20.5.2010 | 09:29
Söfnunarsjóður pólitískra vitsmuna?
Marga dreymir um heimsfrægð og ekki síst á það við um okkur Íslendinga. Hér hefur það lengi tíðkast að slá upp fréttum af hinu og þessu fólki sem hafi náð heimsfrægð og vakið athygli alþjóðasamfélagsins á þessari merkilegu þjóð norður í Dumbshafi.
Þetta hefur gjarnan verið tengt við uppruna okkar sem erum afkomendur víkinganna norsku sem jöfnum höndum unnu sér frægð í útlöndum með því að drepa fólk og rita um afrekin dýrari bækur en annars staðar eru dæmi um.
Nú erum við enn einu sinni búin að endurnýja heimsfrægðarkortið og eitt öflugasta ríkjasamband heimsins stendur agndofa vegna ótrúlegrar heimsku og skorsts á virðingu íslensku ríkisstjórnarinnar í garð annara ríkja.
það er að renna upp fyrir forystumönnum ESB að Alþingi Íslands sendir inn aðildarumsókn sem engin líkindi eru til að þjóðin samþykki!
Og auðvitað hafa blessaðir mennirnir rétt fyrir sér og þetta veit meiri hluti íslensku þjóðarinnar líka.
Hinsvegar þykir þetta bara ekki lengur neitt furðulegt því fólk þekkir ekki öðruvísi stjórnsýslu.
Nú höfum við haft tvær ríkisstjórnir í röð þar sem pólitískir og ábyrgðarlausir hálfvitar hafa stýrt flestum ráðuneytum og þjóðin komin á vonarvöl.
Er ekki hægt að finna eitthvert ráð til að velja pólitíska og jafnframt hættulausa forystu?
Mér dettur í hug einhverskonar söfnunarsjóður pólitískra vitsmuna. Þar gæti fólk sótt um aðild og lagt inn staðfestan vitnisburð um að hafa ítrekað og um nokkurt árabil staðist próf í eðlilegum viðbrögðum við aðsteðjandi verkefnum.
Þegar þessi persóna hygðist sækja um pólitískt forystustarf kæmi saman nefnd sem skoðaði hvort viðkomandi einstaklingur væri kannski "normal" og hættulaus fyrir þjóðina í eitt ár svona til prufu.
Það er nefnilega nóg komið af pólitískri heimsku og lýðræðisofbeldi á Íslandi.
Ég er farinn að óttast þessa heimsfrægð og vil að henni ljúki sem allra fyrst.
ESB efast um umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Athugasemdir
Ef ég man rétt höfum við verið með nokkrar ríkisstjórnir í röð sem þetta á við um. Nokkurskonar jöfnunarsjóð pólitískra vitsglapa.
Ævar Rafn Kjartansson, 20.5.2010 kl. 10:27
Ég hélt að þessi jöfnunarsjóður vitglapa væri löngu til þurrðar genginn Ævar.
Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 10:50
Þetta er ljómandi hugmynd hjá þér Árni! Við vitum að Sjálfstæðisins og Framsóknarmenn halda því mjög í frammi núna að það séu pólitískir vitsmunir án hirðis í dag. Stjórnarflokkarnir hafa ekki neina pólitíska vitsmuni að hirða nema þá einstaka þingmenn, það er ekki svo með öllu illt.
Rannveig H, 20.5.2010 kl. 11:58
Rannveig: Auðvitað er það varla boðlegt að gera grín að ógæfu þessarar þjóðar sem sýnist aldrei ætla að linna.
Eins og sakir standa er það hinsvegar það eina sem hægt er að gera fram að alþingiskosningum.
En hvað þá verður í boði á eftir að koma í ljós.
Ekkert vekur þar enn bjartsýni í mínum huga.
Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 12:44
Auðvitað vill samspillingin ( heiladauðu kommadruslurnar) sækja um aðild að ESB. Þá verður svo auðvelt að vera þingmaður á Islandi, ef það koma upp einhver erfið mál sem þarf að leysa þá geta þeir endalaust sagt að hlutirnir séu til skoðunar hjá ESB. "" þvi miður við getum ekkert gert þetta er til skoðunar í brussel"" . svona er hugmyndafræðinn hjá þessum vitleysingum. þar fyrir utan þá held ég að þessi ESB sirkus muni liða undir lok fyrr en við höldum Þjóðverjar og frakkar munu ekki draga vakninn endalaust..
þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 12:53
Þórarinn: Ég held nú að það sé ekki komið að svo flóknu umræðuefni eins og því hvað samfylkingarfólk "hugsi!" Ekki treysti ég mér í svo djúpt verkefni og torsótt til umfjöllunar.
Þarna er um að ræða trúarskoðanir svona ámóta og "eilíf útskúfun, meyjarfæðing eða upprisan."
En auðvitað munu aðildarþjóðir ESB hlægja umsókn þessara hálfvita út af borðinu þegar útlendingar verða farnir að trúa sínum eigin augum hvað varðar dómgreind íslenskra pólitíkusa.
Satt að segja undrast ég hversu langan tíma þeir gefa sér í það auðvelda verkefni.
Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 13:55
Þakka þér fyrir þennan frábæra tiltil....og góð skrif eins og ávallt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.5.2010 kl. 15:55
Og ég þakka sömuleiðis vinsamleg ummæli þín Jakobína. Það er nú varla efni til aðdáunar að koma auga á þá skelfilegu vitsmunakreppu sem við okkur blasir í stjórnsýslunni.
Fyrir skemmstu var formaður íslensku samninganefndarinnar spurður hvers vegna þessum viðræðum væri ekki slitið þar sem það væri öllum orðið ljóst að íslenska þjóðin kærði sig ekki um aðild að ESB?
Hann svaraði því til að þessar umræður hefðu hafist eftir "lýðræðislega" afgreiðslu á Alþingi Íslendinga.
Man einhver eftir tárfellandi alþingismönnum sem greiddu tillögunni atkvæði eftir hótanir forystumanna ríkisstjórnarinnar?
Og það var fullyrt og það var staðfest af vitnum að þessar þvinganir hefðu farið fram á göngum Alþingis hvað þá annars staðar.
Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 17:41
lega sammmála Árni ! það þarf að kenna þessum "reynslumiklu" pólitíkusum (Þjóðarleikhússleikurum) lexíu þ.e.a.s. , geti þeir lært eitthvað , en reynsla mín af þjóð vorri gerir það að verkum að ég efast stórlega um annað en er kjósendurnir koma inn í kjörklefann þá verða þeir haldnir gullfiskaminni .
Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 23:20
Nú stöndum við frammi fyrir þeim tíðindum Hörður að fólk virðist vera farið að rifja upp reynslu áratuganna af stjórnsýsluglöpum og vitglöpum jöfnu báðum.
Að ógleymdri botnlausri spillingu.
Kannski er ekki sú leið sem kjósendur virðast velja, endilega vera eina leiðin sem nú er í boði til að koma vantraustinu til skila þá er þetta þó viðleitni.
Ég bendi á Frjálslynda flokkinn sem hefur hreinan skjöld allt frá stofnun og síðan má nefna Ólaf F. Magnússon sem býr að langri reynslu og þekkingu á málefnum borgarinnar.
Hanna Birna er hugguleg kona og galvösk. Hún má núna gjalda þess að hafa fengið sitt pólitíska uppeldi undir handarjaðri Kjartans J. Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Það mun verða hennar pólitíski banabiti og sú niðurstaða er skiljanleg í alla staði.
Við byggjum ekki upp gott mannlíf með hugmyndafræði Kjartans J. Gunnarssonar og pólitískum vinnubrögðum.
Árni Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 17:06
Kynni mínar hugmyndir eftir þessa helgi um framhaldið. Hugnast sumum en öðrum ekki. Hitt er svo annað mál að þær koma til með að bíta.
Ævar Rafn Kjartansson, 22.5.2010 kl. 23:11
Þetta er alveg rétt Árni , en nú reynir á hvort gullfiskamynnið verði vitinu ofursterkara , hjá hinum almenna kjósanda í Rvk , er í kjörklefann verður komið , og gamli "góði" flokkurinn kosinn .
Þó er ég þér ekki alfarið sammála í sambandi við Frjálslynda flokkinn , þeim tókst að losa sig við sinn besta mann (að mínu mati) , hana Margréti Sverris , einnig lenti þeim saman Ólafi og formanninum vegna fjárstuðningsins , sem að flokknum bar að fá , að ég held .
Svo , satt best að segja , fannst mér Ólafur flottastur í Spaugstofunni , kannske ekki að marka það , því hann er , langt því frá , ekki eini stjórmálamaðurinn , sem er flottari eftir meðferð Spaugstofunnar , t.d. Skjaldborg Gjaldborg Tjaldborg .
Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 18:27
Árni ! Far þú nú að kíkja á bloggvini þína (tilvonandi) .
Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 21:28
Varla er nú samt, Árni minn, hægt að kenna stjórnmálamönnunum um þá heimsku okkar kjósenda að kjósa þetta lið aftur og aftur, styðja það í embætti í flokkunum o.s.frv.
Auðun Gíslason, 26.5.2010 kl. 23:23
Auðun. Það er refsivert að nýta heimsku eða aðra vitsmunalega vanburði og vanþekkingu sjálfum sér til framdráttar og ábata á nokkra lund.
Ég man ekki klásúluna orðrétt enda féll ég á embættisprófinu í lögfræði þarna um árið.
Auðvitað átti ég aldrei að fara í lögfræðina; ég átti að skella mér í prestinn.
Árni Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.