Yfirlýsing! Mæti ekki á Austurvöll í dag

Þrátt fyrir að vera sammála þeirri kröfu að rikisstjórnin lýsi yfir uppgjöf við að leysa aðsteðjandi verkefni hef ég ákveðið að sitja heima í dag. Ég nenni einfaldlega ekki að taka þátt í skrípaleik.

Það er alls ekki útilokað að þúsundir fólks með tunnur, barefli, hávaða og kröfuspjöld nái fram þeirri kröfu að ríkisstjórnin hrökklist frá á næstu vikum en það bara nægir mér ekki. Við þurfum nefnilega starfhæfa ríkisstjórn sem nýtur meirihluta Alþingis og að auki nýtur trausts þjóðarinnar.

Er það í boði?

Nei, það er ekki í boði í dag. Mér er það óskiljanlegt að þúsundir kjósenda vefji sig dúðum til að krefjast nýrra og heiðarlegra vinnubragða í stjórnsýslu en sýni hvorki vit né burði til að sameinast um nýtt forystufólk.

Hvað sjáið þið fyrir ykkur að komi í staðinn fyrir þessa ríkisstjórn? Starfsstjórn mun ekki verða skipuð til langrar framtíðar enda mun hún ekki gera nein kraftaverk. Margir óttast það í dag að verði kosið til Alþingis fljótlega þá muni Sjálfstæðisflokkurinn ná meirihlutaaðstöðu og allt frjálshyggjusukkið með tilheyrandi einkavinavæðingu hefjast á ný. Þetta finnst mér eðlilegur ótti.

Fólk sem hefur þrek til að standa á Austurvelli berjandi tunnur og öskrandi ókvæðisorð til stjórnvalda hefur ekki þrek til að koma saman á fundi og stofna ný stjórnmálasamtök! Nei, fólk vill bara fá eitthvað óljóst, öðruvísi, kannski einhvern Jón Gnarr.

Já, eða kannski bara Sjálfstæðisflokkinn aftur.

Öskrið nú bara ykkur til hita í dag og að loknu góðu dagsverki farið þá heim.

Og skammist ykkar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þetta ekki nokkurn veginn það sem hefur verið að gerast frá hruni en enginn hefur ÞORAÐ að segja það fyrr????????

Jóhann Elíasson, 4.11.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef nú oft sagt þetta sama. En þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þennan sannleik á prenti frá einhverjum sem tekið er mark á...

Óskar Arnórsson, 4.11.2010 kl. 11:29

3 identicon

Er algerlega sammála.  Thad er mjög mikilvaegt ad stofna nýjan eda nýja stjórnmálaflokka í stad theirra gömlu sem hafa algerlega brugdist.  Reyndar getur fólk einnig kosid Frjálslynda flokkinn eda Hreyfinguna.

Thad er BILUN ad kjósa Sjálfstaedisflokkinn eda Framsóknarflokkinn sem drógu allt nidur í svadid vegna thess ad thessir tveir flokkar eru spilltir flokkar og vardhundar sérhagsmuna.  

Ef fólk kýs D og B sem ennthá gaeta hagsmuna LÍÚ og klíkubraedra og býst vid annari nidurstödu en theirri sem núna blasir vid thjódinni thá ber thad sjálft fulla ábyrgd á afleidingunum. 

Sammála (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 11:56

4 Smámynd: Benedikta E

Árni - nú er bleik brugðið - UTANÞINGS- stjórn - STRAX - litrófið er útrunnið.

Benedikta E, 4.11.2010 kl. 11:58

5 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

ÆÆÆ það er svo margt gott fólk sem getur unnið fyrir þjóðina en það er þvi mður ekki efst á listum 4.flokksins.

Mér finnast þessi skrif þín vond Árni, en utanþingsstjórn sem er sett saman tímabundið með það að markmiði að leysa skuldavanda heimilanna, gera atvinnufyrirtækjum kleyft með þvi að skerpa rammann og reglugerðirnar utan um þau til þess að ráða til sýn fólk og koma af stað vinnuhópum við það að setja upp reglugerðir sem gera nýjum fyrirtækjum kleyft að rúlla af sta á auðveldan hátt er eitthvað sem verður að gerast hérna, einnig verður að afnema verðtrygginuna undir eins. Með þvi að setjast að samningaborðinu við þá sem eru lánadrottnar okkar og fá vexti lækkaða er hægt að spara hérna hundruði milljarða

Þetta eru hlutir sem núverandi stjórnvöld eru ófær um og þvi verða þau að fara.

Steinar Immanúel Sörensson, 4.11.2010 kl. 12:07

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Benedikta E. Ég skrifaði undir kröfuna um utanþingsstjón og er sammála þessum kröfum hvað það varðar. En ég hef lengi spurt að því hvað þessi þjóð vill eftir að í ljós er komið að Steingrímur J. og nánustu vinir hans sviku bæði eigin flokksmenn og aðra kjósendur sína.

Mér hefur sýnst að flestir þeirra sem til máls taka um pólitískt ástand annars vegar og frammistöðu alþingismanna hins vegar séu sammála um það að fulltrúar Hreyfingar ásamt Lilju Mósedóttur sé í dag eina fólkið í pólitík sem treysta megi á.

Hvernig væri að prjóna einhverja fjöldahreyfingu utan um þetta fólk?

Það gerist ekki með því einu að dúða sig í úlpur og misþyrma tómum tunnum á Austurvelli.

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 12:19

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steinar. Eins og ég tók fram í svari mínu til B.E. hér að ofan er ég samþykkur þessu ferli mótmælenda svo langt sem þau ná en það bara nægir mér ekki. Ég vil sjá skilgreind pólitísk markmið og að þau séu mér að skapi auk þess að vera borin fram af fólki sem ég treysti.

Ég sé ekki eða heyri mikið annað frá óánægjuröddum þjóðarinnar en að nú þurfi ekki annað en að djöfla sér í að virkja allar orkulindir þjóðarinnar samtímis og ekki seinna en fyrir jól. Víða er búið að eyða milljónahundruðum og milljónum í undirbúning orkufrekrar málmbræðslu í eigu útlendinga og fók sýgur á sér þumalputtanaá meðan það bíður eftir jólasveininum.

Fólk úti á landsbyggðinni á erfitt með svefn út af ótta við að sægreifunum verði meinað að veiða fiskinn sem feður þessa fólks sóttu og fluttu á land. Fólk trúir ýmist á yfirnáttúrlega hluti, Davíð Oddsson, Hannes Hólmstein, Bjarna Benediktsson eða Adam sáluga Smith til að bjarga sér.

Að ekki sé nú talað um Rio Tinto- Alcoa.

Það mætti halda að Íslendingar hefðu fram að þessu búið í hellum. En tugum milljarða er eytt árlega af almannafé í menntakerfið! 

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 12:49

8 Smámynd: Björn Birgisson

Utanþingsstjórn? Ætli það nokkuð. Hún þyrfti að koma öllu sínu í gegn um þingið, rétt eins og innanþingsstjórn. Ætli það sé nokkuð líklegt til góðs árangurs?

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 12:53

9 Smámynd: Benedikta E

Árni - það er framtíðar markmið að kjósa - það koma kosningar á eftir utanþingsstjórn - NÚNA - utanþingsstjórn - skipuð til ákveðins tíma og til ákveðinna verka - það er neyðar ástand í þjóðfélaginu það er ekki hægt að loka augunum fyrir því. Erlendis er núverandi stjórnvöldum á Íslandi ekki treyst. - Í erlendum fréttamiðlum er talað um ölmusu matarbiðraðirnar á Íslandi og sýndar af þeim myndir - þeim er líkt við matarbiðraðirnar í útrýmingarbúðum nasista - svo er sagt - hvar eru stjórnvöld á Íslandi - Útlendingar sjá að Ísland er stjórnlaust land. - Valdið er hjá fólkinu - við verðum sjálf að loka fyrir lygi og blekkingar stjórnvalda - "ÚLPUR" - á Austurvelli er einn liðurinn í því og það eina sem Jóhönnu óstjórnin skilur. - Sjáumst - í úlpum á Austurvelli

Benedikta E, 4.11.2010 kl. 13:09

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Benedikta. Hvaða stjórnmálaafl myndir þú kjósa ef kosið yrði á næstu vikum? Þú ert auðvitað ekki skyldug til þess að svara mér en þú sem allir aðrir mótmælendur verða að vera viðbúnir að svara sjálfum sér þessari spurningu.

Ef mótmælendur eru í dag reiðubúnir að ganga til kosninga þá hef ég bara skotið yfir markið með þessari færslu og það er svo sem ekkert þjóðarslys.

En það sem ég krefst af þeim mótmælendum sem ekki sjá í dag hvað þeir ættu að kjósa er að þeir komi sér að verki og sameinist um nýtt og öflugt forystuafl. Ég sætti mig ekki við að kjósa vinnumenn LÍÚ og Rio Tinto á Alþingi Íslands.

Og við skulum síðan ekki gleyma því að biðraðir við matarúthlutun Fjölskylduhjálpar voru ferðamönnum undrunarefni á dögum ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og LÍÚ ekki síður en í dag. Og það var áður en Sjálfstæðsflokkurinn setti Ísland á hausinn með sinni pólitísku heimsku og hagstjórnarmistökum.

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 13:28

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn Birgisson. Það er ljóst að því miður hefur þessri ríkisstjórn ekki tekist að vinna í sátt við þjóðina. Þótt ljóst sé að hún hefur haft í frammi nokkra tilburði í þá átt að jafna lífskjörin eins og glöggt má sjá í úttekt á samanburði á kaupmætti eftir hrun er eingu líkara en að einhver skelfilegur vírus geysi inni í sölum Alþingis.

Þess vegna er ljóst að dagar ríkisstjórnarinnar eru senn taldir og þjóðin verður að vera undir það búin að ganga til kosninga og verjast Sjálfstæðsflokknum með sína lífshættulegu trúarskoðun forystunnar í farvatninu.

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 13:41

12 identicon

Ég get svarad spurningu thinni sem thú beinir til:

Benedikta E

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Borghildur Maack

Hún kýs Sjálfstaedisflokkinn.

Sammála (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 14:22

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þá er það upplýst (vonandi) enda þótt ég viti að sjálfsögðu ekki hvort viðkomandi- Sammála, heitir Borghildur Maack og gengur hér á blogginu undir heitinu Benedikta E. En ef viðkomandi Borghildur Maack þráir að sjá Sjálfstæðisflokkinn gera aðra tilraun í þá veru að stýra þessu landi inn í sæluvist markaðshyggjunnar þá eigum við bara ekki sama drauminn. Það er algengt.

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 14:56

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lilja Mósesdóttir telur að bestu tillögurnar í efnahags og skuldamálum þjóðarinnar, hafi komið frá stjórnarandstöðunni. Gefum henni séns, hún getur ekki verið verri en þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 16:13

15 identicon

Heyrðu nú minn kæri .  Ég mun  líklegast kjósa Fullveldissinna næst þegar verður kosið og jafnvel verða á lista þeirra ef þeir vilja mig en eitt er á hreinu  að fjórflokkurinn fær aldrei atkv mitt aftur, enda þeir búnir að sína það og sanna að þeir eru rammspilltir inn að beini. Einnig þarf að fylgja nýju fólki á þing nýtt fólk í stjórnsýsluna og mun það ekki síður vera nauðsynlegt en hitt.

(IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 16:35

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu á ríkisstjórnin að segja af sér strax og í framhaldinu væri hægt að kjósa í janúarlok.  Sjálfstæðisflokkurinn mun auðvitað vinna stórsigur í þeim kosningum, enda allra besti kosturinn sem hægt er að koma auga á í stjórnmálaflórunni.  Varla dettur nokkrum manni í hug að kjósa einhverja Grarrara, því ekki lagar maður bilaðan hlut með því að setja annan handónýtan í staðinn.

Sjálfstæðismenn hafa lagt fram raunhæfar tillögur til að rétta þjóðarbúið af á næstu tveim til þrem árum og enginn annar hefur lagt fram jafn ítarlegar tillögur til lausnar á vandanum, þannig að aðrir kostir en Sjálfstæðisflokkurinn eru alls ekki fyrir hendi.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2010 kl. 16:46

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar Th. Lilja tók undir tillögu framsóknarmanna um niðurfellingu skulda upp að ákveðnu marki. Hún tók á sama hátt undir þá tillögu sjálfstæðismanna að grípa til skattlagningar á viðbótarsparnað lífeyris. Þessu er ég líka sammála. Og ég vil að nú taki Lilja sér stöðu með þingmönnum Hreyfingarinnar og nokkrum öðrum þjóðhollum einstaklingum úr öðrum stjórnmálaflokkum. Þetta fólk myndi nýjan stjórnmálaflokk til að verjast ásókn sjálfstæðismanna inn í stjórnsýslu þjóðarinnar. 

Já, það vantaði nú bara að kjósa núverandi stjórnarandstöðu óbreytta til valda!

Svo á Sjálfstæðisflokkurinn ekkert erindi inn í ríkisstjórn. Það er svo lítið eftir af ríkiseigum til að skipta á milli uppáhaldsbarna flokksins. 

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 17:14

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurlaug Inga. Ég er svolítið hræddur við fullveldissinnana. Mér er ekki grunlaust að þar séu nokkrir grjótharðir og steinblindir hægri menn á ferð og séu að reyna að ná inn flóttafólkinu úr Sjálfstæðisflokknum með andstöðuna við ESB sem aðalvopnið.

Ég vara þig við. 

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 17:21

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel Jóhann. Þú ert ekki búinn að fyrirgefa kjósendum Besta flokksins og vissulega er að koma í ljós að fylgi hans varð að slysi. En hefurðu ekki skilið ástæðuna fyrir fylgi Jóns Gn?

Þetta fylgi var harðasta niðurlæging og refsing sem kjósendur Reykvíkinga gátu fundið í formi skilaboða sem þeir vildu senda Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þinn á Jón Gnarr skuldlausan rétt eins og honum tilheyrir hrun íslenska þjóðarbúsins að Icesave meðtöldu.

Farðu nú að lesa skýrslu rannsóknarnefndarinnar áður en þú sendir kjósendum fleiri ráðleggingar um að velja Sjálfstæðisflokkinn.

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 17:34

20 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann Axelsson mundi kjósa Sjálfstæðisflokkinn þótt hann yrði lagður niður og ráðleggja öðrum að gera slíkt hið sama! Svona er nú ástin, bæði blind og heit!

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 18:12

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Björn minn. Þetta viðhorf á sér skírskotun langt aftur í sögu þjóðarinnar:

"Ung var ek gefin Njáli!"

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 19:37

22 identicon

Jón Gnarrrr.ÆÆÆÆÆÆ

Guðmundur R Einarsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 20:47

23 identicon

Þjóðin

samansafn af smákóngum

sem flestir láta ræna sig

Hugsa eingöngu um sjálfan sig sitt eigið egó

Börnin okkar eiga engann sjéns

Öldungarnir eru vitfirrtir

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 22:06

24 identicon

Jahérna...maður gæti haldið að fólk lesi ekki almennilega tillögur Sjálfstæðisflokksins! Þessar tillögur eru mjög almennt orðaðar og óljósar um það hvar skal taka fjármunina fyrir því sem þeir leggja til. Að auki er þess langt að bíða að þær fari að skila einhverju til hins almenna Íslendings. Og hvað er þá unnið með því að færa þeim völdin aftur?

Valgerður (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 22:25

25 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Árni minn þú ert eitthvað svo reiður og pirraður og ég skil það. Hvernig viltu að við sýnum óánægju okkar með ríkjandi stjórnvöld. Við erum svo mörg að reyna að gera okkar besta til að bæta þetta samfélag. Það er bara svo erfitt og það væri gott að fá góð ráð og kannski smá hrós frá svona góðum mönnum eins og þér. Ég nota allan minn frítíma til að skilja þetta Ísland sem ég bý í í dag og það get ég sagt þér að ég er eitt stórt spurningarmerki oft á dag.

Helga Þórðardóttir, 4.11.2010 kl. 22:27

26 Smámynd: J.Ö. Hvalfjörð

Ég á bara eitt orð um tillögur Sjálfstæðisflokksins. Það er að vísu í fleirtölu en ég held að tillögurnar skáni ekkert við það. Orðið er "klisjur".

J.Ö. Hvalfjörð, 4.11.2010 kl. 22:57

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fleirtölu? Já... þá er þetta náttúrulega tvö orð. Ég meina "klisja" er eitt orð... og "klisjur" eru þá a.m.k. tvö

.... eþaggi annars?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 23:19

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka öllum komuna og slít fundi.

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 23:37

29 Smámynd: Björn Birgisson

Þegar höfðingi hefur slitið fundi er fundi lokið. Vonin er sjúkleg trú á að hið ógerlega muni eiga sér stað. Því þarf að efna til fleiri funda.

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 23:53

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún er nokkuð merkileg yfirlýsing Bjarna litla Ben að vandi þjóðarinnar komi stjórnarandstöðunni ekki við! Voru bara stjórnarflokkarnir kostnir til ábyrgðar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2010 kl. 07:36

31 identicon

Heill og sæll Árni; og þið önnur, hér á síðu hans !

Axel Jóhann Axelsson (nr. 16); er einstaklega kúnstugur, þegar hann hælir flokks skrifli sínu, eins;; og þau Vafninga- Bjarni, hafi hvergi komið við sögu, í aðdraganda þjóðfélags hrunsins, gott fólk.

Marglyttu gáfur; Bjarna Benediktssonar (yngra), nálgast fyndni Óla Björns Kárasonar girðingarvarðar, þegar Bjarni tjáir sig, um hin ýmsu viðfangsefni, gott fólk.

En; en hinn frómi Axel Jóhann, Valhallar liði, þykist ekki kunna að greina, þar á milli, svo sem - hversu; Óli Björn er nú mennilegri samt, í allri framgöngu, en Vafninga pjakkurinn, austan frá Makaó.

Með; hinum beztu byltingar kveðjum - sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 12:45

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel Jóhann og Óskar Helgi. Við eigum að vita það fullorðnir mennirnir að flokkshollusta á það til að breytast í trúarbrögð og að lokum í andlegan lasleika. Þá brenglast öll dómgreind að sjálfsögðu. Einkennin eru lengi óljós og alltaf hitalaus.

Árni Gunnarsson, 5.11.2010 kl. 13:19

33 identicon

Takk fyrir Árni minn, ég mun reyna að vara mig á slíkum óvættum þar innan um En hins vegar hef ég líka líst því yfir að ef Lilja kemur sér út úr VG og finnur með sér nýtt fólk þá mun ég styðja hana, en því miður sýnist mér það ekki vera að gerast.

(IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 01:14

34 identicon

Axel Jóhann Axelsson er ómerkilegt áródursped kvótakónga. 

Benedikta E, Eiginkonan og fleiri og fleiri eru thessi ómerkilegu áródursped sérhagsmunaklíkunnar. 

Starfsvettvangur theirra er Dabba-blogg. 

Dabbi ritstýrir Dabbanum sem er innihaldslítill og ómerkilegur áródursbledill í eigu kvótakónga. 

Sjálfstaedisflokkurinn er einnig í eigu thessara kvótakónga. 

Sjálfstaedisflokkurinn gerir út á heimsku landsmanna.  Markadurinn er thví midur stór.

Sammála (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 09:00

35 Smámynd: Linda

Ég mæti á mótmæli, ég mæti til stuðnings þeim sem eiga ekki fyrir mat, sem eru að missa heimilin sín, sem standa í röðum til að fá einn matarpoka, ég mæti á mótmæli til að sýna samhug með fátækum á Íslandi, ég mæti á mótmæli til að sýna andúð mína á núverandi stjórn, og mun ég aldrei kjósa fjórflokkana aftur. Þess vegna stend ég í kuldanum.  Þó svo að fólk eigi jeppa eða aðra fína bíla þýðir ekki að það hafi kalt hjarta, dettur engum í hug að þessu fólki standi ekki á sama.  Hvað vitum við hver gefur af sér, þó svo viðkomandi eigi fé, hluti af því að gefa er að vera þögull um það.

Ef fólk mótmælir ekki, er það kannski ekki með samhug og kærleika til þeirra sem minna mega sín?  

Ég fór á fimmtudaginn, ég fer aftur því á meðan við stöndum þarna fær alþingi þjóðarinnar áminningu að ekki sé samfélagið sátt um vinnubrögð þeirra, að halda þessum ráðamönnum við efnið.

Hver þekkir ekki söguna um ,,Litlu stúlkuna með eldspíturnar" hluti þjóðarinnar er þessi stúlka, þeir sem mæta ekki á mótmæli fyrir hennar hönd, eru þeir sem munu þurfa að horfa upp á dauða hennar, og segja ég man eftir henni, af hverju hjálpaði ég ekki.

Að mótmæla er að hjálpa að sýna samhug.  Ekki vera gardínu mótmælandi. Búið til skilti með því sem ykkur liggur á hjarta, verið með, því að það skiptir öllu máli að alþingi fái að vita að þjóðin sé búin að fá nóg, hvort sem þú átt jebba eiður ei, sál þín, líkami og kraftur er nauðsynlegur.

Linda, 6.11.2010 kl. 12:14

36 identicon

Heyr heyr fyrir Lindu, tek undir hver einasta orð hennar.

(IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 14:10

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helga mín Þórðar, Linda, Sigurlaug Inga og þið öll. Þakka ykkur fyrir heimsóknirnar. Auðvitað átti ég ekki að taka svona hvatvíslega til  orða eins og ég gerði. Mér er það fullkomlega ljóst að það góða fólk sem hefur borið uppi öll kröftuglegu mótmælin hefur náð marktækum árangri. Þar hafa konurnar auðvitað verið drifkrafturinn eins og ævinlega enda gerist ekkert án þeirra.

Það er hins vegar tvennt sem ég óttast. Fámenn mótmæli eru gjarnan talin vera til marks um að þrótturinn sé farinn að dvína og ástæðan sé sú að mótmælendur hafi áttað sig. Síðan er hitt að ég hef séð þess merki að náhirðin svonefnd hefur talið mótmælin vera ákall um hægri stjórn.

Nú finnst mér kominn tíminn þegar við tökum höndum saman og myndum breiðfylkingu fólksins sem kallar eftir völdum og hefur sterk, fá, en vel útfærð markmið. Ég held að leiðtogarnir séu inni á Alþingi og nú þurfi bara einhver að taka af skarið.

Ég sé 5- 10 alþingismenn sem geta stýrt þessari breiðfylkingu.  

Árni Gunnarsson, 6.11.2010 kl. 17:23

38 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Puhu!! að taka sér stjórn landsins er ég búinn að predika um lengi. Voru alltaf einhverjir sem hoppuðu til og sögðu að ofbeldi kæmi ekki til greina. Nú! Það er búið að kaupa inn Hekler and Koch vélbyssur með aukahlutum fyrir 1 miljarð! Hvar eru þessi vopn núna og til hvers voru þaug keypt?

Eyjólfur Jónsson, 6.11.2010 kl. 17:33

39 identicon

Mér þykir þú sjá vel Árni minn, ég sé ekki nema 2-3 þarna inn á þingi sem hugsanlega koma til greina og gætu sýnt af sér myndugleika og áræðni, og sú von um þá fer minnkandi eftir því sem lengra líður.

(IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 17:51

40 Smámynd: Björn Birgisson

"Það er búið að kaupa inn Hekler and Koch vélbyssur með aukahlutum fyrir 1 miljarð! Hvar eru þessi vopn núna og til hvers voru þau keypt?"

Jæja? Eyjólfur, viltu ekki svara þessu sjálfur?

Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 17:58

41 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eigum við ekki að láta okkur nægja  plampa á rjúpurnar handa okkur í jólamatinn Eyjólfur minn. Við skulum geyma okkur allan bófahasar með upplognum vélbyssum sem nefndar eru eftir einhverjum frægum fyllibyttum. 

Sigurlaug: Ég held að þau séu dálítið fleiri en 2-3. Það er víst ótrúlega auðvelt að ruglast í slæmum félagsskap. 

Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 18:56

42 identicon

Allt í lagi Árni minn, ég skal reyna vera bjartsýn fyrir þín orð.

(IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband