28.10.2010 | 00:23
Að loknum opnum borgarafundi á vegum Hreyfingarinnar
Það er ný og ánægjuleg lífsreynsla að koma glaður og bjartsýnn af fundi á þessum tíma eymdar, ráðleysi og vonleysi. Fundurinn sem Hreyfingin boðaði til í kvöld á Kornhlöðuloftinu við Lækjarbrekku var vel sóttur og þar voru ekki háværastar raddirnar um svartnætti fjölskyldna og neyðarviðbrögð.
Vissulega fór þó fyrsti hluti fundarins í þessa umræðu ásamt því að kallað var eftir fulltingi forseta Íslands til að forða þjóðinni frá því dæmalausa vandræðaliði sem nú situr til þess eins að sitja.
Það sem gladdi mig mest var að hlusta á þær mörgu og fjölþættu hugmyndir til atvinnusköpunar sem þarna komu fram og þá bjargföstu trú fólksins að tækifærin væru óþrjótandi. Enginn ræðumaður minntist orði á stóriðju eða álver nema þá sem úreltar hugmyndir sem í dag væru ekki umræðunnar virði. Þarna var breiður hópur fólks af báðum kynjum og allt frá æskufólki til ellilífeyrisþega. Þarna var fólk úr öllum stéttum og hugmyndirnar voru fleiri en svo að umræða gæti skapast um þær að nokkru ráði.
Mikið óskaplega var þetta ánægjuleg reynsla.
Ég leggst bjartsýnn til svefns í kvöld og þakka af alhug öllu því ágæta fólki sem deildi með mér þessum tveim klukkutímum djarfhuga baráttuvilja.
Hreyfingin er komin til að vera sem stjórnmálaafl á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tek heilshugar undir þetta með þér Árni, þetta var góður fundur
Steinar Immanúel Sörensson, 28.10.2010 kl. 00:34
Gleður mig að heyra!
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 00:41
Á ekki að breyta textanum í höfundarboxi? .. "fúll í skapi" ??
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 00:43
Heilir og sælir; Árni og Steinar Immanúel - og aðrir gestir, hér á síðu !
Þakka þér fyrir; þessa frásögu, Árni Skagfirðingur, sem oftar.
Nú er svo komið; mínu sjónarhorni - að útlegð; varanleg, ætti að dæmast á glæpa hyski stjórnmála- og valda stéttarinnar, almennt.
Að öðrum kosti; geymi exin og jörðin, þessi úrhrök, annars.
Heipt mín; er komin, langt upp fyrir öll suðumörk; ykkur, að segja !
Með; byltingarkveðjum sterkum, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:46
Zumzé, zkázt af öllu, væri í heimi nú að kjóza Hreyfíngu ?
Hvora, þezza zem að eru nú þó með þingmenn, eða hina zem að týna milljónur af af ~gnægtatrjánum almenníngz~ til að hella upp á kaffi fyrir vini & vandamálamenn ?
Áddni...
Steingrímur Helgason, 28.10.2010 kl. 00:56
Þetta var opinn og þverpólitískur fundur. Umræðan var létt og skemmtileg. Hefði þó viljað sjá fleiri konur taka til máls. Það var þó ekki fundarstjórninni að kenna því þessum fundi var skörunglega stjórnað af Baldvini Jónssyni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2010 kl. 01:36
Ég var ekki á fundinum men ég les úr pistlinum að jákvæðni sé í gangi. Gott mál...
Óskar Arnórsson, 28.10.2010 kl. 02:46
Steingrímur, það var hjá þeirri sem mig hefur, en það var kaffi í boði.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.10.2010 kl. 10:04
Takk fyrir síðast Steinar og Jakobína!
Jóhanna. Ég er mikið að velta þessu fyrr mér en ætla ekki að hlaupa neitt á mig og fresta þessu því um einhverja daga.
Zteingrímur: Nú þekki ég ekki innviði þessara samtaka en ég mun reyna að láta þig vita í tíma svo þú kjósir rétt. Í fljótu bragði teldi ég þó réttara að kjósa skynsamt fólk en þrútinn bankareikning.
Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 10:11
Ertu hættur að styðja Frjálslynda flokkinn?
Bjarni Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 13:49
Bjarni: Ég tel það einboðið að það góða fólk sem styður Frjálslynda flokkinn sameinist Hreyfingunni. Ég sé það fyrir mér að til þess að skapa nýtt Ísland þurfum við öll sem erum í andstöðu við hin dauðu öfl fjórflokkanna að halda hópinn. Það er mikið verkefni framundan og við höfum einfaldlega hvorki efni á né tíma til að reyna að verða ósammála. Ég hef fulla trú á að samstaða náist og jafnframt að fólk úr gömlu og ónýtu flokkunum komi til leiks.
Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 14:47
Hreyfingin er dugleg að minna á sig og gamlir staurar verða grænir á ný á fundum hennar. Nýtt nafn hlýtur að vera í burðarliðnum: Fjöldahreyfingin.
Björn Birgisson, 28.10.2010 kl. 16:55
Frjálslynda Hreyfingin? ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 18:02
Það skiptir blátt áfram engu máli hvað flokkurinn heitir. Flokkur ríkisframkvæmda og ríkisrekinnar atvinnustarfsemi á Íslandi heitir Sjálfstæðisflokkur. Annan daginn heimta þeir náttúruauðlindir og lánsfé til að virkja þær og hinn daginn: "Báknið burt!"
Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 18:52
Þá ertu Árni að segja að Frjálslyndi flokkurinn sé kominn að leiðarlokum og verði væntanlega lagður niður innan skamms. Það kemur ekki á óvart því að flokkurinn er búinn að þurkast út en ég er aftur ekki viss um að Hreyfingin sé neitt betri valkostur. Birgitta og félagar hafa ekki náð að sannfæra mig og mitt fólk. Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum eins og ég hef ávalt gert. Það þarf að skipta út fólki þar og framkvæma endurnýjun en stefnan er góð. Ég er viss um að það gerist fyrr en seinna.
Bjarni Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 21:38
Bjarni. Þú segir að stefnan sé góð hjá flokknum þínum. Hvort er stefna flokksins; sú stefna sem rituð var í stefnuskrána í árdaga flokksins eða sú stefna sem flokkurinn hefur unnið eftir?
Líklega trúir þú því að frelsi einstaklingsins til athafna sé stefna flokksins. Ekki reyndist íbúum strandbyggðanna þetta frelsi mikill aflvaki á tíð sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ekki reyndist þetta frelsi mikið haldreipi þeim einyrkja - flutningabílstjórum sem voru boðnir niður af flutningasamsteypum Eimskipa og annara samsteypuþrjóta í landflutningum. Þeir fóru allir rakleitt á hausinn ef þeir gátu ekki selt sig inn í þá stóru. Svona mætti lengi telja.
Ég las eitt sinn færeyska smásögu. Bóndi nokkur hafði ákveðið að farga gamla hundinum sínum. Hann fór með hann niður á háan sjávarbakka, batt spotta utan um hálsinn á hundinum og stein í hinn endann. Síðan henti hann hundinum fram af. Nú fór svo slysalega að steinninn losnaði og hundurinn komst í land á sundi. Bóndinn bölvaði ægilega en ákvað að gera aðra tilraun. Hann kallaði blíðlega til hundsins og gerði sig líklegan til að kjassa hann. Tryggðin við húsbóndann varð hvekkninni yfirsterkari og hjeppi þokaði sér skríðandi á maganum til bóndans.
Nú var bóndi ekki seinn á sér, greip hundinn bölvandi, hnýtti öðrum steini í snöruna og endurtók athöfnina. Í þetta sinn heppnaðist verkið.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hrundi í fyrstu kosningum eftir hrun markaðshyggjunnar á Íslandi.
Athugasemd þín varð til þess að rifja upp fyrir mér ofanritaða sögu.
En af atkvæði þínu hef ég ekki minnstu áhyggjur.
Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 22:53
Þar með er Bjarna saga Sigurðssonar og annarra á hans nótum skilgreind af kunnáttumanni. Lærifaðirinn segir: "En af atkvæði þínu hef ég ekki minnstu áhyggjur." Vel mælt eins og stundum áður á þessari síðu réttlætisins og rökréttrar hugsunar.
Björn Birgisson, 28.10.2010 kl. 23:35
Árni ég er að tala um grundvallarstefnuna. Ég hef engar áhyggjur af því að mér og mínum verði drekkt eins og hundinum í færeysku sögunni. Þannig er það að hundar hafa val um að geta skipt um húsbændur og það sem þarf að gera er að skipta út forystu Sjálfstæðisflokkins og stórum hluta þingflokkisns. Þá er lag að halda áfram reynslunni ríkari.
Verra er með "hunda" eins og þig Árni sem binda ávallt tros sitt við húsbændur sem fleygja ekki hundum sínum fyrir björg, heldur skilja þá eftir umkomulausa á bjargbrúninni eftir að hafa hoppað sjálfir framaf í pólitísku æði. Frjálslyndi flokkurinn gerði það og það gerði Borgarahreyfingin einnig, eða réttara sagt þeir þingmenn sem voru kosnir á þing fyrir Hreyfinguna. Þingmenn Hreyfingarinnar eru umboðslausir á þingi í dag, þar sem þeir gerðu þá svívirðu gegn kjósendum að yfirgefa það stjórnmálaafl sem kjósendur kusu. Munum að kjósendur kjósa flokka og stefnur, ekki einstaklinga.
Þá er betra að eyða atkvæði sínu í flokk sem þó heldur lífi þó mislaskaður sé og breyskur. Lifandi flokk má alltaf bæta, en ekki er það hægt með dauðan. Og ég held að þingliði Hreyfingarinnar sé ekki viðbjargandi. Þetta eru sjálfhverfir einstaklingar sem hugsa fyrst og fremst um rassinn á sjálfum sér. Hvað ætlar þú að gera þegar þau hoppa fram af og skilja þig eftir?
Bjarni Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 23:48
sæl ég er ekki vanur að láta skoðanir mæinar í ljós en ég ætla að prófa. Af hverju gerum við það sem þór sari víll ?, 18 % leiðréttingu á öllum skuldum !, eins og kom framm á rás 2. Búum til nytt ICESAVE, hann er jú hagfræðingur og ÆTTI að kunna að lesa úr tölum er það ekki ?. Við skulum sko aldeilis setja landið ÆRLEGA á hausin og fara eftir hreyfinguni sem er umboðslaus eins og Bjarni Sigurðsson orðar svo fallega, Af hverju eigum við að hjálpa þeim sem að spentu bogan svo ærlega að spottin slitnaði ? Og hvað með þa sem að tóku erlendu lánin þrátt fyrir að ALLIR sögðu að krónan væri skrifuð of hátt ? SKAMMIST YKKAR. Það neyddi engin ykku til að taka lán eða skrifa undir slíkt plagg, Ég er ekki að halda því framm að ég hafi heldur sloppið vél frá þessari hörmung frekar en einhver annar. Hvað eigum við að gera hækka skatta og láta ríkið taka skellin ? Skera okkur úr alþjóðasamfélainu og segja við restin .... ... ? við erum jú ein í ballarhafi. hvað er það sem að ALLIR VILJA ? E það er vitað að það er dyrt að hjálpa öllum, Ég er ánægðu með mína skatta og hvað ég hef greytt til samfélagsins til að halda spítala,öldrunarþjónustu og fl. EN gallin er alltaf sá hvað á að gera !!! Þettað er einhver sú besta ríkistjórn sem að við höfum haft lengi, mig langar reyndar að atvinnu menn sjáum embætti ríkiins eins og var gert með fjármála og dóms og kirkjumála stóðu sig með starki príði. HVAÐ VILJIÐI ?
Árni Klemensson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 00:39
Það er ævinlega jafn grátbroslegt að skoða pólitískar ályktanir manna á borð við þig Bjarni minn Sigurðsson. Þið hafið þessa "mátulegu" stærð sem allir pólitískir framámenn krefjast af "sínum mönnum" til að koma sér áfram.
En þú skalt ekki nefna mig hund Bjarni því það er ég ekki í þessu tilliti né neinu öðru, vonandi. Ég þarf ekki á neinum flokki að halda og þess vegna hefur enginn flokkur skilið mig eftir á berangri. Ég kýs bara þann flokk eða þá menn sem mér líst á hverju sinni og ef ég er heppinn þá gengur þetta upp eitt kjörtímabil eða fleiri eftir atvikum. Ég hef nefnilega sjálfstæða skoðun í hverju pólitísku máli og ef sá sem fer með mitt umboð misbýður mér eða svíkur mig þá segi ég honum að fara til andskotans með minu sannkristna hugarfari. Og mér líður svo prýðilega með þetta að þú getur ekki truað því. Þetta viðhorf stafar af því að ég er ekki hundur nokkurs flokks og enginn pólitíkus á mig.
Og ég yrði aldrei svo bláeygur að ég segði með stolti: "Þetta er flokkurinn minn!"
Ég hef fylgst með flokknum þínum- eða öllu fremur flokknum sem búinn er að eigna sér þig afar lengi. þetta er flokkur dauða og tortímingar eins og allir þeir flokkar út um allan heim sem fylgja sömu hugmyndafræði hafa alltaf verið. Ég get ekki læknað þig af þessari áráttu til að niðurlægja þig svo nú skaltu bara mjaka þér til hans á kviðnum og ekki bíta þegar hann hnýtir spottann.
Árni Gunnarsson, 29.10.2010 kl. 10:04
Auðun Gíslason, 29.10.2010 kl. 13:57
Zæll Zteingrímur Helgazzon,
Hélt að það væri búið að afleggja z una fyrir löngu??...en það er ekki vona að gamlir afturhaldsseggir eins og þú skiljir það.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 14:33
Æi, þú þarna Árni Klemenzson, það er varla að ég nenni að eltast við bullið í þér. Þú skalt bara herða þig upp og vera bjartsýnn. Það er engin vissa fyrir því að Hreyfingin nái að standa í vegi fyrir því að þú borgir þessar skuldir þínar. Enda er hún "umboðslaus eins og Bjarni Sigurðsson orðar svo fallega."
Bara bíta á jaxlinn og biðja fyrir ríkisstjórninni og bönkunum.
Árni Gunnarsson, 29.10.2010 kl. 18:36
Ja hérna þó. Ennþá er gamli flokkarembingurinn við lýði sé ég. Það má vera að til sé fólk sem er hundfúlt útí alþingismenn Hreyfingarinnar þó svo þeir hafi einungis látið gott af sér leiða. Nóg um það. Það sem hinsvegar er að drepa þetta pólitíska bákn þess utan kallast "miðstýring". Ef flokksmenn lúta ekki skipunum að ofan eru þeir "óþekkir".
Blessunarlega er engin miðstýring í Hreyfingunni. Þar er flatur strúktur þar sem enginn segir öðrum hvað hann má segja eða hvernig skal kjósa um málefni.
Auðvitað fer þetta fyrir brjóst þeirra sem ekkert þekkja nema gömlu valdapólitíkina og dýrkun auðvaldsins. En það er þá algerlega þeirra vandamál hugsa ég.
Auðvitað er til snjallt hugsjónarfólk í öllum flokkum. Þessvegna ætti að vera hægt að kjósa persónur þvert á flokka. Ég hef trú á því að þannig verði framtíðin og gamla miðstýringin líði undir lok.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.10.2010 kl. 18:44
Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem vandamál samfélagsins eru. Kjarklaus og huglaus! Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi. Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við. Málin verður að leysa. Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn! Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga. Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna.
Neyðarstjórn eða kosningar - yfirlýsing frá þingmönnum Hreyfingarinnar
Sú mesta efnahagsvá sem samfélaginu stafar hætta af í dag er skuldavandi íslenskra heimila. Undanfarna viku hafa þingmenn Hreyfingarinnar tekið þátt í fjölda samráðsfunda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, öðrum þingmönnum og hagsmunaaðilum til að kanna hvort raunverulegur vilji sé til að leysa málin. Þrátt fyrir að fyrir liggi leiðir til lausnar sem gagnist mjög skuldugum heimilum án kostnaðar fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur, er ríkisstjórnin ekki fær um að leysa úr málinu með sanngjörnum og réttlátum hætti. Ríkisstjórnin hefur nú endanlega sýnt að hún getur ekki stjórnað landinu með almannahag að leiðarljósi og hlýtur því að vera komin að leiðarlokum.
Vegna þeirrar alvarlegu stjórnarkreppu sem nú ríkir og útilokað er að Alþingi geti leyst, leggja þingmenn Hreyfingarinnar fram eftirfarandi tillögur sem lúta að tímabundinni neyðarstjórn landsins (þingmanna og/eða utanþingsmanna) í stað núverandi ríkisstjórnar samkvæmt eftirfarandi forskrift.
1) Forsætisráðherra skilar inn umboði sínu til forseta Íslands.
2) Forseti Íslands kannar hvort þingmeirihluti sé fyrir því að verja slíka neyðarstjórn vantrausti verði henni komið á.
3) Sé slíkur meirihluti ekki fyrir hendi verði boðað til Alþingiskosninga.
4) Sé slíkur meirihluti fyrir hendi gerir forseti Íslands tillögu að neyðarstjórn. Tillaga forseta Íslands getur annað hvort falist í uppástungu að forsætisráðherra sem velji sér samráðherra eða tillögu að öllum ráðherrum slíkrar ríkisstjórnar.
5) Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um tillögu forseta Íslands að neyðarstjórn. Kosið verði um neyðarstjórnina í heild sinni. Verði henni hafnað verið boðað til Alþingiskosninga.
6) Verði tillagan samþykkt starfar neyðarstjórnin þangað til stjórnlagaþing hefur lokið störfum og Alþingi afgreitt frumvarp um nýja stjórnarskrá. Að því loknu verði boðað til Alþingiskosninga.
7) Neyðarstjórnin skal fá til liðs við sig færustu sérfræðinga. Í störfum sínum notist neyðarstjórnin við þjóðaratkvæðagreiðslur til að skera úr um brýn ágreiningsmál.
Verkefni neyðarstjórnar yrðu m.a.:
a) Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna.
b) Opinber lágmarks framfærsluviðmið.
c) Fjárlög.
d) Lýðræðisumbætur.
e) Endurskoðun á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Eftirfarandi er svo tekstinn á síðunni http://utanthingsstjorn.is/
Áskorun
Alþingi nýtur ekki trausts nema 9% þjóðarinnar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Stjórn og stjórnarandstaða eru ráðþrota og gagnslaus. Þjóðstjórn kemur ekki til greina og alþingiskosningar eru tilgangslausar því stjórnmálaflokkar hafa mótað valdakerfið eftir eigin þörfum og vilja engu breyta.
Utanþingsstjórn er því eini raunhæfi möguleikinn í stöðunni. Í svipaðri stöðu, árið 1942 þegar síðast stóðu fyrir dyrum miklar stjórnarskrárbreytingar og ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn, myndaði Sveinn Björnsson utanþingsstjórn til bráðabirgða. Við skorum á forsetann að skipa slíka stjórn áður en það ófremdarástand sem nú er uppi kallar yfir þjóðina enn alvarlegri afleiðingar.
Við undirrituð skorum á forseta Íslands að skipa landinu utanþingsstjórn sem tryggt verður að njóti stuðnings og samþykkis þjóðarinnar.
Utanþingsstjórnin skyldi svo fyrst og fremst einbeita sér að því að leysa brýnustu vandamál samfélagsins. Heimili landsins líða fyrir vanhæfi stjórnmálastéttarinnar og því ætti eftirfarandi að vera í forgangi:
Miða skal við að utanþingsstjórn hafi að lágmarki sex mánuði til að klára þessi verkefni en æskilegt væri að hún hafi lokið störfum er ný stjórnarskrá liggur fyrir enda verður þá boðað til kosninga út frá fyrirkomulagi nýrrar stjórnarskrár.
Auðun Gíslason, 29.10.2010 kl. 19:44
Þakkir Lísa Björk! Þakkir Auðun Gíslason!
Vandamálin eru mestan partinn fólgin í tregðunni. Tregðu ráðherranna við að endurskoða ákvarðanir sínar og viðurkenna einhver hugsanleg mistök og þó fyrst og fremst tregðu kjósenda við að skilja eigin ábyrgð. Sá sem skilar atkvæði í alþingiskosningum er búinn að samþykkja að fela öðrum umboð sitt við að drýgja fólki örlög til framtíðar. Það er ekki vandalaust og alveg ljóst að það gerir enginn af ábyrgð sem gengur ævinlega hnarreistur að kjörklefanum með atkvæði greitt flokknum sínum.
Árni Gunnarsson, 29.10.2010 kl. 21:38
...umboð sitt til að.....
Árni Gunnarsson, 29.10.2010 kl. 21:43
Varðandi hundasöguna hafa báðir nokkuð til síns máls, Árni dauðatryggðina við banamann sinn og Bjarni með framúrstökkið. Frjálslyndi flokkurinn kafnaði í persónulegum væringum og Hreyfingin missti tengzl sín við kjósendurna nánast vegna klaufaskapar. Jón Gnarr á í vök að verjast og óvíst hvort hann fylgi eftir þeim vonarneista sem hann kveikti. Allt þetta veikir trú fólks á nýjum framboðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hinsvegar ekki lengur stjórnmálaafl heldur aflokaður klúbbur löngu aftengdur almannahagsmunum. Merki um hugarfarsbreytingu þar á bæ sé ég engin. Tel því vænlegri kost að fylgja sinni sannfæringu, hoppa fram af brúninni og vona að sylla sé undir. Að því mun koma.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 14:59
Margt er við þessar vangaveltur þínar Lýður sem ég þarf að laga. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður um tiltekið réttlætismál fólksins úti á landi. Ég má kallast einn af stofnendum þessa flokks. En í stað þess að hnappa sér utan um flokkinn sem krafðist réttinda þeim til handa ákvað fólkið að skríða á vömbinni til kvalara sinna og dilla skottinu í auðmýkt. Frjálslyndi flokkurinn átti ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sínum og nú tóku pólitískir vindgapar sig til og reyndu að skipta hræinu á milli sín. Ég tók til máls um þetta á almennum flokksfundum og ég get fullvissað þig um það drengurinn minn að ég gerði mig afar vel skiljanlegan.
Klaufaskapur? Óheilindi væri réttara.
Hvort Hreyfingin hefur misst tengsl hef ég enga hugmynd um því ég er ekki í Hreyfingunni þó mér lítist best á það fólk sem þar tekur til máls á Alþingi um þjóðmál framtíðarinnarásamt með þeim Lilju Mósesdóttur og fáeinum öðrum. Það sem máli skiptir nú um Hreyfinguna er að umbótasinnað fólk flykki sér nú utan um hana og styrki hana. Sterk og fjölmenn stjórnmálahreyfing velur sér ármenn í fremstu víglínu og vandar til þess. Slysið hjá Vinstri gr. er vonandi ekki orðið stimpill dauðans á allar umbótatilraunir.
Ég held að Jón Gnarr hafi ekki kveikt vonarneista hjá nokkrum manni. Fylgi hans og fylgifiskanna var yfirfærð hýðingaraðgerð á afturenda fyrri meirihluta sem hafði stundað leiksýningar í Ráðhúsinu og allar illa leiknar.
Borgarstjórn/stjórn O.R tókst á mettíma að breyta glæsilegasta fyrirtæki fólks í almannaeign í vanburða og gjaldþrota hræ.
Sjálfstæðisflokkurinn er óbreyttur um pólitík landeyðingar og stundarhagnaðar - pólitík dauðans í fáum orðum talað.
Og nú er Þorsteinn Ö. að þylja mér á Gufunni ljóðið hans Stephans G. um það andartak "þegar mælginni sjálfri sígur í brjóst."
Enginn hlær í dag að ljóðunum hans Stephans G. en þá örfáu sem þekkja þau langar líklega til þess. Þá langar til þess af því að þessi maður gerði fyrst og síðast kröfur til sjálfs sín. Það þykir íslensku fólki í dag undarleg latína.
Árni Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 17:03
Fáir ef nokkrir hafa meira samband við grasrótina í þjóðfélaginu og þingmenn Hreyfingarinnar, og svo Lilja Mósesdóttir og Ögmundur! Þannig að tengsl Hreyfingarinnar, og Lilju og Ögmundar, við kjósendur er með miklum ágætum. Umfram aðra sem eiga sér aðeins fylgjendur meðal hinna hundtryggustu! Hvort það eru aðeins nýjir/væntanlegir kjósendur þeirra má vera! Kannski var ástæðan fyrir aðskilnaði Þingmannanna við Borgarahreyfinguna sú, að margir virkustu félagar hennar eru ekki samstarfshæfir. Einsog sjá má af hegðun nýkjörinnar stjórnar Borgarahreyfingarinnar!
Auðun Gíslason, 30.10.2010 kl. 22:21
Enn hvað þú verður skelfilega leiðunlegur Árni minn, þegar þú talar svona illa um uppálhalds frænda minn! Ég tek þetta óskaplega nærri mér og nú er ég svo leiður og sorgmæddur. Finnst þér allt í lagi að móðga fólk svona bara án þess að skammast þín fyrir það?
Jón Gnarr breytti vesælu og vanburða og gjörspilltu fyrirtæki í almanneign,í sterkt gott fyrirtæki sem stendur traustum fótum! Jón Gnarr verður næsti forsætisráðherra Íslands eins og allir vita....
Ekki vegna þess að hann nenni því endilega. Honum lýst bara ekki á að bara aumingjar og vesalingar sækja um svona embætti. Hann gefur kost á sér svo hinir allir séu ekki að rífast um þessa stöðu. Sem sagt af hreinni góðmennsu og göfuglyndi gerir hann þetta fyrir þjóðinna. Ég gæti alveg tekið að mér að kippa þessum málim í liðin á Íslandi ef ég væri bara ekki upptekin í öðru meira mikilvægu...
Óskar Arnórsson, 30.10.2010 kl. 22:42
Auðun. Ég held ekki að nokkur maður sé að kalla á kraftaverkastjórn eins og margir virðast telja að eigi að felast í vantraustinu á þessa skelfingu sem nú situr. Það er bara svo fjölmargt sem fólk vill breyta. Til dæmis hafði enginn trúað því að vinstri stjórn svonefnd tæki banka og fésýslustofnanrir í fangið en raðaði heimilum fjölskyldnanna á uppboð vegna vanskila sem bankarnir bera sjálfir mesta ábyrgð á. Síðan hafa hin ýmsu útrásarfyrirtæki ásamt útrásarþjófum verið borin á gullstóli og afskriftir þar verið framkvæmdar eftir pöntunum.
Um alla þessa hringavitleysu ásamt Landeyjahöfninni heimsfrægu er fólk að verða sammála um að nú sé nóg komið. Þessi ríkisstjórn væri áreiðanlega búin að vinna sér álit þjóðarinnar ef hun hefði sýnt einhverja tilburði í þá veru.
Mörgum hugnast það svo fremur illa að þeim mun meira sem ástandið versnar hjá þjóðinni því hærri einkunnir fær ríkisstjórnin hjá stjórn AGS.
Árni Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 22:56
Óskar. Mér finnst auðvitað slæmt ef ég hef varpað rýrð á uppáhaldsfrændann. En ég var nú bara að svara honum Lýð sem er reyndar í afar miklu uppáhaldi hjá mér. Jón Gnarr hefur hinsvegar staðið sig verr en margir vonuðu. Hann lofaði auðvitað ekki öðru en að láta eins og kjáni en það var óþarfi af honum að ganga lengra en það.
Árni Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 23:05
Hann má alveg hreinsa til í þessa rugli í OR Árni minn. Núna er bara að vona að hann segi eitthvað "skemmilegt" við REI og GGE menn og þá snúða sem eru bara þarna hreinlega af því að þetta er opinbert fyrirtæki og þess vegna engir hagsmunir fyrir neinn að láta ekki ræna það.. :) Enn ég trúi að hann stoppi þá...hann kann það alla vega einn af fáum íslendingum.
Óskar Arnórsson, 30.10.2010 kl. 23:13
Hjartanlega sammála þér, Árni! Þessi þjóð þarf eitthvað annað og meira en kraftaverk! Margir, þar á meðal undirritaður, vonuðust eftir einhverskonar kraftaverkastjórn, þegar þessi stjórn okkar komast á laggirnar (svo maður segi ekki koppinn). Ég er smeykur um, Jússa (þessi sem verið er að reka úr skólanum) hefði þótt þetta léleg "kraftaverk" hjá stjórn heilagrar Jóku! Einhverskonar loddaraskapur og svik. Hann hefði trúlega rekið "víxlarana" útúr helgustu stofnunum þjóðarinnar, þessa sem helst ganga erinda braskaralýðs, þjófa og sérhagsmunaklíka! En ekki þjónað þeim fram í rauðan dauðann! Lifi byltingin! Tunnutromm á fimmtudag, en þá kemur þingið úr fríi!
Auðun Gíslason, 31.10.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.