Kvótasvindlið og makrílstríðið

Svolítið vandræðalegt fyrir Skotana að vera uppvísir að "rányrkju" og kvótaglæpum í upphafi ógnvænlegrar styrjaldar við íslenska sjóræningjaforingjann Jón Bjarnason.

Alvarlegast er þó ef þessir skosku krimmar hafa hrakið þennan geðþekka fisk út úr eigin lögsögu með ofbeldisfullri misnotkun.

Að því ógleymdu að ekki er ólíklegt að þessir stofnar hafi beðið óbætanlegan skaða.

Við Íslandingar erum svo varfærnir í þessum efnum að við verndum fárveika síld svo hún geti háð sitt dauðastríð óáreitt.


mbl.is Viðurkenndu kvótasvindl á Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband