Innrás í helgidóm sanntrúaðra

Allt of sjaldan gefst kostur á því að lesa góða og vel skrifaða pistla hér á blogginu. Það var því hressandi að sjá psitil Rúnars Kristjánssonar góðvinar míns frá Skagaströnd sem brosti við mér þegar ég opnaði tölvuna mína núna fyrir hádegið. Þessi pistill ber yfirskriftina:

Um skammtímaminni og skynsemisrof

Ég ráðlegg sem flestum að leita þennan pistil uppi og lesa vandlega.

Síðast þegar ég leit á síðuna hans Rúnars voru 11 búnir að líta inn. Eiginlega finnst mér að sú tala þyrfti að hækka upp í 11 hundruð fyrir kvöldið.

Sanntrúaðir sjálfstæðismenn eru þó varaðir við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Og hvernig finnur maður svona pistil?

Óskar Arnórsson, 17.10.2010 kl. 14:33

3 identicon

Heilir og sælir; Árni / Nafni / Björn Ísfirðingur - sem aðrir gestir, hjá Árna !

O; jú. Las ég víst; grein Rúnars snikkara, af athygli, eftir þinni ágætu vísbendingu, Árni minn.

Helzti ljóðurinn; á ráði Rúnars er; hversu hógvær hann er - sem lítillátur, að gefa ekki kost á athugasemdum, við sínar merku greinar. Þar; mætti hann breyta um stefnu, því hann hefir gott tungutak - sem skýra sýn, á þau mál öll, sem á landsmönnum brenna, sá ágæti Skagstrendingur.

En; skyldi Hjörtur, Valhallar þénari (við Háaleitisbraut; syðra), sonur Rúnars, vera búinn að lesa þessa gagnmerku grein föður síns, Árni ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:21

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka aðstoðina Björn.

Óskar. Ég held að þeir feðgar Hjörtur og Rúnar hafi gott samband og virði skoðanir hvors annars án nokkurra átaka. 

Árni Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var um 40 ára þegar ég uppgötvaði að langtíma minni er genalegt, hélt að allir væru eins og ég. Var í brúðkaupi þar sem vinkona frænku minnar fór að minnast á þetta furðulega minni hennar, ég sat á móti bróður hennar þremenningi við mig og spurði hvað er hún að tala um? Hann svaraði langtíma minni er alls ekki algengt. Ég fyrirgaf mörgum sem ég um æfing hafði ætlað ýmislegt annað en lítið minni.  Langtíma minni má þjálfa frá blautu barnsbeini og var nauðsynlegt fyrir daga tölvunnar  fyrir þá með þann hæfileika til að komast inn í Æðra langskólanám.   Hinsvegar byggja flestar ályktanir á forsendum og ef þær gleymast þá kemur tölvan ekki í þeirra stað.  Ef maðurinn man ekki hverju á að leita að. Rökréttar ályktanir af réttum forsendum sem eru staðreyndir eru líka staðreyndir. Skoðun er í samræmi við skoðandann.  Í Frakklandi jafngildir skoðun hæstaréttardómara nánast staðreynd.  

Júlíus Björnsson, 17.10.2010 kl. 17:13

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er góður pistill.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.10.2010 kl. 17:17

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pistlar Rúnars, hér á bloggi, sem önnur skrif, eru allrar athygli verðir. Rúnar kemur skoðunum sínum á framfæri með skemmtilegum texta, auðskildum og á mannamáli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2010 kl. 23:35

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Axel. Það er alveg komin tími á að mannamál verði aftur tekið í gagnið. Las þennan pistil Rúnar og var hann góður. Síðan þetta komment Árna um "sanntrúaða sjálfstæðismenn" sem er athyglisvert. Ég trúi að trúarbragða sýstem séu gengin sér til húðar. Og allir pólitískir flokkar flokkar hafa tilhneygingu að verða eins og trúarbragðahópar. Menn sleppa heilbrygðri skynsemi í hendurnar á fábjánum og nú hefur þeim tekist að manna allar helsti stöður í þjóðfélaginu. Það skeður ekkert nema að fólk skilji að fólk verður að fá að kjósa persónur og helst sem kann pólitík enn er ekki háður neinum sérstökum. Alltof margar heilagar kýr á Íslandi í dag.

Óskar Arnórsson, 18.10.2010 kl. 08:03

9 identicon

Trúarbragðakerfi, hvort sem þau eru yfirnáttúruleg eða ekki; Sá sem gengur inn í slíkt eins og hjarðdýr, sá hinn sami er bara að lýsa yfir hversu frumstæð(ur) viðkomandi er.
Verðið að brjótast út úr hjarðdýraeðlinu

doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:59

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Allir pólitískir flokkar byggja á hjarðeðli og kalla það síðan fyrir lýðræði...

Óskar Arnórsson, 18.10.2010 kl. 11:59

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

#9 og 10 Þetta hjarðeðli er orðið að skemmd í samfélagi okkar. Ég hef líklega um fátt meira fjallað en þennan andskotans ófögnuð á minni bloggsíðu. Það er einfaldlega svo með mörg okkar að þegar við álpumst til að ganga í stjórnmálaflokk þá telst hann vera orðinn okkar pólitíska heimili. Póitík er viðfangsefni allra daga. Margir virðast misskilja þetta orð og þegar ég segist vera pólitískur þá spyrja flestir í hvaða flokki ég sé. Því á ég ekki alltaf létt með að svara.

  En þegar við erum orðin svo meðvirk Flokknum okkar, hver sem hann nú er að við treystum okkur ekki til að hafa aðra skoðun en hann á kartöfluverði eða snjómokstri á Fjarðarheiði þá þurfum við að taka okkur saman í andlitinu.

Þeir sem segja: Flokkurinn minn ! eru alltaf á villigötum. Það rétta væri: Hann ......flokkurinn hefur nú alltaf átt mig !

Það er nú verkurinn.

Árni Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 12:24

12 identicon

Las á mbl.is ad Eva hafi kostad thjódina 10 millur....mín spurning er: 

Hvad aetli Davíd Oddsson hafi kostad thjódina?

Einhver tilbúinn í ágiskanir?

dýrt ad elta bjöllusaudinn (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:15

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað Davíð Oddsson hefur kostað þjóðina verður aldrei upplýst en sú upphæð er gígantísk. Síðan má velta því endalaust fyrir sér henær aða hvort einhverjum dettur í hug að reikna hversu mikið hann á eftir að kosta þjóðina með öllum sínum axarsköftum inn í ókomna tíð.

Síðan er spurning hvort sá maður yrði ekki fljótt brjálaður sem færi að reikna út samanlagðan kostnað okkar við öll "afrek" Framsóknarflokksins.

Árni Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 16:38

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kostnaðurinn við Evu Joly er nú svona á borð við eina "grand" laxveiðferð . (án maka að sjálfsögðu)

Árni Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 16:59

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Útlendingar tryggja árs raunvaxtakröfu þannig ef hún er 2% og verðbólgu væntingar max 3,5% þá eru nafnvextirnir: 1,02x1,035%=  5,57%.    Verðbólga erlendis miðast við vöxt neytendaverðvísis [verð á neysluvarningi 80% óbreyttra launþega sem kaupa fjöldaframleiðslu aðallega]. Þessi ríki sýna því stöðuleika á 30 árum.  Kaupið ekki köttinn í sekknum forðist íbúðarlán þeim er ætlað að vaxa að raunvirði á lánstímanum. Leynilegu forsendurnar fyrir óþverranum voru ef verðbólga verður undir 3,5% ári [og undir 5% í hverjum mánuði] og undir 17,5% á fimm árum. áttu verðbæturnar í ágúst  að dekka skekkjuna í  reiknisaðferðum við íbúðarlán vegna 10.000.000 láns upphæðar á sínum tíma.

Staðreyndin er að síðan um 1982 hefur húsnæðiskostnaður almennings vegna lánsforms hækkað um 30% að raunvirði í samburði við Alþjóðasamfélagið. Þetta ættu allir að sjá að hækkar heildar upphæð vanskila og yfirdráttarvexti í kerfisins þegar almenningur trúir því að lánin vaxi ekki að raunvirði eða m.ö.o. séu verðtryggð.   Niðurgreiðslu veldur lækkun fyrst 5 árin hinsvegar ef reiknað er lengra kemur í ljós að miðað við forsendurnar er síðast gjaldagi orðin þrefaldur að raunvirði. Eftir 2002 var fólki bannað að greiða niður á höfuðstóla lánanna. Sem logið er að séu jafngreiðslu og verðtryggð að almenningi. Annarstaðar í kerfinu er verðtryggt miðað við greiðslu eins og dráttarvextir miða við mánaðargjaldið: höfuðstól dráttarvaxtanna.

Til að byrja með var hægt að halda kaupmætti uppi með innflutningi á lægri verðflokkum og vatnsviðbótum [klaki eða í sprautun eða þynning] í þyngd innanlandframleiðslu. Þetta er ekki hægt að leika tvisvar af hagstjórninni hér. Enginn fer neðar en Bónus þar sem það er ekki útvega lægri vöruflokka í sölu. Síld vigtuð með bækli er ekki kjarabót.

Júlíus Björnsson, 19.10.2010 kl. 06:41

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjóðinni er haldið í fjötrum óskiljanlegra reiknikúnsta. Kontóristarnir þjappa sér saman utan um fáránleikann vegna óttans um að þjóðin komi auga á hann. Þegar sá dagur rennur upp þá missa líklega einhverjir vinnuna.

Árni Gunnarsson, 19.10.2010 kl. 17:55

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

...mesta hættan er á að einhver verði hristur duglega þegar "sýndarheimur" bankana og peningakerfanna, vaxta og þjófavaxta (verðtryggingu) rennur upp fyrir fólki. Sá tími nálgast óðfluga...

Óskar Arnórsson, 19.10.2010 kl. 18:17

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Óskiljanlegur reikningur er óþarfi. Ef menn kunna að reikna á annað borð. Heildsali í gamla daga fór í heimsókn til viðskiptavinanna og misst lítið bvegna gjaldþrota. Konungur hér áður fyrir klættust tötrum og heimsóttu slöminn og fengu allar fréttir strax frá fyrstu hendi.  Hér þar sem ég bý hefur neysla miðað við umbúðir dregist 50% saman frá því fyrir hrun, við eru búin að skila um helmingnum af rusla tunnum. Hagfræðingur uppgötvar svona lagað 2 árum of seint.

Hér er almenning alltaf kennt um, nú eru allir selja svart af því útskattur er svo mikill.  Hinsvegar virkar virðisaukaskattur þannig að til að lækka útskatt verður að sýna innskatt. Þannig að sumir hafa miklu meira milli handanna en áður enda hafa heildarlaun hækkað umfram verðbólgu síðan í hruninu. 

Júlíus Björnsson, 19.10.2010 kl. 18:51

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Árni,

Ég sá þig skrifa einhvers staðar að þú hefðir ekki haft tök á að nálgast pistil Gunnlaugs Jónssonar, framkvæmdastjóra og fyrrv. fjármálaráðgjafa, sem birtist í Morgunblaðinu 7. okt. sl., og ber heitið "Hugmynd að lausn á skuldavanda heimilanna".

Við slíkt verður ekki setið og þér því bent á að greinina er hægt að nálgast HÉR og viðtal við Gunnlaug um hugmynd sína er hægt að hlusta á HÉR (tengill opnar eitthvert spilunarforritið hjá þér).

Geir Ágústsson, 20.10.2010 kl. 13:09

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Árni, sæll. Upplýstu mig um netfangið þitt, hér eða með sendingu í jvjensson@gmail.com – þá skal ég senda þér greinina hans Gunnlaugs.

Jón Valur Jensson, 20.10.2010 kl. 16:17

21 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk og deili þessu.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.10.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband