Kostnaður vegna eldgossins 400-600 milljónir. Hvað kostar umsóknin um aðild að ESB?

Nú segja fréttir í sjónvarpi frá því að kostnaður ríkisins vegna náttúruhamfaranna sé áætlaður 400-600 milljónir. Þetta er áætlaður kostnaður vegna náttúruhamfara og er að sönnu íþyngjandi fyrir ríkissjóð sem sér fram á fjárlagahalla um á fjórða hundrað milljarða árlega næstu 3-4 ár.

Er þessi upphæð ekki hálfgerðir smáaurar borið saman við kostnaðinn við ESB umsóknina?

Hver er hann í dag og hver mun hann að lokum verða? Þetta er áleitin spurning þegar haft er í huga að þessi umsókn er prisnsippverkefni Samfylkingarinnar og engin líkindi til að íslenskir kjósendur samþykki aðildina.

Verða þeir kannski ekki látnir ráða þegar til kastanna kemur?

Hvort er íslenskum efnahag skaðlegra; náttúruhamfarir eða ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Jú, Árni, það eru nú bara nokkrir eins-eyringar á við kostnaðinn við fáráðs-umsóknina ofbeldislegu og gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar, samkvæmt fyrr skoðanakönnunum.

Elle_, 11.5.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Elle_

Gleymdi einu: Nei, við fáum líkl. ekkert að ráða þessu, ekki hefur Icesave-stjórnin verið það lýðræðisleg.

Elle_, 11.5.2010 kl. 19:48

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle, Þakka heimsóknina. Þessi umsókn er auðvitað niðurlægjandi, fáránleg og kostnaðarsöm.

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 20:04

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að ríkisstjórnin hafi séð til þess að náttúruhamfarir yrðu á Íslandi þótt eldgos hefði ekki komið til.  Það er mín trú að kostnaðurinn vegna eldgossins sé bara smáaurar miðað við hvað ESB-umsóknin kostar, bæði beint og óbeint.

Jóhann Elíasson, 11.5.2010 kl. 20:24

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

ESB umsóknin já...er hún ekki einmitt náttúruhamfarir ? Það má í það minnsta ætla það út frá fæðingartíðninni.  Það er reyndar mög skiljanlegt að þeir vilji okkur inn. Hlutfall ellilífeyrisþega í Evrópu við vinnandi er á hraðri niðurleið...2050 munu í stað fjögurra vinnandi manna aðeins tveir ná að leggja hönd á plóg á móti hverjum ellilífeyrisþega. Við eigum sem betur fer ekki í þessum vanda hér....en með inngöngu í ESB fáum við kannski að taka þátt í að aðstoða þá....það hlýtur að verða gaman.

Heimildir : Wikipedia

Giuseppe Carone and Declan Costello of the International Monetary Fund projected in September 2006 that the ratio of retirees to workers in Europe will double to 0.54 by 2050 from four workers to two workers for every retiree.[1]William H. Frey, an analyst for the Brookings Institution think tank, predicts the median age in Europe will increase from 37.7 years old in 2003 to 52.3 years old by 2050 while the median age of Americans will rise to only 35.4 years old.

http://en.wikipedia.org/wiki/Aging_of_Europe

Haraldur Baldursson, 11.5.2010 kl. 21:11

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhann. Mér finnst í það minnsta í lagi að hugleiða samanburðinn og tengja við stöðu þjóðarbúsins. Og mér finnst satt að segja ekki boðlegt af stjórnvöldum að hegða sér eins og óþekkir krakkar til að fullnægja einhverri áráttu kontórista til að fá fleiri störf við reglugerðir og tilskipanir um hvaðeina sem snertir daglegt líf fólks.

Næst á eftir hörðum vetri, aflaleysi og annari aðskiljanlegri óáran kemur þetta sauðheimska kerfi sem lýtur lögmálum sjálfvirkninnar í öllu því sem bannar og/eða leyfir fólki að stjórna eigin lífi. 

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 21:40

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Haraldur: Eins og þú réttilega bendir á þá eru hagsmunirnir við aðild okkar að ESB allir þeirra megin og fórnarkostnaðurinn okkar. Þetta hefur margsinnis sannast í ýfirlýsingum frá lykilmönnum þessa ófétis sem nú eru farnir að hlaupa á sig í ákafanum og segja það berum orðum að batteríið þurfi á Íslandi að halda!

Og það er full ástæða til þess fyrir óbrjálað fólk að hafa þetta í huga og varast eins og fjandann sjálfan að leggja Samfylkingunni lið í komandi kosningum.

Líklega yrði það nú ekki til að koma þeim í skilning um hug samfélagsins en það er skylda að gera tilraun.

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 21:48

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hugsið ykkur 400-600 milljónirnar í samanburði við útrásarvíkingana. Þá sjáum við hvað þetta er rosalegt. Skuldar ekki Baugsfjölskyldan 1000 milljarða samtals? Það eru yfir 3 milljónir á hvert mannsbarn í landinu..Talað er um 80 milljarða í sambandi við handtökurnar. Hvar endum við sem þjóð!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.5.2010 kl. 21:56

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurbjörg: Þær upphæðir sem útrásarbrjálæðið kostar þessa þjóð á sér auðviitað hvergi hliðstæðu í samanburði. Og þar eru fráleitt öll kurl komin til grafar fyrir utan afleiddar þjáningar og áhrif á íslenskt samfélag í mörgu tilliti um ókomna tíð.

Það sem hér er reifað er að ofan á önnur aðsteðjandi efnahagsleg stórslys eru stjórnvöld að leika sér eins og ofvirk börn með umtalsverð þjóðarútgjöld sem þjóna engum sýnilegum tilgangi öðrum en pólitískri þráhyggju og auknum átökum um viðkvæmt samfélagsmál.

Það er óverjandi og til skammar í mínum huga. 

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 22:24

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ég skil það og er alveg sammála þér. Ég var bara að velta upp hversu hrikalega tiltölulega fáir hafa leikið okkur. Ekki ætla ég að afsaka tilkostnaðinn og ég tala ekki um ef það er rétt að stjórnvöld séu reiðubúin að gangast undir allavega kostnaðarsamar kvaðir og breytingar ÁÐUR en kosið er um ESB!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.5.2010 kl. 22:29

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurbjörg: Þetta er nefnilega rétt og stjórnvöld eru daglega að bæta við kostnað sem tengist þessu dæmalausa bulli. Ég hef engar tölur en þarna er fjöldi fólks með sérþekkingu á góðum launum við undirbúningsvinnu og sú vinna mun standa í marga mánuði enn í það minnsta.

Lauslega er rætt um kostnað sem reiknast í milljörðum!

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 22:49

12 Smámynd: Ómar Gíslason

Varlega áætlað væri nær að tala um 2-3 milljarða vegna inngöngu í ESB. Það sem gleymist er að það er starfsfólk í öllum ráðuneytum að vinna að þessu. Og það virðist vera að engin haldi utan um þann tíma sem fer í þetta. Í raun þurfa ráðuneytin að halda sérstakan verktíma til að sjá hvað þetta mun kosta. 

Ómar Gíslason, 12.5.2010 kl. 00:08

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ómar Skapti: Þegar ég les eða heyri tölur um kostnað á þessari stærðargráðu og álíka þá flýgur margt upp í hugann. Þá verður mér til dæmis hugsað til þeirra barna sem vegna fæðingargalla, erfiðra og sjáldgæfra sjúkdóma ellegar annara hliðstæðna eiga ekki aðgang að velferðarkerfinu vegna þess að tilfelli þeirra er ekki skilgreint í greiðsluskyldu.Líf þessara barna hangir á bláþræði og eina lausnin felst í rándýrri aðgerð á erlendu sjúkrahúsi.

Allt er stopp og annað hvort reyna foreldrarnir að slá sér lán með veði í allri sinni framtíð, leita til ættingja eða leita uppi önnur ráð möguleg sem ómöguleg.

Oft eru þessir foreldrar heimsóttir af fréttastofum og mál þeirra tekin til umfjöllunar í augsýn og áheyrn þjóðarinnar.

Lendingin verður þá gjarnan sú að fara söfnunar-og samskotaleiðir og beina vandamálinu til hjartahlýrrar þjóðar sem oftast bregst drengilega við.

Á sama tíma berast fréttir af rándýrum sendiferðum stjórnmálamanna eða annara gæludýra á vit annara þjóða, jafnvel á ráðstefnur um alþjóðlegt átak til verndar þessum og hinum aðþrengdum minnihlutahópum.

Síðan er algengt að einhver ráðherra eða embættismannsdindill er myndaður í bak og fyrir þar sem hann situr við síma og tekur við frjálsum framlögum!

Jafnframt er svo vitað að ráðherrar eru með fulla vasa fjár sem þeir mega ráðstafa til hinna ýmsu verkefna- svona eins og eigið fé- og nota oftar en ekki til að styðja við gæluverkefni vina sinna úti á landi þar sem rausn ráðherrans kvisast út og gefur honum mikilvæga auglýsingu fyrir næstu kosningar.

Nú eru tveir rugludallar á efsta þrepi stjórnsýslunnar að ausa milljörðum úr tómum landssjóði til að sanna að þeir geri bara það sem þeim sjálfum sýnist! eins og Kasper, Jesper og Jónatan í Kardemommubænum.

Vel á minnst; hefur einhver frétt hvað líður með þessa norrænu vellferðarstjórn? 

Árni Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 09:26

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Árni, og góðar og tímabærar spurningar. En fyrst þeirra er þessi í fyrirsögninni: "Hvað kostar umsóknin um aðild að ESB?" – Enn eru ýmsir að tala um, að kostnaðurinn verði einn milljarður. Þeir menn hafa fylgzt illa með. Upphaflega sagði Össur á Alþingi, að kostnaður væri áætlaður tæpur milljarður (mig minnir 980 milljónir). Þá þegar var því andmælt á þingi, og sögðu sumir nær að gera ráð fyrir tveimur til þremur milljörðum, og Jón Bjarnason ráðherra benti á, að sú upphæð, sem gert væri ráð fyrir til ráðuneytanna, dygði varla fyrir hans eigin ráðuneyti eitt sér.

En nú þegar eru nokkrir mánuðir liðnir síðan Össur viðurkenndi, að kostnaðurinn yrði um 1,5 milljarðar. Skröksvís er sá ráðherra, og við skulum því reikna með, að þetta sé alger lágmarksviðmiðun; niðurstaðan gæti orðið sú, sem gagnrýnendur hans spáðu upphaflega.

En aðeins þessi upphæð, 1500 milljónir, er þá þegar 150 til 275% hærri en áætlaður skaði vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Já, náttúruhamfarir af mannavöldum. Og þessir menn sitja enn að völdum!

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 09:58

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skrökvís er skröggurinn, ekki skröksvís!

Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 10:00

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtilegar og heimspekilegar hugleiðingar, verð ég að segja. Ég skal játa að ég hef alltaf haft yndi af náttúruhamförum - þrumuveðri, ofsaroki, eldgosum og jarðskjálftum. Ísland er hamfaraland og sá harðgeri, kraftmikli kynstofn sem býr hér hefur mótast af hamförum lands og veðra.

*

Ég get ekki nógsamlega harmað þessa ESB umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún er eitthvað svo ólýðræðisleg, vegna þess að það er enginn þjóðarvilji fyrir henni, og hún er niðurlægjandi vegna þess að í henni speglast grímulaus stjórnvaldskúgun.

*

Mér féll vel við Vinstri græna hér áður fyrr en sú samúð er nú upp urin. Þeir eru upp til hópa gungur og druslur, svo stuðst sé við orðfæri formanns þeirra forðum daga.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 19:01

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég er ósammála þessari ályktun þinni um Vinstri græna Baldur. Ég hef rætt við fjömarga úr þessum pólitísku samtökum og þeir eru flestir á suðpunkti vegna skelfilegrar frammistöðu leiðtogans úr Þistilfirðinum.

Á sömu forsendum lýsi ég því að ég þekki marga ágæta sjálfstæðismenn sem ég bæði virði og tel mér til tekna að hafa kynnst. Það veit ég fyrir víst að þeir hafa fráleitt verið á öllum tímum sáttir við sína pólitísku leiðtoga og leiðsögn.

Það hefur einfaldlega aldrei verið viðurennd leið til að lýsa yfir óánægju með leiðtogann að ráðast að honum á opinberum vettvangi.

Árni Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 19:43

18 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Ekki munum við gráta aurinn sem eldsumbrotin kosta, það sama verður harla sagt um miljarðanna sem fara í Evrópusambandið nú þegar, að viðbættum kostnaði við að vinna að inngöngu, sem nánast engin hefur áhuga fyrir.

En veltu fyrir þér að ef við værum í Evrópusambandinu núna, þá yrðum við að taka stórlán á mjög óhagstæðum vöxtum, og senda þá peninga til Grikklands, og í nýstofnaðan Evru-verndarsjóð, þessutan eru svo nokkur Evrópuríki nú þegar komin í biðröð eftir fjármálaaðstoð, á borð við það sem Grikkir eru að fá núna, á kostnað hinna Evrópusambandsríkjanna, og þetta er æðsta ósk þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, því miður. 

Magnús Jónsson, 13.5.2010 kl. 08:51

19 Smámynd: Halla Rut

Ég heyrði viðtal við Össur Skarpa í vikunnu þar sem hann var einmitt inntur eftir því hvort þetta kostaði ekki allt of mikið þ.e.a.s. ESB. Hann sagði þetta vissulega kosta en þegar við værum komin inn þá mundum við fá svo mikla peninga úr sambandinu að það væri miklu meira en það kostaði okkur að komast inn.

Þeir ætla okkur í röðina fínu sem sagt. Hvað eru annars mörg ríki í röðinni?

Þetta gengur ekki upp og mikil sprengja mun verða innan ESB innan skamms. Áður en árið er liðið. Framleiðslu þjóð (Þýskaland) og "Ciesta" þjóð (Spánn) geta ekki rekið sig saman á sömu forsendum. Skattborgarar norður ríkja Evrópu munu ekki endalaust sætta sig við að skattpeningar þeirra séu notaði til að halda uppi ríkjum annarstaðar í álfunni.

Halla Rut , 13.5.2010 kl. 14:44

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús: Það vefst ekkert fyrir mér að þessi umsókn er pólitísk sturlun við þær aðstæður sem nú eru. Það á jafnt við aðstæður innan ESB sem og aðstæður okkar. Verst þykir mér að heyra og sjá í umræðunni þá skelfilegu niðurlægingu sem birtist í ályktuninni: Við verðum að sjá hvað er í boði!

Ég held að þetta skipti meira að segja engu máli þegar kemur að atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. Ég trúi því að þeir séu fleiri sem kjósa að eiga ennþá hald í þeim 20% fullveldisins sem ennþá er í okkar höndum.

Ég sé ekki fyrir mér að ef einhver falaðist eftir maka einhvers þessara pólitísku kjána sem svona tala að svarið yrði: "Hvaða verð ertu þá að tala um?" 

Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 17:00

21 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Til andsvars; við þinni loka fyrirspurn, tel ég, að hin úrkynjuðu og óræktarlegu Jóhanna Sigurðardóttir, sem og Steingrímur J. Sigfússon, og fylgisveimur þeirra (D - B - S og V listar), komi til með að verða okkur 1/2 dýrari, að minnsta kosti, fremur en Eyjafjallajökuls gos, að viðbættri Bárðarbungu - Bláfjöllum - Kötlu og Hengli, samtímis, Skagfirðingur góður, sem og þið önnur, hér á hans veleðla síðu.

Með beztu kveðjum; sem ætíð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 17:06

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jóhanna og Steingrímur E(R)U náttúruhamfarir....

Óskar Arnórsson, 13.5.2010 kl. 21:25

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Halla Rut: Nýjustu fréttir af þessu EU bulli eru í ræðu Angelu Merkel þar sem hún viðurkennir að Evrópusambandið eigi framtíð sína undir tilvist evrunnar. Það skyldi þó aldrei fara svo að draumur Þýskalands um hið volduga ríki sé að leysast upp og andfælur framundan?

En að við Íslendingar ætlum að láta véla okkur til þess að sameinast þessum áformum þeirra um einangraðan markað gagnkvæmra viðskipta er mér óskiljanlegt ásamt ýmsu fleira furðulegu í höfðum Samfylkingarfólks.

Vonandi springur þessi blaðra innan skamms og illþefjandi loftið eyðist á sínum tíma eins og mengunin frá gosinu í Eyjafjallajökli.

Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 22:02

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar A. Ég er þér næstum sammála núna. Dómgreindarleysið virðist nálgast það að mega kallast altækt.

Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 22:04

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi: Hvað er nú til ráða annað en að fara að rifja upp hetjudáðir úr gullaldarbókmenntum okkar sem ritaðar voru á kálfskinn af klausturmunkum?

Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 22:09

26 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Hefur þú tekið eftir því að Steingrímur karlinn er að verða jafn vinsæll á óvinalistanum og Davíð nokkur hjá ykkur ofurbloggurunum.

Svona í framhjáhlaupi þá ætla ég a vona að aldrei komist Óskar Helgi til metorða í Íslensku þjóðfélagi, því þá væri fokin öll rök fyrir skynsemi, og ekkert eftir nema Stalínisminn með tilheyrandi manvígum og blóðhefndum, því til góðs á sínum tíma var alþingi sett á Íslandi, til að foraða því að slíkir menn kæmust til valda.

Magnús Jónsson, 13.5.2010 kl. 23:01

27 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Magnús Jónsson !

Þú ert nú; einhver sá barnalegasti skrifari, sem ég hefi komist til andsvara við, ágæti drengur.

Að kenna mig; við Stalín isma, er nú eitthvert það lélegasta, sem fyrir augu mín hefir borið - hér á vefnum; sem annars staðar.

Augljóslega; hefir þú lítt, kynnt þér innihald minnar síðu, hvað þá, fyrir hvað hún stendur, dreng stauli.

Nema; þú sért ein, af þeim heybrókum, sem vilja purrkunarlaust ganga undir písk valda stéttarinnar innlendu, og búa við óbreytt ástand, til þess að verða ekki, fyrir neinni röskun eigin lífshátta, án tillits, til þjáninga samlanda þinna.

Ertu kannski; af þrælum kominn, aftur til Landnámstíðar, Magnús minn ?

Heldur þú virkilega; að komist verði hjá fórnum, takist okkur byltingar sinnum, að hrekja glæpa hyskið frá, sem er að lóga okkur, hægt og bítandi, verði allt, að óbreyttu, dreng stauli ?

Árni ! 

Ég hyggst ei; biðja neinn afsökunar, á ískaldri hreinskilni minni, við Magnús Jónsson, og aðra hans nóta, þó svo ég svari af þeirri snerpu, sem ég hefi erft, frá þeim Kveldúlfi úr Hrafnistu - og svo Valgarði hinum Gráa (Marðar föður), Skagfirðingur knái, enda veit ég fyrir víst, að þú ætlast ekki til þess.

Viðkvæmar sálir; sem Magnús, og aðrir hans líkar, eru eflaust of góðar, fyrir þessa andstyggilegu veröld okkar hinna, sem;; vel að merkja, kunnum að þurfa að taka til vopna, innan skamms - heiðurs okkar vegna, gegn Djöfla glettum Alþingis seta, og annars rumpulýðs.

Taldi reyndar fullvíst; hvar, vopnaburður lagðist af, hjá forfeðrum okkar, á öldinni 16., að við kæmumst gegnum lífshlaupið, án þess að þurfa að hugleiða þann veruleika, en,........... þökk sé skemmdarvörgum samfélagsins, hversu komið er, illu heilli.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri - líka, til Magnúsar, lítt kjarkaða /

Óskar Helgi Helgason  

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 00:49

28 identicon

Og; meðan ég man. Magnús karlinn.

Ég hefi ekki; og mun ekki, sækjast eftir nokkrum vegtyllum, meðan minn auma lífsanda dreg, þessa heims, hafir þú óttast svo, ágæti drengur.

Svo; ekki fari milli mála, að nokkru leyti !

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 00:52

29 Smámynd: Magnús Jónsson

Óska Helgi :Þú virðist vera afar illa að þér um Stalinsmann ef hann er þá til yfirleitt, En svona til að skíra það sem ég átti við í síðustu færslu, þú veður úr einu í anað Davíð er vondi karlinn í nánast öllu sem þú og fyrirgefðu orðalagið "drullar frá þér" Íslenskan á ekki mjög mörg orð um það sem þú hefur um þennan ágætis mann að segja, en ég tel að þú sem ert sennilega menntaður maður ætir að geta tjáð þig án niðrandi orða, um kjark skulum við ekki höggvast, óþarfi að vega þan sem hefur aðra skoðun, það ættir þú af ölum að vita að er viturlegast...., og að endingu þú og ég eru sammála um nánast allt nema að það var ekki Davíð að kenna , þar komu þínir klangsmenn að og eyðilögðu allt sem min Davíð hafði upp byggt upp , afleiðingarnar af þínum og þinna meðhlæjanndahóp sjáum við öll núna og hvað hefur þú til varnar?

Magnús Jónsson, 14.5.2010 kl. 01:35

30 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Ohhhhhhhhhh......... Magnús minn !

Hvaða mínir klangsmenn; gætu það verið ? 

Guðjón Arnar Kristjánsson; og  sjóhunda- og bændanna hliðholla þungavigtar sveit, Frjálslynda flokksins ?

Hverja; ég studdi, allar götur frá 1999 - og með 2009, í þing kosningunum, á því árabili ?

Hvað; ég hafi til varnar ? Látum okkur sjá. Jú; FF, gaf sig út fyrir að vera í brjóstfylkingu framleiðslugreinanna, á meðan var og hét - og engin skömm af því.

En; hvar þeir FF ingar, vilja ekki fallast á, að beita sér fyrir afnámi Alþingis, kæmust þeir til einhverra áhrifa á ný, hefi ég sagt skilið, við það heiðurs fólk hugmyndafræðilega, Magnús minn.

Því; ég sé fyrir mér, að við tökum upp það bezta, frá framsæknustu þjóðum Vestur- Asíu; Ísraelsmönnum og Persum (Írönum), til þess að bæta okkar stjórnarfar, það er,.... nokkur mildi, en líka grimmileg harka, gegn öllum sníkjudýrum,. af þeim toga, sem komu þessu ástandi á, sem varð, haustið 2008, þér; að segja, ágæti drengur.

Jú; rétt er það hjá þér, Magnús. Sunn- Mýlzki ódrátturinn, Davíð Oddsson var ekki einn um hitu. Hann naut ríkulega; liðsinnis Bastarðanna Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, á sinni Heljarslóð, um sam félag okkar, vissulega.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri - og ekki lakari, til Magnúsar /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 01:55

31 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hefur Davíð Oddson byggt eitthvað upp? Hvar þá? Ekki á Íslandi alla vega...alla vega þá þekki ég bara persónlega eitt mál út og inn sem Davíð Oddson ætti að laga hið snarasta. Hann hjálpaði tveimur vinum sínum að féfletta góðan vin minn öllum eigum, lét reka konu hans úr vinnu, og fékk Hannes Skíthæl Hólmstein til að hringja út hótanir á kvöldinn og allt þar fram eftir götunum. Ég er með yfir 200 skjöl þessu til staðfestingar, frá mörgum ólíkum löndum, og þetta er ekki Davíð til neinnar sæmdar, frekar enn nein önnur "hetjudáð" sem hann hefur framkallað á sínum ferli...Eina afsökun Davíðs sem ég tek gilda er að hann er alvarlega veikur.

Óskar Arnórsson, 14.5.2010 kl. 06:23

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Davíð Oddsson reif Ísland upp úr öskustónni og gerði það nánast einn og óstuddur. Þegar hann kom til valda 1991 var hér mannlíf allt í kaldakoli, fyrirtækin gjaldþrota, kjökrandi fjölskyldur fluttu búferlum til annarra landa, það var allur móður rokinn úr niðjum víkinganna. En Davíð steig í stjórnarráðið og skóp hér einhendis nýtt og fagurt samfélag og það er eigi við hann að sakast þótt varmenni hafi greitt oss þunga pústra.

Hafi þeir heila þökk fyrir mergjaða samræðu, Árnesjöfur Óskar Helgi Helgason og sómapilturinn Magnús Jónsson. Það er gott til þess að vita að enn skuli vera til á gamla Fróni slíkir menn.

Baldur Hermannsson, 14.5.2010 kl. 09:23

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Davíð Oddson er asni...

Óskar Arnórsson, 14.5.2010 kl. 17:11

34 Smámynd: Polli

Spurt er í lok þessarar færslu:

Hvort er íslenskum efnahag skaðlegra; náttúruhamfarir eða ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar?

Svarið er: Hvorugt.

Rétta svarið, ef spurt væri réttrar spurningar, er þetta:

Hættulegastir fyrir íslenskan efnahag eru allir þeir sem aldrei sjá hagsmuni þjóðarinnar, þar sem hagsmunir vina og vandamanna skyggja á útsýnið.

Það er þjóðhættulegt pakk. Vel þekkt.

Kvótapakk, með meiru.

Ekki sparka í stjórnvöld.

Nema spörk og högg undir beltisstað séu markmiðið.

Sem gerist ekki hjá góðu fólki.

Polli, 15.5.2010 kl. 21:21

35 Smámynd: Auðun Gíslason

"Steingrímur og Jóhanna

eru hórur bankanna!"

Þetta sungu ungir mótmælendur 1. maí, og nokkuð til í því!

Auðun Gíslason, 16.5.2010 kl. 17:26

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágætu ritarar þeirra athugasemda sem ég hef ekki svarað!

Þetta er ávarp og felur í sér þau skilaboð til þeirra sem þau eiga við að þessi síða sem telst vera á minni ábyrgð er vettvangur skoðanaskipta en ekki kapella fyrir tilbeiðslu í anda trúarbragða.

Og með skýrum orðum árétti ég að mér er í raun skítsama um tilbeiðslu í garð persónunnar Davíðs Oddssonar en ég banna allan slíkan vaðal á þessari síðu!

Ég komst ekki hjá því að fylgjast með stjórnsýslu þessa manns um langt skeið og mér er fullkunnugt um einræðistilburði hans, valdníðslu og þann ótta sem það pólitíska ástand skapaði þar í öllu umhverfi.

Ég hef sjálfur bent á þetta víða og fjölmargir aðrir síðuhöfundar og álitsgjafar á þessum samskiptamiðli. Og til áréttingar bendi ég á að skýrsla rannsóknarnefndarinnar tekur mörg þessi efni til umfjöllunar og það hafa fjölmargið lesið. Það hafa þeir áreiðanlega einnig lesið sem hver um annan geisist nú fram og bendir á að skýrslan sanni stjórnsvisku þessa umrædda manns. 

Ekki veit ég frá hvaða samfélagi þeir tala sem þakka Davíð Oddssyni fyrir að hafa ekki staðið í vegi fyrir þróun íslensks samfélags og þakka honum jafnvel einum fyrir að við héldum haus á sama tíma og uppgangur varð um allan hinn vestræna heim!

Hvenær verður farið að Þakka Davíð Oddssyni fyrir framfarir í læknavísindum og þróun geimferða?

Það er öllum augljóst í dag sem eru óskemmdir af persónutilbeiðslu að Davíð Oddsson var- þrátt fyrir afburðagáfur þegar til kastanna kom bara - "litill labbakútur sem lengaði til að verða stór" eins og segir í barnaljóðinu þekkta.

Læt þetta nægja í bili en mun brátt taka til máls um annað sem mér finnst ég eiga ósvarað.

Árni Gunnarsson, 16.5.2010 kl. 20:34

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er víst búið að skrúfa fyrir bloggsíðu Hildar H. Sigurðardóttur. Alltaf finnst mér ritskoðun hvimleið og nú gerist Árni Gunnarsson harðsnúinn ritskoðari upp úr þurru. Krosstrén.......

Baldur Hermannsson, 17.5.2010 kl. 11:08

38 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni hjartanlega sammála þér er þú segir m.a.: "Þessi umsókn er auðvitað niðurlægjandi, fáránleg og kostnaðarsöm."  Samspillingin henti út um gluggann rúmum milljarði í umsókn Ingibjargar tengt umsókn okkar í Öryggisráðið (glórulaust dæmi) og sama má segja um EB umsóknina sem 65% þjóðarinnar er mótfalin.  Þessi vinstri stjórn er stórhættuleg land & þjóð.  Samspillingin er ítrekað að sýna í verki að þeir valda ekki því að stýra þjóðarskútunni. Ögmundur (VG) er sá einni sem stígur í vitið og þorir að tala málstað Íslands og verja hagsmuni þjóðarinnar.  Lady GaGa var líka fljót að kasta honum fyrir borð...lol....! 

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 17.5.2010 kl. 18:22

39 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ja hérna !             

Hörður B Hjartarson, 18.5.2010 kl. 01:29

40 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágætu bloggvinir!

Hér hefur umræðan farið um víðan völl eins og oft vill verða þegar fólk með andstæðar skoðanir í stjórnmálum tekst á. Nú hef ég að vísu lengi haft á orði að skoðanir eigi að hafa jafnan rétt hverjar sem þær eru. Aftur á móti er það algengara en margir skilja að skoðanir eru oft í órafjarlægð frá málflutningi sem á að styðjast við skoðanir en verða þess í stað trúarbragðajátning.

Mér er það eiginlega ofraun að lesa þetta og mest vegna þess hversu sárt ég finn til með fólki sem verður að horfa á eftir dómgreind sinni og almennri skynsemi í þessa skelfilegu rotþró.

Baldur, þú ert alltaf velkominn á mína bloggsíðu. Ég tek ekki meira mark á þér en þú á mér og við skulum bara reyna að hafa áfram gaman hvor af öðrum.

"Til næsta fundar verður boðað með dagskrá."

Fundi er slitið.

Árni Gunnarsson, 18.5.2010 kl. 23:00

41 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Stoppum árans eldgosið...Eða hvað?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.5.2010 kl. 17:17

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hendum bara kjarnorkusprengju á eldgosið...

Óskar Arnórsson, 21.5.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband