25.1.2011 | 16:15
Um hvað snýst málið?
Hér eru þrír tugir afbragsfólks að samræma tillögur sínar um breytingar á stjórnarskránni. Þessi vinna byggir að nokkru á þjóðfundinum þar sem saman kom 1000 manna hópur til að segja álit sitt á þeim gildum í samfélagi okkar sem mestu ráða um framvindu mannlífs.
Þegar þetta stjórnlagaþing hefur komist að niðurstöðu verður hún lögð fyrir Alþingi til álits og þá breytinga ef þurfa þykir á þeim bæ. Síðan er þessi breytta stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina til synjunar eða samþykktar.
Hefði það einhverju breytt að haga kosningum á annan veg?
Af hverju þola sjálfstæðismenn ekki nýja stjórnarskrá með opnara lýðræði?
Svarið er auðvitað öllum ljóst.
Stjórnlagaþingskosning ógild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kristinnp
- kreppan
- kreppuvaktin
- aevark
- baldher
- lehamzdr
- fiski
- skarfur
- larahanna
- ragnar73
- johanneliasson
- rannveigh
- steinibriem
- gudruntora
- hallarut
- gudni-is
- nilli
- drhook
- gretar-petur
- iceman
- solir
- bjarnihardar
- gudrunmagnea
- valgeirb
- ladyelin
- skodunmin
- jensgud
- siggith
- gthg
- veffari
- jahernamig
- zeriaph
- vestfirdir
- nafar
- rungis
- ingabesta
- eythora
- svarthamar
- fleipur
- martasmarta
- skulablogg
- jullibrjans
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- blekpenni
- steinnhaf
- malacai
- hreinsig
- huldumenn
- ffreykjavik
- proletariat
- vestskafttenor
- jonvalurjensson
- hlynurh
- riddari
- baldurkr
- maggij
- methusalem
- juliusbearsson
- diesel
- thj41
- ace
- jonmagnusson
- fridaeyland
- helgigunnars
- jonthorolafsson
- pjetur
- silfri
- erlaei
- exilim
- himmalingur
- nordurljos1
- neytendatalsmadur
- fhg
- gunnarpalsson
- must
- drellington
- lucas
- sterlends
- gudmunduroli
- egill
- veravakandi
- snjolfur
- disdis
- runirokk
- thjodarsalin
- ingolfurasgeirjohannesson
- askja
- gretarmar
- annaeinars
- gattin
- vefritid
- jaherna
- fun
- drum
- andreskrist
- loftslag
- helgatho
- haddi9001
- valdimarjohannesson
- skagstrendingur
- os
- gisgis
- haddih
- hordurj
- ludvikjuliusson
- sumri
- kallimatt
- benediktae
- seinars
- muggi69
- liu
- fullvalda
- valli57
- heidarbaer
- naflaskodun
- elismar
- totibald
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- bookiceland
- kliddi
- samstada-thjodar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu
Skúli (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:24
"Af hverju þola sjálfstæðismenn ekki nýja stjórnarskrá með opnara lýðræði?"
Með þessum úrskurði er Hæstiréttur að setja sig á einhvern stall. Svona tittlingaskítshnökra má finna í öllum kosningum, alls staðar í heiminum. Hæstiréttur er að segja heiminum að allar kosningar, alls staðar séu ógildar.
Þá gleðst og glottir íhaldið.
Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 16:54
Á maður kannski að segja til hamingju Sjálfstæðisflokkur?
Þetta er svakaleg niðurstaða! Að svona tæknileg atriði ógildi heila kosningu er ótrúlegt!
Skúli (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:10
Björn: Hæstiréttur hefur líklega orðið að styðjast við teoriska kansellíbálka frá miðöldum. Málið er á hinn bóginn einfalt í öllu eðli sínu. Athygli vekur hversu óragir sjálfstæðismenn eru í andstöðu sinni við raunverulegt lýðræði. Ámóta furðuleg var ódulin andúð þessarar hirðar á Evu Joly og öllum störfum hennar við rannsókn bankahrunsins.
Árni Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 18:00
Jamm.
Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 18:08
Þið eruð sum sé að segja að í næstu alþingiskosningum sé þess vegna óþarfi að hafa sérstaka kjörklefa? Þurfum við kannski ekkert að hafa kerfi sem tryggir örugga talningu? Getum við kannski bara haft símakosningu líkt og í American Idol? Leyfið mér þá spyrja ykkur að þessu: Ef ég keyri fullur af balli heim til mín án þess að skaða annan mann er ég þá að brjóta lög? Ef lögreglan stöðvar mig ölvaðan undir stýri þarf hún þá að sanna ég hafi brotið á einhverjum í raun og veru?
Getur verið að þið þurfið einfaldlega að horfa á það blákalt að þetta mál kemur "íhaldinu" ekkert við heldur er þetta ósköp einfaldlega nýjasta klúður óhæfrar ríkisstjórnar? Ég tek fram að þetta mál er engin sigur fyrir "íhaldið" þó forsætisráðherra vilji stilla því þannig upp. Þetta er klúður, þetta er hneyksli og eðlileg, lýðræðisleg krafa þjóðarinnar ætti að vera að forsætisráðherra axli ábyrgð á þessu stærsta lýðræðisumbótamáli Íslandssögunnar og segji af sér.
Pétur Harðarson, 25.1.2011 kl. 18:47
P.H. Er það einhver misskilningur að sjálfstæðismenn ærðust þegar þetta stjórnlagaþing var ákveðið? Auðvitað var þetta klúður en það breytir blátt áfram engu um gildi þessa stjórnlagaþings. Það má ógilda þetta mín vegna ef við eigum svona mikla peninga en það mun verða skipað annað stjórnlagaþing ef svo fer og þá fá sjálfstæðismenn bara frest á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindunum.
Árni Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 19:41
Við skulum hugsa um orsök og afleiðingu. Hvað orsakaði það að kosningin var ógild? Ærslaskapur sjálfstæðismanna? Nei, það var lélegur undirbúningur sem orsakaði þessa ógildingu. Það er ekki hæstarétti að kenna að þessi peningur hafi farið í rugl. Ríkistjórnin náði að fara með þetta mál eins langt og hún vildi en, aldrei þessu vant, þá einfaldlega klúðraði hún þessu. Það má alveg hræra í nýja stjórnlagaþingskosningu fyrir þriðjung kosningabærra manna mín vegna. Það væri samt skynsamlegt að hræra fyrst í nýjar alþingiskosningar í þeirri von að fá fólk í stjórn sem ræður við einfalda hluti eins og að halda kosningar.
Pétur Harðarson, 25.1.2011 kl. 19:52
Aldrei kenndi ég sossunum um þetta klúður enda legg ég ekki í vana minn að stanga dauða menn með spjótum.
Þessa ríkisstjórnarnefnu verðum við að sitja uppi með þar til okkur býðst pólitískt afl með heilbrigða skynsemi undir forystu Liju Mós. og Hreyfingarinnar..
Árni Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 20:01
Ha? Lilju og Hreyfingarinnar? Hvernig í ósköpunum datt þér þetta í hug, Árni minn?
Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 20:28
Pétur Harðarson, kaust þú í stjórnlagaþingkosningunum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2011 kl. 21:40
Nei, mér datt það ekki í hug. Mér finnst hugmyndin samt góð. Þjóðin ætti að geta haft áhrif á eigin stjórnarskrá. Ég var hins ósáttur við tímasetninguna og mér fannst ríkisstjórnin vera að spila þessu út til að ná einni skrautfjöður í hattinn sinn og mér fannst þjóðin í raun höfð af fífli með þessum skrípaleik. Breytt tjórnarskrá á vonandi eftir að endast okkur mjög lengi og ég skil ekki hamaganginn í kringum þetta blessaða stjórnlagaþing og ég treysti heldur ekki þessari stjórn til að taka við ráðgjöf frá stjórnlagaþinginu. Þetta hefur því bara verið peningaeyðsla og mín tilfinning er sú að ríkistjórnin hafi verið að nota þetta til að slá ryki í augu fólks.
Pétur Harðarson, 25.1.2011 kl. 23:17
Það eina sem upp úr þessu hefst er aukakostnaður um einhver hundruð milljóna.
Árni Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 23:35
Það er rétt hjá þér Árni. Skömm ríkistjórnarinnar er mikil. Þetta nýjasta klúður hennar er samt í fullkomnum takti við flest hennar verk hingað til.
Pétur Harðarson, 25.1.2011 kl. 23:50
Hvernig getur þú þá fullyrt að framkvæmd kosningana hafi ekki verið fullnægjandi Pétur? Þú varst ekki þar, ég var þar, ég kaus, skilrúmin voru fyllilega nægjanlega há svo ég sæi ekki á blaðið hjá manninum í næsta bási eða hann á mitt blað. Ég hélt blaðinu að mér á leiðinni að kjörkassanum og renndi því niður í kjörkassann á hvolfi þannig að leyndin hvað mig varðaði var fullkomlega ásættanleg.
Það skyldi þá ekki vera að dómararnir í Hæstarétti væru samskonar þverhausar og þú, setið heima og dæmt málið alfarið án þess að hafa reynt alla hina meintu lýðræðisannmarka á eigin skinni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2011 kl. 02:31
Hæstiréttur að setja sig á einhvern stall?
Aðalvandamálið sem stjórnlagaþing hefði þurft að afgreiða, og mun fyrr eða síðar vera afgreitt með einhverju hætti , er að það þarf tæra og algjöra þrískiptingu ríkisvaldsins eins og heimsins mestu lýðræðisríki hafa.
Í Bandaríkjunum eða Frakklandi væri Jóhanna Sigurðardóttir í fangelsi ásamt öllum ábyrgum ráðherrum og þingmönnum fyrir Lýsingarmálið, en þar greip þingið fyrir hendurnar á Hæstarétt.
Í Lýsingarmálinu stóð ríkisstjórnin með auðvaldinu á kostnað hundruða heimila sem annars hefðu ekki orðið gjaldþrota og sýndi þar sitt rétta andlit.
Þessi ríkisstjórn hafði aldrei áhuga á Þrískiptingu ríkisvald eða nokkrum öðrum góðum uppástungum stjórnlagaþing, hvað sem hún þykist nú, þá hefði hún ekki hrækt svona í andlitið á Hæstarétti og fólkinu í landinu um leið. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um hvernig ríkisstjórnin hefur brotið á rétti fólksins í trossi við dóma Hæstaréttar.
Hér lyktar allt af samsæri og ólöglegu ráðabruggi. Stjórnlagaþing átti aðeins að vera "ráðgefandi", og góðum hugmyndum eins og þrískiptingu valdsins átti að henda út, en í til dæmis Bandaríkjunum færi Obama sjálfur í steininn ef hann sýndi Hæstaréttardómara viðlíka fyrirlitningu og Jóhanna gerði með sínum einræðistilburðum í Lýsingarmálinu sem gerði hundruði heimila gjaldþrota út af verndarhendi þeirri sem ríkisstjórnin hélt yfir auðvaldinu.....
Það er því augljóst að góðar ábendingar þessa þings hefði svona fólk hunsað með öllu, og aðeins misnotað það til að gera ólöglega innlimun inn í ESB auðveldari, í trássi við vilja og hagsmuni fólksins.
Þetta þing verður því geymt fyrir betri tíma og fyrir hæfara fólk með stærri og hærri og réttari hugsjónir, framtíðar leiðtoga Norðurbandalagsins, sem best væri hefði sína eigin sameiginlegu stjórnarskrá að einhverju leyti...
Hugsum stærra. (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 03:22
Það er auðvitað klúður þegar kosning hefur verið ógilt af Hæstarétti. Um hvað snýst svo málið?
Var brotinn réttur á einhverjum? Mitt svar er nei.
Voru brotin lög? Ekki sé ég að svo hafi verið. Hæstiréttur nefnir ágalla og í einu tilfelli verulegan ágalla.
Gefum okkur að kosningin verði endurtekin eins og mér sýnist einboðið að verði - hvað þá?
Ég sé ekki að neitt muni breytast nema hugsanlega verða nafnaskipti á örfáum þingfulltrúum.
Það sem fær mig til að hugsa þetta mál upp á nýtt er tortryggni mín í garð ríkisstjórnarinnar. Mér sýnist ástæða til að óttast það að Jóhanna og Steingrímur komi sér saman um að setja inn í nýja stjórnarskrá einhver ákvæði sem liðka til fyrir inngöngu Íslands í ESB.
Steingrímur J. Sigfússon er ekki lengur sá stjórnmálamaður sem fólkið telur mann orða sinna.
Það er mikið slys.
Árni Gunnarsson, 26.1.2011 kl. 12:13
En þessi ábending aths.#16 um Norðurbandalagið finnst mér allrar athygli verð.
Árni Gunnarsson, 26.1.2011 kl. 12:16
Axel, það hefur enginn véfengt niðurstöðu hæstarétts. Sumir hafa þó sagt hann fylgja lagabókstafnum of hart en þar er hann einfaldlega samkvæmur fyrri dómum sínum. Hæstiréttur fylgir lagabókstafnum. Mér þykir leiðinlegt að þú hafir verið fórnarlamb þessa skrípaleiks sem ríkisstjórnin ber höfuðábyrgð á. Nú þarf að semja nýtt frumvarp um kosningar til stjórnlagaþings og ég held að það væri best að halda alþingiskosningar fyrst í þeirri von að ný framboð komi fram, VG og Samfó hugsi sinn gang og hreinsi til í sínum röðum og vonandi er þjóðin nógu vitur til að skilja Sjálfstæðisflokkinn út undan þannig að hann hljóti afhroð. Það fólk sem nú situr á þingi er ekki stakk búið til að tala hvort við annað hvað þá meira og hér gerist ekkert fyrr en meirihluti þingmanna er farinn út og nýtt fólk tekur við.
Pétur Harðarson, 26.1.2011 kl. 13:15
Nú er reyndar búið að véfengja aðkomu Hæstaréttar að málinu og það með nokkuð gildum rökum sýnist mér.
Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.