12.10.2010 | 22:40
Er ekki einhver bilun í gangi?
Nú er hver fréttatíminn af öðrum bólginn af yfirlýsingum frá lánastofnunum og lífeyrissjóðum. Allar þessar yfirlýsingar eiga það sameiginlegt að útilokað sé að afskrifa nokkuð af kröfum í íbúðir eða aðrar eigur fólks sem hætt er að geta greitt af lánum sínum.
Og þessu til staðfestingar eru birtar hinar og þessar tölur og margskonar útreikningar sem í raun eru tilgangslausar. Og ríkisstjórnin er nánast verklaus og lömuð til annara verkefna en að ráða fram úr þessum "krefjandi" vanda.
Ofar allri þessari gífurlega orkufreku umræðu blakar vængjunum hinn óhagganlegi sannleikur.
Sá sannleikur að þegar forsendur lántakans til greiðslu eru brostnar af öllum þeim fjölmörgu samverkandi ástæðum sem allri þjóðinni hafa verið ljósar um nokkurra mánaða skeið þá er einhver hluti krafnanna nú þegar tapaður.
Og það verða allir að skilja það að sögur Sölva Helgasonar um að hann hafi reiknað tvíbura í stúlkuna úti í Kaupmannahöfn - annað barnið svart og annað hvítt - þetta var bara skemmtileg lygi.
Þess vegna verða bæði lánastofnanir og ríkisstjórn að sætta sig við það að reiknikúnstir og yfirlýsingar um stórtjón ef skuldir verða afskrifaðar skipta bara ekki minnsta máli og eru bara tímasóun.
Töpuð skuld er einskis virði og því fyrr sem þessu guðsvolaða fólki er það ljóst- því betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Árni, þetta er bara geðveiki, hvað ef bankarnir hefðu verið látnir fara á hausinn???? Vanvirðingin við fólkið í landinu er algjör.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 23:26
Það er bara verið að "þreyta laxinn" og drepa tíman hjá sauðheimskum gáfnaljósunum. Það er fyrir löngu búið að ákveða að ekkert verður lagað. Þegar búið er að taka ákvörðun sem inneber að margar fjölskyldur hrynja, er skríllinn á Alþingi og fólk sem lítur á skráða verðlausa skuld sem eign, að leyfa fólki að æpa þar til að það er orðið þreytt. Ég trúi ekki að aðallinn sé svo skyni skroppinn að þeir sjái ekki í hvað stefnir og þeir eru búnir að ákveða hvernig á að fara að þessu. Þess vegna sættir fólk sig bara við þetta eða tekur völdinn með valdi. Það er eina tungumálið sem ofbeldismenn skilja oft því miður.
Svona er mórallinn, hefur alltaf verið og er ekkert að fara að breytast.
Óskar Arnórsson, 12.10.2010 kl. 23:29
Auðvaldið og embættismannaklíkan eru mjög sterk öfl!
Helgi Þór Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 23:58
Það verður mér bara alltaf óskiljanlegt hversu lengi það dregst að skilja hversu mikil verðmæti tapast daglega við það að ljúga að sjálfum sér um einhverja eign í veði sem er tapað fyrir mörgum mánuðum síðan.
Það þarf enga ákvörðun til að afskrifa það sem er tapað.
Árni Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 00:07
Hver á lífeyrissjóðina? Einhverjir bírókratar?
marat (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 00:43
Ástandið í samfélaginu er galið. Fólk er ráðþrota. Ríkistjórnin á Íslandi og ríkisstjórnir annarra landa hafa tekið þá stefnu að gera skattgreiðendur að tryggingafélagi fyrir glannafjárfesta.
Þetta er svo galið. Hjónabönd eru að liðast í sundur. Fjölskyldur að flytja inn á foreldra sína. Autt húsnæði um alla koppagrundir. Atvinnuleysi og þunglyndi sækir að fólki. Og fjandinn hafi það að Þorgerður Katrín er komin í einhverja stjórnarskrárnefd.
Ég kalla bara: HJÁP ÉG ER KOMIN Í LAND FÁRÁNLEIKANS ÞAR SEM EKKERT GEGNUR UPP.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.10.2010 kl. 00:58
Já Árni ! Þetta eru hreinræktaðir snillingar , alveg inn í merg , þessir sem stjórna hvort heldur bönkum (sér í lagi) eða sukksjóðunum (lífeyrissj.) , einn mann veit ég um sem vildi semja um helmings niðurfellingu á körfuláni , en með því þá var eignin , sem veðið var tekið í og hann tók lánið til að kaupa þá eign , ofan við raunvirði , því lánið hafði hækkað svo mikið þrátt fyrir að hann hefði staðið í skilum með afborganir þar til hann gafst upp , eina sem bankinn bauð honum var frysting ellegar skuldbreyting , en slíkt þýðir sama og éta hatt sinn .
Sama gildir um Húsnm.stj. , enda er ekki skrítið að það sé búið að keyra sjóðinn í þrot - þetta eru hreinræktaðir snillingar , eða nafngiftin á Arion , hún ein segir shjitt .
Hörður B Hjartarson, 13.10.2010 kl. 03:05
Ég hallast að því að heimska og ræfildómur sé orðið að pólitískri ákvörðun- pólitískri stefnu jafnt í samfélagi og stjórnsýslu á Íslandi.
Bankar eru orðin hof, kirkjur og moskur þar sem fólk kemur saman í bæn og tilbeiðslu í boði ríkisstjórnar.
Enginn sér nokkra leið til að bjarga sér nema hann eigi annað hvort aðgang að vinnu við virkjun eða álver.
Fólk í hinum ýmsu byggðarlögum hópast saman og krefst þess að fá í það minnst eitt- helst tvö álver því annars sjái það engan tilgang með lífinu.
Og svo eru nytjastofnarnir í hafinu að úrkynjast vegna hungurs því fiskifræðingar trúa því að eftir svona 50 ár verði fiskar búnir að læra að fjölga sér og vaxa án þess að hafa æti. Og svona til að friða okkur heimskingjana þá leyfa fræðingarnir að veiða eitthvað örlítið svo fólkið hætti ekki að þekkja þorskinn frá mávinum.
Í stærsta stjórnmálaflokknum á Alþingi er því trúað að úti í heimi bíði ríkjasamband eftir því að fá að bjóða okkur á ókeypis tónleika í Óperunni daglega og svo til ríkulegs kvöldverðar á eftir þar sem öllum sé þjónað til borðs af einkennisklæddum þjónum.
Getum við ekki sparað heilmikið með því að sleppa öllum fjárveitingum til menntamála í svo sem 10-20 ár til prufu?
Árni Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 10:11
Góður pistill..Réttur!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2010 kl. 10:14
Góður pistill Árni.
Hverjir "fá" að kaupa 30 milljóna eignir á 2-3 milljónir? Þetta er að stela peningum af fólki og henda því svo út á götu með 25 milljóna skuld á bakinu ævilangt.
Þarf ekki að fá upplýst hverjir eru að stela þessum eignum? Varla venjulegt fólk, aldrei gæti ég hugsað mér að búa í svona fengnu húsnæði.
Jón Kristjánsson, 13.10.2010 kl. 10:37
Jón, liklega eru mættar á svæðið hýenur sem leggjast eins og þeirra er háttur á hræin og sleikja út um þegar nýtt fórnardýr fellur. Þeta gætu hugsanlega verið eigendur bankanna sem enginn veit hverjir eru og enginn má vita hverjir eru. Bankaleyndin sko!
Þetta verður næsta útrásin fyrir framsækna fjáfesta. Bráðum fer AGS að reikna þessi viðskipti inn í hagvaxtarspár.
Árni Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 12:51
Þeir heita fjárfestar sem kaupa þessar uppboðseignir. Gróðin er margfaldur. Fyrst ræna miljörum í gjaldeyri. Setja allt á hausin. Fá skuldirnar afskrifaðar og fá síðan þrefalt meiri íslenskar bjánakrónur fyrir gjaldeyririnn. Ef fólk bara vissi hveru mikið þeir hlægja. Hluti skemmtunarinnar er að njóta þess að spila með sauðheimsk yfirvöld. Enn þeir líta ekki á sig sem glæpamenn. Bankaleynd er engin fyrirstaða.
Ég er bara að hugsa hverng tak og hvernig pressu hvern og einn er með á sér til að líta í hina áttina, opinberlega. Allir vita hvað er að ske, sumir skilja þetta ekki og þeir sem skilja leikinn, eru of hræddir um eigin hag til að skipta sér af ráni sem á sér stað í dag ...er einhver sem hefur lyst á að vera barin, drepinn, lokaður inni, hæddur og spottaður? Einhver sem er svo sterkur að hann vill fórna sér fyrir málstaðinn og tapa hinum til góðs? Þetta er lið sem getur étið hýenur í morgunmat ef það er hægt að græða á því...
Óskar Arnórsson, 13.10.2010 kl. 15:29
Of mörg lán í skilum? Skv. AGS eru 63% lána fjármálafyrirtækjanna í vanskilum, sem þýðir að sjálfsögðu að aðeins 37% lána á Íslandi eru í skilum! Það finnst forystu Samfylkingarinnar alltof mikið og auðvitað líka snillingunum í lífeyrissjóðunum (og öðrum moneycompaníum), sem töpuðu minnst 20-30% sjóðanna í ævintýramennsku. Þessu fólki þykir alltof mörg lán í skilum á Íslandi. Þeim vilja þau því fækka, þessvegna engin skuldaleiðrétting, sem mun leiða til enn færri lána í skilum! Það hlýtur að vera markmiðið! Hvort það eru lírukassa-apakettir Jóhönnu, sem hafa fundið uppá þessari snillt veit ég ekki! Sennilega best að spyrja besserwisserinn, púkann á fjósbitanum sífitnandi,Guðmund Ólafsson, viðskiptafræðing að þessu!
Auðun Gíslason, 13.10.2010 kl. 17:53
Árni ! Bankar orðin hof , kirkjur , , þar sem fólk kemur saman í bæn og tilbeiðslu í boði ríkisstjórnar :-) :-) .
Hvernig væri að við hér á blogginu tækjum okkur saman og settum á laggirnar málver , eða er það ekki systir álvers ?
Hörður B Hjartarson, 13.10.2010 kl. 20:47
Lögin í þessu landi taka bara ekki á glæpum, gera það ekki glæpsamlegt (lögbrot) að stela í bönkum og úr þeim ef maður á ehf úti í bæ. Og enn síður ef ehf´in eru 1000. Og kannski öll skrifuð á sama ræni --- afsakið, Bjöggann eða Jóninn. Niðurstaðan er að við erum með ómennska stjórn aftur og aftur sem lætur banka og peningaöfl skrifa lögin í e-u bakhúsi.
Elle_, 13.10.2010 kl. 20:54
Það er ljótt að hugsa það og forljótt að segja , en þetta er ekki ríkisstjórn - þetta er bankastjórn .
Hörður B Hjartarson, 13.10.2010 kl. 21:13
Vona bara ad gott fólk bjódi sig fram til stjórnlagathings.
Jakobína, Árni og Óskar...ég skora á ykkur ad gera thad.
Hrifsa tharf gjafaglaepakvóta úr höndunum á LÍÚ-kvótakóngahyskinu.
Sameign thjódarinnar (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:31
Rithöfundurinn Líu og Nobelsverdlaunahafi í Kína saetir mannréttindabrotum.
LÍÚ kvótaglaepakerfid brýtur mannréttindi landsmanna.
Sameign thjódarinnar (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:38
... Stjórnlagaþing? Það er klárt að að maður vilji vera í Stjórnlagaþingi ef allir er fyrirfram sammála að ég ráði einn öllu... Hægt er að hafa litla nefnd sem kallast "Stjórn Landsins" svo það líti betur út....
Óskar Arnórsson, 13.10.2010 kl. 23:39
Heill og sæll Árni; æfinlega - sem aðrir gestir þínir !
Og; það ískyggilegasta alls, er sá raunveruleiki, að aðeins;; tæpir 2/10 óskapnaðarins, eru okkur sýnilegir, enn sem komið er. Árhundruð; sem heilt árþúsund gæti tekið, að komast að hinu full sanna, í þessum Skolla heimi braskaranna, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 00:55
Þakka ykkur öllum innlitið. Tilgangur minn með þessum pistli var að vekja athygli á því hversu átakanleg heimska er orðin að óleysanlegu vandamáli. Það varð hrun og allar forsendur þess að stór hluti þeirra sem bjuggu í skuldsettu húsnæði gætu staðið í skilum brustu á nokkrum vikum. Íbúðirnar eru veðsettar langt umfram verðmæti og þinglýstir eigendur jafnvel orðnir atvinnulausir.
Hver á að rukka hvern? Á að rukka dauða menn eða gjaldrota og atvinnulaust fólk??
Hversu mörg mannslíf eru að veði í forsendulausu- og í raun fölsuðu bókhaldi lánastofnana?
Í stuttu máli: Töpuð skuld er töpuð skuld hversu marga fundi sem ríkisstjórnin heldur í Þjóðmenningarhúsinu.
Og það er hart að missa hverja vetrarvertíðina eftir aðra vegna þess að formennirnir hafa ekki vit til að hætta kjaftæðinu og hefja róðra.
Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 13:23
Nei Árni , eins og þú ættir að vita þá þarf að slá Skjaldborg um Hafró , þá merkilegu merkisstofnun .
Hörður B Hjartarson, 14.10.2010 kl. 19:37
Fisk eða ál.
Lítið verður eftir í landinu þegar efniviðurinn fer allur á erlenda markaði og grópinn í vasa á buxum sem geymdar eru á Tortóla.
Óskar Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 20:51
Óskar. Á meðan enginn er tekinn fastur fyrir þjófnað og dæmdur í tugthús eða eignir hans frystar halda Íslendingar bara áfram að berja tunnur á Austurvelli sér til hita. Þetta er þjóðráð fyrir fólk í vetur þegar kólna fer og sparar helling í upphitunarkostnað.
Og þegar útrásarþjófarnir mæta í heimsókn frá útlöndum á einkaþotunum sínum til að vera við fermingu litla frænda þá eru þeir ekki einu sinni eltir uppi og barðir eða flengdir.
Hörður: Hafró er komið í hlutverk Vatikansins á Íslandi. Páfinn vill banna smokkinn og Hafró bannar að veiða fiskinn. Allir eru bara kátir með það þarna í Stjórnarráðshúsinu.
Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 02:57
Þegar maður sem skipsmaður á togurum smyglaði brennivíni, sigarettum, sælgæti og öllu því sem mann bráðlega vantaði, þá var ákveðið kerfi í gangi. Allir vissu að Skipstjóri var einn ábyrgur ef engin gaf sig fram og játaði. Þá þurfti að fá einn sem var tilbúin að játa, borga sekt eða sitja inni ef eitthvað fyndist. Þegar það var uppgert var lagt í púkkið og smyglað. Oftast gekk það ágætlega en einstaka mál "sprakk" eins og það hét.
Tollurinn vissi um þetta "konsept" og að það var alltaf bara "einn maður" sem átti allt. Einstaka mál urðu að tveimur eða mest þremur af 24ra manna áhöfn. Það voru ekki allir með í smyglinu af áhöfninni, sérstaklega ekki biblíulesarar og mikið trúfólk. Enn þeir létu okkur lögbrjótanna í friði.
Tollgæslan vissi af þessu, lögregla vissi af þessu og dómarinn sem dæmdi í fangelsi vissi að hann var þáttakandi í leikriti. Og allir tóku þátt hver á sinn hátt.
Á sama hátt og allir taka þátt í bankahruninu. Hver á sinn hátt. Það er ekkert hlgt að gera fyrr enn menn verða algjörlega heiðalegir við hvern annan og hætta að þykjast í þessu stærsta máli Íslandssögunnar. Ef fólki tekst það ekki, un þetta halda áfram og verða enn verra fyrir næstu kynslóð.
Því miður er þessi tegund af ofbeldi ekki hægt að mæta samkvæmt núgildandi lögum. Það þarf að brjóta mörg lög til að stoppa vitleysuna.
"Er einhver bilun í gangi?" Það er hægt að kalla peninga og valdagræðgi fyrir bilun. Það er bara búið að telja fólki í trú um það að mesta bilunin sé að beita ofbeldi til að stoppa þessa bilun. Það þarf algjöra byltingu í landinu og engin er vanur byltingum...og ég hef aldrei vitað neina byltingu sem fer fram samkvæmt einhverjum lögum.
Óskar Arnórsson, 15.10.2010 kl. 05:03
Sæll Árni, mig langar að segja þér frá því hvað ég er hjartanlega sammála Óskari hér að ofan.
Óskar! Ert þá ekki sammála mér með það, að það þurfi að sækja útrásarvíkingana og draga þá heim til að svara til saka!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 06:44
Jú jú, Helgi Þór. Ég er alveg sammála að senda þá heim. Ekkert til að skamma þá. Bara fá þá til að biðjast afsökunar og lofa að gera þetta ekki aftur. Fyrir mig væri það alveg nóg. Enda eru þetta bara fluggáfuð pelabörn sem eru bara að leika sér og skilja ekki hvaða veseni þau valda. Verði ekki talað við þessa skúrka eins og börn, munu þeir hvorki heyra eða skilja...
... eða byltingu því eitthvað verður að gera. Það verður bara að fá fullorðið fólk í Ríkisstjórn í einum grænum. Ég mæli með Árna t.d. sem enn hefur ekki hent heilbrygðri skynsemi út í hafsauga...mín er ónýt segir frúin svo það hlýtur að vera satt.
Óskar Arnórsson, 15.10.2010 kl. 15:48
Ég er mikið sammála þér Óskar.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 16:30
Það þarf að reikna út hagnað útlánsstofnana frá hruni og draga frá kostnað þeirra sem tóku lán. Mismunurinn er það sem lántakendur þurfa að borga.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 19:42
Ekki svo galin hugmynd Ben.Ax.
Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 20:15
Og svo gleymist oft að sólin skín, fuglgar syngja, lækir hjala og folöld sýna góðgang sem gleður hjartarætur. Allt er að fara til fjandans kæri Árni, og kannski er ekki til til neins að gleðjast eða hlakka til, en mikið djöfulli er þá allt orðið leiðinlegt. Helvíti hvað ég er sjálfur leiðinlegur kæri frændi, en skítt með það í þriðja veldi og amen.
OSMANN (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.