20.4.2010 | 17:45
Er aðildin að ESB bein aðför að íslensku mannlífi?
Ein mesta vá íslensks samfélags á myrkum miðöldum var af völdum erlends valds. Viðskipti þjóðarinnar við aðrar þjóðir en dönsku herraþjóðina voru refsiverð og viðurlögin allt að lífláti. Íslenskt samfélag er örsmátt í öllum samanburði og umfang viðskipta óveruleg á alla mælikvarða.
Frjáls og óheft utanríkisviðskipti hljóta að vera keppikefli allra þjóða og engum þjóðum auðveldari en okkur vegna fámennis.
EES samningurinn batt okkur í fjötra regluverks sem í mörgu efni þjónaði engum tilgangi hér á landi utan hagsmuna kontórista sem hafa atvinnu af að smíða lög til að varna fólki frelsis í eigin landi.
Nú nýlega las ég í Bændablaðinu að fyrir dyrum lægi að fella niður undanþágu til að selja kjöt af hrossum sem ekki væru örmerkt! Mér brá dálítið því ég vissi ekki að það væri heilsufarsleg áhætta að borða hrossakjöt nema fyrir lægi nafn og númer föður og móður sláturdýrsins. Ekki fylgdi fréttinni að þetta væri samkvæmt tilskipun EES en lyktin leyndi sér ekki.
Ég sé nú ekki betur en kontóristadraumur íslenskra krata sé orðinn svo glórulaus heimska að íslensku mannlífi stafi bein ógn af ófögnuðinum. Einhverra óljósra ástæðna vegna virðist þessi draumur byggja á þeirri metnaðarfullu sýn að skipa íslensku fólki til sætis í sporvagni kerfisins meðvitundarlausu. Þangað verði það dregið eftir kennitölum í stað eyrnamerkjanna á lömbunum sem bændur nota sér til hagræðis í sláturtíð.
Það er óþarfi af krötunum að gera ráð fyrir því að íslenska þjóðin sé ófær um að hugsa fyrir sig þótt svo illa sé komið fyrir þeim sjálfum að þeir treysti útlendum kontórum betur til þess. Það er svo sem ágætt að viðurkenna eigin vanburði til ákvarðana en ósiður að ætla venjulegu fólki þá óhugnanlegu fötlun
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Árni
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2010 kl. 18:38
Íslandi hefur verið stýrt í áraraðir eins og að megnið af þjóðinni sé ekki til. Þeirra skoðanir skipta ekki máli hjá fólki sem veit hvað er best fyrir landið. Allar breytingar á undanförnum árum miða að því að aðlagast ESB regluverkinu. Fyrir oppnum tjöldum. Það er fyrir löngu búið aðákveða að Ísland skuli vera með í ESB. Það þarf að leyfa þeim sem eru á móti því, að kvarta í nokkur ár yfir þessu, og svo er Ísland orðið meðlimur án þess að nokkur viti almennilega hvernig það æxlaðist að samþykki meirihluta þjóðarinnar var virt að vettugi. Lýræðið er ónítt á Íslandi.
Óskar Arnórsson, 20.4.2010 kl. 18:46
Gunnar. Þetta skelfilega áform kratabjálfanna verður hver dugandi maður að láta sig varða. Það samfélaginu til vansæmdar að hafa þennan ófögnuð lengur inni í pólitískri umræðu. Nóg er nú niðurlægingin sem fyrir er.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 18:51
Óskar. Það er líklega stutt í hýðingu að næturþeli á afviknum stað ef þessir pólitísku óþurftarmenn þjóðarinnar láta ekki segjast og fari að láta fólkið í þessu landi í friði..
En eins og þú réttilega segir þá er lúðræðið ónýtt á Íslandi. Og það sem verra er: Það er þessum pólitíska geldfénaði óbærileg tilhugsun að það verði virkjað.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 18:55
Íslendingar eru því miður svo "vel upp aldir" að þeir freka láta éta sig lifandi enn að mótmæla þessari valdníðslu sem felst í að ESB sé þröngvað sé upp á fólk. Að Stjórnarskrá sé sett í samband upp á nýtt og lýðræði sé prófað aftur sem stjórntæki, hlýtur að eyðileggja fyrir "hagsældinni" hjá mörgum. Þessir hörmungartímar gætu samt orðið upphafið að gjörsamlega nýjum stjórnarháttum sem nýtt "SÚPERLÝÐRÆÐI" og verður alvöru frelsi, lífsgleði og ummhyggja fyrir náunga sínum, og þar sem sjálfsagt mál er að fylgja lögum...Í þjóðfélagi þar sem gott og gaman er að vera. Þannig er það ekki í dag á Íslandi...
Óskar Arnórsson, 20.4.2010 kl. 19:24
Sko, er ekki í lagi að skoða hvað í boði er ? Ef okkur líst ekkert á það sem við fáum við inngöngu í ESB þá bara höfnum við því, væntanlega í þjóðaratkvæðagreiðslu...
Þetta er rétt eins og að skoða hús sem þú ert að hugsa um að kaupa... þó þú gangir um það og skoðir ertu ekki skuldbundinn til að kaupa húsið...
Brattur, 20.4.2010 kl. 19:41
Já Árni
Svona hefur þetta gerst í ESB frá byrjun. Öllu ESB dótinu er smyglað inn á þjóðirnar í gegnum hræðsluköst. ESB stækkar alltaf í hræðsluköstum. En það er bara ekki hægt að komast út úr þessu aftur. Þetta er eins konar eins flokka kerfi. Eins og að ganga í Krataflokk um aldur og æfi. Lok og læs.
Ég leyfi mér að hafa þá skoðun að ESB sé það versta sem komið getur fyrir frjálsar lýðræðisþjóðir á friðartímum. Þetta er eins og að fá lús. Og á ófriðartímum er þetta fullkomlega gangslaus öskubykkja eins og sést hefur hér í Evrópu síðastliðin 200 ár.
Það hefur aldrei verið sannur meirihluti fyrir neinu í ESB frá byrjun. Þar fyrir utan þá hafa sumar þjóðir ekki verið spurðar að einu né neinu. Þetta kemur bera eins og pest.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2010 kl. 19:49
Brattur: Sú var tíð á Íslandi að enginn maður hafði svo lága sjálfsímynd að hann væri til sölu fyrir hagstætt verð. Engum máli hefði skipt þótt nefnt hefði verið hæsta verð, enda voru menn ekki farnir að verðleggja sig þegar ég var á þínum aldri.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 19:50
ESB er ekki boð. Það er hækja Þýskalands og Frakklands. Þetta er þykjustu lyf þeirra. ESB er hækjuklúbbur.
Íslendingar þurfa ekki að ganga með hækjur. Þeir eru ekki Frakkland né Þýskaland, sem betur fer.
Að ætla að ganga í ESB þegar maður heitir ekki Frakkland eða Þýskaland - eða er ólánsamur nágranni þeirra - er svona eins og smástrákurinn sem loksins kemst í næstu götu gamla hverfis síns og sér að allir ganga þar um með hækjur og allt er klessu. Hann fer heim og segir við mömmu sína: Mamma! ég vil fá hækjur eins og hinir. "Allir eru með hækjur".
Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2010 kl. 19:57
Árni, getum við ekki litið aðeins öðruvísi á þetta; að við séum að kaupa en ekki selja ?
Annars veit ég ekkert um það hvort innganga í ESB væri okkur til góðs eða ekki. Talað er um efnahagslegan stöðuleika sem kæmist á fyrir heimilin, lægri vexti og lægri verðbóla sem dæmi, kjarabót sem gæti numið 1 milljón á ári fyrir hvert heimili í landinu, ódýrara matarverð o.s.frv.
Svo er það landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn... spurningar um samninga þar, hver er okkar fórn eða er hún einhver ? Við vitum ekkert fyrr en búið er að fara í viðræður og fá útkomu úr dæminu... samningurinn verður alltaf lagður undir þjóðina... hún kýs hvað hún vill.
Held að allt tal um að við missum sjálfstæðið sé bara ekki rétt... hvað með þær þjóðir sem eru þegar í ESB... ekki lítum við á að þær séu eitthvað minna sjálfstæðar en við, er það ?
Brattur, 20.4.2010 kl. 20:01
Gleði fréttir frá Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra er í náinni samvinnu með atvinnuleysis sérfræðingum EU í framtíðinni. Við getum lært af Finnum , gaman, gaman, og kannski gert betur.
Hvað er atvinnuleysi mikið í Finnlandi í dag? Hver voru lágmarkslaun á Íslandi 1982 samborið við þau Finnsku á saman tíma.
Við vitum að Ráðherralaun á Íslandi hafa haldist og gott betur.
Júlíus Björnsson, 20.4.2010 kl. 20:07
Brattur: Þetta er orðið líkast heilaþvotti. Ég hef hlýtt á mann sem hringir oft á Útvarp Sögu. Árni Björn minnir mig að nafnið sé. Hann lét þau orð falla eitt sinn í hita umræðunnar sem eiginlega mátti skilja svo að ESB væri svona einskonar huggulegt útibú frá Himnaríki.
En málið snýr þannig við mér eins og mörgum öðrum hér á landi að mér bara hugnast ekki að láta erlent boðvald segja mér hvað ég t.d. megi éta án þess að verða lögbrjótur í eigin landi.
Og svo sannarlega hafa þessar þjóðir minna sjálfstæði en við. Þær geta ekki sett sér sín eigin lög. Og rétt eins og við sætta sig við að samþykkja lög um mörg þau efni sem þeir þekkja ekki sjálfir nema af afspurn.
Í síðasta lagi þá gæti ég aldrei viðurkennt það að íslensk þjóð þyrfti á einhvers konar undanþágum að halda til að njóta aðstoðar í formi ölmusu.
Landfræðileg einangrun er dýrmæt gjöf en ekki varðhald eins og sumir ESB sinnar vilja gera að sannleika til að þeim auðnist starf á kontór.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 20:32
Gunnar: Það er með ólíkindum að Samfylkingunni skuli ekki hafa hugkvæmst að setja hækju inn í lógó þessa félagsskapar um niðurlægingu Íslands.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 20:35
Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2010 kl. 20:36
Júlíus: Hann Árni Páll er frændi minn og ég ber til hans hlýjar tilfinningar. Það er ástæðan fyrir því að ég hef stillt mig um að taka stjórnsýsluathafnir hans og pólitíska sýn til umræðu.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 20:38
Íslensk stjórnmál og -stjórnunarhættir eru tilræði við eðlilegt mannlíf á þessum kletti. Ég mun taka mína ákvörðun samkvæmt minni reynslu af ofangreindu. Auk þess mun veskið, vextir og verðtrygging og gjaldmiðill hafa mikið að segja.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 20.4.2010 kl. 20:41
Þetta ber allt að sama brunni Gunnar. En við erum að berjast við þráhyggju og margir eiga erfitt með að játa að þeir hafi verið á villigötum. Og svo eru margir sem telja sig vita að það sem Jón Baldvin, Þorvaldur Gylfason- og ýmsir fleiri sem hafa fengið bréf upp á það að vita allt miklu betur en venjulegt fólk- hafi haft rangt fyrir sér.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 20:53
Arinbjörn: Þú nefnir ástæður sem er í okkar höndum að lagfæra og það ætti að verða minna verk en að brjótast út úr fjötrum erlends stjórnvalds ef skammsýni og gylliboð leiða okkur þangað.
Sameiginleg stjórnsýsla og nýting á auðlindum er eðlilegri niðurstaða þeirra þjóða þar sem fjórir eða fimm strákar af jafn mörgu þjóðerni míga í sama lækinn.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 21:05
Leiðrétting. Í aths. 17 hefur mér orðið á. Þar setti ég orðið rangt í staðinn fyrir rétt. Og ég ætla að halda mig við þann góða sið að biðjast afsökunar þegar mér verður á við að greina rétt frá röngu.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 21:10
"Ein mesta vá íslensks samfélags á myrkum miðöldum var af völdum erlends valds"
Þetta er rangt og löngu úrelt söguskoðun og afsönnuð í alla staði.
Og nei - islendingar eru ekkert sérstakir eða með sérstakt hæfileikagen varðandi viðskipti eins og Forsetinn var að reyna að telja útlendingum trú um hérna um árið.
Það er allt angi af þessari gömlu hallærsilegu söguskoðun sem var kokkuð upp í svokallaðri sjálfstæðisbaráttu sem er í raun bara mýta. Það var engin sjálfstæðisbarátta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 21:13
Vel að orði komist eins og vanalega: "Ég sé nú ekki betur en kontóristadraumur íslenskra krata sé orðinn svo glórulaus heimska að íslensku mannlífi stafi bein ógn af ófögnuðinum."
kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 21:29
Ómar Bjarki: Þannig að þín skoðun á sögunni leiðir þig að þeirri niðurstöðu að þegar búandfólk á Hornströndum seldi hollenskum duggara peysu og sjóvettlinga fyrir kex og öngla og línu til að fiska með þá hafi það verið refsivert.
Þú ert vel taminn og ég óska þér velfarnaðar á gripavagninum til Brussel. Mundu samt að krefjast þess að það verði stoppað á leiðinni og fólkinu hleypt út til að pissa. Það er í lagi að skipta fólkinu í hæfilega stóra hópa svo auðveldara verði að fylgjast með því að enginn strjúki eins og dæmi eru um þegar fólki snýst hugur.
En hlífðu mér við því að leiða mig í einhvern sannleika um refsingar vegna viðskipta við útlendinga á einokunartímanum. Ég treysti mér til að vera minn eigin sagnfræðingur í öllu því efni. Ég var svo lánsamur að verða læs afar snemma á ævinni.
Ég veit líka ofurlítið um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Sumir fórna lífinu fyrir það sjálfstæði sem þeir aldrei fengu en þráðu að eignast. Aðrir fyrirlíta það sjálfstæði sem þeir fengu í arf frá þeim sem lögðu allt í sölurnar fyrir það að afkomendur þeirra fengju að fæðast sjálfstæðir.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 21:43
Þakka þér innlitið Jakob Þór. Mér finnst óþarfi að taka pólitískt óráðsrugl til meðferðar af neinni prúðmennsku þegar ég sé að það stefnir saklausu fólki í ógöngur sem ekki verður gefinn kostur á að losna úr um alla ókomna tíð.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 21:49
Gunnar Rögnvaldsson orðar þetta snilldarlega. "ESB smyglar sér inn í þjóðir með að framkalla hræðsluköst í hverri þjóð fyrir sig." - ESB er svona eins og ofbeldismaður virkar, eða handrukkari og götustrákar. Safna liði og vopna sig með her og lögreglu. Setja lög um að engin megi beita valdi nema þeir sjálfir. "Ef þú ert ekki vinur minn þá ertu óvinur!" Ráðast á minni máttar og ræna þau. Öllu fjármálakerfinu í landinu líður eins í fíkli í fráhvarfi. Eiginlega allir íslendingar samsekir í rússinu.....
Óskar Arnórsson, 20.4.2010 kl. 22:25
....Svo var matarskammturinn minnkaður og flatskjárirnir voru teknir af fólkinu. Þá meiga allir segja það sem þeim langaði alltaf að segja, en þorði ekki. Allir eru reiðir og ég líka. Allir passa alla sérstaklega í eiginhagsmunapotinu. Ég líka. Og hvað gerist þegar allt er í uppnámi hjá "skrílnum"? Jú, þá fara virðulegir menn til Brussel og semja umboðslausir við aðrar þjóðir. Þeir geta þetta af því að þeir eru ráðherrar. Svo koma þeir til baka án þess að vera skömmustulegir....annars er sjálfsagt eitthvað af þessum hrikalegu fávitum í Ríkisstjórn Íslands, ágætis fólk, kanski flestir.
Óskar Arnórsson, 20.4.2010 kl. 22:25
þýðir bara ekkert að láta svona.
Þessi einokunnarverslun var barn síns tíma. Tíska þess tíma.
Reyndar voru íslendingar ekkert á móti henni því að þar með fengu bændur því framgegnt að kaupmenn hefðu ekki vetursetu og næðu ekki fótfestu og samkeppni um vinnuafl og í annanstað náðu þeir því fram verslað var allstaðar kringum landið - líka á stöðum sem ekki gáfu mikið af sér.
Náðu fram fastri verslun - allt í kringum landið. Þetta var í raun byggðarstefna í aðra röndina.
Svo fór þetta úr tísku eins og gengnur og við tók frjálshyggja nokkurskonar.
Það er ekkert nýtt undir sólinni.
Og svo við svokallað "sjálfsstæði" íslendinga - nú, þá tóku þeir upp einokun á ýmsum sviðum verslunnar, má segja. Einokun eða fákeppni eins og tískuorð er núna, hefur verið viðloðandi á íslandi oft á tíðum með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina.
Varðandi refsingar sérstaklega, þá verður að hafa þarna í huga að refsingar almennt voru með allt öðrum hætti og oft í allt öðrum atriðum eða athöfnum en við eigum að venjast núna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 23:41
Íslandsverslun gekk kaupum og sölum og hæstbjóðandi setti sér sínar eigin siðareglur sem danska kansellíið varði með dómsvaldi.
Með því var íslensku fólki að sjálfsögður bönnuð öll viðskipti við þær þjóðir sem fiskuðu við strendur landsins. Viðurlög vor hörð.
Þetta viðskiptafrelsi gafst okkur að nokkru leyti aftur fyrir guðs náð með aðildinni að EES og nú er það draumur margra Íslendinga að fullnusta þetta varðhald enn traustar með inngöngu í ESB. Og þar með náum við aftur þeim viðskiptatöfrum sem Samfylkinguna dreymir um en við týndum þegar við misstum einokun Dana á viðskiptum.
Það er líklega mikið böl þetta frelsi til viðskipta þegar grannt er skoðað.
Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 00:08
Vinir er sá til vamms segir. Frændur eru frændum verstir. Misjafn sauður er margri hjörð. Meira segja systkini geta haft gjör ólíka sýn á málin. Ég geri greinarmun á persónu og embætti.
Hinsvegar virðist það vera ljóst að EU ráðgjafarnir telji minnst 9% fast atvinnuleysi bara ásættanlegt til frambúðar.
Mitt álit er samt að Íslendingar skeri sig langt frá meðal norminu í EU hvað varðar metnað. Hér verði ekki líft af eðlilegum tekjum þjóða [á mælikvarða Evrópskar menningararfleiðar] með einfaldan útflutning að grunnlífsviðurværi. INF staðfestir í Þjóðarskýrslu að 60% yngri hluti neytenda hér geti ekki haldið upp sama innriviðrisaukamarkaði [=velferðakerfi] og á Norðurlöndum og í Þýskalandi og Svíþjóð. Vegnar óeðlilegra lífeyrisávöxtunarkrafna [hærri krafa= meiri áhætta klassík viðskiptafræði] eða lífeyrissjóðskerfis. Líka vegna húsnæðiskostnaðar sökum ó-eðlilegar tengingar [ekki virkilegra fasteigna] við verð á neysluvarningi. Erlendis nægir að fylgja nýbyggingarkostnaði og markaðsverði þessa húsnæðis til verðtryggingar.
Neysluvísitala notast frekar þegar um virkilegar fasteignir er að ræða eða lán með veði í húsnæði sem fara í umfram neyslu og öll önnur skammtíma lán þar sem veð eru verri.
Leiðréttingar vextirnir sem hún skilar kallast líka lámarks áhættu álag.
Það setja einokunarlög um hana til verðtryggingarleiðréttingar allra fasteignalána 1982 merkir erlendis það sé áhætta að lána almennum launþegum til húsnæðiskaupa á Íslandi. Erlendir þjóðar reisa almennum launþegum ekki hýbýli með erlendum áhættulántökum. Almenningur býr þar því við ævilangan stöðuleika í húsnæðismálum. Það er aðal stöðuleikin sem þroskuðu þjóðirnar eru að tala um.
Afleiðingar þessara ranghugmynda laga um einhliða neysluverðsverðtryggingu á öll útlán, mun hafa rist svo djúpt að lítt greindur og illa grunnmenntaður fjármála og viðskiptageiri Íslands frá 1982 mun hafa farið að gera áætlanir út á hana. [Svissneskur mælkvarði t.d.]
Hinsvegar líta erlendar lánastofnanir sem borga í reiðufé fyrir langtíma veð[fasteigna]bréf.
Ekki bara á sýnda veiði heldur gefna eða greiðslu getu þeirra sem greiða eiga upprunalegu bréfin á öllum lánstímanum. Það er efnilega gefin út bankabréf með veðum í söfnum af mörgum fasteignalánum, slík veð er líka hægt að kaupa og fá lánuð hjá Íbúðalánasjóði. Það er: heildar vextir með vaxtaverðtryggingarleiðréttingum skipta ekki öllu máli.
Svo kölluð 1 flokks veðsöfn [AAA] kláruðst á nokkrum dögum þegar séreignabönkum 2004 var hleyft inn á svo kallaða reiðufjárlausna markaði EU.
Þörf fyrir nýtt húsnæði [handa almennum launþegum] er varla meiri en íbúafjölgun og tekur mið af þjóðartekjum á haus. Hér um 1,8% á ári [fjölgunin].
Ef heildar fasteigna veðsafnið 2007 var 800 milljarðar þá eru við að tala um 14,4 milljarða án lítilla affalla.
Hér héldu menn að ef 800 milljarðar í fasteignum hækka um 30 % [á Íslandi] þá hækka veðinn um 240 milljarða.
Þetta gerist ekki á þroskuðu mörkuðunum. Hækkun var m.a. umfram nýbyggingarkostnað. Með kröfum um gífurlega aukningu jafnskiptra þjóðartekna.
Þess vegna fá áhættu fjárfestar ekki nema 750 milljarða fyrir veð [á Íslandi] metinn hér 1000 milljarðar.
M.ö.o. það gengur ekki upp að borga áhættufjárfestingar lán með óraunhæfu langstíma almennings húsnæðisverði. Fljótt af þessum sökum kom fram reiðufjárskortur að mínu mati.
Menn sem gera áætlanir á fölskum forsendum mega búast við samsvarandi niðurstöðum.
Vandmálið hér var ekki illska heldur greindarskortur, meðfæddur eða ekki nægur vegna almennar eins grunnmenntunar.
Það sem fáir skilja vel geta þúsundir ekki skilið það er talið eðlilegt í þroskaðri ríkjum.
Neysluvísitölu tenging á fasteignaveðverðstryggðaútlána tengist áhættu en alls ekki verðtryggingu erlendis.
Íslensku fjármálsnillingarnir vissu hvað þeir voru að gera þegar fóru að kalla neysluvístölutenginu við höfuðstól láns með tryggðu með veð í verðmæti samsvarandi húsnæðis [almennings] verðtryggingu.
Leiða saklausan frá áhættunni sem var innfalinn ef veðin færu í að fjármagna lán sem flokkast undir áhættu.
Útlendingar tala um tengingu við neysluvístölu á fasteignaveðverðtryggðum lánum. En eiga við lámarks áhættu vaxtaálag í framkvæmd. Mortage er lán verðtryggt í fasteign: sem á ekki að vera áhætta ef um almennt húsnæði er að ræða.
Íslendingar flækja málinn en meira og kalla verðtryggingu. Þess vegna er eðlilegt að engin botnar lengur í verðtryggingu eftir 30 ára bull.
Það er fullt af svona mórum í ný-Íslensku.
Júlíus Björnsson, 21.4.2010 kl. 02:32
Júlíus. Auðvitað er ástæðulaust að hafa áhyggjur af inngöngu okkar í þennan fáránleika kotórismans. En það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þeirri firringu sem Smfylkingin virðist haldin í þessu máli. Það er ámælisvert að eyða fjármunum úr ríkissjóði í prisipp og leikaraskap.
Og ég held áfram að tala um firringu og fáránleika. Ég tek mér leyfi til þess þegar ég horfi til þess sem frá þessu leikhúsi fáánleikans hefur komið. Þegar fjölþjóðleg stofnun lætur frá sér fara tilskipanir um stærð á smokkum til samfara og þegar sama stofnun lætur sér koma til hugar að stýra og breyta lögun á agúrkum þá er mælirinn fullur hjá mér.
Þeir sem ekki skilja hvílík ógn venjulegu fólki stafar af svon vitfirringu en trúa því að við aðildina komi í ljós að þar sé í boði eitthvað sem vegur upp á móti því að láta hafa sig að fífli eru mér óskiljanlegir og ég segi eins og gjarnan er sagt:
Þessu fólki er bara ekki sjálfrátt.
Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 15:17
Málið er ég er nógu greindur til að gera mér grein fyrir við er en á leiðinni niður og framundan er svo EU stöðuleikin.
Það sem UK kallar mortgage og Þjóðverjar og Frakkar hypoteck er sagt samsvara hér verðtryggð fasteignalán: útlán bundin verðbólgu áhættu [vöxtum].
T.d. Pétur Blöndal , Ásmundur og Vilhjálmur, lágu undir grun að vera lítt greindir samborið við Greinda t.d. í Þýskalandi og Sviss.
Neysluvítölubinding húsnæðisvaxta. Íslenska tilraunin hefur sannað sig hún jafngildir ekki verðtryggingu. Heldur þjóðarhruni.
Hversvegna er ekki búðið að eyða þessari tegund falskrar verðtryggingar úr lögum Íslands. Þarf stærri sannanir?
Vissulega gagnast þetta til að verða hornkerling innan EU.
Flestir sem eru klárir í fjármálum stofna sín eigin fyrirtæki, á sína eigin ábyrgð ekki til borga bankavexti.
Það er engin þjóð í heimi sem bindur í lög áhættuvaxtaleiðréttingar á íbúðaútlánaflokk venjulegra launamanna. Af því það bíður áhættunni heim.
Þessi lánaflokkur er aðskilin frá öðrum. Í flestum ríkjum er hann sjálfbær. Nýbyggingarþörf er í samræmi við þjóðartejur á haus og fólksfjölgum.
Það jafngildir í mestalagi 1,8 % vöxtum hér á landi. Kostnaður reiknast svo sér.
Þessi veðsöfn á ekki að nota til að veðsetja í þágu annarra áhættulánaflokka. Það var altaf meining. Þetta er rítingur í bakið á almenningi.
Lánsform og lífeyrisjóðir Þroskaðra ríkja bakka upp það sem ég er að segja fyir þá sem vilja samburðarsannanir.
Júlíus Björnsson, 21.4.2010 kl. 16:13
Júlíus. Vanburðir íslenskra stjórnvalda við efnahagsstjórn mega ekki leiða til slíkrar uppgjafar að við flýjum fullveldið.
Ég vil halda í þá bjarsýni að innan tíðar fáum við sæmilega skynsama stjórnsýslu sem vinnur eins og fullorðið fólk. Það er í okkar höndum að finna það fólk og veita því tímabundið umboð. En fávitaskap stjórnar ESB munum við ekki koma til með að geta haft mikil áhrif á.
Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 17:30
Skuldaþræll hefur ekkert val.
Dæmi um dómgreindar leysi. EU er hagmunabandalag og við getum ekki treyst þeirra ráðgjöfum einhliða [þeir fá borgað fyrir að þjóna hæfum meirihluta], vegna orku, hráefna og legu landsins.
Fjármálgeirinn er hrein kostnaðargeiri sem getur ekki millifært fjármagn frá öðrum Ríkjum með hagnaði né myndað arð innlands í þágu almennings.
Ríkistjórn getur ekki treyst ráðgjöfum á launum hjá þessum geira. Seðlabankinn er dýr og Kauphöll er happadrætti sem gengur ekki upp á almennum láglaunasvæðum og krefst margra milljóna þáttakenda til að standa undir sér.
Hér þar að byggja upp efnaðan neytendamarkað. Fullvinna sem mest sjálf. Bæta iðnmenntun. Það er skortur á gæða og endingar góðri vöru í heiminum enda er markaður þeirra kröfuhörðu lítill og dreifður um alla heim. Of lítil fyrir Risastóriðjuver lágkúru. Lega lands síar draslið frá, ef kröfur er miklar hér. Ríkur almenningur kemst inn í öllu lönd þar sem lákúra ræður ríkjum. Fátækt einangrar óháð legu.
Júlíus Björnsson, 21.4.2010 kl. 22:11
Og allt er þetta hárrétt Júlíus. En hér er öflugur þrýstihópur sem heimtar að lágkúran fái sín rísastóriðjuver því annars verði ekki búandi á Íslandi.
Og auðvitað eigum við á nýta okkur legu landsins til að sía draslið frá. Mér finnst Ísland eiga betra skilið en fólk sem skynjar auðævi þess í verði á hlutabréfum eða sem skiptimynt fyrir hagstæð innkaup á papriku.
Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 06:31
Já, hin svokallaða ríkisstjórn hefur niðurlægt almenning óhugnanlega og löngu komið yfirdrifið nóg. Lítur sannarlega út fyrir að þau haldi að við séum öll bjálfar og fábjánar og vanvitar, sem séum gjörsamlega ófær um að hugsa fyrir okkur sjálf og þurfum þau til að hugsa fyrir okkur. Heimska þeirra og ómennska gegn alþýðu, og öll forsjárhyggjan eru algjör og löngu orðið ólolandi. Og ekkert erlent ofríkisvald ofan á það innlenda ofríkisvald. Komum þessum álfum burt úr landstjórn. Núna.
Það er óþarfi af krötunum að gera ráð fyrir því að íslenska þjóðin sé ófær um að hugsa fyrir sig þótt svo illa sé komið fyrir þeim sjálfum að þeir treysti útlendum kontórum betur til þess. Það er svo sem ágætt að viðurkenna eigin vanburði til ákvarðana en ósiður að ætla venjulegu fólki þá óhugnanlegu fötlun
Þetta skelfilega áform kratabjálfanna verður hver dugandi maður að láta sig varða. Það samfélaginu til vansæmdar að hafa þennan ófögnuð lengur inni í pólitískri umræðu. Nóg er nú niðurlægingin sem fyrir er.
Elle_, 22.4.2010 kl. 12:03
Já, það ótrúlegt að þessi þjóð sem stærir sig af menntun skuli ekki eiga neina vænlegri kosti en þessa. Allir er skíthræddir við Sjálfstæðisflokkinn og þar með talinn undirritaður. En Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og áttaði sig ekkert á því að óargadýr voru búin að taka öll völd af ríkisstjórninni.
Og til að tryggja nú að slysið yrði ekki endurtekið þá kaus fólkið helminginn af hrunstjórninni með bros á vör. Enda var nú fátt um valkostina.
Þó leyfi ég mér að hrósa þingmönnum Hreyfingarinnar. Mér sýnist að þau hafi mannsvit. Það verður að vera lágmarkskrafa til alþingismanna.
Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 12:58
Árni, ég gerði mistök þarna og slæddi þínum orðum þarna inn með, seinni helmingurinn.
Elle_, 22.4.2010 kl. 13:21
Besta mál Elle. fátt er mér meiri ánægja en að lesa eigin speki.
Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 13:34
Ekki alveg sammála þér Árni með Hreyfinguna... óttalega sundurleitur hópur og hefur valdið miklum vonbrigðum...
En talandi um papriku þá er ég mjög hlynntur því að við eflum nú þegar íslenska grænmetisframleiðslu... þar eru gríðarleg tækifæri...
Brattur, 22.4.2010 kl. 14:16
Sundurleitir hópar að vissu marki eru vitni um sjálfstæðar skoðanir. Og það er miklu betri eiginleiki í mínum huga en samræmdur aumingaháttur sem stýrt er ofan frá.
Það er ekki pláss fyrir íslenska orkunotendur Brattur minn. Útlend málmbræðslufyrirtæki hafa fengið forgang að þeirri auðlind. Síðan var það eitt af snilldarverkum Valgerðar Sverrisdóttur að kokgleypa regluverk EES um orkusölu. Valgerður var ævinlega svolítið svag fyrir því sem kom frá útlöndum.
Oft fékk hún af sér myndir í blöðum þar sem hún var að skrifa undir eitthvað sem hún skildi kannski ekki til fulls og meira að segja fékk hún myndir af sér þar sem hún var að kyssa erlenda erindismenn. Hvað gerir ekki kona frá afskekktri sveit á Íslandi fyrir svoleiðis mynd?
Halldór úr Hornafirðinum var hennar trausti vinur. Og þegar hún var í vafa um hvað eða hvar hún ætti að skrifa undir þá kom Halldór henni til hjálpar, glotti svolítið aulalega og sagði vingjarnlega: "Þú átt að skrifa þarna Valgerður mín."
Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 14:37
Eftir að hafa lesið með EU yfirstéttar skilningi nýjust útgáfu stjórnskipunarskrár [Stofnannastýrikerfi] EU [Evrópsku Sameiningarinnar], sem byggir á meninningararfleiðinni, að sögn þeirra valdhafa sem framseldu völd sín, allt aftur til forn Rómverja, þá má telja að grænmetisframleiðsla eigi góðan grundvöll á Íslandi.
Gamli pýramídinn var með fyrir-fólki í toppi, næst kom millistétt og undir þessu breið og fjölmenn launaþræla stétt.
Ný kerfið er kastað til hliðar 10-20% starfandi í grunnstörfin. Fyrir-fólkið enn á toppi og undir stór lávörustétt á jafnaðarlaunum með sauðagrunnmenntu og lesskilningur í samræmi.
Fyrir-fólkið í öllum Meðlima-ríkjunum er lítil markaður sem tryggir hefðbundna landbúnaðar framleiðslu en í litlum mæli. Athugið landbúnaður á almennt við líka um fiskveiðar og garðyrkju í lögum EU.Lágvörunni höfum við kynnst að hluta úr stóriðjuverum EU þökk verkaskiptingu Meðlima-Ríkjanna. Pólverjar kjúklingagrunn, Þjóðverjar ölgrunn, Spánverjar Tómatagrunn, ... t.d.. Íslendingar gætu hæglega fengið sjárvarhráefnisgrunn: sökum legu Íslands.Hinsvegar það sem ég hef rænu á að nefna lífvænt eru þau matvæli sem er ætluð fyrir-fólkinu og þar munu smásöluverð engu máli skipta. þar eru útflutnings möguleikar Íslands mestir og í þessum geira á þessum mörkuðum skiptir orkuverðið ekki svo miklu máli eða er ekki svo dýrt á Íslandi. Hér sem annarstaðar er ódýrir launþegar ekki verri fyrir fjárfesta sem þurfa líka að græða.Rangtúlkunin er að ímynda sér að EU útrými hefðbundinni framleiðslu, EU breytir áherslum og neyslumynstri. Sú hefðbundna minnkar, hverfur ekki og framfærslu kostnaður lágvörustéttar innar minnkar og jafnast sem er bónus út af fyrir sig fyrir flesta hópa fyrir-fólksins í Meðlima-Ríkjunum.Við eru ekki öll eins sumir jafnari en aðrir. Til að skilja EU þá verða menn að hafa þetta í huga.Júlíus Björnsson, 22.4.2010 kl. 16:42
Einn bóndi hefur ákveðið að leggja af búskap undir Eyjafjöllum vegna eldgoss. Hversu margir bændur munu þurfa að leggja niður búskap ef að inngöngu Íslands í ESB verður að veruleika?
Og hvaða möguleika hafa íslenskir kjúklingaframleiðendur, svínabændur eggjaframleiðendur og iðnfyrirtæki eins og SS, Ali, og Norðlenska í samkeppni við óheftan innflutning búvara frá ESB löndum?
Getur einhver reiknað út aukin útgjöld þjóðarbúsins í í auknar atvinnuleysisbætur fyrir allt það fólk sem mun þá missa vinnuna? Hvað skyldi tapast í skatttekjur?
Guðrún Sæmundsdóttir, 22.4.2010 kl. 22:47
Í stjórnaská EU yfir ljótu börnin um 30 fyrrverandi eyjanýlendur, Færeyjar, Kanríeyjar, Antille-eyjar o.fl. gildir að flest það sem gildir um efnahagsmál Íslands einhæfir og orku og hráefnis eða 1. vinnslu þess eru uppistaðan. EU skilur þörf þessarra ríkja til að veita sér allra nauðsynlegast tækni varningi frá EU. Einnig vegna vöruskiptajöfunaðar [lítið fæst fyriræutflutninginn grunn fullvinnslunar í EU] er lítið af evrum til að kaupa matmæli og fjarlægð líka mikil, þá er þeim veitt undan þága og fá að framleiða eins og þau vilja án þess að hleypa þeim frá EU inn.
Mér sýnist allt stefna í það lágar þjóðartekjur til ráðstofunar að best væri að fá svona samning hliðstætt hinum eyjum formlega en annan á fölskum forsendum.
Ekki mikin gagnvart hraðvaxandi lágvöru stétt á Íslandi. Ferska varan á séns og lítil fyrirtæki sem senda beint í Kringluna. Upparnir í EU versla líka við heimaþjónustu bænda. Þetta er ekki algjör útríming. Lífvænn matur heldur upp launakostnaði fjöldans sá hluti þjóðarteknan er bestur í löndum sem sýna mestan innri hagnað.
Þeir sem hugsa ódýrt og sérhæfa sig í ódýru uppskera ódýrt er lögmálið. Þótt um tíma menn hafi haldið að Bónus afsannaði Heimslögmálið.
Júlíus Björnsson, 22.4.2010 kl. 23:41
Góð ábending hjá þér Guðrún og þess virði að gaumgæfa hana. En ég er feginn að hafa fengið að hlýða á skilgreiningu þýsku stjónmálamannanna á því hversu milivægt Ísland væri fyrir EU í mörgum efnum. Ég hef reyndar lengi haft þá trú að hagsmunirnir væru þeirra megin.
Margir tala um vináttu. Ég gef lítið fyrir vináttu sem byrjar á samningum um hagsmuni.
Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 07:35
Júlíus. Eiginlega skiptir hún litlu máli sú mynd sem við sjáum af EU í dag. Þetta er ríkjasamband og mun hrókera sínum reglugerðum með hagsmuni meirihlutans í huga hverju sinni. Þeim mun að sjálfsögðu verða breytt eftir aðstæðum í tímans rás.
Og enda þótt fullveldi þjóðarinnar hafi fengið nýjan verðmiða- eða öllu heldur fengið verðmiða sem er nýjung- þá er minna en engin ástæða til að trúa því að aðildin að EU skapi betri skilyrði til utanríkisverslunar en viðskiptafrelsi til allra átta.
Og hvað skyldi nú Norður-Atlantshafsleiðin skapa okkur í tilliti frjálsrar samningssöðu?
Fyrsta álitsgerð íslensks pólitíkusar um sjálfstæði þjóðarinnar stendur enn óhögguð eftir meira en þúsund ár. Hún snerist um það hvort gefa skyldi Noregskonungi Grímsey og þiggja í staðinn vináttu hans. Einar Þveræingur forðaði því og flutti stutta greinargerð fyrir neituninni á Alþingi við Öxará- munnlega. Alþingi samþykkti að hafna beiðni Noregskonungs.
Einar komst þarna bara nokkuð vel að orði. Einar Þveræingur var bróðir Guðmundar ríka á Möðruvöllum sem um var sagt að sá annmarki væri á hans ráði að hann elskaði fleiri konur en þá er hann sjálfur átti!
Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 08:12
Árni - Takk fyrir góðan og afar gagnlegan pistil og rökræðu.
Tilvitnun þín í Árna Björn og Himnaríki er óborganleg - dæmigerður áróður ESB sinna
Benedikta E, 23.4.2010 kl. 15:02
Þetta með Grímsey er spurning í mínum huga hvort Norgegur hafi fengið aðstöðu í Eyjafirði síðan. Sigurvegarinn ritar alltaf söguna og ber að lesa hana í þeim skilningi.
Júlíus Björnsson, 23.4.2010 kl. 17:12
Júlíus, það er langsótt að tala um sigurvegara í þessari frásögn af Einari Þveræingi. Í það minnsta er mér fyrirmunað slíkt hugmyndaflug.
Á þessum tíma versluðu Íslendingar ekki við aðrar þjóðir en Norðmenn. Og óvíða stóð sú verslun með meiri blóma en á Gásum við Eyjafjörð.
Benedikta, Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um barnalega afstöðu fjölda fólks til pólitískra álitamála. Það er eitt mesta mein samfélagsins og birtist glöggt á bloggsíðum á dag í tengslum við dóminn yfir Árna Mathiesen. Þar eru margir góðir menn fallnir á léttu prófi.
Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 19:06
Við gegnum Noreges Konungi á hönd með Gamla Sáttmála ef ég man rétt, og síðan fylgdi hlé á sagnaritun. Svo munu bóka og skjala brennur hafa fylgt Siðskiptum. Þar skömmu síða lýkur flestum ættrækningum [sem ekki síst gendu þeim tilgangi að gleyma ekki hverjir voru löglegir erfingjar og að sama blóðið væri í okkur öllum.
Júlíus Björnsson, 23.4.2010 kl. 20:32
Við skulum bara halda því til haga með nokkru stolti að það var Íslendingurinn Snorri Sturluson sem skrifaði sögu Noregskonununga og þar með sögu norsku þjóðarinnar á tímaskeiði Heimskringlu. Sagnfræði þeirrar bókar stenst vafalítið um sum efni en ekki önnur. Fyrst og fremst er hún þjóðháttalýsing og heimild um átök milli ríkra höfðingja og herkonunga. Ásamt því að vera heimild um kristnitöku á Norðurlöndum.
Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 16:29
Gleymum ekki að hún var skrifuðu á þeim tímum þegar algjör ritskoðun ráðandi var enn alsráðandi. Vopni gegnu því munu hafa verið setja fram textan í nokkurkonar dulmáli eða margræðra merkinga og kenninga oft í formi ævintýra. Þetta kallaðist á tímum Snorra m.a. Málskrúðsfræði hjá Ólafi Hvítaskáld sem vísar í Donatus nokkurn sem heimild ásamt fleirum. Rask skellir þessu yfir í " FIGURÆ ORATIONIS". "BARBARISMUS er kallaður einn lastapollur málgreinar í alþýðumáli [málininu sem á að hafa almenna þýðingu], en sá er í skáldskap kallaður Metaplasmus." Þannig byrjar 11 kafli fræðanna.
Það kemur líka fram í torfinu að skáld voru málsmiðir allra orða og höfðu þeir vitneskju sína úr allmörgum ritum, skráðum á Latínu, Grísku og Hebresku á þeirra þjóða letri með þeirra vali á hljóðum. Þess vegna voru Skáld Menn [Efstir í virðingarstiga þroskans]. Mér dettur ekki til hugar að Menn sem ekki hugsa á Íslenskum grunni eða hafa sömu grunnmenntun í annarra þjóða tungum og kynslóðir Snorra geta ráðið jafnvel að líkum og þeir. Í þessum skilningi er Snorri og hans kynslóðarmenn þeir nákvæmustu sagnaritarar og orðasmiðir sem ég hef kynnst í gegnum annarra þjóða tungur.
Verðtrygging eins og skilgreind í lögum 1982 er vissulega Barbarisums.
Áhættusækni er dæmi um grein Barbirismus kallast AMPHIBIOLOGIA EÐA ACIROLOGIA er úeiginleg setníng orðs. það er sækni því að það er náttúra mannsins [hins sem man að fullu] að sækast eftir því sem er öruggt. Fælast hitt. Þegar áhættusækni og áhættufælni standa saman er talað um um Soloe-cismos. Barbarismus í tveimur pörtum málgreinar.
Nútíma Íslenskufræðingar kallast ekki Menn á dögum Snorra og standast þeirra sagnur um mörg efni alls ekki að mínu mati.
akrabb á arbísku ritum vér Krabb og segjum frá Krabba. Enda er merkingin sú sama. Hummarr á eftir er Asni á Arbísku. Kýr er reður á Persnesku og Herra á grísku. er [ör] : er reður á Arabísku. al markar karlkyn á arbísku. H nefnir Hal í skáldamáli. Bæir eru manna bústaðir á hebresku. K- vígir úr verður Kú þannig er nafnið Kýr kenning þar sem eigandi er kenndur við eignina. Ál er mál í gegnum nasir Marrs [hests] þá segjum við Meri ála. Svo sem M álar eða Málar.
Bödd er vinur á ensku ull segir Snorri tákna minna en ur. Böddll skrifum við rétt Böll. Bödd skrifa enskir rétt Bud. Sá sem ekki hlustar gegnum eyrum skilur minna en sá sem tekur allt í gegnum augun.
Ungur nemur gamall temur. Hér vantar fjölmenna heilbrigða eldri kynslóð. Til að stappa stálinu í ungviðið.
Í upphafi var orðið. Í upphafi skapaði Guð tvo Menn: Addamm og Efu [hljóðritað úr latínu] segir Snorri Meistari. -inn eða -in kallast m.a. undirheimgreiningar á Miðöldum. Tengjast ekki kynfærum almennt. Orð er grein sem -in og meira -inn. Þarna ríkti engin sérstök grísk karlremba. Það má kalla þetta undir mengi eða hlutmeningi. En þá ríkt hringagreining. in getur verið skjóða fyrir inn. Ef það skilst betur. Sá sem kemur úr vin er vinur.
Margt er skrýtið í kýrhausnum. Í frönsku er orð sem minna á staut pöruð með kvenkynsgreini La, andstæðan í þeirra tvíhyggju er svo göt eða gat sem stendur á eftir eða á undan Le [lö]: sterki karlgreinirinn hjá þeim.
Völu bein er ávalt viðkomu það kallast sauðfé. Vinstur og mynstur ríma náttúrulega.
Þeir sem skilja svona eru ekki sauðheimskir eða nautheimskir. Sá á völina sem á kvölina. Ég kveð að sinni.
Júlíus Björnsson, 24.4.2010 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.