Fiskurinn á miðum okkar er ekki lengur handa þurfandi fjölskyldum

Fjölskylduhjálpin biður um fisk handa þurfandi fólki og nú má segja að ræfildómur pólitíkusa og embættismanna sé nú orðinn altækur og vonlaust að komast neðar.

Fjölskylduhjálp Íslands mun hafa sent svipuð tilmæli fyrir síðustu jól og tveir trillusjómenn boðist til að veiða fiskinn ef leyfi fengist hjá ráðuneytinu sem leyfir eða bannar Íslendingum eftir boðvaldi Hafró að nýta auðlind sjávarins. Þessum tilmælum mun hafa verið hafnað.

Það er viðurkennt að brottkast sjávarafla á miðum okkar er hundruð - og þó fremur þúsundir tonna árlega vegna aflamarkskerfisins sem skilar lénsgreifunum drýgri tekjur af leiguþrælum.

Það er hefð fyrir því að drepa á dreif umræðu um þetta og ástæðan sögð vera sú að lénsherrarnir greiði svo vel í kosningasjóði alþingismanna.

Þær eru ekki nema nokkurra áratuga gamlar frásagnirnar af því þegar förufólki svonefndu var úthýst á á sveitabæjum á Íslandi.

Er þetta eitthvað skárra?

Af hverju kjósum við heimskt fólk og mannleysur til stjórnsýslunnar? 


mbl.is Biðja um að fá fisk að gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fólkið ætti að smíða sér báta og róa til fiskjar og fénýta aflann!

Aðalsteinn Agnarsson, 23.3.2011 kl. 22:16

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fiskurinn var aðal kreppu úræði alþýðunnar hér áður fyrr. Mjög góð reynsla af því og við flest ekki til í dag ef ekki hefðu verið til góð ráð í kreppum. Borða meiri fisk. Opinber Aftekjukattur af grasbúendum í Dönsku yfistéttar efnahagskeppunum var það mikill, að þá skipti máli að hafa aðgang að sjónum.  

Júlíus Björnsson, 23.3.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband