Hugmyndasnauð ríkisstjórn afturhalds

Það stendur ekki upp á hinn unga og framsækna formann Sjálfstæðisflokksins þegar verk ríkisstjórnarinnar ber á góma. Sjálfstæðismenn hafa lengi haft ráð undir rifi hverju þegar kemur að atvinnusköpun og þá auðvitað líka að skapa framsækinni sköpunarþörf vinsamlegt umhverfi.

Eða er ekki svo?

Það tók íslenskt samfélag nokkra mánuði að losna við ríkisstjórn sem starfaði undir forystu Sjálfstæðisflokks og lauk með metnaðarfyllstu brotlendingu vestrænnar hagsögu.

Nú er rætt um landsdóm fyrsta sinn í sögu þessarar þjóðar og eitthvað segir það um siðferðið í stjórnmálaforystu umrædds stjórnmálaflokks.

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde vann fyrstu "björgunarafrekin" eftir hrun og stýrði mótun atvinnulífs.

Hún stýrði líka vaxtastefnu sem allir - og meira að segja sjálfstæðismenn skilja að getur haft úrslitaáhrif í nýsköpun.

Stóriðja sem byggir útsölukjörum á vistvænni orku er ekki metnaðarfull hugmyndafræði utan Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem engin ráð hafa önnur ættu að hafa hægt um sig og forðast stóryrði ens og fjandann sjálfan.

Eftir situr að þessi ríkisstjórn er vond ríkisstjórn að dómi þess sem hér tók til máls. 


mbl.is Bjarni: Hugmyndasnauð afturhaldsríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Formaður Hrunflokksins kann ekki að skammast sín.  En að sjálfsögðu er Sjálfstæðisflokknum einum treystandi fyrir stjórn íslenska ríkisins, einsog dæmin sanna!  Með allri sinni nafntoguðu hugmyndaauðgi!  Álver inná hvert krummaskuð!

Auðun Gíslason, 9.9.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Til hamingju með daginn!  Var að sjá þetta rétt áðan á fésinu!

Auðun Gíslason, 9.9.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni er ekki að segja neitt nýtt eða sjálfstæðisflokkslegt. Hann er að segja það sem blasir við öllum og kemur m.a. fram í rauðum tölum frá Hagstofunni, misseri eftir misseri.

Geir Ágústsson, 9.9.2010 kl. 13:47

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka kveðjuna Auðun minn.

Já,hún er að verða svolítið lúin og snautleg ásýndum þessi hugmynd sem sjallabjáfarnir eru búnir að leggja allan metnað sinn í langt aftur á tuttugustu öld.

Mér er sagt að mörg stjórnmálasamtök erlendis hafi endurnýjað sína hugmyndafræði oftar.

Jafnvel munu dæmi um að þeir hafi breytt henni ofurlítið.

Árni Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 14:27

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Geir. Auðvitað er Bjarni ekki að segja neitt nýtt enda sé ég ekki hvert hann ætti að sækja nýja humyndafræði. Sjálfstæðismenn skilja ekki að íslenska þjóðin þurfi að hafa áhyggjur af framtíðinni á meðan við eigum sjálfbærar orkulindir sem við getum annað hvort afhent LíÚ eða einhverjum erlendum málmbræðslum sem vilja góðfúslega þiggja vistvæna orku.

Hverjir voru það sem auglýstu það til umheimsins að hér væri í boði "líklega 

ódýrasta orka í heimi?"

Vinstri stjórnin og þó sérstaklega V.g. hafa lýst miklu fálæti í garð þessarar hugmyndafræði.

Þegar til á að taka hafa þeir þó ekki sýnt neina vísbendingu um að þeir hafi nokkur önnur ráð. Atvinnumúsík ráðamanna þjóðarinnar er ekki metnaðarfullt tónverk þegar litið er nokkra áratugi til baka allt til þessa dags og virðist þar einu gilda hver heldur á tónsprotanum.

Hrunstjórnin hóf endurreisn íslenska hagkerfisins með heimsmeti í okurvöxtum. Þeir vextir eru nú farnir að nálgast siðlega lendingu þótt enn vanti nokkuð upp á.

Niðurstaða mín er sú og óbreytt til margra ára að stjórnvöld eigi ekki að hafa þröngt skilgreinda atvinnustefnu en fyrst og fremst gefa einstaklingum tækifæri til að byggja upp atvinnuskapandi fyrirtæki með mjög vinsamlegu vaxtaumhverfi.

Þar byrjar hið marglofaða frelsi einstaklingsins til athafna.

 

Árni Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 15:10

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Greiningardeildir vilja meina að lítið sé að marka tölur Hagstofunnar, til þess séu þær of sveiflukenndar.  Enn aðrir benda að vöxtur þjóðarbúsins fari fram neðanjarðar, það er á svarta markaðnum.  Gunnar Guðmundsson bendir á þetta svo og Jónas Kristjánsson! 

Já, það er merkilegt að flokkar skuli skipta um stefnu eða breyta þeim smá, en það er til.  Mér er sagt, að Steingrímur og Bjarni hafi skipst á ræðum við stjórnarskiptin. Og svo heyrði ég í morgun í Sjálfstæðismanni, sem mátti skilja svo, að Landsdómur væri óþarfur nú.  Hrunið væri allt fjórfrelsinu að kenna!  Ekki var það stefnunni að kenna, segja þeir. Og ekki hafa forystumennirnir játað á sig ábyrgð. Ekki einn!  Sem sagt, fjórfrelsið er sökudólgur hrunsins, ekki Sjálfstæðisflokkurinn!!!

Og einkavæðingu bankanna misstu Sjálfstæðismenn útúr höndunum á sér, sagði Bjarni, svo þau mistök eru líka einhverjum öðrum að kenna.  O.s.frv.

Auðun Gíslason, 9.9.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband