestu orðið að eyðimörk, svæði sem er töluvert stærra en Ísland, og vatnið sjálft að hverfa, nær allur fiskur í því dauður, þar hefði vantað einn Ómar Ragnarsson á réttum tíma.

Magnús Jónsson, 18.2.2009 kl. 22:39

29 Smámynd: Hlédís

Ertu ekki á hálum ís þarna, Magnús, ef ert að reyna að verja landskemmdir austanlands með dæmum um hvernig misráðnar risaframkvæmdir geti dregið stóran dilk á eftir sér?

Hlédís, 18.2.2009 kl. 23:11

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Engar athuganir hafa verið framkvæmdar á áhrifum Kárahnjúkastíflunnar á lífríkið við ströndina og áhrif svipaðra mannvirkja á vistkerfi hafsins kringum landið. Allar rannsóknir hafa verið á því grunnsævi þekkingarinnar að það er blátt áfram vítavert. Framburður ánna er hreinsaður með svonefndri setmyndun sem fyllir lónin á mislöngum tíma. Í tilfelli Kárahnjúkalónsins er gert ráð fyrir 100-400 árum að því mig minnir. Lífríkið á grunnsævinu fram undan Þriggja gljúfra stíflunni í Kína er að fyllast af gulum þörungum og röskun á fiskistofnum er nú þegar orðin merkjanleg.

Offors íslenskra pólitíkusa í bandalagi við Landsvirkjun og Orkustofnun hefur einvörðungu snúist um hagtölur á súluritum. Þar hefur ekki gætt mikillar nærgætni í garð annara gilda - þeirra gilda sem varða sambúð við náttúruna í stærra samhengi fyrir komandi kynslóðir.

Ég hafna þessari grunnhyggni og er ófáanlegur til að gefa afslátt af kröfum um mannsæmandi umhverfi fyrir mína afkomendur. 

Árni Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 00:25

31 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í kommúnistaríkjum á síðustu öld var stundaður áætlunarbúskapur samkvæmt tilskipunum frá Æðsta ráðinu. Þar ákváðu stjórnvöld hvaða atvinna skyldi stunduð í hverju fylki; ráðist var í framkvæmdir og byggðir skálar fyrir verkafólk.

European Commission: Breytingar hér samfara upptöku ESS eru nú í þessum anda.  Verkafólk þessara tíma á samsvaranir í venjulegu launafólki nútímans. Hvað haldið þið að kosti að reka þessa ofur yfirbyggingu Íslenska stjórnkerfisins.

Það kostar hreppaflutninga á gamalmennum, aukin lyfja kostnað, persónuaflátt, vaxtabætur og minna val um atvinnu fyrirtæki, og lægri útborguð laun  þeirra sem baka kökuna og bætur þeirra sem minna mega sín.

Hvað haldið að alþjóða samstarf [utanlandsferðir með upphaldi] íslenskra þingmanna kosti í álögum á launafólk.

Rannsóknir hafa sýnt að kreppa getur haft skelfilegar afleiðingar, bla, bla,..

Svona tala hræsnararnir á þing.

Íslendingar hér áður fyrr létu hendur standa fram úr ermum.  

Malta er fyrrverandi Nýlenda Breta íbúafjöldi um 30% meiri en á Íslandi og Brúttó þjóðartekjur á einstakling þrisvar sinnum lægri en á Íslandi.

Það væri gaman að vita hvað stjórmálakostnaðurinn er mikill per nýfæddan Íslending.

Þingmennirnir sem eiga að setja ramman um eyðslu framkvæmdahöfðingjanna.

Halda uppi útborguðum launum lýðsins.

Þeir kvarta yfir að þeir fái ekki að koma með nóg af eyðslufrumvörpum: eru þeir framkvæmdavald? [ráðherraefni?]

Hvernig gengur að setja reglur gegn fákeppni? Fjölga eignamönnum og skattgreiðendum án persónu afláttar?  Engin keðja er sterkari en veikast hlekkurinn.

Júlíus Björnsson, 19.2.2009 kl. 01:54

32 Smámynd: ThoR-E

Íslandshreifingin fær líka styrk frá ríkinu. Allir flokkar sem fá yfir 1.5 í kosningum fá fjárstyrk frá ríkinu.

Kannski ekki eins mikinn og stærrki flokkarnir auðvitað.. en ekki mikið minni en FF.

En.. mikið vona ég að FF þurrkist ekki út af þingi.. þessi flokkur hefur mikið fram að bjóða og gott fólk innanborðs. Það er verst að kjósendur virðast frekar vilja kjósa Sjálfstæðis og Framsóknarflokkinn sem hafa komið landinu á hausinn.

Enn eitt dæmi um að Islendingar eru heimskingjar þegar kemur að kosningum og stjórnmálum. 

Bara því miður....og ég er ekki sá eini sem hefur tekið eftir því...

ThoR-E, 19.2.2009 kl. 15:03

33 identicon

Auðvitað...það gat bara ekki annað verið.

Endalaus neikvæðni hjá ykkur.

Verð bara að senda ykkur jákvæða strauma og vona að þið hafið það gott.

Hugsið ykkur, ég atvinnulaus og reyni að vera jákvæður.

Gangi ykkur bara allt í haginn.

Arnar B. (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:48

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Málefnastaða Frjálslynda flokksins er góð.  Hefði forystu flokksins ekki verið það óbærileg tilhugsun að sjá grósku í starfi flokksins í Reykjavík væri staða hans í hugum kjósenda önnur og betri en hún er í dag. Sú ógæfa flokksins birtist nú í því að flokkurinn er sundrað flak á vettvangi stjórnmálabaráttunnar. Flokksstarfið í Reykjavík er algerlega lamað og fjölmargt öflugt flokksfólk er annað hvort búið að segja sig úr flokknum eða á leiðinni út. 

Mér hefur lengi verið það ljóst að lítið beri á milli þessa flokks og Íslandshreyfingarinnar hvað pólitískar áherslur varðar. Helsti munurinn liggur í þeim sterku áherslum sem síðarnefndi flokkurinn leggur á umhverfisvernd.

Og það er auðvitað honum í vil. 

Árni Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 18:13

35 identicon

Árni...

er það forystunni að kenna að flokkastarfið er lamað í rvk?

er það ekki frekar þeim sem hafa verið í þeim kjördæmafélögum sem áttu að sjá um það en fór ef til vill í fýlu af því þau fengu kannski ekki að gera eitthvað sem þeim fannst sniðugt?

ég bara spyr..

og ég spyr aftur...

er REYKJAVÍK nafli alheimsins?

Arnar B. (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:16

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Viðar Helgi: Það er bullandi málefnaágreiningur í öllum flokkum og um mörg afar pólitísk mál. Báðir vitum við hinsvegar að það var ekki ágreiningur um pólitísk málefni sem klauf Frjálslynda flokkinn og skildi margt gott fólk eftir í sárum eftir hörð og heimskuleg átök.

Ég á eftir að sjá að nýtt og öflugt baráttufólk flykkist um þennan heillum horfna klúbb.

Vel að merkja! Hverjir hafa boðið sig fram til nýrrar forystu?

Árni Gunnarsson, 20.2.2009 kl. 15:04

37 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Það á EKKI að vera háð e-h prósentum og "stærð" hvað varðar fjárveitingar til framboða, það er nú svo augljóst að maður fattar ekki hið gagnstæða!

Hlédís, ég verð nú að koma þessu til skila: Maður einn bauð mér "Út að borða" fyrir X árum, Ég komst svo að því nokkrum mínútum síðar að "ÚT að borða" var pulsa í Pulsuvagninn í miðbænum! Dj... góðar pulsur með öllu!! Við erum gift í dag og eigum 2 undurfallegar dætur saman ;c) hehe!

Erla Einarsdóttir, 22.2.2009 kl. 03:45

38 Smámynd: Hlédís

Erla! Sagan sýnir að pulsur og pólitík geta gert gagn! Maðurinn er greinilega með húmor og hugkvæmni - hvort tveggja nauðsynlegt hráefni í eiginmann!

Hlédís, 22.2.2009 kl. 12:06

39 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þetta nýleg mynd af þér nafni minn?

Árni Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband