27.4.2010 | 10:23
Alþingi setur forsetanum siðareglur í skyndi
Nú sjáum við það á forsíðu Fréttablaðsins að hafin sé vinna við að setja embætti forsetans siðareglur. Í tengslum við þessa frétt er skýrt frá því að á fundi Samfylkingarinnar í Garðabæ fyrir tíu dögum hafi Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra sagt að skýrsla rannsókarnefndarinnar staðfesti þörfina á þessari vinnu!
Það er skoðun mín að skýrsla rannsóknarnefndarinnar hafi leitt fram þörf fyrir endurskoðun á mörgum verkefnum og brýnni en þessu. Og það sýnist mér jafnfram ljóst að til þess muni ætlast að þessi frétt færi athygli þjóðarinnar frá ýmsu því sem nú nýlega hefur komið róti á samfélagið og forsætisráðherranum hugnast verr að þjóðin hafi að umræðuefni.
Hvenær skyldi þjóðin fá stjórnmálamenn sem þola að forsetinn hafi skoðanir og taki til máls?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kristinnp
- kreppan
- kreppuvaktin
- aevark
- baldher
- lehamzdr
- fiski
- skarfur
- larahanna
- ragnar73
- johanneliasson
- rannveigh
- steinibriem
- gudruntora
- hallarut
- gudni-is
- nilli
- drhook
- gretar-petur
- iceman
- solir
- bjarnihardar
- gudrunmagnea
- valgeirb
- ladyelin
- skodunmin
- jensgud
- siggith
- gthg
- veffari
- jahernamig
- zeriaph
- vestfirdir
- nafar
- rungis
- ingabesta
- eythora
- svarthamar
- fleipur
- martasmarta
- skulablogg
- jullibrjans
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- blekpenni
- steinnhaf
- malacai
- hreinsig
- huldumenn
- ffreykjavik
- proletariat
- vestskafttenor
- jonvalurjensson
- hlynurh
- riddari
- baldurkr
- maggij
- methusalem
- juliusbearsson
- diesel
- thj41
- ace
- jonmagnusson
- fridaeyland
- helgigunnars
- jonthorolafsson
- pjetur
- silfri
- erlaei
- exilim
- himmalingur
- nordurljos1
- neytendatalsmadur
- fhg
- gunnarpalsson
- must
- drellington
- lucas
- sterlends
- gudmunduroli
- egill
- veravakandi
- snjolfur
- disdis
- runirokk
- thjodarsalin
- ingolfurasgeirjohannesson
- askja
- gretarmar
- annaeinars
- gattin
- vefritid
- jaherna
- fun
- drum
- andreskrist
- loftslag
- helgatho
- haddi9001
- valdimarjohannesson
- skagstrendingur
- os
- gisgis
- haddih
- hordurj
- ludvikjuliusson
- sumri
- kallimatt
- benediktae
- seinars
- muggi69
- liu
- fullvalda
- valli57
- heidarbaer
- naflaskodun
- elismar
- totibald
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- bookiceland
- kliddi
- samstada-thjodar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Árni, Ég held nú að það hafi ekki þurft skýrslu siðfræðinefndarinnar til, að menn sæju hvernig forsetinn hefur gersamlega gengið fram af þjóðinni í embættisverkum sínum. Hann hefur í raun tekið sér vald og áhrif, sem aldrei var ætlunin að embættið hefði. Þetta er ekki spurning um málfrelsi hans, heldur verður hann að átta sig á, að þegar þjóðhöfðingi talar, þá hlusta menn og leggja útaf orðum hans. Núna hefur Ólafur Ragnar sett þau fordæmi sem erfitt verður að víkja frá nema með gagngerum breytingum á forseta embættinu. Hvort siðareglur breyti einhverju um hið pólitíska fordæmi sem ÓRG hefur sett efast ég um. Það mun fara eftir þeim mönnum sem við munum velja í þetta embætti í framtíðinni, nema við einfaldlega leggjum það niður.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 13:04
Í æsku bar ég mikla virðingu fyrir forsetanum, Kristjáni Eldjárn. Vigdís Finnbogadóttir á einnig alla mína virðingu og mér fannst hún óaðfinnanleg í verkum sínum. Síðan vil ég ekki tjá mig frekar um forsetaembættið og virðingu.
Anna Einarsdóttir, 27.4.2010 kl. 13:45
Jóhannes og Anna. Ekki mun ég taka svo mjög ákveðna afstöðu til starfa forsetans eða deila um verk hans sem auðvitað verða ekki hafin yfir gagnrýni. Mér er á hinn bóginn óskiljanlegt að Alþingi hafi sýnt af sér neitt það sem gefur til kynna að þar sé að finna vitsmunaleg efni til að miðla þessu embætti.
Að ekki sé nú minnst á siðferði eða siðareglur.
Alþingi hefur tvisvar orðið fyrir barðinu á málskotsétti forsetans og talið það mikið slys að gefa þjóðinni kost á beinum afskiptum af stjórnsýsluákvörðunum.
Alþingi hefur ýtt frá sér allri vinnu við skipun stjónsýsluþings, þæft málið í nefndum og tafið og með því móast við öllum breytingum á stjórnarskránni. Hvað veldur ótta Alþingis við forsetann, þjóðina og opnara lýðræði?
Þjóðin er ekki sammála um störf forsetans. Þjóðin er aftur á móti nokkuð sammála um að Alþingi sé orðin ónýt stofnun og að þar sé brýn þörf á breyttum vinnubrögðum og bættu siðferði.
Árni Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 14:13
Ég ólst upp, eins og allir íslendingar, í þeirri vissu að forsetinn væri neyðarbremsa á Alþingi. Þegar forsetinn hlýðir á vilja þjóðarinnar og gerir nákvæmlega það sem þjóðin óskar og vill (í skjóli Stjórnarskrár sem etv.fór ekki út í öll tæknileg útfærsluatriði, þá var hún þó afar skýr í tilætlan sinni), þá stekkur hjörðin þæg til þegar smalinn smellir í svipunni. Vaknið af svefninum og takið sjálfstæða afstöðu til mála... ekki láta stjórnast af metnaðarlausum fjölmiðlum sem hoppa og stökkva eftir vilja eigenda sinna.
Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 18:10
Haraldur: Og ég leyfi mér að taka undir þessa athugasemd þína athugasemdalaust.
Árni Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 18:51
Árni, ég hef þá ekkert við það að athuga að þú hafir ekkert við þá athugasemd að athuga
Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 20:11
Ég mun taka þessa athugasemd til gaumgæfilegrar athugunar Haraldur.
Árni Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 21:47
Veto réttur Forseta Íslands og hvað hann stóð fyrir var öllu ráðmönnum í heimum frá dögum forn Rómverja fram að fyrri heimstyrjöld vel kunnugur, Langafi minn læri Latínu og Grísku [ég líka] og þar með sögu Rómverja og Grikkja. Dóttir hans amma mín sagði mér allt um merkingu hans í stjórnskrá Íslands enda kunnug hugsunarhætti þeirra sem sömdu fyrstu stjórnarskránna.
Dylgjur um þetta komu fyrst fram hjá ónefndum um 1957 á prenti. Hugmyndin er sú að Í Róm var skipaður maður fólksins eða lands höfðingi og gat hann stöðvað senatið [alþingið] það er lög þess t.d. ef siðspilling kom upp á 100 fresti, hugsanlegt. Þá urðu borgar að bakka hann upp með 66% samþykki í kjölfarið. Mig minnir að einu sinni hafi þetta gerst. Hinsvegar ef borgarnir allir aðrir voru ófrjálsir, staðfestu ekki landshöfðingja, mun hann þurft að þeirra tíma sið að taka sér heitt bað og skera sjálfa sig á púls.
Ég held ekki að menn hafi reiknað með að eins heiðarlegt land og Ísland var þá myndi nokkurn tíma lifa upp siðspillingu hlutahafa fjármálageirans frá 1994 og þess vegna gleymt að setja ákvæði við því að Forsetinn [merkir að fornu sá sem stillir til friðar: President er forsætisherra, skör hærra sem sjálfstæðir framkvæmda ráðherrar nema gagnvart löggjafar valdinu sem samþykkir laun þeirra og önnur fjárlög sem þeir leggja fram ] myndi miskilja meirihluta þjóðarinnar. Enda voru fulltrúar framkvæmdavalds og löggjafarvalds sem byrjuðu að graf undan neyðarvaldi fólksins gegn siðspillingu.
Það mætti að sjálfsögðu setja Forsetan á atvinnuleysisbætur í framtíðinni og svipta öllum titlum og hlunnindum ef honum skjátlaðist.
Aðferð núverandi Forsætisráðherra er of lengi að komast í framkvæmd. Sem skiptir máli svo sem í Icesave sem er með réttu græðgi hluthafa fjármálageirans að kenna að öllu leyti. En ekki þeim sem vilja eignast þak yfir höfuðið eða veiða sér fisk í soðið. Í stað þess að leigja hjá hluthöfum fjármálageirans endurreista, hlutfallslegasta dýrasta á sinn neytanda [skuldaþjón á þeirra máli] í öllum heiminum.
Hvað voru menn að hala inn af græðisgróða 2005, þegar hrunskýrsla AGS kom út. Það eru mjög fáir mennta menn í heimum sem skilja yfirstéttar mállýskur þjóða sem búa við alda gamlan málskilnings stétta mun. Það sem venjulegu Englending finnst large getur Bretadrottningu fundist small. Stefnumótun getur verið stefnufesta hjá þroskuðum þjóðum. Neysluvístala mælir ótryggi verða neysluvöru er aldrei tengd prize garantie [verðtryggingu] hjá þroskuðum. Frekar en loan hamingju. Íbúðalán fylgja öryggi verðs íbúða 60% þeirra tekju lægri í þroskuðu löndunum. Til 30 ára er sú bólga ekki nema 2,5 % að meðaltali á 30 árum og Heildar vextir fara aldrei yfir 8% á þessum íbúðalánum. Engar höfuðstólsleiðréttingar. Nema á uppboðum. Jóhanna vinnur fyrir þá sem hala inn meira en 600.000 kr á mánuði minnst. Enda voru flugfreyjulaunin góð hjá skutlunum fyrir 30 árum.
Júlíus Björnsson, 28.4.2010 kl. 04:22
Öfugt við Önnu nr. 2 hér að ofan , þá er ég fyrst farinn að virða embætti forseta Íslands sem réttlætanlegt. Að mínu mati voru einmitt þau Kristján, og Vigdís , svo ágæt sem þau voru á sinn hátt sem persónur, engan veginn að standa sig sem sá öryggisventill sem þeim var ætlað að vera. Þar reyndi allavega á Vigdísi gagnvart EES samningnum, sem hún hefði auðvitað átt að nota málskot á.
Hitt er allt annar hlutur, að e.t.v. er ekki heppilegt að maður með pólitíska fortíð sem Ólafur gegni stöðunni. Hann allavega hefur yfirgnæfandi greind á við margan gagnrýnanda sinn, hvað sem má um upplag hans að öðru leyti segja.
Kristján H Theódórsson, 29.4.2010 kl. 10:13
Ég er þér að mestu sammála Kristján. Mér fannst Kristján vaxa með hverju ári en því var öðuruvísi varið með Vigdísi. Hún var frá yfirstéttarheimili og hélt sig á þeim slóðum alla tíð.
Minnisstæðust er mér ein áramótaræða hennar. Þá hafði verið um skeið þung umræða þar sem bent var á vaxandi fátækt og misskiptingu í samfélaginu. Vigdís notaði þetta tækifæri til að ávíta þjóðina fyrir bölmóðinn sem hún sagði að færi í taugarnar á sér. Þá hvarf hún mér sjónum sem sameiningartákn þjóðarinnar.
Nú um langt skeið hefur Alþingi sniðið lýðræðislegt vald sitt að eigin geðþótta og gengið erinda framkvæmdavaldsins grímulaust. Ótti þessa klúbbs við Ólaf forseta er orðið áberandi og grátbroslegt.
Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.