Háttvirtir og hæstvirtir? Áfram Ólína Þorvarðardóttir!

Ég kveikti of seint á útvarpinu til að hafa fulla vakt á morgunþættinum: "Í vikulokin" á Gufunni. Þarna voru þau í spjalli hjá Hallgrími Th. alþingismennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ólöf Nordal ásamt Eiríki Bergmann Einarssyni á Bifröst fulltrúa  ESB sinna á Íslandi í pólitískri umræðu.

Það er háttur sauðheimskra pólitískusa að tala með yfirveguðum brag um viðkvæm pólitísk deilumál samfélagsins. Þarna báru á góma tvö mál í lokin. Stjórnlagaþingið var afar viðkvæmt efni og alls ekki tímabært að mati Ólafar Nordal sem vísaði til þeirrar ábyrgðar sem Alþingi bæri á öllum meginþáttum lýðræðis á landi voru. Nú er það svo með stjórnsýslulög að þau eru sett á Alþingi af mönnum, enda engin dæmi um að neinar reglur samfélagsins séu settar af Guði almáttugum.

 Hvorki Ólöf Nordal né neinir þeir aðrir fulltrúar þjóðarinnar sem sitja á Alþingi eru neitt öðruvísi að séð verður en fólkð sem ekki situr þar. Enginn tekur próf í stjórnsýsluþekkingu áður en hann sest inn á Alþingi eftir lýðræðislega kosningu. Hvað kemur Ólöfu Nordal og öðrum þeim sem hanga eins og hundar á roði í varkárninni með afskipti þjóðarinnar af stjórnsýslu, til að tala um sjálfa sig eins og handhafa einhverra vitsmuna umfram þá sem gáfu alþingismönnum umboðið?

Ólöf Nordal talaði líka inn í mræðuna um stjórn fiskveiða rétt eins og hún hefði á því flókna deilumáli eitthvert vit.  Það hefði hún ekki átt að gera. Það kom nefnilega ekkert frá henni sjálfri inn í þá umræðu; aðeins bergmál af röksemdum þeirra sem hafa haft þessi verðmæti án endurgjalds og vilja að sjálfsögðu engu sleppa.

Það er raunalegt að heyra afabarn Sigurðar Nordal gera sig að flóni í þjóðmálaumræðu.

Og svo heyrði ég Ólínu Þorvarðardóttur og Jón Gunnarsson alþingismenn takast á um innköllun aflaheimilda og breytingar á stjórn fiskveiða. Þetta var á Útvarpi Sögu undir stjórn Arnþrúðar og Péturs. kannski var þetta endurtekið efni en nýtt fyrir mér engu að síður.

Þarna varð Jón Gunnarsson að sæta því að Ólína hýddi hann á milli hæls og hnakka fyrir vanþekkingu hans og rökleysur sem hann reyndi eftir fremsta megni að fela með kjaftagangi og gömlum staðhæfingum um ágæti þessa kerfis þar sem útgerðir krefjast milli 100 og 200 milljarða niðurfellinga af skuldum!

Jón var í stuttu máli eins og barn í þessum þætti og Ólína gerði ýmist að reka ofan í hann bullið eða að hlægja að honum.

Líklega má það ekki dragast öllu lengur að kippa Jóni mínum Bjarna út úr þessu ráðuneyti og setja Ólínu Þorvarðardóttur þangað í hans stað.

Seint hélt ég að það yrði mitt hlutverk að bera lof á Samfylkingarfólk. En Ólína Þorvarðardórrir er búin að töfra mig gersamlega og þurfti ekkert fyrir því að hafa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er grunnur í stjórnskipunarlögum EU [ESB] að fækka séreignaraðilum í samkeppnigrunninum: hráefni, 1. vinnslustig  og orka, hafa hann einfaldan og kostnaðarlítinn. Skapar grunvöld fyrir arðsemi fullvinnslunnar í samkeppnihæfum risa-iðjuverum stórborga með milljóna innri neytendamarkaði sem þykir þrifalegri og þroskaðri. Arðbær virðisaukandi störf eru vinsæl í EU.

Júlíus Björnsson, 3.4.2010 kl. 14:39

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus:Það er alveg ljóst í mínum huga að fiskistofna okkar eigum við að nýta fyrst og fremst með það í huga að styrkja byggðaþróun. Það sem þar vinnst kemur margfalt til skila inn í þjóðarbúið með margvíslegum hætti. Við eigum að auka aflaheimildir í þorski verulega og nýta aukninguna til veiða á grunnslóð. Útgerðir með frystitogara og ísfiskstogara þurfa auðvitað að hafa rekstrargrundvöll og ekkert sem ætti að geta hindrað það þótt auðvitað eigi þau skip að greiða leigu fyrir sínar heimildir. Þær útgerðir sem ekki þola það eiga ekki erindi í þessa auðlind.

Árni Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 17:53

3 identicon

Afsakaðu kæri Árni hvað ég er seint á ferðinni og ég man hreinlega ekki hvort ég kom fram undir nafninu Skondinn Spéfugl eða Bárur Bringdal en málið er svo mikilvægt að það það þolir ekki neina bið. Kveikur og Krafla undan sömu hryssu í eigu þinnar fjölskyldu, déskoti er það nú flott kæri frændi! Afsakaðu að ég minnist ekki á Icesave né stjórnmálin, ég fæ nefnilega steinsmugu af því, afsakaðu ég þarf að skreppa á klósettið, Árni, þú ert fínn karl og ég kann vel við þig gamli selur.

BÁRÐUR BRINGDAL (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 19:56

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarlegt er það með þessa frændur sem heimsækja mig hingað á síðuna. Þeir ganga allir undir hinum furðulegustu nöfnum sem eg kannast ekkert við úr mínum ættum.

En það er nú þetta með hrossin eins og fiskinn í sjónum drengurinn minn. Ef hrossaræktandinn er auli og kemur ekki verðmætum hesti í réttar hendur til uppeldis og þjálfunar þá verður hann lítils virði.

Það er lítið gagn í því fyrir þjóð að búa við gjöful fiskimið ef þau eru vannýtt og/ eða afhent útvöldum einkavinum pólitíkusanna.

Árni Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 20:38

5 identicon

Mæltu manna heilastur gamli riffill, hvað hefi orðið um hrossin hans Sveins ef hann hefði nú leitað í Hornafjörðinn um ráð fyrir sína hrossarækt? Þú er ágætur karl Árni og flinkur hrossaræktandi, enn og aftur afsakaðu hvað ég er mikill bjani varðandi pólitík, ég er pólitískt viðrini af verstu sort.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 20:57

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil byggja upp blómlega  byggð í öllum þorpum landsins, til að auka fjölbreytni um búsetu og fá betri nýtingu á vegum landsins og á landsins gæðum. Sérhvert þorp ætti að hafa nokkur fullvinnslu logo, sem gera út á longlæf lúxus fullvinnslu.  Markaðssetningin ætti að vera allar milljónaborgir heimsins. 10 þús. útflutnings fyrirtæki eru 10 á 1000 borgir og 1 á ein borg.

Upphæðir litlar á alþjóðamælikvarði í hverju ríki og í hverri borg. Gæði og lítið framboð þola tolla og auðvelt fyrir siðspillta embættismenn alþjóðasamfélagsins [Ísland er alls ekki undantekning] að sleppa nokkrum undanþágum í gegn sem ekki varða fjölda í viðkomandi ríki. Gæði en ekki magn hentar dvergum. 

Júlíus Björnsson, 3.4.2010 kl. 22:13

7 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Árni !

Fyrir það 1. Burtu; með hina ágætu jafnöldru mína, Ólínu Þorvarðardóttur !

Hún; ásamt Nordal Íshússtjóra afsprenginu - sem og aðrir afdankaðir og svikulir stjórnmálamenn og konur, eiga ekki að koma nálægt veiða stjórnun - til hafs / vatna og áa, í landi, héreftir.

Alþingis ósóminn; er búinn að valda nógum skaða, síðan þessi andskoti var endurreistur, árið 1845, Skagfirðingur góður.

Það eru; Byltingarnefndir þjóðernissinnaðrar Alþýðu, sem eiga að leysa sukk stofnunina, við Austurvöll Reykvízkra, af hólmi.

Síðan; eiga LÍÚ liðar, sem kjark hafa - sem þor, að veita viðtöku lágmarks bótum, fyrir þær afla heimildir, sem þeir hafa höndlað með, af glannaskap, sumir hverjir - aðrir; af einurð og kostgæfni.

Færa á síðan kerfið; aftur til þess tíma, sem viðvarandi var; 1970 - 1975, og láta það duga - um leið; og Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu verði lokað.

Punktur !!!

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason       

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 02:39

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæll Árni þú tala um mikla þekkingu Ólínu Þovarðardóttir á sjávarútvegi.Ég er ekki sammála þér.Mín skoðun er sú að hún hafi enga þekkingu á íslenskum sjávarútvegi, en að sjálfsögðu er henni frjálst að hafa skoðun á sjávarútvegi eins og öllum öðrum.Ég hef haft þessa skoðun á þekkingu Ólínu frá stofnfundi flokksins þjóðvaka árið 1995.En ég vil heyra sem mest í Ólínu svo vanþekking hennar eða þekking fari sem víðast.Þess vegna spurði ég Arnþrúði Karlsdóttur Útvarpsstjóra Útvarps Sögu hvort hún væri til í það að Ólína væri fenginn á útvarp Sögu og ég mætti kanski eiga spjall við hana þar, og Arnþrúður sjálf yrði þáttarstjórnandi og kanski Eiríkur Stefánsson.Arnþrúði leist vel á það og lagði til að ég talaði við Ólínu sem ég gerði.Ólína neitaði ekki og sagði ég Arnþrúði það og höfðu þau samband við Ólínu.Skemmst er frá því að hún harðneitaði.´Kanski er hún hrædd við að vanþekking hennar kæmi í ljós eða þekking.Ég tel mig engan sérfræðing í sjávarútvegi, en mér sýnist að hún sé lítið annað en snobbkelling sem hefur verið á launum hjá ríkinu mestalla sína starfsævi og fekk sitt pólitíska uppeldi í ráhúsinu í R. vík.Ég veit ekki til þess að hún hafi migið svo mikið í sjó fram af bryggju og allavega vill hún ekki ræða við sjómenn fyrir opnum tjöldum sem hafa aðrar skoðanir en hún.Hún vill allt til ríkisins og drepa niður landsbyggðina og gera sjómenn að þrælum.Gleðilega Páska. 

Sigurgeir Jónsson, 4.4.2010 kl. 10:19

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og við skulum vona Árni að þeim Ólínu og Jóhönnu takist að koma einhverju í þjóðaratkvæði sem þær kalla að kjósa um kvótakerfið.Það yrði kannski til þess að augu allra og ekki síst landsbyggðamanna opnist, að þær og fylgilið þeirra muni koma landsbyggðinni og landinu öllu á hausinn með vanþekkingu sinni á íslenskum sjávarútvegi.Þingsályktunartillaga Ólínu um þjóðaratkvæði er komin fram og ef hún fær ekki afgreiðslu á Alþingi fyrir sumarfrí þingmanna er hún og forsætisráherrann búin að hafa sig að fífli og allt þeirra fylgilið sama hvar í flokki það er.

Sigurgeir Jónsson, 4.4.2010 kl. 10:38

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lund Hervars. Margir tala um hugtakið pólitískt viðrini af þeim misskilningi að það sé bundið við fálæti til stjórnmálaflokka og að viðkomandi hafi ekki fundið sér fast land í slíkum klúbbi. Flest samfélagsleg deilumál eru pólitískt umræðuefni og sá er best settur sem kemur að þeirri umræðu ógeltur af viðurkenndri stefnu einhvers flokks í málinu.

Nú er loks svo komið að umræðan um nýtingu fiskimiðanna er byrjuð að losna úr viðjum stjórnmálaflokkanna í fyrsta sinn. Meira að segja sjálfstæðismenn eru margir hverjir farnir að sjá hvílík eyðing byggða hefur orðið afleiðing þessarar samþjöppunar og síðan kemur það í ljós að þessi eignaupptaka hefur ekki einu sinni skilað útgerðunum þeim arði að þær séu komnar yfir gjaldþrotahættuna.

Við þurfum að treysta byggð í landinu með skynsamlegri og réttlátri nýtingu auðlindanna til lands og sjávar. Það má enginn samþykkja óréttinn sem felst í því að einn megi ekki njóta auðæva landsins vegna þess að annar hafi fengið þau afhent af pólitískum vildarvinum og nýtt sér án endurgjalds.

Enginn hefur bara leyfi til að segja að hann hafi ekki geð í sér til að mótmæla ránum og misskiptingu landsins gæða. 

Þá er þess ógetið að stofnvernd Hafró hefur komið út í hærri mínustölum en menn þora almennt að játa og viðurkenna. 

Árni Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 11:56

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skulum hafa það hugfast, að í því ástandi sem nú ríkir, er mjög áhættusamt, áhættusamara en vanalega, að rugga bátnum varðandi fiskistofnana.

Það tókst, að hrinda Icsave brjálæðinu, sem raunverulega gat endað okkar efnahagslega sjálfstæði.

En, höfum hugfast, að hafið er takmörkuð auðlind.

En, miðað við núverandi afrakstur, þá dugar það samt fyrir lágmarks innflutningi, ef ríkið fer í þrot.

Þannig, er hafið fyrir okkur, ákveðinn öryggisventill, að ef ríkið fer í þrot, þá verðum við ekki fátæk.

Þann punkt er mikilvægt að hafa í huga. Einnig þann punkt, að aldrei á að hætta meiru, en þú getur ráðið við, að tapa.

Ef við gömblum með fiskistofnana, akkúrat við þessar viðkvæmu aðstæður, og síðan töpum því veðmáli, þá raunverulega getum við einnig orðið fátæk. Þetta er þ.s. ég á við, þegar ég segi þær hugmyndir, um að stórauka veiðar, hættulegar. Ég get ekki sagt þér þetta, með heiðarlegri hætti, Árni.

-----------------------------

  • Ákveðnar líkur eru til þess, að svokölluð dánartala sé breytileg en ekki fasti.
  • Einnig hljómar líklegt, að sú áhersla sem er, á að drepa fyrst og fremst, stóra fiska sé að lækka kynþroska-aldur þeirra stofna, sem við veiðum mest á.
  • Við því fyrra, má bregðast, með því að smækka möskva, og skulda aðila til að taka allan veiddan fisk að landi, smaán jafnt sem stóran.
  • Ég er ekki að tala um aukna veiði.
  • Varðandi dánartölu, þá tel ég ekki rétt, að alykta svo, að ekki sé hægt að geyma fisk í sjónum. Þ.e. sennilega einfaldlega eðlilegt, að dánartala sé sveiflukennd, og ég er ekki þeirrar skoðunar, að við eigum að skoða málið svo, að við séum að missa af einhverjum tekjum, þó svo að dánartala sé sum tímabilin verulega hærri.
  • Þvert á móti, eigi það ástand, að sjórinn sé fullur af fiski, sjónmenn verði eins og þeir segja sumir, hopa fyrir þorskinum hvarvetna, að filla okkur öryggiskennd - að nóg sé sennilega í bankanum, þannig að hann haldi áfram að gefa af sér öruggar rentur.
  • Varðandi, það ástand, að þorskurinn sem dæmi, virðist vaxa hægt, að stundum a.m.k. virðist gæta ætisskorts - má íhuga, að minnka veiðar á smærri fisktegundum, í von um að þá hafi stærri fiskarnir meira æti.
  • Annars, kaupi ég þá röksemd Hafró, að þ.s. þorsku sé langlífur, geti hann fitnað seinna, sé líklegur til að halda lífi. þ.e. fullorðnir fiskar. Líkur að sjálfsögðu aukast á afráni innan eigin tegundar, í ástandi ætisskorts.
  • Síðan má ekki gleyma einu - en, þ.e. hitun lofthjúpsins. En, vitað er sem dæmi, að loðnu fer nú hnignandi hér við land. En, loðna er kaldsjávartegund. Hún getur einfaldlega verið, að færa sig norðar, hopa frá Íslandi vegna núverandi hlínunar sjávar.
  • Ég vek einnig athygli á, að nú fer ganga kolmunna vaxandi á Íslandsmið. Verið getur, að hann sé að skipta loðnu út, en kolmunni þrífst í hlyrri sjó, en loðna.
  • Þessar lífkerfisbreytingar, hljóta að spila einhverja rullu.
  • Höfum í huga, að síld syndir alla leið hingað, frá Noregi í ætisleit.
  • Það getur einfaldega verið, að ísl. þorskur hafi verið að gera slíkt hið sama - hugsanlega hefur hann endað í Barentshafi.
  • Þ.e. allavegna möguleg skýring.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 12:52

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvernig væri að ríkið greiddi grunn verð á kíló á allan veiddan afla án tilliti til tegundar eða stærðar. Sem síðan færi á uppboðsmarkað. 

Júlíus Björnsson, 4.4.2010 kl. 13:23

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar Björn. Þekking mín á viðfangsefnum þínum er nauðalítil og þess vegna myndi ég ekki láta mér koma til hugar að ræða spaklega við þig um þau. En ef mér skjátlast ekki þá er á okkur yfir 30 ára aldursmunur. Þar fyrir utan þá hef ég frá fyrstu sporum fylgst af áhuga með sjósókn og nýtingu fiskistofna okkar auk þess að hafa starfað við flest það sem að þeim atvinnuvegi lýtur.

Allar heimildir um aflabrögð allt frá fyrstu búsetu við Ísland greina frá ýmist afla- eða aflaleysisárum og þó voru fiskveiðar hér við land ekki stundaðar nema með handfærum nokkurra tuga manna um hundruð ára. Öllum má vera ljóst að það eru fyrst og fremst sveiflur í lífríkinu sem ráða fiskigöngum við strendur Íslands.

Ég er mikill unnandi náttúrunnar og umhverfissinni upp fyrir þau mörk sem talin eru falla til öfgastefnu. Ég myndi aldrei taka til máls um nýtingu fiskistofnanna á þá lund sem ég geri ef ég væri ekki sannfærður um að boðskapur minn væri í einu og öllu skaðlaus fyrir framtíð þessarar auðlindar.

Seint á átjándu öld veiddust innan við 300 fiskar fyrir öllu Norðurlandi á einu sumri á stærsta fiskiskip okkar, 70 lesta skútu. Þá var ofveitt af hverjum?

Læt þessu svari svo lokið og þakka þér fyrir innlitið og sýndan áhuga að því viðbættu að biðja þig um að fylgjast með þeim röksemdum sem hér hafa komið fram og vonandi verður framhald á. 

Árni Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 18:02

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus. Ég sé ekki ástæðu til að ríkið blandi sér i markaðsmál fiskaflans. Ríkið á að taka hóflega leigu af veiddum afla og láta fiskverkendur og útgerð um markaðsþróun og verðlagningu. Þeir sem ekki kunna að hagnast á fiskveiðum eiga ekki að basla við sjósókn.

Árni Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 18:08

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það hefði bæði kosti og galla, sýnist mér í fljótu bragði.

Kostur getur verið, að auka líkur þess, að raunverulega komi allur afli til lands - með þvi að lágmark sé tryggt.

Á hinn bóginn, þarf einhver að borga fyrir þetta lágmarksverð. Spurning um hvernig það væri útfært.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 20:47

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - að sjálfsögðu réðst þróun afla, á öldum áður, eingöngu af sveiflum í lífríkinu.

En, þ.e. smá munur á, að veiða með handfærum, á opnum kænum innan fjarða og flóa, og veíða á opnu hafi, á allt að því 3000 tonna úthafstogurum.

Ég held að einn slíkur afli margfalt á við alla þá smábáta, er hér öfluðu sjávarfangs á öldum áður - þó allir þeir sem reru á einu ári, væru lagðir saman á móti.

----------------------

Í dag, aftur á móti, með svo stórfellt öflugari tæki, þá eru áhrif veiðanna á vistkerfin, margföld.

Margfeldið þarna á milli er hátt - held ég.

Ég er þess alveg handviss, að veiðar hafa í dag, mikil áhrif á fyskistofna.

Og, síðan ef það fer saman, að tvíhöggið sé í sama knérunn, í því formi, að sókn + álag vegna versnandi umhverfisaðstæðna fer saman: þá getur ílla farið.

Það er minn skilningur á hvarfi síldarinnar, að tvöfalt álag veiða + vernandi skilyrða; hafi samanlagt, valdið hruni þeirra veiða.

Þ.e. ef dregið hefði verið úr veiðum, hefði ekki orðið hrun.

En, þ.e. eitt af því sem ég er að tala um, að taka tillit til umhverfisaðstæðna, að ef þær eru erfiðar, þá þurfi að mæta því með minnkun veiða - enda, dregur eðlilega úr nýliðun, þegar umhverfisaðstæður versna. Það veldur þá, að dregur úr endurnýjun þess stofns.

------------------------------

Mig grunar, að í dag, séu viskerfisbreytingar í gangi, þ.e. að tegundir séu að færa sig.

Sbr. aukningu göngu kolmunna. Þ.e. eins og að, loðnan sé að hverfa héðan í staðinn.

Mig grunar, að þetta sé orsök tímabundins skorts á fæðu, fyrir stærri uppsjávar fiska. Það sé orsök, lélegrar nýliðunar, á undanförnum árum. Það valdi því einnig, að fiskurinn vaxi hægt.

Á meðan, þurfi að taka tillit til þessa umframálags frá náttúrulegum aðstæðum, og draga tímabundið úr veiðum, eins og verið er að gera. Síðan, þegar væntanlega kolmunninn hefur klárað sitt landnám í hafinu, og náð jafnvægi þá muni uppsjávarstofnar ná sér aftur.

Þetta ferli gæti alveg tekið áratug eða e-h lengra en áratug.

Ég virkilega held, að ef við stóraukum þorskveiðar, akkúrat núna þegar er þetta álag til staðar frá aðstæðum í vistkerfinu, þá munum við endurtaka þ.s. gerðist þegar síldarstofnar hrundu hér við land.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 21:05

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enar Björn: Þú talar um grun eins og það sé eitthvert marktækt innlegg í svo þýðingarmikla umræðu og hér er um að ræða. Þótt einhver leikmaður og ótengdur þessari atvinnugrein hafi fengið grun um eitthvað þá verður það mér ekki efni til andsvara. Togaraskipstjórar með áratuga reynslu hafa tekið þátt í togararalli Hafró og komið í land málausir af undrun vegna þeirra "vísindalegu" aðferða sem notaðar eru við mælinga á stofnstærð. Ég tek meira mark á þeim.

Hafró hefur mistekist í meira en fjórðung aldar að byggja upp þennan "máveiða" afla og það á að nægja okkur til að reka allt settið. Á tíu árum hefur afli í Barentshafi fimmfaldast þrátt fyrir stórlega ofveiði að mati vísindamanna.

Fiskur er auðlind sem fiskveiðisþjóðir nýta þegar afli er nægur. Fiskur er ekki tölur sem hægt er að margfalda í tölvum og ekki heldur vara sem geymd er á brettum í vöruskála hafsins.

Og soltinn þorskstofn er í úrkynjunarhættu og engin líffræðileg rök styðja það að veiðistofn styrkist við það að fjölga soltnum einstaklingum.

Árni Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 21:39

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er tala um að gera skil á veiðum, vinnslu, og smásölu. Þrír markaðir þarf markmiðið er að 80% fari gegnum veiðar í samkeppni að veiða sem ódýrast, fullvinstur í samkeppni um að gera sem bestar afurðir og smásölu útflutningssamkeppni til sölu í allar uppabúðir alheimsins í samkeppni um sem mestan söluhagnað. Hægt er að gera þetta á þrjátíu árum. Margt smátt gerir eitt stórt og margir litlir kaupendur út um aflann heim á þessum markaði. Bjóða ekki í aflann eftir Ríkistjórnar framboði á veiddum afla og upplýsingum um þjóðartekjuvöxt á haus. 

Júlíus Björnsson, 5.4.2010 kl. 03:01

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurgeir Jónsson. Þú segir að ég hafi hælt Ólínu Þorvarðardóttur fyrir mikla þekkingu á sjávarútvegi. Það gerði ég ekki eins og allir geta séð. Ég hef meira að segja enga trú á að hún hafi svo mikið vit á sjávarútvegi almennt séð enda var engin þörf á því í deilum hennar við Jón Gunnarsson. Líklega hefur hann meiri þekkingu en fram kom í máli hans en deilan snerist bara ekki um þekkingu heldur almenna skynsemi og sanngirni.

Ef innköllun aflaheimilda setur allar stærri útgerðir á hausinn þá er nú kominn tími til að því sé hrint í framkvæmd og það sem fyrst. Við höfum ekki efni á því að setja dýrmætustu auðlind okkar í hendurnar á vandræðamönnum sem kunna ekki að reka fyrirtæki í sjávarútvegi eða geta greitt leigu af auðlindinni.

Margir tala nú um að ríksisstjórnin sé að setja á hausinn fólk sem keypti íbúðir, bifreiðar og hitt og þetta gagnslaust og rándýrt glingur að auki sem það langaði í; átti ekki fyrir og tók alla peningana að láni rétt si sona!

Ef útgerðarmenn hafa dregið svo mikið fé út úr rekstrinum t.d. bara til að kaupa sér fótboltafélög í Englandi og þyrlur til að nota við að skreppa á klósett uppi í Landssveit þá mega þeir ásaka ríkisstjórnina mín vegna ef þeir fara á hausinn rétt eins og fólkið sem keypti dýru húsin og bílana.

Viltu svo skýra fyrir mér hvernig innköllun aflaheimilda drepur landsbyggðina og gerir sjómenn að þrælum.

Mér sýndust trillukarlarnir úti á landi vera afar frjálsir menn meðan þeir fóru á sjó þegar fiskaðist og veður leyfði. Mér sýnist þeir heimilisfeður á landsbyggðinni sem eiga báta en mega ekki fara á sjó ekki vera frjálsir menn í dag.

Við Ólína Þorvarðardóttir höfum greinilega allt aðra skoðun á frelsinu annars vegar og þrælahaldi hins vegar en þú Sigurgeir ef taka á mark á þínum málflutningi.

En við skulum halda því til haga að þú stýrir trilluútgerð sem er með aflaheimildir. 

Ég man engin dæmi um að menn séu kátir yfir því að missa það sem þeir hafa.

En hver hefur upplýst þig um það hvernig þessar fyrirhuguðu innkallanir verði framkvæmdar?

 Mér finnst ljótt að svona fáir skuli hafa fengið að vita það. 

Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 10:30

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi. Ekki má nú minna vera en að ég þakki þér fyrir innlitið þó seint sé. Mundu bara eitt og það er að við megum aldrei hafna pólitískum ályktunum fóks á grundvelli þess hverjir tala. Það eru óravegir á milli okkar Óínu Þorvarðardóttur í ýmsum pílitískum efnum en það aftrar mér þess ekki að þakka henni fyrir innlegg hennar í baráttuna við að hreinsa þennan ófögnuð kvótakerfisins og framsalsins út úr samfélaginu og gera það að samfélagi fólks á nýjan leik að þessu leyti.

Einhvers staðar verður að byrja og þetta mál kemur ekki alskapað til fullnustu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. (verði hún þá einhvern tímann framkvæmd) Það eru mörg verk óunnin þótt sú ákvörðun verði tekin að leysa upp þessa kolvitlausu eignaupptöku á auðlindinni handa ábyrgðarlausum spákaupmönnum .

Eigum við Íslendingar ekki að vera frjálsir menn í frjálsu landi?

Um það snýst þetta mál og svo fjölmörg önnur heit pólitísk mál okkar í dag.

Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 13:36

21 Smámynd: Björn Birgisson

Ég sé að gestum hér á síðu verður tíðrætt um þekkingu eða vanþekkingu ráðamanna á kvótakerfinu. Ekki þekki ég það kerfi til neinnar hlítar, en veit þó að það er um margt óréttlátt og hefur komið byggðum landsins illa, svo vægt sé til orða tekið. Sú þekking nægir mér til að óska eftir breytingum á kerfinu og auknu lýðræði innan þess.

Björn Birgisson, 5.4.2010 kl. 14:24

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn: Það sem við vitum er að þekkingin er sögð vera grunnurinn að ráðgjöf Hafró.

Það sem við sjáum er að ráðgjöf Hafró- byggð á þekkingunni hefur skilað okkur á aldarfjórðungi:

Þriðjungi þess aflamarks í þorski sem lagt var upp með í byrjun.

Færeyingar notuðu íslenska kerfið í tvö ár og eru ekki búnir ennþá að ná sér eftir það sem þeir kalla áfall.

Hafa íslenskir fiskifræðingar og íslenskir politíkusar betra vit á því hvað Færeyingum er fyrir best en Færeyingar sjálfir?

Margir íslenskir þverhausar hafa haldið því fram að þetta sé bara vitleysa í Færeyingum og að þetta hafi allt farið til fandans eftir að þeir hættu með íslensku veiðirðáðgjöfina. Er svona málflutningur boðlegur í Grindavík?

Á 10 árum tókst að fimm- eða sexfalda aflann í Barentshafinu með því að fara ekki eftir ráðgjöf fiskifræðinga. Það munar um minna.

Ef við Íslendingar tókum rétta ákvörðun fyrir 10 árum með því að hlíta ráðgjöf Hafró þá er rökrétt að segja að ákvörðun Rússa og Norðmanna hafi verið röng.

Eigum við ekki að reyna að auka atvinnu og arð af auðlindinni?

Hver hefur vit á stjórnun fiskveiða? 

Er það einboðið að yfirleitt þurfi að stjórna þessu?

Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 15:23

23 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Sæll Árni,

Ráðherra getur ekki sett reglugerðir nema þær eigi sér stoð í lögum. Það á líka við um breytingar á kvótakerfinu. Það á þingmaður eins og Ólína Þorvarðardóttir að vita. Lagabreytingar á þessu kerfi eru nú í höndum sáttanefndar sem leidd er af Guðbjarti Hannessyni. Þessi sáttanefnd var sett á laggirnar sem hluti Stöðugleikasáttmálans. Fulltrúar LÍÚ hafa tafið störf nefndarinnar, sem og ýmis önnur mál.

Grundvallaratriði í þessu máli er því að Alþingi þarf að breyta lögum, svo ráðherra geti unnið eftir þeim í reglugerðasmíð. Ólína yrði líka að vinna þannig, annars yrði hún dæmd af dómstólum til að afturkalla gerðir sínar, yrði það betra?

Valgeir Bjarnason, 5.4.2010 kl. 21:55

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sæll Valgeir: Það er ósiður á Íslandi að verja ranglæti með vísun í lög. Það er Alþingi sem er löggjafi og þar er framkvæmdavaldið einnig. Þetta fólk tekur til máls með yfirlæti á mannfundum en þegar til kastanna kemur þá er karlmennskan litil.

Við skulum þá bara afgriða þetta mál á þá lund að Samfylkingin hafi ekki þingstyrk til að hrinda málinu í framkvæmd vegna andstöðu Vinstri grænna.

Þegar Eiríkur Stefánsson spurði Jón bróður þinn á fundi í febrúar hvort málið yrði tilbúið fyr lok vorþings þá varð Jón að játa að hann væri vantrúaður á það.

En svo held ég nú að fáum komi til hugar að fulltrúar LÍÚ hafi áhuga á að hraða þeirri vinnu sem leiða muni til þess að þeir verði að afhenda þessa auðlind sem  útgerðarmenn hafa nýtt án endurgjalds í aldarfjórðung.

En kannski er komið að því að stjórnvöld viðurkenni að þau ráði ekki við hagsmunasamtök.

Þetta andskotans kerfi er búið að skaða þjóðina um stjarnfræðilegar upphæðir um aldarfjórðungs skeið og lama allt líf á landsbyggðinni.

Öll þjóðin vissi um samtengingu Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ. Margir treystu því að vinstri menn leystu þetta ástand upp. Nú er það komið í ljós að Vinstri hreyfinguna grænt framboð skortir kjarkinn.

Það á að tala um þessi mál á íslensku og sleppa orðhengilshætti. 

Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 22:13

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þökkum stjórnaskránni má breyta lögum. Færa til betri vegar. Valið og viljinn. Skapar valdið sem þarf.

Júlíus Björnsson, 5.4.2010 kl. 22:29

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus: Rétt, valdið er á Alþingi og ráðherra getur auk þess gefið út reglugerðir til ákveðins tíma. Það gerði fráfarandi sjávarútvegsráðherra þegar stjórnarskipti urðu eftir áramót 2008-2009. Ráðherrar sjávarútvegs hafa aukið aflaheimildir í andstöðu við Hafró og án þess að bera þær undir Alþingi.

En það sem Valgeri segir um innköllun aflaheimilda er rétt. Ríkisstjórnin samþykkti að sáttanefnd reyndi að komast að niðurstöðu um breytingar. 

Hverjum kom til hugar að einhver sátt yrði samþykkt?

Þetta var aldrei annað en ein leiðin enn til að drepa málinu á dreif. Stjórn LÍÚ hefur aldrei gefið neinn afslátt af þeim skilningi að útgerðirnar eigi aflaheimildarnar sem ráðstafað er frá ári til árs og mun aldrei gera.

Það myndi ég ekki heldur gera vitandi það að íslensk stjórnvöld hafa engan þrótt til að berjast við sterk fjármálaöfl.

Fyrir utan sprotaframboð þá er bara einn stjórnmálaflokkur á Íslandi og hann kallast Fjórflokkurinn.

Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 22:57

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - þú gerir lítið úr notkun minni á orðinu "grunur" - en ef eitthvað er öruggt, í þessu máli, þá er það það, að enginn veit hve mikill eða lítill fiskur er þarna að finna.

Það eru gríðarlega margir óvissuþættir, sbr.:

  • Hve mikið er afrán annarra tegunda?
  • Hve mikið er afrán innan eigin tegundar?
  • Hve miklu máli skiptir, að hvala og selastofnar, eru í sífelldum vexti, og þeir éta mikið?
  • Hve miklu máli skipta sveiflur í hitastigi?
  • Hve miklu máli skiptir, að það virðist sem, að tegundir séu að færa sig til, innan viskerfisins?
  • Er möguleiki, að þorskar syndi á önnur mið, og þá hve mikð er um það?

-------------------------------------

Þarna nefni ég allnokkra óvissuþætti.

Ég treysti mér að fullyrða eitt - að ekki nokkur maður, veit hvaða áhættu, er verið að taka, ef veiðar væru auknar.

Þ.e. yfirleitt talið, að fólk eigi að stíga varlega, þegar það veit ekki, stærð þeirrar áhættu, sem það hyggst taka.

Þú velur dæmi, um Barentshaf? Ef til vill, af því það hentar því sem þú virðist vilja trúa.

Af hverju, tölum við ekki um Nýfundnalandsmið? Þorskstofninn þar, er ekki enn kominn aftur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2010 kl. 23:43

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar Björn. Hefur þér aldrei komið til hugar að það ríki spilling á Íslandi? Hefur þú komist hjá því að sjá með eigin augum hvernig fjármálspillingin hefur leikið þetta land?

Hefur þú ekki séð álit erlendra manna þar sem því er haldið fram að tilfærsla fjármuna í útgerð á Íslandi og misnotkun á veðsetningu aflaheimilda hafi verið ein megin orsök efnahagshrunsins?

Trúir þú því ekki að eftir nokkur ár muni það koma í ljós að aflaheimildir okkar hafi verið skertar til að halda uppi verði á kvótanum?

Þú virðist trúa því að útgerðarmenn séu betra og heiðarlegra fólk en aðrir þeir sem höndla með verðmæti, leigja þau og selja.

Og þú virðist trúa því að þá aðeins megi veiða fisk ef það hafi verið sannað að það sé ekki ljótt að veiða hann.

En mikið hefur þeim tekist vel hjá Hafró að telja bláeygum Íslendingum trú um að það borgi sig betur fyrir þjóðina að Jón Jónsson selji henni leyfi til að veiða fiskinn en það að hún veiði hann bara sjálf endurgjaldslaust eins og áður var og á meðan nóg var af fiski til að veiða.

Vel á minnst: Þú talar um Nýfundnaland! Hefur þú kynnt þér hvernig veiðar voru stundaðar þar áður en aflinn brást? Og hefur þú kynnt þér hvernig ástand fiskistofnanna þar er í dag?

Þú segir: Þorskstofninn þar er ekki enn kominn aftur. Ertu viss um það að ástandið á Nýfundnalandsmiðum sé eins vont og af er látið?

Svo getur þú haldið áfram að trúa því að togaraskipstjórarnir sem sóttu fiskinn á Íslandsmið og miðin vestur, suður, austur og norður af landinu í svo sem 3-4 áratugi hafi minni þekkingu á viðkomu fiskstofnanna en fræðimennirnir sem týndu fiskinum sem þeir ætluðu að rækta upp með stofnvernd.

Af hverju sagði Ólafur Karvel Pálmason ekki satt á Útv. Sögu heldur en að segja að sjómenn í Barentshafinu hafi alltaf hlýtt ráðleggingum fiskifræðinga?

Árni Gunnarsson, 7.4.2010 kl. 06:42

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er undeilt atriði, hvað vísbendingar um fæðuskort, þíða akkúrat.

  • Kristinn vinur okkar tekur undir, að vaxandi hvala-/selastofnar, mjög sennilega draga úr fæðuframboði, fyrir aðrar lífverur í sjónum, t.d. þorsk.
  • Þetta gæti verið raunveruleg orsök skekkju, því ef ekki hefur verið gert ráð fyrir þessu, í líkani Hafró,  þá geur þetta verið nokkuð stór hluti skýringarinnar, af hverju ráðagerðir Hafró, hafa ekki gengið upp.
  • Mér sýnist Krisinn vinur okkar, ekki halda því fram, að veiðistjórn sé einhvers konar tímasóun.
  • Eins og ég hef einnig bent á, er loðnan í lægð - sem einnig dregur úr fæðuframboði, síðan er aukinn ganga kolmunna á Íslandsmið.
  • Þetta er atburðarás, sem getur sannarlega spilað einhverja rullu, en báðar fisktegundir eru dæmigerð fæða stærri uppsjávarfiska.
  • En, þekkt er í líffræði, að ef tegundir eru að færa sig til, þ.e. útbreyðslusvæði eru að færast til, þá getur sá tími meðan sú breyting á sér stað, framkallað tímabundið óvissuástand í lífríkinu.

Þarna er ég með 2. þætti, sem báðir minnka framboð á fæðu.

Mér sýnist augljós þörf á, að stórauka hvalveiðar.

Sama um veiðar á sel.

  • Tilgangurinn, væri að auka fæðuframboð fyrir uppsjávar fiska.

Síðan, þegar jafnvægi kemst á, þ.e. annaðhvort kolmunni hefur komið í stað loðnu eða að loðna hefur komið til baka, þá verður einnig af þeim orsökum aukning framboðs fæðu.

Mér sýnist hugmyndir Kristins, vera nægilega hófsamar, þ.e. auka aðeins veiðar á þorski sem sennilega er ekki mjög áhættusamt.

En, ekki eins og þú hefur verið talsmaður fyrir, að stórauka veiðar. Slíkar hugmyndir, finnst mér allt of áhættusamar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.4.2010 kl. 12:46

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áttar þú þig á því Einar Björn að þú ert með skýringar og vangaveltur um ástæður þess að ráðgjöf Hafró hefur ekki gengið upp?

En samt finnst þér ástæða til að taka mark á ráðgjöf þeirra!

Og það enda þótt þeim kunni að hafa yfirsést það að hinar ýmsu eðlilegar orsakir gætu orðið til þess að dýrasta hagstjórnartæki þjóðarinnar væri orðið að dýrasta bulli þjóðarinnar og ráðgjöf til aukinnar hagsældar orðið að ávísun á efnahagsslys.

Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 08:12

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko - Árni.

Munurinn liggur í því, að ég vil fara varlegar, en þú virðist vilja fara.

Ég geri mér grein fyrir því augljósa já, að áætlanir Hafró hafa ekki gengið eftir.

En, ég vil stíga varlega niður, þegar ég leita skýringa.

--------------------------------------

Ef veiðiráðgjöf gengur ekki upp, getur það verið t.d. vegna atriða, sem þér láðist að gera ráð fyrir.

Þannig, að líkanið, sem þú notaðir, hafi ekki innihaldið allt þ.s. skipti máli, og því skilað rangri niðurstöðu.

Þá væri hægt, að lagfæra líkanið, með bættri gagnaöflun.

  • Þess vegna, bendi ég á fjölgun hvala.
  • Fjölgun sela
  • En selir og hvalir, keppa um fæðu við aðrar sjávarlífverur. 

Þessir 2 þættir geta því framkallað, töluverða skekkju, ef ekki hefur verið gerð grein fyrir þeim.

  • Síðan, veit enginn, að hvaða marki, fiskistofnar geta synt annað, í fæðuleit.
  • Þ.e. einfaldlega gert ráð fyrir, að þeir séu staðbundnir, en t.d. Norsk-Ísl. síld, syndir á milli hafsvæða.
  • Spurning, hvort skekkja geti legið í því, að þorskar hafi verið að leita annað, t.d. í Barentshaf.

Þriðja grunnatriðið, er spurning um hvort, hlýbun sjávar, sé að orsaka tilfærslu tegunda, sbr. Makríll, Kolmuni, Loðna.

En, einnig tegund getur hnignað, útbreiðslusvæði tegunda getur færst, þ.e. hætt að ganga á svæði sem þær áður voru á, og aðrar komið í staðinn á þeim svæðum.

En, ef slík röskun er í gangi, þá getur hún orsakað, tímabundna röskun fæðuframboðs.

----------------------------------

----------------------------------

Þ.s. ég er að gera með þessu, er að benda á, að það er nokkur fjöldi mögulegra skýringa.

Að auki, að óvissan um, hvað akkúrat er í gangi, er mjög umtalsverð.

------------------------------------

PS: Varðandi veiðar á Nýfundnalands miðum, þá fann ég eftirfarandi skýrslu.

http://www.lme.noaa.gov/index.php?option=com_content&view=article&id=55:lme9&catid=41:briefs&Itemid=72

Líttu á blaðsíðu 4.

Þó svo þú hafi ekki mikla ensku, þá er "Cod" þorskur, og rauða fyllta svæðið sýnir þá þróun þorskafla, þ.e. afla tekinn á land. Síðan ætirrðu að sjá blátt svæði, sem stækkar á móti.

En, það eru "crustaseans" eða krabbadýr, en þau voru fæða þorksins, við Nýfundnaland.

Þó svo, að krabbadýrum hafi fjölgað mjög síðan, hefur þorkurinn ekki komið aftur til baka.

Þetta er þ.s. ég er að vísa til, í sambandi við áhættu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.4.2010 kl. 12:38

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Öllu samanlögðu hefur þorskstofninum stafað hætta af hverjum fiski sem veiddur hefur verið á Íslandi frá örófi alda. Það hefur verið árás á Ísland að flytja hingað býfé á níundu öld því vissulega gat allt farið úr böndunum og landið orðið eyðimörk. Á öllum tímum hafa komið afla- og aflaleysiár og þegar t.d. aflaleysiárið 1774 kom þá var einboðið að þessir tæpir 300 fiskar voru ofveiddir.

Ef við óttumst það að fiskur þoli bara ekki veiði þá verður enginn fiskur veiddur lengu á Íslandi.

En af hverju er veiðiráðgjöf í beinu sambandi við hæsta verð á kvóta?

Hvernig stendur á því að Færeyingar kjósa að halda áfram að veiða eftir ráðgjöfinni sem Jón Kristjánsson veitti þeim en ekki þeirri ráðgjöf sem byggðist á reiknikúnstum Hafró? Vita þeir ekkert um það hvað þeim reynist best?

Af hverju vill Hafró ekki senda mann í umræður við Jón fiskifræðing Kristjánsson?

Svona mætti lengi halda áfram. En þú kemur með hinar og þessar mögulegar skýringar á því af hverju spár fiskifræðinga hafa alltaf brugðist.

Hvernig stendur á því að áhugamaður um Evrópufræði þarf að bera blak af heimsku fiskifræðinga?

Þú segir að ég vilji óheftar veiðar. Líklega ma skilja mig svo þegar mest gusast. En í það minnsta þá leyfi ég mér að krefjast þess að fólkið sem býr við sjávarsíðuna hafi forgang að auðlindinni sem líf hennar byggðist á frá landnámi. Og ég fullyrði að línu-og handfæraveiðar eru vistvænni og siðlegri veiðtæki en botnvarpa og dragnót. Og ég fullyrði FULLYRÐI að handfæra-og línuveiðar á smábátum eru margfalt hagstæðari atvinnuvegur en togaraútgerð sem við þurfum þó að hafa líka til veiða á fjarlægum miðum.

Þú virðist ekki hafa mikinn skilning á því að Ísland sé fyrst og fremst vettvangur fólks. Ég skil þig svo að íslenskar auðlindir séu til að vísindamenn hafi kaup við að segja fólki hvað sé bannað. Og arðurinn eigi helst að renna til fyrirtækja í rekstri.

Svo nú skulum við bara halda áfram að banna. Enginn getur kallast maður með mönnum nema hann hafi bréf upp á það að honum leyfist að banna fólki eitthvað og leyfi til að kæra hann ef hann lætur sér koma í hug að hann sé frjáls maður. 

Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 14:08

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég ólst upp við línuveiddan fisk glænýjan á hverjum degi, seldan með haus. Annað eins lostæti hefur liðið hér á höfuðborgarsvæðinu ekki haft aðgang að í 30 ár. Fiskur eykur greind styttir námslánatíma.

Júlíus Björnsson, 8.4.2010 kl. 17:28

34 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Svona mætti lengi halda áfram. En þú kemur með hinar og þessar mögulegar skýringar á því af hverju spár fiskifræðinga hafa alltaf brugðist."

Sagan kennir okkur, að fjölmörg mistök hafa verið gerð, í gegnum tíðina.

Þ.e. eðlilegur framgangsmáti, að þegar leitast er við að meta ástæður þess, að eitthvað tiltekið hefur ekki gengið upp, þá sé fyrst varpað upp öllu því sem mögulega geti hafa skipt máli í því samhengi.

Síðan, þegar allar mögulegar skýringar eru þekktar, geta menn farið í það ferli, að vega þær og meta.

Það getur verið varasamt, að hlaupa beint á þá fyrstu, er manni dettur í hug - jafnvel þó ímsum virðist hún augljós. 

----------------------------------

"Hvernig stendur á því að áhugamaður um Evrópufræði þarf að bera blak af heimsku fiskifræðinga?"

Mér finnst persónulegar árásir, almennt séð, ósiður.

Það hljómar eins og, það geti verið til staðar, þ.e. kallað er á ensku "groupthink."

Hættan á slíku, er sérlega mikil innan lítilla stofnana, sérstaklega ef við gerum einnig ráð fyrir að fólk sé æviráðið.

Málið er, að vísindamenn eru eftir allt saman fólk, og fólki hættir til að verða með aldrinum styrt í því að endurskoða þ.s. því er orðið tamt að líta á sem satt og rétt. Ég á við, að þetta sé algengur galli.

Þ.s. gerist, er að lítill hópur áhrifamikilla einstaklinga, eða jafnvel einn eða tveir, sem njóta virðingar, þeirra hugmyndir verða ríikjandi. Síðan þegar nýir starfsmenn koma, þá vinna þeir einhver ár undir þeim gömlu, áður en þeir hætta, en áður en það gerist, hafa þeir gömlu mótað hugmyndaheim þeirra nýju þannig, að sú sýn er þeir gömlu mótuðu heldur áfram með þeim nýju.

Þetta er einnig kölluð stofnana-menning, þ.e. þá vísað til þess, að sérstakur hugmyndaheimur mótist þar innan veggja.

Þetta er sem sagt, mjög mannlegt. 

Það getur verið mjög erfitt, að brjótast í gegnum slíka hugmyndaheima, ef þeir verða að einhvers konar Þrándum á móti.

----------------------------------

Mín reynsla er einfaldlega að oftast nær, virkar betur að fara vel að fólki.

Útskýra af hverju þú ert ósammála, á hófstilltan hátt.

----------------------------------

"Og ég fullyrði að línu-og handfæraveiðar eru vistvænni og siðlegri veiðtæki en botnvarpa og dragnót."

Tvímælalaust betri fiskur.

 "Og ég fullyrði FULLYRÐI að handfæra-og línuveiðar á smábátum eru margfalt hagstæðari atvinnuvegur en togaraútgerð sem við þurfum þó að hafa líka til veiða á fjarlægum miðum."

Tja, sannarlega er rekstrarkostnaður togara á við marga báta. En, togari fiskar líka á við marga báta.

Spurning þá væntanlega um kostnað per hvert tonn af veiddum fiski.

Ef einhver hefur tölur, um það.

---------------------------------

 "Þú virðist ekki hafa mikinn skilning á því að Ísland sé fyrst og fremst vettvangur fólks."

Frelsi er takmarkað.

Þú hefur ekki rétt að heyja land annars manns, nema gegn hans heimild.

Þú getur ekki tekið bíl annars manns, án hans heimildar.

Nær allt ræktanlegt land, er í eigu einhvers, einmitt vegna þess að það gengur ekki upp, að viðhafa það fyrirkomulag að ræktanlegt land sé almenningur. Þ.e. hver sem er, hafi heimild til að rækta og uppskera hvar sem er.

Þ.e. auðvitað vegna þess, að magn ræktanlegs lands er takmarkað. Það fyrirkomulag, að ræktanlegt land sé einkaeign skilda meiri arði.

--------------------------------------

Að mínum dómi, er fiskurinn í sjónum einnit takmörkuð auðllind, eins og landið er takmörkuð auðlind.

Það feli í sér, að þörf sé fyrir stjórnun veiða með einhverjum hætti.

Við höfum reynt veiðidaga fyrirkomulag. Það var, og er, að mínum dómi, mjög óhagkvæmt fyrirkomulag, þjóðfélaglega, einmitt vegna þess að þá hrúgast fiskur upp á veiðidögum í stað þess, að ef aðilar hafa kvóta, þá læt ég fyrirkomulag úthlutunar hans liggja milli hluta, þá geta þeir sem hafa kvóta veitt þegar þeim hentar að veiða sem að mínum dómi skilar hærri fiskverðum, þannig meiri arði.

Spurningin er þá um kvótaúthlutunina, sem virðist hafa mistekist í upphafi.

Þá, hverng á að leysa úr því vandamáli, að fólk sé ósátt við upphaflegu úthlutunina enn þann dag í dag, og þannig - hvernig á að far að því að ná sáttum, nægilega margra Íslendinga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.4.2010 kl. 03:52

35 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar Björn. Mér finnst ég hafa leyfi til að vera reiður. Fyrirgefðu, þetta var ekki rétt orðað!

Ég hef ekki leyfi til að hætta að vera reiður þegar ég les svona ræður eins og þína þar sem öllu er snúið á haus og óréttlætið er orðið að réttlætisboðun.

Er það eðlilegt að þú reynir að verja fiskifræðingana með því að segja að auðvitað hafi þeir ekki getað séð fyrir hvað gerðist í lífríkinu? Um það snýst þessi þáttur deilunnar auðvitað. Fiskifræðingarnir leyfðu mönnum ekki að veiða fiskinn og bentu á vitneskju sína sem bara var ekki vitneskja heldur útreiknað þvaður sem sjómennirnir höfðu sagt að væri þvaður! En þú vilt leyfa vísindamönnum að þvaðra vegna þess að þeir eru vísindamenn og það er ekki víst að allt sem þeir segja sé alltaf þvaður. Og þá skiptir víst ekki máli þótt þvaðrið kosti þjóðina atvinnutekjur fólks og útflutningstekjur.

Þú getur ekki tekið bíl annars manns án heimildar!

Þegar Jón Jónsson á Súðavík kom heim til sín eftir veikindastríð sem hann vann eftir þriggja ára baráttu þá ætlaði hann að hefja útgerð á bátnum sem faðir hans hafði byggt á afkomu fjölskyldunnar og faðir hans á undan honum. Þá hafði það gerst að hann mátti ekki veiða fiskinn úti á firðinum. Pólitíkusarnir höfðu úthlutað einhverjum öðrum þessum fiski sem synti í sjónum og hann var tugthúsmaður ef hann lét sér verða það að taka við arfi sinna kynslóða í þessu landi sem var land fólksins áður en pólitíkusar úthlutuðu mannréttindunum!

Höfum við engar skyldur við mannlíf en aðeins skyldur við hagtölur?

Er allt í lagi þótt fólki sé nauðgað ef hagtölum líður vel og jafnvel þótt hagtölurnar séu lognar?

Þú þarft ekki að segja mér neitt um ræktanlegt land Einar Björn. Ég var búinn að vera bóndi og hættur búskap áður en þú fæddist. Og þetta eru ekki rök hjá þér. Bændurnir áttu jarðirnar og það var ekkert við það að athuga. Hinsvegar ganga jarðirnar ekki lausar um landið ámóta og fiskurinn sem syndir í sjónum, kemur og fer.

Bújarðirnar eru kyrrar á sínum stað og bóndinn nýtir sína jörð en ekki jarðir nágrannans. Kommúnistar reyndu að gera jarðir uppækar í Rússlandi og reistu þar samyrkjubú. Það gekk ekki upp því þegar frelsinu til að búa sér í haginn og njóta ábatans hefur verið rænt þá slokknar sá lífsneisti sem veldur því að fólkinu finnst gaman að vera fólk og lífið ævintýri.

Ég öfunda þig ekki af þeirri lífsskoðun að Íslendingurinn eigi að vera fangi kerfishunda á fallegasta og dýrmætasta landi heimsins. Ég vorkenni ungu kynslóðinni sem  fær það vegnesti frá samfélaginu að hún eigi að passa sig á því að gera ekki það sem hana langar til heldur það sem hanni er sagt að hún megi láta sig langa til að gera. 

Ég sagði að það væri praktiskara að veiða fisk á smábátum á handfæri en á frystitogara. Ég sagði ekki að það ætti bara að veiða á handfæri en ekki á frystitogara. Það er alveg áreiðanlegt að við þurfum að eiga frystitogara, ísfisktogara, nótaskip og allt þar á milli.

Heimilisfeðurnir í sjávarplássunum eiga ekki að stunda trilluútgerð en þeir eiga að hafa leyfi til þess að stunda hana vegna þess að þeir eru ekki að skaða neinn með því en gætu hagnast verulega og það sem meira er, þeim gæti liðið vel!

En ef þeir hættu nú að fá fisk og fiskurinn hyrfi? Þá bara hættu þeir einfaldlega að fara á sjó og færu að gera eitthvað annað. Einfalt. Enginn færi meira að segja á hausinn! Trilluútgerð er ekki svo áhættusöm nema útgerðarmaðurinn vilji fara að dæmi útrásarfíflanna og fjárfesti upp fyrir haus í væntanlegum gróða. Hann um það, af því hef ég ekki áhyggjur.

Síðustu fiskarnir inni á fjörðunum verða ekki veiddir á handfæri eða línu því sjómennirnir hætta einfaldlega að fara á sjó þegar það borgar sig ekki lengur og snúa sér að öðru. Svo kemur bara önnur ganga einhvern tímann alveg eins og alltaf hefur gerst.

Um samanburðinn á útgerðarkostnaðinum sem þér fannst greinilega hvatvíslegur er það að segja að bara olíukostnaður pr. kg. er 10-20 falt meiri á kg á frystitogara en trillubát eftir mínum heimildum.

En það er til gott spakmæli og fremur nýlegt.

Það eru þrjár tegundir af lygi: Lygi, haugalygi og tölfræði.

Við Íslendingar höfum tekið þá ákvörðun að byggja þetta land upp með ekki minna en lygi og þó helst tölfræði. Og við vitum það betur en aðrar þjóðir að ekkert er neinni þjóð hættulegra en fólk sem líður vel og er frjálst í eigin landi.

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 08:42

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar Björn: Ég sé að hvatvísi mín hér að ofan er á mörkunum og ég þarf að bæta þar um. Bið þig afsökunar ef ég hef beitt þig ósanngirni. En mér er mikið niðri fyrir og ég vil fá snarpar en málefnalegar umræður.

Það er líklega hafið yfir vafa að meira að segja smábátaútgerð getur orðið að vitleysu ef græðgin ein ræður för og öll fáanleg tækni er virkjuð með stundargræðgi að leiðarljósi. Það er enginn bættari með því. 

Ég geri bara ekki ráð fyrir því að fólk verði sturlað og þekki fáa sjómenn sem þannig er ástatt með. Ef við byrjuðum nú þessar strandveiðar með þokkalegum reglum um hámark á öllu slíku ofboði þá kæmist smám saman einhver reynsla sem sýndi hvar skynsemin ætti heima öðru jöfnu.

Sóknarmarkið sem notað er hindrunarlaust gæti orðið að vandamáli við tilteknar aðstæður s.s. á fiskmörkuðum. Mér finnst ótrúlegt að ekki sé hægt að þróa þetta eins og annan atvinnuveg því það er ólíklegt að sjómenn haldi áfram að fiska ef aflinn fellur í verði. 

En auðvitað koma alltaf einhver mál upp í öllum efnum sem bregðast þarf við og enginn mun geta sett reglur sem eru fullkomnar. En kannski eru við búin að tortíma dómgreindinni með reglugerðum?

Upp úr stendur að með smábátaútgerð verður fiskistofnum ekki ógnað. 

Einfaldlega vegna þess að enginn sjómaður rær til fiskjar ef hann hættir að fiska með ábata.

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 09:10

37 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það er líklega hafið yfir vafa að meira að segja smábátaútgerð getur orðið að vitleysu ef græðgin ein ræður för og öll fáanleg tækni er virkjuð með stundargræðgi að leiðarljósi. Það er enginn bættari með því. "

------------------------------------

Þ.e. einmitt þ.s. átti sér stað, ef mig rekur minni til, á árum áður.

  • Manstu ekki eftir 9,9 tonna bátunum? Sem smíðaðir voru þannig, að þeir voru nákvæmlega skv. mælingareglum sú stærð, en í óeðlileum stærðarhlutföllum.
  • Það var á sínum tíma sett regla, að ekki mætti skipta út bát, eða skipi, nema fyrir annan bát eða skip. En, menn brugðust við með því, að gera svo stórfelldar breytingar, á sínum bátum og skipum, að raunverulega voru þetta ný skip - þó enn væru þau með upphafleg stefni og skut.
  • Þ.s. það var þetta rosalega kapp, um að fiska sem allra mest, á veiðidögunum - og tilraunir til að takmarka stöðuga þróun í átt til aukinna veiðiafkasta flotanst mistókust, þá fór veiðisögum jafnt og þétt, fækkandi.
  • Þannig fjölgaði þeim dögum, sem báta og skipaflotinn, sat bundinn við briggju og enga vinnu var að fá í landi.

Sú þróun, að veiðidögum fækkaði og dauðum dögum fjölgaði, gat ekki haldið áfram endalaust.

Ég get líka bætt við, þ.s. ekki tókst að stöðva þá þróun, að fiskur hrúgaðist á land, á sífellt fækkandi dögum - til þess að tryggja að afli ónýttist ekki vegna þess að hann yrði ekki unnin í tíma en endingartími ferskfisks er takmarkaður, þá var einnig byggð mjög mikil umframvinnslugeta í landi.

------------------------

Þ.e. þessi saga, sem er svo víða fallin í gleimsku.

Mín skoðun er sú, að gamla kerfið, hafi í reynd verið hrunið, þegar það var yfirgefið og tekin snögg ákvörðun, að taka upp kvótakerfi.

Þ.e. þessi saga, sem fær mig til að álykta, að kvótakerfi þrátt fyrir mjög gallaða núverandi útfærslu þess, sé skárra fyrirkomulag.

Ég raunverulega held, að hægt sé að stórlega minnka gallana við núverandi kerfi.

  • Auðlindagjaldtaka, ef nægilega há, muni lækka verð á kvóta.
  • Ef þeirri aðferð er beitt, við gjaldtöku, að úrelda t.d. 5% á ári af kvóta, og síðan að bjóða hann til sölu, og það fé rennur í ríkissjóð; þá er hægt að tryggja að stöðugt framboð sé af kvóta á markaði.
  • Það ásamt lækkun kvótaverðs, ætti að auðvelda nýliðum að komast að veiðum.
  • Að auki, með lagabreitingu, mætti heimila vinnslu að eiga kvóta og þá myndi hún geta aflað sér hans, í gegnum þetta fyrirkomulag.
  • Ríkið getur einnig nýtt þetta fé, til að borga þeim skaðabætur, sem telst að hafa verið brotinn réttur á, þegar kvótakerfið var tekið upp.

Kosturinn við að hafa kvóta, er einmitt að losna við kappið, sem myndast þegar menn keppa um að veiða mest á tilteknum dögum, og það tjón sem verður þ.s. framboð á fiski á markaði verður svo ójafnt, sem vinnur gegn því markmiði að fá sem best verð.

Þetta snýst einnig um, að losna við þá miklu umframfjárfestingu í vinnslu, sem þarf til, svo mikið magn fisks ónýtist ekki, vegna þess að svo hátt hlutfall afla berst inn á tiltölulega fáum dögum.

Spurningin, um bætta nálgun á hvernig ákvörðun er tekin, um hve mikið má veiða, er að sjálfsögðu sjálfstæð spurning.

En, spurningin um sóknarstýringar kerfi eða kvótakerfi, er sjálfstæð spurning. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.4.2010 kl. 12:45

38 Smámynd: Elle_

Hvað sem öllu kvótamáli líður, Árni, er Ólína einn óhæfasti yfirgangspólitíkus allra tíma.  Gjörsamlega óð yfir landsmenn í drulluskítugum skóm og með miklu ofbeldi og óvirðingu, í bæði EU- og Icesave-ofbeldismálunum gegn þjóðinni.  Persónulega vil ég kvótann aftur til þjóðarinnar, þar sem hann á heima.  En EKKI með hroka og vitleysisgangi neinnar kolvitlausrar Ólinu Þorvarðardóttur.  Megi hrokinn Ólína hverfa úr pólítík með sínum ofbeldisflokki fyrir fullt og allt og burt frá sjónum okkar.

Elle_, 9.4.2010 kl. 23:22

39 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle. Með hroka og yfirgangi rændu íslensk stjórnvöld sitt eigið fólk. þarna úti við strendur, víkur, voga og firði bjó fólk sem var rænt lífsbjörg sinni, sjálfsvirðingu og mannréttindum  auk hluta af landinu sínu í miklum skilningi.

Ef Ólína Þorvarðardóttir vinnur fyrir mig þetta mál þá vona ég að hún móðgi og niðurlægi sem mest það hyski allt sem til þess þarf að réttlætið verði sýnilegt.

Megi Guð gefa henni til þess nægan hroka að láta ekki beygja sig þótt á móti blási.

Síðan er það þetta sem þú segir um kvótann og þjóðina. Þjóðin mun ekki fara að róa til fiskjar. Þjóðin öll hagnast þegar fiski er landað og breytt í verðmæti. Ég sé hinsvegar ekki að sjómaður á Eskifirði eigi að greiða starfsmanni í álverinu á Reyðarfirði gjald fyrir að veiða fisk. Né heldur að skrifstofustjóri Biskupsstofu fái leigugjald af mjólkurkvóta.

Árni Gunnarsson, 10.4.2010 kl. 07:30

40 Smámynd: Jón Kristjánsson

Einar Björn

Úr því að Nýfundnaland barst í tal vil ég benda á grein sem ég skrifaði 1994 á meðan hrunið við Nýfundnaland var að eiga sér stað.

Nýlega tók ég saman glærusýningu þar sem ég skýri með gögnum líklega orsakir hrunsins, en ofveiði var það ekki, það er alveg klárt.  Ég er reyndar að uppfæra þessa Kanadasíðu í Fiskikassanum. Þar er einnig efni um Barentshaf o.fl. ef menn hafa áhuga.

Jón Kristjánsson, 10.4.2010 kl. 14:38

41 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir komuna Jón Kristjánsson. Þekking er nauðsyn þegar þetta örlagríka mál er tekið til umfjöllunar. Og þá ekki síst þekking á þeim vinnubrögðum sem byggjast á lygaþættingi og fölsuðum niðurstöðum.

Það er nefnilega þetta þriðja stig lyginnar sem mörgum verður erfitt að varast.

Lygi-haugalygi- tölfræði.

Árni Gunnarsson, 10.4.2010 kl. 15:57

42 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - hlekkurinn á glærurnar virkar ekki.

Greinin, er frekar þunn af upplýsingum.

http://www.lme.noaa.gov/index.php?option=com_content&view=article&id=55:lme9&catid=41:briefs&Itemid=72

Ef þú skoðar bls. 4 - en þarna eru notaðar tölur yfir landanir, þá mjög hár toppur á 7. áratugnum þ.s. veiðar nálgast 900 þús. tonnin, en síðan lækkar þetta jafnt og þétt, en um tíma á 9. áratugnum virðist vera jafnvægi, en í miklu mun lægri veiðitölum en t.d. á fyrri hl. 8. áratugarins, síðan hrun snemma á 10. áratugnum.

Nú virðast einkum veiðast þarna krabbadýr.

------------------------------------

Ég myndi vilja sjá aðeins meira frá þér, en þessar örfáu línur - því þau vandræði með veiðar sem þú talar um hafa vart verið nema skugginn af því sem átti sér stað árin á undan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.4.2010 kl. 16:32

43 Smámynd: Jón Kristjánsson

Einar og aðrir

Biðst forláts, það var smá villa í slóðinni.

Hér er Kanadasíðan með slóð á glærusýninguna. Þar koma veiðarnar fram.

Hér er svo Fiskikassinn 

Jón Kristjánsson, 10.4.2010 kl. 18:00

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ertu viss um það Jón að þessar myndir af stórþorskinum hafi ekki verið teknar á mðilsfundi hjá Alþjóða hafrannsóknarstofnuninni?

Íslensk stjórnvöld stóðu bankana að því að hækka virðið með skorststöðu gegn krónunni. Einu viðbrögðin voru að Davíð í Seðlinum sagði að þetta þyrfti að rannsaka því þetta væri auðvitað grafalvarlegt "ef satt reyndist!"

Svo var þetta bara endurtekið og endurtekið enn á ný.

Líklega eru útgerðarmenn með Hafró innanborðs svo miklu heiðarlegra fólk að þessu megi ekki trúa upp á þá hvað varðar skortstöðu og kvótaverð henni samfara!

Ég held að við ættum að minnka þessa bláeygu sýn á kvótaspillinguna og ganga í það að viðurkenna hana og bregðast við henni.

Við höfum bara ekki efni á að gefa þessum dindlum meira en orðið er.

Árni Gunnarsson, 10.4.2010 kl. 22:29

45 Smámynd: Jón Kristjánsson

Alveg viss

Það var Halli, sem eitt sinn var skipstjóri á Rauðanúpi, sem tók þessar myndir. Hann fór með þeim í túr til að kynna fyrir þeim vélar sem framleiddu fljótandi ís.

Dagsatt. 

Jón Kristjánsson, 10.4.2010 kl. 22:39

46 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, áhugaverð glærusýning.

Þetta virðist sannfærandi sýna sterka fylgni milli þorskgengni og sjávarhita.

En, ég velti fyrir mér, af hverju þú - Jón - tekur svo sterka afstöðu, samt sem áður, að túlka sem svo, að hitasveiflan skýri alla sveifluna?

Þ.e. mjög sanngjarnt, að ætla að sveiflur í grunnskilyrðum, skipti verulegu máli. Á öldum áður, og alveg fram undir fyrstu árin eftir seinna stríð, er sannfærandi að halda því fram, að veiðar skipti litlu máli - til eða frá.

Eins og þú bendir sjálfur á, þá hverfur stórþorskurinn, um áratug eftir að möskvar eru stækkaðir.

Nú, við erfið umhverfisskilyrði mmyndi maður ætla, að nýliðum fari niður úr öllu valdi, dánartala verði mjög há, þ.s. stærri fiskar vegna skorts á annarri fæðru ráðast á eigið ungviði. Einnig, er lítil fæða fyrir ungviði.

En, það má alveg halda því fram, að þ.s. stækkun möskva hefur þau áhrif á, að fókus veiða verður meiri á stærri þorsk en smærri, að stórþorskurinn hafi einfaldlega verið veiddur upp - hafandi í huga, að á sama tíma er nýliðun sennilega nær engin.

Þ.e. sameininglegt áhrif - mjög lélegrar nýliðunar - og fókus veiða yfir á stærri fisk - ásamt því að náttúrulegir afræningjar þ.e. selir halda áfram að éta fisk, hafi skilað útkomunni, hvarf stórþorsks.

---------------------------------------

Sko - ef Hafró er eyrað ert þú - Jón - ökklinn.

Ef farið er bil beggja, þá er um að ræða samspil náttúrulegra aðstæðna og veiða.

Eins og ég skil, niðurstöðu Nýfundnalands dæmisins, þann lærdóm sem ber að draga, þá ber að minnka veiðar, þegar náttúrulegar aðstæður valda - eins og þú bendir á - hungri.

Nú, ef veiðar eru auknar, eins og þú virðist telja eiga að gera, þá hrynji stofninn, þ.e. þá sé stöfninn undir ekki bara álagi vegna tímabundins fæðuskorts, heldur einnig afráns frá náttúrunni og síðan þar ofan á, afráni frá manninum,

Ef, endurnýjun stofnsins, hrinur á sama tíma, og allt þetta er í gangi, þá hrynur stofninn að flestum líkindum.

------------------------------------------

Ég veit, að þú munt segja, að almennt hungur stofnsins, sýni að hann sé ekki ofveiddur. En, mín skoðun, er að þá sért þú sekur um dogmatíska afstöðu. 

En, menn meiga ekki gleyma, að náttúrulegt afrán hverfur ekki, þó komi kuldakast. Sjávarskepnur halda áfram að éta, hvað sem við gerum.

Þorskur er eftir allt saman, étinn af selum, á sömu slóðum.

Ef veiðum er tímabundið nær hætt, eða hætt alveg, þá einfaldlega lifir fiskurinn hver á öðrum þangað til að kuldakastið er búið. Þá getur stofninn rétt hratt við sér.

Svo lengi sem, til er töluvert magn af fullorðnum fiski enn, þ.e.a.s.

Annars tekur það væntanlega lengri tíma.

---------------------------

Ég kaupi alls ekki grisjunarkenninguna, sem er lærdómur tekinn frá ferskvatnskerfum, þ.s. mun færri tegundir eru til staðar, þ.s. náttúrulegt afrán er mikið minna vandamál, nema innan eigin tegundar. Þ.s. einnig er ekki nein eða mun minni hætta á, að aðrar tegundir taki yfir útbreiðslusvæði.

*Síðan, kann ég ekki við svona samsæriskenninga tal. Þ.e. sannarlega ágætt, að þorskur sé kominn aftur í nokkrum mæli þarna, en ég sé ekki alveg mótívið þ.e. hvað aðilar ættu að hafa upp úr því, að vera svona vondir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2010 kl. 00:48

47 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Las aðeins greinina þína um loðnuna - en, ég get keypt þá röksemd, að smækka eigi möskva, þannig að ekki sé veiddur stór fiskur umfram þann smærri.

Þ.e. alveg kaupandi, að ef nær einungis sé veiddur stór fiskur, þá sé óeðlilegt hlutfall stofns smár fiskur.

Stór fiskur, einnig framleiðir meira af hrognum, og það ætti að bæta nýliðun, að hafa hærra hlutfall af honum.

-------------------------

En, mér líst alls ekki á þá hugmynd, að auka heildar magn veiða í tonnum talið, að einhverju stórfelldu marki.

Eða, að draga þá ályktun af því að fæðuskortur framkallist vegna umhverfisskilyrða, sem séu einungis um nokkurra ára skeið, að þá eigi að fiska á fullu vegna þess að fiskurinn sé of horaður.

Það sé uppskrift, að tímabundnu hruni stofns.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2010 kl. 01:13

48 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og að öllu samanlögðu í þínum ályktunum Einar Björn þá ert þú sammála því að fiskinn megi rækta upp í ákveðin útreiknuð mörk með hjálp Exel og vísindamanna. Og þegar náðst hefur það markmið sem að var stefnt þá sé bara að reikna það út hversu oft megi senda lyftarann inn í vöruskemmuna til að sækja brettin með þorskinum.

Þetta er einföld lífsskoðun.

Ég er ósammála. Ég er tilbúinn að samþykkja að veiðitæknin er orðin svo þróuð í dag að ástæða sé til að hafa gát á og varast ofurgræðgi og subbuhátt við að moka upp úr sjónum öllu sem næst. Það er blátt áfram skylda að ganga um lífríki lands og sjávar með tilhlýðilegri virðingu.

En ég krefst líka þeirrar virðingar fyrir fólki og mannlegri reisn að auðlindir þjóða séu ekki teknar herskildi af auðhringum og búið til um þær sérstakt hagkerfi þeirra sem selja og leigja þær sín á milli eins og hér hefur þróast og orðið "status" sem varið er af hagsmunaaðiljum sem virðast eiga hald í dómkerfi og póltískum stofnunum stjórnsýslu.

Það er hafið yfir allan efa í mínum huga að með því að gera smábátaveiðar frjálsar þá breytum við landsbyggðinni í hagsældarsvæði þar sem fólki lípður vel. Og enda þótt ég viti að þetta frjálsræði yrði misnotað eins og tök væru á ef ekki yrðu við því settar einhverjar skorður þá vorkenni ég ekki óbrjáluðu fólki að setja þær skorður. Af því það er vandalaust að lagfæra allt sem á að laga ef það er ekki búið að taka um það pólitíska ákvörðun áður að það sé ekki hægt. 

Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 07:54

49 Smámynd: Jón Kristjánsson

Einar

Ég skrifa greinar um fiskifræði til upplýsingar og fróðleiks fyrir þá sem hafa áhuga. En ég reyni ekki að breyta fastmótuðum skoðunum þeirra sem búa sér til eigin náttúrufræði. Þrátt fyrir allt er líf- fiski- og vistfræði nokkurra ára háskólanám. Að því loknu tekur við löng reynsla í faginu, oft áratuga löng vinna við rannsóknir og tilraunir, sem er eina leiðin til að prófa tilgátur. Það er ekki hægt að reikna sig fram til niðurstöðu. 

Það þarf enginn að kaupa það sem ég er að segja, það er gefins. 

Jón Kristjánsson, 11.4.2010 kl. 20:13

50 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, þ.e. greinilegt að veiðar hafa áhrif á stofna.

  • Með því stækka möskva þá er veiddur fyrst og fremst stór fiskur - sem þú bendir sjálfur á Jón að valdi fjölgun smárra fiska á kostnað stórra.
  • Þannig, að þú ert sjálfur - á aðra höndina - þeirrar skoðunar að veiðar hafi áhrif.
  • Þannig að ég sé ekki annað, en að afstaða þín þess efnis, að ætla veiðum ekki sinn þátt í að móta einnig stærð stofna sem ósamkvæma sjálfri sér.

Ég held að það sé einfaldlega rétt, að veiðar hafi áhrif á stofnhlutföll, þ.e. hlutfall smærri fisks vs. hlutfalls stærri.

  • Því er þá væntanlega hægt að snúa vð, með því að smækka möskva á nýjan leik.
  • En, ef hlutfall smærri fiska innan tegundar er orðið óeðlilega hátt, þá ef möskvar eru smækkaðir - svo fremi sem hann haldi sér ekki allt annars staðar en stærri fiskurin - þá ætti sí aðgerð að skila því, að þau ranghlutföll lagist smaám saman.

Nú ef þ.e. rétt sem þú heldur fram, Jón, að óeðlilega hátt hlutfall lítils fisks innan tegundar, dragi úr framleiðni stofns.

Þá ætti sú eina aðgerð, að smækka aftur möskva, að duga til að laga það ástand aftur, og þar með auka á nýkan leik, framleiðni stofnsins.

Það ætti að vera alger óþarfi, að grípa til áhættusamrar aðgerðar, sem væri sú að auka veiðar verulega í tonnum talið.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2010 kl. 02:36

51 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ég er ósammála. Ég er tilbúinn að samþykkja að veiðitæknin er orðin svo þróuð í dag að ástæða sé til að hafa gát á og varast ofurgræðgi og subbuhátt við að moka upp úr sjónum öllu sem næst. Það er blátt áfram skylda að ganga um lífríki lands og sjávar með tilhlýðilegri virðingu."
-------------------------------

Hvað áttu við með að takmarka veiðitækni?

Síðan er einnig spurningin um akkúrat, hvað telst vera bátur. 

En, ég man að áður fyrr, varð það ansi teyjanlegt hugtak.

9,9 tonna bátarnir, sem dæmi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2010 kl. 02:39

52 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skulum hafa í huga, að fyrir 1490 voru engar veiðar stundaðar við Nýfundnaland.

Nema, hugsanlega einhverjir frumbyggjar hafi veitt á eintrjáningum, í mjög litlum mæli.

----------------------------

  • Svo, að þá hefur allur fiskurinn verið geymdur í sjónum.
  • Þ.e. því mjög erfitt að skilja, að engin eða mjög lítil veiði, geti verið orsakasamhengi, í tengslum við hrun stofna.
  • Hljómar eiginlega sem alger öfugmæli.

Með því að stöðva veiðar alveg í einhvern tíma, þá að sjálfsögðu fær náttúran einfaldlega frið, til að ná sér sjálf.

Varla hægt að ímynda sér annað, en að slíkt stuðli að endurreisn stofna.

-------------------------

Stöðvun veiða, er að sjálfsögðu neyðarrúræði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2010 kl. 02:46

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar Björn. Það hefur spakur maður sagt að ekki sé hægt að koma nokkrum manni til að skilja það sem hann hefur ákveðið að skilja ekki. Og þar sem þú hefur tekið þá ákvörðun í þessu máli sé ég ekki ástæðu til að telja þér hughvarf í því efni.

En flest sem ég held fram er afar skiljanlegt.

1. Hafró tókst ekki á Íslandi að auka veiðráðgjöf í þorski með áratuga friðun. Þetta tókst ekki heldur í Barentshafi en þar margfaldaðist afli með meintri ofveiði. Finnst þér líklegt að lyfjafyrirtæki fengi það staðfest að því hefði tekist að framleiða besta lyfið við sjúkdómi ef hann hefði þrefaldast á aldarfjórðungi? 

2. Ályktun Jóns um að veiðar hafi ekki áhrif fellur ekki þótt hann bendi á að lítil stofnvernd sé í því að veiða stærstu og þróttmestu einstaklingana en friða þá rýrustu. En þér leið betur þegar þú náðir þessu. Til lukku með það! En það er ekki merkilegt innlegg í þýðingarmikið deiluefni að leita upp orðalag sem teygja má undir hvatvísi og gera það að meginatriði.

3. Með því að takmarka sókn skipa þar sem fullkomnustu tækni er beitt á ég að sjálfsögðu við: Þegar Íslendingar fá leyfi til að gera það sem þeim hefur lengi verið bannað að gera þá verða þeir undantekningarlaust bandvitlausir. Og ég vil ekki að auðlindin sé gerð að leikvelli vitleysinga. Ég hef sjálfur orðið vitni að þorskveiðum í flottroll í aflahrotu og vil ekki vita af svo sturluðu atferli aftur.

4. Um stærð smábátanna hef ég engar tillögur og þarf þess ekki. Það er mál sem enginn vandi er að vinna úr ef þess er talin þörf. Upp úr stendur að sókn í fiskinn á grunnmiðum með þeirri tækni og þeim veiðarfærum sem ég hef lagt til er sjálfstýrð! Hún er einfaldlega sjálfstýrð vegna þess að þegar ekki aflast þá hætta sjómenn að róa til fiskjar. Og af því ég miða þessar tillögur ekki við hungursneyð en geri aðeins ráð fyrir ábatasömum rekstri þá treysti ég því að enda þótt það komi í ljós að þær hafi verið rangar eða vanhugsaðar þá muni síðustu þrír eða fjórir þorskarnir sleppa. 

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 05:58

54 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - hann Jón er ekki að tala um, að hætta veiðistjórnun. Hann, vill stjórnun skv. eigin hugmyndum. Þ.e. ekki sama, og vilja enga stjórnun.

Svo, þær hugmyndir er þú lísir, eru ekki einu sinni, þ.s. hann stingur upp á.

------------------------

Fyrir 2. öld voru veiðar hér við land, svo agnar litlar, að þær voru í samanburði við þ.s. þú kallar friðun, miklu - miklu, minni.

Friðunin er einungis hlutfallsleg, þ.e. í samanburðinum við stjórnlausar veiðar.

Þ.e. alveg augljóst, ætti hverjum manni að vera fært um að skilja, að ef nóg af fiski var hér fyrir tíma 20. aldar, þá er ekki nokur leið, að friðun sem slík, geti leitt til aflabrests.

Nú, áður en land byggðist, voru hér alls engar veiðar, samt var hér fiskur.

----------------------------------

Þ.s. ég benti á, er hluti af þeirri veiðistjórnun, sem hefur verið í gangi, má vera að hafi valdið skaða,

Þá á ég við, stækkun möskva.

En, stækkun möskva hefur þau áhrif, að veiddur er fyrst og fremst stærri fiskur af sömu tegund, í stað þess að taka alls sem nótin eða trollið getur veitt.

Þ.e. vel hugsanlegt, að með því að veiða stórann fisk, sleppa alltaf litlum, sé hlutfall stórs fisks orðið óeðlilega lítið miðað við náttúrlegar aðstæður. Þannig, sé hlutfall stórs vs. lítilst skekkt.

Þetta er vel hugsanlegt, að hafi dregið úr framleiðni stofnsins. Þ.s. þessi breyting, væri þá eðlilega smáma saman að ágerast, þá getur þetta einfaldlega verið skýrng þess, þ.e. aðalskýring - hvers vegna veiðiráðgjöfin, hefur ekki skilað þeim árangri, sem til var ætlast.

-----------------------------

Ég bendi á, að þó svo að efnahagsstjórn, hafi hér oft feilað - sérlega ílla síðast áratug, þá erum við ekki búin að álykta, að efnahagsstjórn sé tímasóun - mér finnst ályktun þín þess að veiðistjórnun sé tímasóun cirka álíka skynsamleg.

-----------------------------

"Til lukku með það! En það er ekki merkilegt innlegg í þýðingarmikið deiluefni að leita upp orðalag sem teygja má undir hvatvísi og gera það að meginatriði."

Þarna, hef ég einfaldlega tekið hluta af því, sem hann leggur áherslu á. Ég einfaldlega er til, í að samþykkja að þessi röksemd sé líklega rétt.

En, ég stend enn við það, að ég er ósammála ímsum öðrum hans ályktunum, og tel hann almennt séð - gera of lítið úr vægi veiða.

Samanborið, við Hafró - sem telja veiðar skipta mestu málu, og hann, sem telur þær skipta nánast engu - - þá stefni ég á, þ.s. mætti kalla milliveg.

En hann er, - samspil umhverfisaðstæðna og veiða.

Eins og ég benti honum á, þá tekur hann sjálfur fram, að möskvar við Nýfundnaland voru stækkaðir, á 8. áratugnum. Við upphaf þess 10. er stór þorskur alveg horfinn úr aflanum.

Ég benti honum á, að það væri alveg bær ályktun, af þeim gögnum er hann vísar á, sjálfur - að stórþorskurinn hafi verið veiddur upp, þegar samspil veiða við umhverfisaðstæður sem draga stórlega úr nýliðun þegar þarna var komið við sögu er haft í huga.

Hann greinilega kýs að kenna umhverfisaðstæðum um allt saman, jafnvel þó það liggi nokkur skýrt fyrir, að við þær aðstæður sem hann er að lísa, þá hefur einmitt stækkun möskva og áherlsa veiða á stórþorsk ítt undir útrýmingu hans.

Það ætti að vera frekar augljós túlkun.

-------------------------

 Ég minni á sögu veiðistjórnunar hér við land, áður en sóknardaga kerfi var aflagt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2010 kl. 20:57

55 Smámynd: Árni Gunnarsson

Til að ljúka þessu þá játa ég mig sigraðan. Þú býrð yfir svo miklu meiri þekkingu en ég hefði getað látið mér koma til hugar miðað við að ég hef hvergi séð þess getið að þú hafir lokið námi í þessari vísindagrein og þar að auki synist mér að þú eigir að baki langa sjómannsævi.

En án þess að ég vilji svara fyrir Jón þá er ég nærri viss um að hann lætur sér í léttu rúmi liggja þótt þú sért honum ekki sammála.

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 22:31

56 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. óþarfi að vera með skæting.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.4.2010 kl. 15:36

57 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ungur heyrði ég tillögu sem mér þykir en góð. Skipta fiskveiði landhelginni upp í svæði sem miðast við 3 mílur, 12 mílur , 50 mílur, 200 mílur.

Ákveða svo reglur sem eiga gilda um hvert svæði.

Til dæmis innan 3 sjómílna verður séreign strandsvæðisins.

50 -200 getur verið Seðlabanka tekjulind. 

Júlíus Björnsson, 13.4.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband