"Sláðu aldrei í folann fyrr en þú ert kominn á bak"

Góð þingbyrjun hjá Jóhönnu.

Mér hugnast betur að ríkisstjórnin stýri nýtingu á fiskistofnum okkar en hagsmunasamtök. Þessi hroki formanns Vinnuveitendasambandsins er ósköp hvimleiður og mun þó líklega fremur en hitt hraða því að stjórnvöld taki af skarið í deilunni um framsalið á kvótanum.

Fyrirsögnin er frá Gesti Einarssyni alþ.m. á Hæli en svona ávarpaði hann ungæðingslegan mótframbjóðanda sinn að loknum framboðsfundi snemma á öldinni sem leið.


mbl.is Ólíðandi að tengja saman kjarasamninga og kvótakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Minn grunur er sá að þessi ríkisstjórn muni ekki breyta kvótakerfinu eins og boðað hefur verið. Hún hefur ekki líftíma til þess.

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo lengi gæti hún beðið að henni endist ekki líf. Það ætti að koma í ljós nú á næstunni þegar samningaferlið hefst.

Árni Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 17:52

3 identicon

Ekkert sjómannafélag hefur heimild frá félagsmönnum til að undirrita kjarasamninga nema kominn sé niðurstaða í kvótakerfið,  tryggt að skerðingum á kvótum sem hafa orðið t.d. vegna  minni fiskgengdar, verði skilað aftur til þeirra sjómanna sem urðu fyrir þeim, og komið í veg fyrir állar hugmyndir ríkisstjórnarinnar að setja störf okkar á uppboðsmarkað

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 18:01

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mannlíf fólksins í sjávarbyggðunum umhverfis land hafa verið á uppboðmarkaði í áratugi vegna framsalsheimildanna Samúel.

Af því ganga sögur að útgerð Þórunnar Sveinsdóttur hafi fjármagnað nýsmíði skipsins með leiguverði kvótans sem útgerðin fékk endurgjaldslaust á meðan skiðið var í smíðum. Sagt er að þarna hafi orðið góður afgangur.

Það verður engum vandkvæðum bundið að veiða allan þann afla sem okkur gefst kostur á að veiða þótt þeir sigli skipum sínum í land sem háværastar hafa í frammi hótanir.

Veislan er líklega búin hjá kvótaleigu - og kvótasölugreifum.

Árni Gunnarsson, 18.1.2011 kl. 12:51

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mannlíf ................hefur verið.......

Árni Gunnarsson, 20.1.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband