9.6.2010 | 00:06
Að bjarga ærinni!
Fréttamenn eru ekki alltaf öfundsverðir. Í það minnsta ekki þegar þeir þurfa að skrifa frétt sem þeir ráða ekki við vegna slakrar íslenskukunnáttu.
Ég hef enga trú á því að þessum vaska sigmanni takist að bjarga "ærinni" eins og fréttin segir.
En ég leyfi mér að vona að honum takist að bjarga ánni og helst lambinu líka.
Ær í sjálfheldu í Krísuvíkurbjargi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kristinnp
- kreppan
- kreppuvaktin
- aevark
- baldher
- lehamzdr
- fiski
- skarfur
- larahanna
- ragnar73
- johanneliasson
- rannveigh
- steinibriem
- gudruntora
- hallarut
- gudni-is
- nilli
- drhook
- gretar-petur
- iceman
- solir
- bjarnihardar
- gudrunmagnea
- valgeirb
- ladyelin
- skodunmin
- jensgud
- siggith
- gthg
- veffari
- jahernamig
- zeriaph
- vestfirdir
- nafar
- rungis
- ingabesta
- eythora
- svarthamar
- fleipur
- martasmarta
- skulablogg
- jullibrjans
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- blekpenni
- steinnhaf
- malacai
- hreinsig
- huldumenn
- ffreykjavik
- proletariat
- vestskafttenor
- jonvalurjensson
- hlynurh
- riddari
- baldurkr
- maggij
- methusalem
- juliusbearsson
- diesel
- thj41
- ace
- jonmagnusson
- fridaeyland
- helgigunnars
- jonthorolafsson
- pjetur
- silfri
- erlaei
- exilim
- himmalingur
- nordurljos1
- neytendatalsmadur
- fhg
- gunnarpalsson
- must
- drellington
- lucas
- sterlends
- gudmunduroli
- egill
- veravakandi
- snjolfur
- disdis
- runirokk
- thjodarsalin
- ingolfurasgeirjohannesson
- askja
- gretarmar
- annaeinars
- gattin
- vefritid
- jaherna
- fun
- drum
- andreskrist
- loftslag
- helgatho
- haddi9001
- valdimarjohannesson
- skagstrendingur
- os
- gisgis
- haddih
- hordurj
- ludvikjuliusson
- sumri
- kallimatt
- benediktae
- seinars
- muggi69
- liu
- fullvalda
- valli57
- heidarbaer
- naflaskodun
- elismar
- totibald
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- bookiceland
- kliddi
- samstada-thjodar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein aðalástæðan fyrir því að ær og kýr eru oftast kallaðar kindur (eða rollur) og beljur er sú hve illa blaðamönnum gengur að fallbeygja þessi "sjaldgæfu" orð. Örlög kúnna er þó verri því belja er fremur leiðinlegt og illa séð orð af mörgm. Auðvitað má líka kenna skólunum um að hafa ekki komið skilningi á þessu inn í blaðamennina og aðra.
Sæmundur Bjarnason, 9.6.2010 kl. 05:44
Hér er:
Ær um á, frá á til ær
Kýr um kú frá (og ú úr) kú til kýr.
Og:
Sýr um súr frá súr til sýr.
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 07:42
Honum hefur sem betur fer gengið giftusamlega að bjarga ánni -en því miður ekki ærunni -en vonandi tekst honum það í næstu frétt
Karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:48
Hér er ær um á frá á til ær. Hér eru ær um ær frá ám til áa
Hér er kýr um kú frá kú til kýr. Hér eru kýr um kýr frá kúm til kúa.
Hér er sýr um sú frá sú til sýr. Hér eru sýr um sýr frá súm til súa.
Ég veit ekki betur en að orðin sýr (gylta) og kýr beygist alveg nákvæmlega eins og orðið ær sé í sama flokki, þó svo að ekki sé það rímorð. Orðmyndin súr er ekki til í þessu samhengi, sem þf og þgf af sýr. Kær kveðja,
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 10:27
Kannski er þetta hótfyndni hjá mér. Ég get þó ekki neitað því að sem gamall sveitadurgur læt ég það fara í taugarnar á mér þegar búsmalanum er misþyrmt í allri orðræðu.
Það er nefnilega svo komið að ekki nema örfáir fréttamenn virðast kunna að fallbeygja, eða bera fram með greini helstu og algengustu nöfn á búfénaði. Og ekki virðast þulirnir hótinu skárri því enginn les upp athugasemdalaust málvillur sem hann rekur augun í.
Þráfaldlega heyrist sagt frá því að þessi eða hin áin eða kúin hafi orðið fréttaefni. Fyrir nokkrum árum var sagt frá því í útvarpi að kýr á Vesturlandi hefði sloppið frá slátrun með því að synda yfir fjörð. "Auminga kúin!" sagði kvenþulurinn frá eigin brjósti og skellihló.
Lengst þótti mér þetta ganga þegar mestu deilurnar urðu vegna fyrirhugaðs innflutnings á norskum kúm. Þá heyrði ég formann Félags kúabænda segja í fréttaviðtali að þetta væri mikil freisting þegar sannað væri að ein norsk kú mjólkaði meira en tvær íslenskar.
Árni Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 16:16
Alveg rétt Árni thad er afar hvimleitt er fréttahaukarnir nota ordid belja um blessadar kyrnar,en svo kalladi hun amma min thaer.Svo er thad afar serkennilegt af frettahaukunum ad hafa ekki nennu til ad laera ad beygja rett heitin a husdyrunum okkar. Bid forlats en eg er erlendis og thvi er stafsetningin svona ......
Margret S (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.