12.4.2010 | 06:37
Að ákæra fyrir fullkomið gáleysi og ábyrgðarleysi í starfi
Á Vísi .is segir frá því að Guðmundur Gunnarsson bæjarfulltrúi á Álftanesi vilji að ríkissaksóknari skoði hvort ákæra beri Sigurð Magnússon fyrrv. bæjarstjóra fyrir "afbrigðilega hegðun" og "fullkomið gáleysi og ábyrgðarleysi í starfi.
Mér finnst þessi ályktun bæjarfulltrúans einfaldlega sjálfsagt innlegg í þetta stórundarlega og örlagaríka ástand sem skapaðist á Álftanesi á stjórnsýslutíð umrædds bæjarstjóra.
Það er löngu kominn tími til að æðstu embættismenn í sveitarstjórnum og í stjórnmálum; þar með taldir ráðherrar axli ábyrgð á dýrum afglöpum og/eða valdníðslu. Að axla ábyrgð er nefnilega allt annað en að kjafta um það á fundum með fréttamönnum að viðkomandi sé reiðubúinn að axla ábyrgð.
En svo gerist auðvitað aldrei neitt.
Við Íslendingar erum búnir að leyfa þessu ábyrgðarleysi að þróast upp í fyrirlitningu valdhafa á eigin skyldum og okkur sem veittum þeim umboðið. Verði ekki tekið á þessu núna í tengslum við það uppgjör sem þjóðin bíður eftir og á að hefjast í dag þá getum við kvatt allar okkar gömlu kenningar um ábyrgð og pólitískt siðgæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir hafa ekki verið seinir að raða sér upp stjórnmálamennirnir þegar klippa þarf á borða og komust færri að en vildu, en nú sést varla kjaftur, allir uppteknir að klóra yfir skítinn bak við hús.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 15:43
Og inni á hinu háa Alþingi eru "háttvirtir" margir hverjir orðnir ærulaust hyski í augum sinna umbjóðenda. Enginn að vísu sekur því hinir áttu að sjá um þetta!
Annars held ég að mörgum sjáist yfir það að hann Reynir Traustason var búinn að upplýsa flest af því sem skýrsluhöfundar sögðu. Það var bara svo auðvelt að segja að það væri lygi.
Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 17:26
Góður pistill og ég er algjörlega sammála. Ég held að Íslendingar þurfi að fara að venja sig við spillingu í framtíðinni. Það þurftu Ítalir að gera með sína Mafíu í landinu og gera að hluta til enn. Í Rússlandi fara sjaldan fram nein viðskipti nema með samþykki mafínnar þar í landi. Það þarf enga kveðjustund fyrir pólitískt siðgæði. Það fór án þess að fólk tók eftir því fyrir löngu síðan, og fólk áttaði sig ekki á því fyrr enn núna. Og ég trúi að þeir sem eru innblandaðir í bankahrunið líti alls ekki á sig sem neina afbrotamenn....
Óskar Arnórsson, 13.4.2010 kl. 14:24
...Þeim finnst í mesta lagi að þeir hefðu getað gert betur, og kanski viðurkenna einhver smámistök. Þannig þróast skipulögð glæpastarfsemi allststaðar í heiminum. Það er ekkert endilega slæmt fólk sem er í mafínnu. Það þróaðist bara þannig þangað til það kom að skuldadögunum. Auðvitað eru hrunamenn ekki heimskari enn það, að þeir vita nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Enda hefði engin sagt neitt ef ekki hefði verið þetta bankahrun. Þetta bankahrun þurfti kanski til að stoppa þróun sem hefði getað þróast í nákvæmlega sömu átt og alþjóðlega glæpamafíur verða til. Enn á Íslandi má ekki nota orðið Mafía um hóp manna sem stunda skipulagða glæpastarfsemi. Það má bara í útlöndum. Fyrir mér vantar bara nafnið á þessa íslensku mafíu....og hugsa allt út frá því. Það er bara að hneigja sig fyrir Íslandi og óska landið velkomið í alþjóðasamfélagið....
Óskar Arnórsson, 13.4.2010 kl. 14:24
...Mafían er komun til að vera, hvað sem hver segir. Eini munurinn er að núna er búið að fá staðfestingu á þeim breytingum á þjóðfélaginu og það er óþarfi að leika eitthvað leikrit fyrir þjóðina. Enn það má að sjálfsögðu engin viðurkenna opinberlega að hann sé meðlimur í skipulagðri glæpastarfsemi. Á því byggjast glæpir. Ég hef heyrt fólk sem er á bólakafi í þessum "viðskiptum" gera grín af venjulegu fólki, hæðast og vera með hroka yfir hversu miklir hálvitar íslensk stjórnvöld eru, að raunverulega hafi þeir völdinn og sumt er ekki hafandi eftir. Ég vil endilega finna arkitektanna fyrir sýstemi sem er uppbyggt þannig að flókið er að finna drifkraftinn í þessu öllu. Þetta Álftanesmál er bara smámál sem sníst um mann sem fór að gera eins og félagarnir og það endaði svona...ef þú stelur hundrað þúsund, ertu þjófur. Ef þú stelur milljörðum, ertu ábyrgðarlaus...það er miklu fínna að vera ábyrgðarlaus enn að vera þjófur.
Óskar Arnórsson, 13.4.2010 kl. 14:35
Kæri Árni, þegar GUÐ fjallaði um ábyrgð & siðferði þá voru íslenskir stjórnmálamenn á bak við TRÉ og fengu ekki með sér boðskapinn. Þegar GUÐ fjallaði um FÍKN þá sátu allir okkar útrásarskúrkar á fremsta bekk en meðtóku ekki boðskapinn...lol...! Þegar kemur að því að axla ábyrgð hérlendis þá gildir viðkvæðið: "...ekki benda á mig - ég gerði bara það sem mér var sagt - mér urðu á tæknileg mistök o.s.frv - vandræðalegt sú siðblinda & ábyrgðarleysi sem RÁNfuglinn hefur komið til leiða hérlendis með óvandaðri klíkustjórnmálum. Það er auðvitað ekki tilviljun að heilt samfélag fari á hliðina þegar fábjánar eru undir stýri.
kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2010 kl. 16:02
Sagt hefur verið að reynsluleysi stjórnenda í bönkunum hafi orsakað aulaháttinn að einhverju leyti. Það held ég að sé mikil einföldun. Ég sé ekki betur en að þegar búið var að ná eignarhaldinu hafi tilgangurinn bara komið strax í ljós. Það átti ekki að reka lánastofnun heldur að ná inn sem mestum peningum til að stela og koma þeim í skjól. Virði hlutabréfa var margfaldað með keðjubréfaleiðinni sem gekk hér á landi um margra ára skeið og allir krakkar kunnu. Þetta var ódýr leið til að ná inn peningum fyrir þá sem byrjuðu og svo lognaðist allt útaf þegar frá leið.
Menn breyttust í óargadýr og ábatavonir urðu að fíkn. Maður sem komst inn í banka og náði fyrstu milljóninni með heiðarlegu móti fór þegar í stað að leita að annari til að stela.
Umhverfið var orðið sturlað áður en nokkurn varði.
Árni Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 16:14
Ég held að þú hafir hitt naglan á höfuðið núna Árni. Nákvæmlega! Það var aldrei meininginn að neinn vaknaði úr "allt í þessu fína kómanu", enn bankarnir hrundu og kom upp um allt. Sturlun og fíkn eru bara byrjunarorðin á hveð olli því að þetta hrap varð ógurlegt. Og sofandaháttur yfirvalda. Það kaupir engin banka nema til að græða á því. Þess vegna á að hætta þessum einkarekstri banka. Verðtrygging og ránvextir, verslun með afleiðslusamninga og allskonar tilfærslur eru ekkert annað enn dulbúin seðlaprentun og þensla í fjármálaheiminum. Þessi sturlun er eins og pest um allan heim...spákaupmennska og kaup og sala á skuldum eru keðjubréf undir öðru nafni.
Óskar Arnórsson, 13.4.2010 kl. 21:26
Það er fyrir löngu komin tími á að láta fólk bera ábyrgð en ég er hræddur um að það finnist ekki haldbær lagagrein til að nota við ákæruna.
Því miður.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.4.2010 kl. 22:01
Það má líkja þessu við skoplega lýsingu á menningarástandi í ónefndri sýslu á Íslandi á nítjándu öldinni.
Þar röktu menn ættir eftir dómsmálabókum og jarðirnar voru metnar til verðs eftir því hversu vel þær voru fallnar til að stunda þar sauðaþjófnað.
Árni Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.