Er konan ekki svolítið seinfær?

Það er orðin málvenja að segja að börn séu seinfær ef þeim gengur hægt að ná tökum á námi. Nú kom þetta orð upp í hugann þegar Jóhanna forsætisráðherra lýsti því yfir að henni þætti ástæða til að skilanefndir gömlu bankann gerðu ríkisstjórninni grein fyrir störfum sínum og skýrðu út þá þóknun sem þeir krefðust fyrir vinnu sína! Nú hafa þessar skilanefndir verið að störfum í meira en hálft annað ár og þegið laun samkvæmt eigin geðþótta.

Og skyndilega rennur það upp fyrir forsætisráðherranum að þetta sé nú skrýtin saga sem þurfi að útskýra. Viðskiptaráðherrann hefur enga skoðun látið í ljós á málinu. Mér kemur það ekki á óvart. Mér sýnist og heyrist á þeim manni að margt bendi til þess að hann sé seinfær.

Mér er sagt að hann hafi haldið ræðu á útifundi í búsáhaldabyltingunni. Um hvað talaði hann? Getur verið að fólkið þarna á fundinum hafi misskilið manninn og að hann hafi verið þarna á bensínlausum bíl og erindið hafi verið að biðja einhvern af þessu fólki að redda sér um far?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, ég segi ekki að hún sé TREG en það er örugglega rétt hjá þér að hún sé SEINFÆR

Ég óska þér gleðilegs sumars Árni minn og þakka veturinn sem var að líða.   Það er mér mikill heiður að vera bloggvinur þinn og virði ég skoðanir þínar mikils.  

Jóhann Elíasson, 22.4.2010 kl. 08:32

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleðilegt sumar Jóhann og þakka sömuleiðs! Þakka óverðskuldað lof. Ég sé að þú lætur það ekki skekkja samskiptin þótt við séum ekki alltaf sammála.

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 08:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðilegt sumarið!

Nei, nei Jóhanna er ekki treg. Þetta hefur bara verið afskaplega neðalega á prjóninum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2010 kl. 09:08

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þessari greiningu, afskaplega seinfært fólk

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta.

..og gleðilegt sumar :)

ThoR-E, 22.4.2010 kl. 12:35

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleðilegt sumar allir!

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 13:01

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það væri nú gott ef þessi ríkisstjórn væri seinfær. Allavega betra en það sem við blasir. Að hún sé ekki fær. Félagsmálaráðherralufsan berst fyrir bankana og fjárkúgunarfyrirtækin og segir nóg að gert fyrir heimilin. En ég vona enn að þessi ríkisstjórn sé seinfær. MJÖG seinfær.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.4.2010 kl. 15:20

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Spurningin er Ævar hvort botninum sé ekki náð eins og oft er sagt í tenglum við efnahagshorfur þjóðarinnar.

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 17:24

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú er það upplýst að ástmögur þjóðarinnar Jón Ásgei Jóhannesson situr í stjórnum fyrirtækja í Englandi í umboði skilanefndar Landsbankans. Hvar liggja endimörk siðleysis og hroka í garð þjóðarinnar?

Það nægir víst ekki að ná botninum heldur þarf að skrapa hann líka.

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 20:47

10 identicon

Meistari Dario Fo skrifaði marga góða ádeilufarsa á stjórnir og stjórnmálafólk í sínu heimaríki. Allir virðast þeir eiga við Ísland í dag. Eitt sinn var Leikfélag Reykjavíkur duglegt að setja upp þessa farsa í gamla Austurbæjarbíói. Er ekki kominn tími á þá aftur?
Við borgum ekki, við borgum ekki!
Gleðilegt sumar Reyku...

Stefán Sturla (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 09:26

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stefán Sturla. Það er ekki lengur hægt að skrifa þjóðfélagsádeilu án þess að skrifa hana um Ísland. Allir þeir erlendir höfundar sem reyna slíkt verða að taka að taka það héðan af fram ef þeir hafa eitthvert annað í huga.

Ertu ennþá í Finnlandi að bruðla með samhljóða?

Gleðilegt sumar með gott ferðaveður á fjöllum! Og góðan takt á töltinu.

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 12:06

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ísland er á öflugu þroskaskeiði. Við vorum sterk þjóð og bjartsýn og það mun ekki breytast. Eftir fáein ár verðum við aftur komnir á flug. Gleðilegt sumar gömlu þrjótar.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 13:55

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleðilegt sumar Baldur minn! Þetta verður óvenju erfitt þroskaskeið miðað við framvinduna til þessa.

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 16:29

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Baldur minn. Nei. Ekki fyrr enn hausar fjúka. Og þessi sömu hausar sitja enn í gjaldþrota fyrirtækjum sínum og dómsembættunum sem pabbar þeirra og meðmakkarar ráðstöfuðu. Hér verður ekkert nýtt Ísland fyrr en hausar fjúka.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.4.2010 kl. 23:13

15 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég persónulega held að Steinunn Valdís sé ágætis manneskja. En hún skal frá. Eins og Guðlaugur Þór. Spilling eða möguleikinn á spillingu er bara ekki lengur ásættanlegt.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.4.2010 kl. 23:16

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ævar Rafn, spillingin gengur eins og rauður þráður í gegnum alla sögu mannkynsins og þar sem tveir framsóknarmenn koma saman, þar er möguleiki á spillingu. Ég efast um að Steinunn Valdís sé ágætis manneskja, ég held hún sé bara ótínd kommatrunta eins og þær gerast verstar - en kjósendur völdu hana á þing og kjósendur ráða, hér er lýðræði og vilji kjósendur spillta kommakerlingu á þing þá er það ekki þitt að amast við því.

Baldur Hermannsson, 24.4.2010 kl. 00:10

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lengi hefur mig grunað það Baldur að ástæðan fyrir veru þinni í Sjálfstæðsflokknum sé eðlislæg andúð þín á póílitískri spillingu.

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 12:12

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ævar: Hausar eru farnir að fjúka með öllu sem við þá hangir. Það er þjóðinni mikið ánægjuefni. En verri tíðindi að þeir hafa í hótunum og segja þetta vera tímabundna iðrun sem verði að koma í ljós hvenær muni linna.

Og nú er víst orðið þegjandi samkomulag um að fólk eigi ekki að gera mjög strangar kröfur um pólitíkst siðferði á hendur fólki sem á börn og heimili. Einkum beri að varast það á þeim tíma dagsins sem fólk er heima hjá sér.

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 12:22

19 identicon

Ég held að viðskiptaráðherrann okkar sé sálarlaus með öllu. Gufumökkur sem puðrast um stund en gleymist fljótlega.  Á hans vakt fóru Hagar aftur til hinna siðlausu og hvað sagði viðskiptaráðherrann um það.

Nákvæmlega ekki neitt.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 13:59

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gylfi. Ég held að viðskiptaráðherrann skilji ekki að hann er að starfa fyrir fólk. Hann er bara að puða með reikningsdæmi og gengur ekki alltof vel. Kannski hefur hann áhyggjur af þessu vandræðafólki sem alltaf er að skekkja útkomuna.

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 16:17

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þegar mínar hugmyndir um pólitík fóru að skýrast var spilling ekki jafn stórt hugtak og nú er. Pólitísk spilling var yfirleitt ekki höfð á orði. Þá skiptist veröldin í tvennt og menn héldu annað hvort með Kreml eða Washington.

Baldur Hermannsson, 24.4.2010 kl. 21:52

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Baldur ég man þetta líka svona eins og þú og held að þetta sé rétt greining. Það var allt svo miklu einfaldara þá. Og ég held nefnilega að þá hafi verið tekin um það ákvörðun að allir þeir sem ekki tilheyrðu langa nafninu hétu einu nafni kommúnistar. En reyndar skekkti nú SÍS þessa mynd fjandi mikið í minni sveit með því að vera þriðji valkosturinn.

En nú stendur ekkert eftir af þessum trúarbrögðum nema Washington.

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 22:47

23 identicon

Sæll Árni.

Þessi seinfærni er liður í " ÞÖGGUNINNI ". Þessir menn kunna að að nota VALDIÐ, sem að þim var  fengið. og um leið er verið að hylja slóðir. !

Það er mín persónulega skoðun.

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband