Þarna slapp ég þó með skrekkinn

Í einhverri fljótfærni hrökk ég við og óttaðist að annað hvort Ragnari Árnasyni eða Helga Áss hefði verið rænt af andstæðingum kvótakerfisins. 

Hugsið ykkur hvilíkt slys það hefði verið?


mbl.is Rændu háskólaprófessor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru þeir nýtir í eitthvað, hákarlabeitu kannski?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Já Árni minn, það hefði nú verið mikið slys. Þeir telja sig nú afskaplega sannsögla vegna þess að allir hinir geimveru-prófessorarnir eru sammála þeim í lygaþvælunni sem þeir hafa sammælst um að bera í almenning! Og þá á allt að vera í lagi og trúlegt?

 En sem betur fer finnst enn til fólk sem ekki hefur farið í svona heila-brottkast og ennþá hugsar með sínum upprunalega heila og notar rökhyggju-vitið og styðst við staðreyndir!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.3.2011 kl. 21:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er einn þeirra sem bíð eftir því að þessir "fræðimenn" eflist svo að kjarki að þeir þori í rökræður um vísindi sín og ályktanir. Líklega væri í svo sem 8-10 setningum hægt að benda á það slys að reynslan hefur afsannað allar,- ég sagði allar þeirrar vísindalegu kenningar.

Og ég er þá illa svikinn ef það er ekki ábyrgðarhluti af akademiskum leiðbeinanda að fullyrða á alþjóðavettvangi að vísindaráðgjöf sem mistókst sé sú besta sem vitað sé um í heiminum?

Ég er að ræða um Ragnar Árnason.

Hannes Hlífar er nú bara svona í líkingu við hann Ketil skræk í Skugga- Sveini og kemur inn í nýtt leikrit nafni LÍÚ.

Árni Gunnarsson, 13.3.2011 kl. 14:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú er mér skylt að biðja Hannes Hlífar Stefánsson, blásaklausan manninn afsökunar á mistökum mínum og fljótfærni. Mér varð það á að ásaka hann um vinnubrögð annars skákmanns, en sá er að störfum hjá HÍ á launum hjá LÍÚ og heitir Helgi Áss Grétarsson.

Það var Helgi Áss sem sendur var ásamt próf. Björgu Thorarensen til að verja íslenska ríkið gegn kæru sjómannanna tveggja til Mannréttindanefndar S.Þ. fyrir mannréttindabrot í tengslum við stjórn fiskveiða. Þar var úrskurður á þá lund að réttur hefði verið brotinn á tvímenningunum og íslenska ríkinu gert að bæta þeim allan skaða. Þessum úrskurði hafa íslensk stjórnvöld ekki séð sér fært að hlíta hverju sem þar er um að kenna en nú erum við þó með norræna velferðar- og vinstri stjórn sem marga hafði dreymt um  áður en kynntust.

Ég endurtek afsökunarbeiðnina!

Árni Gunnarsson, 13.3.2011 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband