Annáll Páls Vídalíns árið 1701 (brot)

Harðnaði mjög á jólum og fram eftir. Mánudaginn í þriðju viku góu (7. mars) féll svo mikill lognsnjór fyrir vestan kvíslir í Húnavatnsþingi, að á þriðjudagsmorgun óðu menn þar í geirvörtur.....

8. Aprilis kom áhlaupaveður og gerði víða í Húnavatnsþingi fjártjón; þá urðu og úti þar í héraði 9 eður fleiri fátækir menn. Í Þingeyjarsýslu norðan Vöðlaheiði féll fólk í hungri; var fallið í einum hrepp yfir 50 á Hallvarðsmessu (15. maí). Á Suðurnesjum var fiskileysi svo mikið, að enginn þóttist slíkt muna né heyrt hafa; þó féll þar ekki fólk, því af steinbíti og smáþyrsklingi reittist til matar. Lögmaður Lauritz átti þar sjö menn í veri og ekki einn fisk eftir þá alla að vertíðarlokum.

(Mikið hafa þeir verið snemma á ferðinni með ofveðina þarna á Suðurnesjunum!) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Þakka þér fyrir; þessa stórkostlegu upprifjun, fornra fræða - sem eru þó; jafn gagnleg okkar samtíma að skoða, sem og á uppskriftar tíma, okkar gömlu Annála, svo sem.

Hefi; staðið í Orrahríð harðri heimafyrir, á minni síðu, og leit því ekki við, fyrr en nú, hjá þér, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 21:10

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér innlitið ágæti Óskar Helgi. Það er margt sem vekur manni undrun í þessum gömlu skræðum. Meðal annars þá er mjög áberandi að brennimörk og hengingar fyrir þjófnað vaxa í réttu hlutfalli við harðnandi árferði og mannfelli.

Árni Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 21:16

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Annálar eru mjög góð lesning. 18 ára þá las ég allan Espolín. 

Í flestum löndum setja menn á bækur annaðtveggja .ann fróðleik, er þar innanlands hefir gjörtst,, eður þann annan, er minnisamligastur þikkir, þó at annarsstaðar hafi heldur gjörtst, eða lög sín setja menn á bækur, hver þjóð á sína túngu.  

Mun Þóroddur Rúnameistari hafi ritað á sínum tíma.

Þess vegna hefi ég alltaf síðan dregið þá ályktun  að í annálum birtust upplýsingar sem væru einstakar og afbrigðilegar, það er undantekningar í tíma. 

Enda þarf ekki leita til Finnalands eða annara þjóða hvernig eigi að fara að til að komast úr hamförum svo sem efnahagskeppum til að framlengja Íslenskuna. 

Júlíus Björnsson, 6.3.2011 kl. 21:35

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

1733. Í Nóvembri dó maður úr hixta í Sléttuhlíð, hét Jón. 1734.......... Á þeim tíma deyðu: Arngrímur Þorkelsson, maður Guðrúnar Ormsdóttur á Hólum og Rannveig Sighvatsdóttir, kona Jóns á Veðramóti- með hverjum hún hafði átt tvenna tvíbura og eina þríbura; voru þar eptir alls 9 börn - og Guðrún Sighvatsdóttir, kona Steins á Hrauni......

Urðu og hræðilegir jarðskjálftar á góuþrælinn, eður 22. Martii í Árnessýslu svo að um 60 bæir hrundu og skemmdust, einkum í Flóa, Ölfusi og Grímsnesi. Féllu 10 af þeim niður til grunna, að eigi urðu síðan uppbyggðir fyrir vatni og sprungum jarðar...

Árni Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 23:39

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hlakka til að lesa fleiri glefsur. Málfar textans sannar hversu skýrir í hugsun okkar forfeður voru.  Varðandi orðið eptir , þá mun maður að nafni Rask hafa lagt til að skipta píe út fyrir eff í næstum öllum orðum Íslenskunnar.    Þar sem að í sumum keltneskum málum skipta píe og eff merkingum í málum eða orðum, og margir aldnir frændur þá ég var barn báru rétt fram að mínu mati, þá munu þessir stafir áður  í rúnum hafa hljóðað í samræmi. Skifta væri þá hliðsætt rífa og þá í sundur, en skipta að deila út  samanber að skipa í hólf eða bása. Fara aftur væri af fara eina ferð enn, en fara aptur væri að hraka og fara því ekki aftur. Í latneskri hljóðfræði sem ég lærði síðar þá samsvarar epp Íslensku bíe. 

Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 05:31

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

1692. Fagurt veður, heiðríkt, nýársdag. Vetur þaðan af allmisjafn og skorpusamur með hörkum og frostum.

23. Januarii formyrkvan af tungli um kveld, er það kom upp, varaði ekki lengi. - Þriðjudag fyrstan í góu, 16. Februarii), grimmdarfrost með norðanstormi, og alla þá viku; lagði víkur og fjörðu. Var getið um að lömb hefðu staðið dauð í Lundarreykjadal í því þriðjudagsveðri og hestar í Biskupstungum.

Stolið stórmiklu úr Keflavíkurbúðum; að því urðu uppvísir Sæmundur Jónsson, Jón Pétursson, Runólfur sonur hans, Jón Gunnlaugsson, Þorsteinn Sveinsson, mágur hans, allir innlendir í Garði, og Ketill Valdason, er áður hafði stolið úr Básendabúðum og strýktur verið.

Harla fisklítið eystra og syðra, fyrir ofan fjall og um öll Nes. Hlutir í meðallagi vestra. Vorið gott og grasvaxtarsamt.

.......Mánudag þann, er þetta brullaup stóð, fannst á Vestmannaeyjum líkami Gísla Péturssonar, dysjaður grjóti með ærið illri verkun, 12 áverkum á höfðinu, annað eyrað rifið af, hausskelin brotin, og mikið útfall af heilanum, með öðrum fleiri smáaverkum á höfðinu.

Alþingi.

.......-Hýddur, sem bera kunni, Bárður Bjarnason af Reykjanesi vestra, fyrir galdraáburð Einars prests Torfasonar, meðkenndist ekki.- Flengdur næst lífi Gissur Brandsson úr Patreksfirði fyrir svofelld orð: "Djöfullinn hjálpa þú mér, og ef þú ert til í helvíti, þá hjálpa þú mér", honum dæmd þar umfram önnur refsing jafnmikil í héraði, og að slá sig þrisvar stór högg á munninn. - Hýddur fyrir 2 marka stuld Sæmundur Jónsson, er ásamt öðrum hafði stolið úr Keflavíkurbúðum. Katli Valdasyni dæmt mark og húðlát, og það á hann lagt í héraði, einni refst hinum öllum, utan Jóni Gunnlaugssyni; hann slapp og strauk austur. Ketill og Sæmundur skyldu brott verða úr  Gullbringusýslu og fara austur til sveitar sinnar, en þó varð það af fyrir atgang Ól. Klo kaupmanns í Keflavík, að þeir allir 5 voru fluttir fram um haf á Básendaskipi síð sumarsins, og settir niður á Bremerhólmi, nema Runólfur, hann varð stríðsmaður, en úr hinum meltist lífið um veturinn.

Sumarið gott og heyskaparmikið, einkum norðanlands með góðum fiskiföngum.

Árni Gunnarsson, 7.3.2011 kl. 10:22

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

......einninn refst hinum öllum, utan Jóni Gunnl............

Árni Gunnarsson, 7.3.2011 kl. 10:25

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

1706. Drukknan 11 manna af tíæringi Skálholtsstaðar í Járngerðarstaðasundi í Grindavík, snemma vertíðar. Mánudag síðasta í vetri útsynningveður syðra; drukknuðu 2 menn af skiptapa af Álptanesi og 2 í Njarðvík innri, einnin Jón Þórarinsson, búandi að Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, sá er alleinn konungsformanna á Stafnesi komst af í mannskaðabylnum á góuþrælinn 1685, 56 ára, en maður sá, er á hafði verið hjá honum, náðist lífs.

Nóttina þar næstu eptir kom jarðskjálfti svo mikill fyrir ofan fjall, að stór skaði varð af. Hrundi þá bærinn allur að Arnarbæli í Ölfusi og hjáleigur allar (11) þar umhverfis, en kirkjan stóð ein. Fjósið í Kaldaðarnesi féll og dóu þar undir 3 kýr, en fleiri lömuðust. Bærinn á Kröggólfsstöðum lestist, ogsvo að Þurá. Búrið féll á Kotferju og dó kona þar undir.

Miðvikudag næsta drukknuðu 11 menn af tíæringi í Þorlákshöfn, allir hjáleigumenn frá Arnarbæli, eigingiptir; voru þar svo eptir 11 ekkjur.

............Hlutir miklir að vertíðarlokum í útverum eystra. Í Þorlákshöfn 9 hundruð og, á Suðurnesjum öllum svo miklir, sem eigi höfðu verið 20 ár hin næstu......hélst sami fiskigangur síðan vorið allt eptir og sumarið. 

Það hefur verið dauft yfir mannlífi á Arnarbæli í Ölfusi og hjá ekkjunum 11 í hrundum hjáleigum- að ógleymdum börnum.

Árni Gunnarsson, 8.3.2011 kl. 18:20

9 identicon

Alltaf hefur verið helvíti hörð lífsbaráttan á þessu landi og sjaldan hefur lítilmagnanum reitt vel af. Svo er enn, því miður.

Bæarður Bringdal (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 22:25

10 Smámynd: Júlíus Björnsson




Ásbjörn Þorvarðsson


Fæddur 1652


Látinn 1727


Bóndi í Gljúfrárholti, Ölfushreppi, Árn. 1681 og 1703. Bóndi á
Eystri-Þurá, Ölfushreppi 1708.

Þetta er forfaðir minn , honum var kennt barn



Jóreiður Þorgeirsdóttir


Fædd (1665)


Látin 1697


Bjó líklega í Bakkárholtshjáleigu, Ölfusi, Árn. Átti barn „geymdi
síðan hjá sér nokkra daga, fékk það síðan þeim manni, er hún föðurinn lýsti
síðar, Ásbjörn Þorvarðsson. Hann neitaði fyrir rétti, en konunni var á alþingi
drekkt“, segir í Annálum.


Heimildir: Ann.IV.199

Stutt og laggott.


Júlíus Björnsson, 9.3.2011 kl. 02:02

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var mjög hefðbundinn farvegur í svona málum á þessum tíma Júlíus. Þarna var ekki hægt að gera blóðprufur og karlinn hafði alltaf sterkari stöðu en konan jafnvel þótt í mörgum tilvikum væri þunginn jafnvel afleiðing nauðgunar.

Árni Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 12:56

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hef miklar grunnsemdir um að hann hafi verið faðirinn  því niður af honum gekk lauslætis ættlækur og ein formóður mín átt lausaleika barn með forföður mínum í beinan lausleiks ættlegg til stórbokkanna í A-hún.  Bokki munni vera hafur.  Hinsvegar er þetta mjög litið  allir aðrir mín leggir til 1700 eru til fyrirmyndar frá fólki af öllum stéttum.  Stóri-Dómur var ekkert grín. Yfirstéttarkarlinn hafði og hefur forréttindi og hans húsfreyja. ÉG tel sama gilda um mannfólkið og dýrin að sumir persónulegir eiginlegin leikar séu meðfæddir, það er liggi í eðlinu. Sumar kvinnur [k-vinna] voru heppnar og fengu gamlan karl og kot í næstu sýslu til að ala upp barnið óviðurkennda og rangfeðraða.  

Júlíus Björnsson, 10.3.2011 kl. 23:50

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líf undir Stóra - dómi hefur verið hreinasta helvíti. Ekki síst þegar horft er til hjátrúar og vanþekkingar sem einkenndi þessa tíma.

Árni Gunnarsson, 12.3.2011 kl. 12:21

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sýslumennirnir voru verstir alveg langt fram í 19.öld. Verst var að vera leiguliði hjá stólunum og sýslumönnunum.  Fólk sem telur ættir sínar að öllu leyti í þess átt hefur miklu svartari sýn á fortíðina en hinir sem telja ætt sína annað til annarra leiguliða og smábænda. Hér voru margir leiguliðar en áttu líka marga parta út um allt. Ég flokka þess leiguliða sér.  Hitt voru bara þrælar. Flestir sjómenn sem fóru í verið voru oftar ekki bænda synir.  Bændur voru nú ekki mikið hrifnir af því að missa syni sína. En einokunar kaupmaðurinn þurfti sitt.

Júlíus Björnsson, 12.3.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband