Hvaða leikrit er í gangi?

Fáeinir dagar eru liðnir síðan þjóðin var upplýst um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið tugmilljóna styrki frá Landsbankanum og Fl Group. Engum kom þetta á óvart en í herbúðum Flokksins var því líkast sem Valhöll hefði orðið fyrir árás hryðjuverkamanna. Andstæðingar í pólitík héldu þessu líka mjög á lofti og höfðu á orði meira en venjulega að þarna hefði hin spillta ásýnd Sjálfstæðisflokksins loksins verið afhjúpuð fyrir allra augum. Allir Íslendingar hafa vitað svo lengi sem ég man til að pólitískt starf þessa flokks hefur verið fjármagnað af auðmönnum og stórfyrirtækjum í verslun og atvinnulífi.

En tímasetningin var grábölvuð. Flokkurinn er í sárum vegna beinnar pólitískar aðildar að hruni þjóðarbúsins þar sem hugmyndafræði hans beið skipbrot á meðan formaður flokksins svaf á verði og sinnti ekki viðvörunarbjöllum. 81 milljón nokkrum dögum áður en stjornmálaflokkar höfðu bundist samtökum um að setja huggulegt hámark á greiðslur frá fyrirtækjum og einstaklingum var auðvitað ekki gott innlegg í kosningabaráttu flokks með nýjan foringja og hvítskúrað stofugólf.

Nú þurfti einhver að axla ábyrgð! Fráfarandi formaður ringlaður eftir svæfingu á erlendum spítala sagðist einn og óstuddur bera ábyrgð á þessum ósköpum öllum og nú róuðust menn um stund. Auðvitað hafði enginn, ekki nokkur maður vitað af þessum hræðilegu hlutum nema gamli Geir. Nýi formaðurinn gaf tímamótayfirlýsingu. Hann sagðist telja að þetta gengi alltof langt, svona lagað ætlaði hann ekki að líða. Og hann sagðist ætla að skila öllu helvítis milljónadraslinu eins og skot. Flokksmenn táruðust og sögðu að Bjarni væri höfði hærri en aðrir menn, þrjár álnir og ein þrjú kvartil um herðarnar.

Ekki dugði þessi hvatleiki formannsins og óhagganleg hárgreiðsla því nú fóru flokksmenn að æmta og sögðust ekki trúa að enginn hefði vitað um þetta nema  einhverjir bjánar sem svo segðust ekkert hafa vitað og nýi framkvæmdastjórinn sem tók við um áramótin þegar greiðslurnar bárust vissi ekkert hver hefði beðið um þessar fjandans milljónir sem betur hefðu farið í gám. Hann skammaðist sín svo mikið fyrir að hafa ekki vitað um ábyrgðarmenn glæpsins að hann sagði umsvifalaust af sér. Gamli framkvæmdastjórinn sagðist ekki hafa komið nálægt þessu árans móverki og sagðist nú fyrir stundu vera búinn að upplýsa allt, dauðþreyttur úr vorverkum á búi sínu vestur á Barðaströnd. Spurður um hver hefði undirritað reikninga fyrir umrætt ár sagði hann endurskoðendur hafa gert það og hans undirritun- sem hefði að vísu verið á blaðinu hefði ekki náð yfir lengri tíma en þann sem hann stýrði framkvæmdum.

Nú fundar nýi formaðurinn með þingflokknum og þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir því að "fá að vita" hverjir báðu um þessar milljónir og hverjir vissu barasta um þær!!!!!

Og brátt mun það koma í ljós að í stærsta stjórnmálaflokki landsins sem fékk nokkra tugi milljóna kominn í sára fjárþröng vissu bara ekki nema svona einn eða tveir menn um að flokknum höfðu áskotnast 60 milljónir frá tveimur góðvinum. Og þeir munu fá stranga áminningu frá grandvörum stjórnarmönnum flokksins. Og svo verða þeir auðvitað látnir axla ábyrgð!

Auðvitað er þetta þvílík hringavitleysa mótsagna og heimskulegra skýringa að enginn maður mun nokkru sinni trúa neinu orði í hvítbókinni sem nú er hraðrituð. Og maður hlýtur að spyrja sig til hvers og fyrir hverja menn eru að eyða tíma í svona misheppnað leikrit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu viss, það verða nógir um að trúa ,  þessir sjálfstæðismenn eru alveg sérstakir um flokkinn sinn !

Sjálfstæðismenn hafa alltaf sagt okkur hinum, í gegnum sitt áróðursnet , hvað sé rétt !

Erum við að sjá eitthvað annað núna vegna þessa sem hefur gerst ?

JR (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ættu þessir menn ekki frekar að axla sín skinn?

Gaman að heyra í fréttum RUV áðan að Framsóknarmenn ætluðu að birta upplýsingar, þegar þeir hefðu haft samband við þá sem hefðu styrkt flokkinn í góðri trú....!

Jón Kristjánsson, 10.4.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er pattstaða hjá þeim, blessuðum. Ég held að þrátt fyrir allt þetta, muni meira koma í ljós.

Það var til dæmis sagt að Guðlaugur Þór hafi haft 7 manns til að hringja fyrir prófkjörið og allir á launum. Hver ætli hafi borgað þau laun ? Það þarf ekki að fara í gegn um skrifstofu flokksins.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.4.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessi mál gára bara yfirborðið.

Hvernig skyldi skíturinn vera í tengslum við stóriðjuna og þar hjá framsókn og samfylkingu líka

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Við sáum það nú í Draumalandinu Jakobína.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.4.2009 kl. 23:18

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Draumalandið...Hún er nú að verða svolítið ærandi þögnin um þá mynd. En falleg voru orð prestsins og fallega var sungið um ástina til ættjarðarinnar. Og auðmýktin lærdómsrík fyrir komandi kynslóðir.

Árni Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég var að skrifa bloggfærslu um Draumalandið.  Það er eitt málið.  Farsinn í Valhöll er annað mál. 

  Prófkúruhafar Sjálfsftæðisflokksins koma af fjöllum og komu hvergi nærri þegar tugir milljóna streymdu inn á reikning flokksins frá FL-Group og Landsbanka.  Guðlaugur Þór kannast ekki við neitt.  Þó segist hann hafa fengið menn til verksins.  En vissi aldrei hvað kom út úr því. 

  Kjartan Gunnarsson vissi aldrei neitt.  En núna hefur hann komist að því hverjir stóðu að málum.  Það var ekki Geir,  sem hefur tekið á sig alla ábyrgð.  Né Andri sem Bjarni Ben hefur fengið til að segja af sér.  Saklaus.  Kjartan hvetur hina seku til að gefa sig fram sjálfviljuga.  Bjarni segir að ekki sé um kjörna fulltrúa að ræða.  Hann harmar jafnframt að þetta mál skuli koma upp núna rétt fyrir kosningar. 

  Geir og Andri eru látnir taka á sig sök fyrir aðra.  Hverja?  Hvernig rímar þetta við eftirleik styrkjanna:  REI og GGE?

Jens Guð, 11.4.2009 kl. 00:57

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel yfir Sjálfstæðisflokknum áður.    Mín innri sannfæring vissi af spillingu þeirra í mörg undanfarin ár og þessvegna get ég ekki annað en glaðst þegar hún kemur svona glögglega upp á yfirborðið og verður vonandi .... VONANDI til þess að sem fæstir kjósi FLokkinn.

Anna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 01:03

9 identicon

Heill og sæll; Árni, sem þið önnur - hver hans síðu geyma, og brúka !

Árni minn !

Ég vona; að þú og þau önnur hér, misvirði ekki við mig, en,.... mér er víst sæmra, að þegja - eða öllu heldur, að tala undir rós, eftirleiðis, hvar krata dreng tetur (Magnús Helgi Björgvinsson - síðuhafi;  hér á vef) bað mig, eða,.......... sem því næst, að halda kjafti, eftirleiðis, hvar mér varð það á, að höggva, að verðskulduðu, all óþyrmilega, til skurðgoða hans,, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, og Steingríms Þistilfirðings Sigfússonar, fyrir stundu. Um leið; og ég tók upp þykkju þunga, fyrir hönd þeirra sjóhundanna - sem bændanna hliðhollu þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins, hver EINN flokka, þorir, að standa í mót fyrirætlana Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, hér á Fróni - hver og; er, einn helztu hjálparkokka Evrópusambands nýlendu herranna.

Þetta; sveið garminum Magnúsi Helga, einnig ! 

En; engu að síður - vil ég þakka þér, góða grein, sem vel myndræna, hér sem oftar, Árni minn. 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 01:21

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Árni? Ertu að reyna að drepa mig úr hlátri?

Þú ert sá albeittasti penni á öllu blogginu og ég er ekkert að djóka með það.

Samt skil ég ekki þessa feimni í að kókaín- og kynlíffssukk skuli ekki vera með í fjármálahruninu!

Bankastjórar og "athafnamenn" gengu um á þessi kókaín-dræfi og austantjaldsstelpum sem fylgdi með í þessum bankaránum. Róninn sem átti að fylgjast með öllu saman var á morfíni og svaf þess vegna.

Ég fór nú einu sinni í Nýja Alþingishúsið með DrugWipe sem er svona test, og getur séð 10 ólík eiturlyf, fann bara kókaín á klósettunum þar.

Þú ert orðin hættulega nærri sannleikanum og ég myndi ekki þora að skrifa svona þó þetta sé í fréttum um öll blöð.

Ég fékk bara skitnar 40 milljónir fyrir að halda kjafti yfir þessu kókaninrugli á málailiðum Baugsmanna. Þetta var "styrkur" frá ekta Sjálfsæðismanni sem er "athafanamaður" og flygur um jörðina á einkaþotu.

Ég er svo engin "engill" þegar ég á í höggi við alvöru glæpamenn. Mér er skít sama þó þeir séu jarðaðir. Af " mannúðarástæðum" eru þeir vekki drepnir fyrir jarðarförina.

Ég var eltur af ukraníuhermanni og einhverju Rússa fræá Íslandi, til Fanvðmerkur og svo til Svíþjóðar þar sem "vinir" mínir tóku þá.

Þeir voru búnir að senda mér morðhótanir á Íslandi sem ég tók ekkert mark á, fyrr enn það kom mynd af konunni minni hauslausri, og hennar vegna flúði ég.

Ég veit alveg að þeir fylgjast með færslum og kommentum frá mér, enda erum við bæði vel varin núna.

Enn ég þeigi ekki lengur. Og Baugsmenn eða "málaliðar"  þeirra það það núna.

Ef þig vantar ýtarlegri upplýsingar geturðu fundið þær á bloggi Jón Geralds Sullenberger.

Kær kveðja,

Óskar 

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 03:00

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

PS. Sendu mér mailið þitt á: oskar.evropa@gmail.com og ég skal senda þér sýnishorn um það sem ég er að tala um. Afsakaðu staffsettingar villurnar. Að skrifa íslensku, sænsku og ensku á hverjum dedi, gerir mig stundum þreittan í höfðinu.

Kv,

Óskar 

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 03:14

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hinir flokkarnir léku nákvæmlega sama leikinn, rétt fyrir lagabreytinguna um hámarksstyrki. Og þó upphæðirnar sem þeir fengu, hafi verið lægri, þá er siðleysið hið sama.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 04:59

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnar Th.!

Fyrirtæki mega gefa ákveðna prósentu af veltu til góðgerðarmála. Bankar og mörg stórfyrirtæki eru meira að segja með svona styrkumsóknir á heimasíðum sínum.

Baugsmenn gáfu peninga til hægri og vinstri til aðila sem ættu frekar að kallast "mútur" enn styrki.

Baugur eru 3 grúppur. Jóhannes hefur ALDREI gert neitt glæpsamlegt, enn sonur hans er sekur. Enn fólk þarf að hafa skilning á að feður standa með börnum sínum. Ég myndi gera það sama.

Málaliðar og aðrir vertakar fyrir Baug tóku skítverk þeirra að sér. Ég hef sjálfur þurft að hafa lífverði sem voru stundum "of duglegir" fyrir minn smekk alla vega.

Drápu fólk mér til armæðu sem hefðu bara átt að afvopna og gefa á kjaftinn enn ekki jarðsetja þá. Svo vildu þeir pening fyrir "dugnaðinn".  Svo fékk skít og skömm fyrir alltsaman að lögreglu í Svíþjóð sem ég var að vinna fyrir. Sem verktaki.

Enn að Björn Bjarnason f.v. Dóms. hafi notað aðstöðu sína til að tefja bankarannsóknina, sem er raunverulega engin rannsókn, með aðstoð Valtýrs Sigurðssonar Ríkissaksóknara er meiri glæpur enn allt bankaránið samanlagt.

Þeir gerðu þetta til að eyða söngungögnum á syni sína sem voru á bólakafi í þessari fjármálaleðju. Ætli þeir séu ekki báðir "saklausir" núna.

Þessi bankarán eiga ekkert skylt við neina stjórnmála flokka. Þegar stórir peningar eru í boði eru glæpamönnum skítsama í hvaða flokki þú ert. Bara ef þú getur gert þeim greiða.

Þú ert með nákvæmlega rétt fyrir þér í þessu kommtenti þínu, þó ég sé ekki sammála þér í mörgum málum. Það fer alla vega gott orð af þér, því ég lét tékka á þér á Íslandi.

Talin heiðarlegur maður og allt það. Það fer gott orð af þér alla vega á Íslandi.

Værir þú til í að vera í minni stöðu? Talin vinna með glæpamönnum af lögreglu, og talin vinna með lögreglu af glæpamönnum.?  Það er alla vega óþægileg staða að vera í.

Ég treysti nú frekar lögreglunni enn glæpahyski á Íslandi, þangað til annað kemur í ljós. Eiginlega treysti ég engum. Gamall vani úr minni vinnu.

Kær kveðja,

Óskar

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 06:57

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gunnar Th.

Sjálfstæðismenn ætla að skila "mútugreiðslunum"  en ekki þeim upphæðum sem eru undir 5 milljónum vegna þess að þeim finnst það sjálfum vera innan marka.  M.ö.o.  hafa Sjálfstæðismenn sett sitt eigið viðmið sem þú ættir þá líka að fara eftir.  Er það ekki ?

Anna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 10:40

15 identicon

Komdu sæll og blessaður Mansi, ég sé þetta ert þú, það hlaut að vera.

Árni, frábær pistill að vanda. 

sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:20

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Gunnar Waage! Finst þer nokkuð að ég eigi að hylma yfir málaliðum baugsmanna? Það eru fáir eftir á lífi sem kalla mig þessu gamla uppnefni..

Árni er snillingur! Og ekki ert þú síðri. Bara öðruvísi..  

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 15:25

17 identicon

nei nei bara láta vaða maður!!

sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:06

18 identicon

Hér ber enginn ábyrgð nema einhver náungi, framkvæmdastjóri í Sjálfstæðisflokknum sem vissi ekki af styrknum, tók ekki við honum og var ekki hafður með í ráðum um eitt né neitt, BB segir að það sé ferlegt fyrir flokkinn að þetta skuli koma upp á þessum tímapunkti, rétt fyrir kostningar, ekkert um þetta siðleysi, bara lélega tímasetningu. Er ekki kominn tími á að þetta lið sem berst fyrir sjálfu sér fái frí og það er best tryggt með því að heiðvirðir kjósendur kjósi eitthvað annað en þetta hyski! 

Lund Hervars (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:46

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er að láta vaða meira og meira Gunnar Waage! Enn ég er með upplýsingar sem gæti gert mér lífið leitt hvar sem ég er staðsettur á jarðkúlunni.

T.d. Eva Joly mun ekki koma neinu áleiðis á Íslandi um íslenska spillingu. Hún verður bara "puntudúkka" þangað til Sjálfstæðisflokkurinn er búin að ná völdum á Íslandi sem þeir gera, því miður. Þá verður hún rekin eða sagt upp.

Sjálfstæðismenn eru með öll völd hvort sem er, hvaða flokkur sem er við völd á "pappínum".

Þetta er bara leikrit, nákvæmlega eins og Árni segir.   

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 18:44

20 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Fræabær pistill Árni, var ekki drottinn í helvíti í dag. Mun Sjálfstæðisflokkurinn rísa upp á morgun??

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.4.2009 kl. 20:29

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvort Sjálfstæðisflokkurinn rís upp í eiginlegum skilningi er nú mikil spurning. En hann mun auðvitað leitast við að brölta upp á lappirnar og svo skjögra eitthvað fyrstu sporin. En það þekkjum við sveitamenn að ungviðið styrkist ekki fyrr en það hefur komist á spena og fengið góða næringu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sogið mörg júgur gegn um sína löngu sögu. Spurningin er því hvort og hvenær flokkurinn kemst á ný á spena.

En myndlíkingu við þann sem steig niður til Heljar og reis upp á þriðja degi frá dauðum sé ég nú ekki fyrir mér þarna. En þetta minnir á skopstef úr MR um Unni Halldórsdóttur sem gekk undir gælunafninu "Dassa:"

"Þegar frá dauðum Dassa rís/ Drottinn kemur í massavís!"

Minnir að dóttir Unnar sé Hildur Thorsteinsson læknir, og nú kemur að þér að tengja Gunnar Skúli.

Árni Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 22:36

22 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Flottur Árni, mög góð greining á stöðunni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.4.2009 kl. 23:39

23 Smámynd: Hlédís

Þú getur hafa verið að lýsa "tilbera", Árni! Ekki er spádómur Óskars beinlínis bjartur.

Hlédís, 12.4.2009 kl. 00:04

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjálfstæðisflokkurinn minnir mig á heróínista sem var hent út af spítala í Svíþjóð. Vildi hann í koma í meðferð hjá mér. Ég neyddist til að senda hann til Stockhólms og var hann komin á 3ja gag í fráhvarfi sem er mjög álvarlegþ

Í lestinni til Stockhólms beið hann eftir að komast á klósettið því svona fráhvörfum eins og af heróíneyslu fylgir mikill niðurgangur. Þá  þurfti einhver kona að puðra sig og m´la a og svo kom bara sperging í rassg...á honum .

Sitjandi í hraðlest á leiðinni til Stockhólmar (X2000) og skíturinn úr honum fauk yfir alla nærstadda sem kom upp úr hálsmálinu á honum. Þvílíkur er krafturinn þegar svona gerist.

Mér datt hann í hug þegar ég er að lesa um kjaftavaðalniðurgang Sjálfstæðismanna. Hann er alveg með ólíkindum. Þeir ljúga hver um annan án þess að roðna.

Hlédís! Ég er engin spámaður. Er bara að segja frá því sem skeði á Íslandi. Þessir þingflokkar sem ég hlustaði á í Alþingishúsinu voru svo leiðinleigir og lýgin lekur úr öðrum hverjum þingmanni, bara svo mikil froða og rugl, að ég stillti yfir á OMEGA til að þurfa ekki að hlusta á jarmið í þessum þingmönnum, þegar þeir nenna að mæta í vinnuna yfirleitt.

OMEGA hefur þó það sér til ágætis fram yfir Alþingissjónvarpið að þeir tala um Guð, endurkomu Krists og Jerúsalemþvælan er endalaus.

Þeir eiga margt sameiginlegt þessir gargandi amerísku prestar, viðtöl við frelsaða og þingmannatalið í Alþingishúsinu.

Og spillinginn á Íslandi! Það er langt síðan að það var ákveðið að engin alvörukall verði rannsakaður í bankaránunum á Íslandi. Eihverjum verður fórna. Það er búið að kæra mig fyrir að hafa tekið á móti 40 milljónum frá Baugsmönnum, sem ég skil núna að var bara múta til að þeigja yfir Cola-grúppuni.

Er það ekki skrítið mál hjá lögregunni og hún vill ekki sjá mig í yfirheyrslu? Þeir vildu alla vega ekki að ég ekki. "það liggur ekkert á sögðu þeir bara"

Þessir Baugsmenn eru nú meiru grínistarnir.

Þetta Ísland er algjört skríða og mafíuland. Það eru annars á leiðinni 25 stk. AK47 með hellinmg af skotfærum með einhverjum gámi frá austantjaldslandi. Er falið á milli þylja í sérstaklega smíðuðum gámi til þess.

Ætluninn er að sækja þetta tonn af hassi frá löggunni. Ég nenni ekki einu sinni að tilkynna þetta. Allt vafið í álpappír og blí.

Það hlýtur að vera mikið aðgera hjá lögguni núna. Bjarnþór f.v yfirmaður ofbeldisdeildar lögreglunnar, sem var komin á eftirlaun, er byrjaður að vinna aftur!

Hann er samt sá eini sem ég treysti eftir að BB f.v Dóms flæmdi Jóhann Sýslumann á Suðurnesjum úr starfi. Hann var of duglegur og snjall lögreglummaður. Þá eru þeir reknir.

Svona er allt á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 07:42

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar Bjarni sagðist ekki ætla að skila 5 milljónunum sem flokkurinn fékk frá Landsbankanum létti hann þungu fargi af stýrimönnum Samfylkingarinnar. Þeir voru búnir að skjóta á neyðarfundi vegna þessara aura sem bankarnir höfðu gaukað að þeim og þeir sáu enga leið til að greiða til baka.

En svo er það spurningin hvort Framsókn "fær leyfi" til að birta nöfn þeirra barna sem afhentu flokknum aurana sem þau söfnuðu á tombólum?

En var þessum milljónum sem bankarnir létu af hendi rakna til Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar bara nokkuð skynsamlega varið? Hálfu ári eftir hrunið hefur enginn bankamaður verið yfirheyrður svo vitnast hafi.

Árni Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 10:30

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir verða ALDREI yfirheyrðir. Það er löngu ákveðið.

Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband