Litlar gular hænur

Skelfilegt var bankahrunið og afleiðingar þess fyrir þjóðina. Skelfileg er skýrsla rannsóknarnefndarinnar líkt og allri bjuggust við. Skelfilegast af öllu er þó að fylgjast með þeirri afneitun ábyrgðar sem allir vaktmennirnir sem sviku keppast nú við að grípa til í skömm sinni og smæð. Samkvæmt vitnisburði skýrsluhöfunda þá neituðu allir eigin ábyrgð við skýrslutökuna en bentu á aðra.

Og þetta segir okkur frá því að æðstu menn íslenskrar stjórnsýslu eru litlar gular hænur þegar á reynir og verra má það nú ekki vera.

Hér á blogginu má sjá að nokkru sjá ástæðurnar fyrir þessari vesöld því nú gengur hér maður undir manns hönd í það verkefni að bera blak af sínum leiðtogum og benda á aðra og er slæmt til þess að vita að þessir litlu hænuungar eigi kannski eftir að ganga inn í pólitík þjóðarinnar sem fullvaxnar gular hænur.

Forsætisráðherra á hrunvakt sagði slysið ekki hafa átt rætur í stjórnsýsluafglöpum. Þetta hefði verið stjórnendum bankanna að kenna!  Mikið hljóta kokkarnirí Múlakaffi að hafa verið fegnir að sjá að þetta var ekki þeim að kenna.

Forstjóri Fjámálaeftirlitsins átti engan þátt í að svo fór sem fór. En axlaði þó ábyrgð með þvi að játast undir það að segja af sér.

Fram hefur komið að Bretar margítrekuðu óskir um að breytt yrði rekstrarformi Icesave og bankinn settur undir bresk lög. Við því var ekki orðið eins og allir vita.

Í kvöld sagði Jóhanna að eftir 2006 hefði verið útilokað að bjarga bönkunum! Um hvað voru Bretar þá að tala? En hvað með fólkið sem varð fórnarlömb bankanna frá þeim tíma og fram að hruni; skipti það þá ríkisstjórnina engu máli að bjarga því frá lygurunum sem hringdu úr bönkunum og buðu gull og græna skóga í innstæður sem síðan var stolið?

Nei, þegar þarna var komið sögu fóru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna i ímyndarferðalög til að gylla þessa banka í útlöndum og urðu sér og þjóðinni til meiri og reyndar ævarandi skammar.

Auðvitað er þessi litla gula hirð bara að bulla því þarna vissi íklega enginn úr henni hvað í vændum var vegna skilningsbrests á aðstæðum og póltískrar heimsku.

Viðskiptaráðherra og Seðlabankastjóri voru í fýlu og þegar sá síðarnefndi kallaði ríkisstjórn ítrekað á fundi til að gera hana hrædda- enda hræddur sjálfur og einlægt skammaður af einhverjum útlendingum fyrir heimsku- þá var viðskiptaráðherrann ekki viðstaddur og foringinn, Ingibjörg Sólrún var ekkert að segja honum frá þessu!

Og sagan af þessum ósköpum er rétt að byrja en hér verður ekki skrifuð bók

Það blasir við að nú vantar fjárveitingu í nýtt fangelsi handa íslenskum stórglæpamönnum. Því er auðvelt að bjarga með því að innrétta gömul minkabú. Minkurinn er að vísu minna villidýr svona utan um sig en lyktin illskárri en af hinum kvikindunum.

Og svo vantar afvötnunarstöð fyrir stjórnmálmenn og embættismenn í afneitun.

Þvílíkt lið, Þvílíkir garmar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

George Orwell skrifaði bókina SVÍNAbær eftir að hafa dvalið hérlendis í eina viku sem ungur drengur.  Hann sá strax SIÐBLINDU og SVÍNArí allstaðar í samfélaginu sem hann leit á sem "helsjúkt".  Allir vildu komast á embættismanna spennan - fíkn í "völd" var mikil hjá íslenska sauðnum, engin agi var á köttunum í samfélaginu og poliTÍKIN var ávalt geltandi - sem sagt agalaust samfélag, þar sem þeir frekustu komust upp með það að taka til sín KVÓTA og landsins gæði.  Allt samfélagið var MEÐVIRKT með fíklunum og bókin "Animal farm" varð að veruleika.  Þegar George Orwell yfirgaf landið með GULLfossi sagði hann þessi fleygu orð við bryggjusporðann: "Ótrúleg fábjánaleikrit þetta samfélag"  Ef hann hefði geta ferðast tilbaka í tímanum og upplifa Ísland árið 2007 þá hefði hann eflaust skrifað bókin "Sýndarveruleiki glæpamanna með einbeitan brotarvilja".

Eða með þínum fleygu orðum: "..hérlendis vantar afvötnunarstöð fyrir stjórnmálmenn og embættismenn í afneitun. Þvílíkt lið, Þvílíkir garmar!"  Hann var víðSÝN sá sem teiknaði merki Bófaflokksins og lét RÁNfuglinn vera þeirra aðaltákn, segir allt um þann FLokk.  Eftir hrun heils bankakerfis og eftir að hafa komið heilu samfélagi á hliðina með "svindli, lygum, svikum & blekkingum" þá eru 147 aðilar í skýrslunni sem upplýsa ÞJÓÐINA að þeir hafi ekkert gert rangt..lol....lol....!  Siðblindir skíthælar & fíklar í fé & völd hafa auðvitað enga dómgreind eða vilja til að upplýsa samfélagið um viðbjóðin sem þeim tengist.  En við vissum í raun allan tímann að þessir aðilar eru ekkert annað en siðblindir ræningjar sem kunna ekki að skammast sýn, skömm þeirra er ævarandi og Ásatrúarfélagið voru fljótir að reisa þeim níðstöng.  Vonandi verður hægt að vísa þeim frá landinu og banna þeim að stunda viðskipti það sem eftir er ævinnar í Evrópu.  Þeir eru eins og minnkur í hæsnabúi, drepa allt - skilja eftir sig blóðidrifna slóð "taumlausar græðgi".  Magur verður af aurum API - þessi útrásarSVÍN eiga auðvitað heima í Húsdýragarðinum, innan um hin svínin..!

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 15.4.2010 kl. 13:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakob Þór. Það skelfilegasta er að núna sjáum við afleiðngar siðrænnar úrkynjunar í samfélagi okkar.

Úrkynjun er ein skelfilegast vá allra dýrategunda hér á jörð og gildir einu hvar og í hverju hún birtist.

 Á þessu vandamáli verður ekki tekið með því að þegja í hel glæpina og sýna glæpamönnunum umburðarlyndi.

Með því að söngla:

"Við tókum náttúrlega öll þátt í þessu!"

Þá erum við orðin samsek og samdauna ræfildómnum.

Árni Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband