Til hamingju Ólína!

Ég held að Ólína verði skeleggur, góður og farsæll fulltrúi okkar í þessari stofnun sem mun verða með hverju ári mikilvægari fyrir okkur og aðra íbúa norðurslóðar.
mbl.is Ólína kjörin formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já það held ég bara líka

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2010 kl. 08:23

2 identicon

Hahahahaha!!! Ólína er einn heimskasti stjórnmálamaður sem hefur dúkkað upp á yfirborðið á íslenskum stjórnmálum.

Geir (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 09:12

3 identicon

Heimskur -heimskari -hver er heimskastur ?

Auðvitað veistu alltaf best-engin má þér betur

hæglega gætirðu fengið flest og fátt sem þú ekki getur ----

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 11:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

Verður Ólína kandidat til formennsku í Samfylkingunni þegar Jóhanna hættir?

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 16:06

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Geir. Ég myndi líka nota stutt dulnefni við ályktun sem væri sótt á þetta dýpi.

Árni Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 16:23

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn. Ég er eiginlega í vandræðum með að svara þessu. Samfylkingin er stjórnmálaflokkur sem mun eiga framtíð hvað sem öðru líður. Ég ber ekki hlýhug til Samfylkingarinnar en mér er ljóst að samfélag mitt nýtur góðs af góðum leiðtogum hvar í flokk sem þeir skipa sér.

Ég hef nokkrar mætur á Ólínu Þorv. og af mörgum ólíkum ástæðum. Ég vona að hún takist ekki á hendur nein þau störf sem hún nær ekki að inna af höndum með reisn og þjóðinni til heilla.

Allir sem mig þekkja vita afstöðu mína til ESB og þar á ég andstæðing í Ólínu ásamt mörgu öðru ágætu fólki.

Árni Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 16:33

7 Smámynd: Elle_

Ekki getur ykkur verið alvara?  Manneskja sem öskraði í Alþingi sl. vetur fyrir ICESAVE-KÚGUNINNI.  Stóð þar forhert og hávær og sagði eitt stórt JÁ við ICESAVE eins og allur ömurlegur flokkurinn. 

Elle_, 27.8.2010 kl. 17:48

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle: Íslenska stjórnmálaklanið skiptist í nokkrar deildir og spilling innan þeirra er mismunandi eftir því hvaða mál ber á góma. Telja má á fingrum sér þá alþingismenn sem hafa siferðisþrek til að ganga gegn forystunni og samþykktri afstöðu.

Ólína er að mínu viti betri kostur en flestir aðrir þegar um er að ræða að velja úr starfandi stjórnmálamönnum. Og hún hefur vakið athygli mína vegna uppistands í flokknum í tengslum við úthlutun aflaheimilda.

Árni Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 19:04

9 Smámynd: Elle_

Já, Árni, einn spilltur hópur manna sem vinnur fyrir banka og fjárglæpamenn.  Og Bretastjórn.  Held samt að Geir að ofan hafi kannski verið alvara og get ekki sagt ég lái honum þó ljótt sé að segja það.

Elle_, 27.8.2010 kl. 22:05

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þá skulum við bara vera sátt við að vera ósammála. Er nokkuð annað í boði í stöðunni og er það bara ekki í lagi?

Árni Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 22:37

11 Smámynd: Elle_

Jú, jú. Í fullkomnu lagi.

Elle_, 27.8.2010 kl. 22:47

12 Smámynd: Björn Birgisson

Er Elle með sama fókus á þjóðlífið og Loftur "heitinn" Altice Þorsteinsson? Örlar þar á sama hatrinu og fyrirlitningunni á samborgurum, sem ekki deila sömu stjórnmálaskoðunum? Spurt er að gefnu tilefni.

Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 23:06

13 Smámynd: Elle_

Nei, ég var ekki að tala um stjórnmálaskoðanir, heldur KÚGUN.  Og þar er mikill munur.  Stjórnmálaskoðanir Lofts koma ekki mínum skoðunum neitt við.  Loftur er ekki ég og ég er ekki Loftur.  Loftur er flokksbundinn, ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki.  Ekki einu sinni reyna að ranglega bendla mig við pólitík eða pólitískan flokk.  Eða hatur sem er alfarið þitt hatur.  Hinsvegar fyrirlít ég umræddan valdníðsluflokk. 

Elle_, 27.8.2010 kl. 23:43

14 Smámynd: Elle_

Og viljirðu ræða skoðanir Lofts, skaltu ræða við hann sjálfan.  Hans pólitísku skoðanir koma mér akkúrat ekki neitt við. 

Elle_, 27.8.2010 kl. 23:47

15 Smámynd: Björn Birgisson

Þá liggur það fyrir. Elle er ekki í Sjálfstæðisflokknum og styður hann ekki eða aðra flokka. Punktur.

Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 23:59

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nýjustu fréttir af pólitískum heilaþvotti og spuna eru þær helstar að Jón Gnarr er búinn að tortíma Orkuveitunni og er að nauðga gjaldendum með 28,5% hækkun á gjaldskskrá.

Hanna Birna er sögð hafa gengið fram á ritvöllinn í Mogganum og lýst andstyggð sinni á innræti Gnarrans.

Nú ganga kjósendur D listans fram á blogginu og taka undir þetta hver sem mest má og getur og kann!

Hvar eru endamörk pólitísks vesaldóms, eru þau neðar en þetta?

Var það von að D listinn fengi fleiri atkvæði ef kjósendur þurfa að vera svona staddir í kollinum til að hafa lyst á veisluföngunum?

Árni Gunnarsson, 28.8.2010 kl. 00:44

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hættiði þessu tuði hvert við annað Elle og Björn. Þið eruð yndislegasta fólk en þið munuð seint sameinast í politískum tango.

Árni Gunnarsson, 28.8.2010 kl. 00:49

18 Smámynd: Björn Birgisson

Enskun valsi kannski?

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband