Hvort er það atvinna eða glæpur að veiða fisk?

Um hvað snýst þetta verkefni embættismannsins sem fangar alla athygli hans þessa dagana? Er voðinn vís ef þorskur kemur í löglegt og þróað veiðarfæri eins og grásleppunet? Heldur þessi lærði embættismaður að þorskstofnunum við Ísland sé ógnað eða langar hann bara til að sýna vald sitt og gerast lögregla?

Mér er næst að halda það.

Hvers vegna mega grásleppunetin ekki veiða þorsk og annan þann meðafla sem flækist í netin án þess að kaupa sér aflaheimildir af einhverjum sem hefur fengið þær án endurgjalds?

Dettur þessum marhnútum hjá Hafró virkilega í hug að svona hringavitleysa bendi til þess að þeir séu að vinna vísindalegt verndunarstarf í þágu auðlindarinnar?

Það er hlegið að þessum flónum og myndugleikinn klípur þá í bossann. Það dettur engum trillukarli lengur í hug að bera virðingu fyrir inngripi þessarar stofnunar í afkomu hans þegar ljost er að starfsmenn hennar búa hvorki að þekkingu né þeim þroska að leiðbeina fremur en að standa eins og lögregla og banna fiski að synda í net. Það er nefnilega engin minnsta ástæða til að krefjast kvóta fyrir meðafla við löglegar veiðar og þjóðhagslegar eins og grásleppuveiðarnar eru. 

Og þegar það er orðið glæpsamlegt að hirða meðafla þá er honum fleygt.

Það er bara mannlegt, eðlilegt og sjálfsagt.

En það er aldrei eðlilegt eða sjálfsagt þegar stjórnsýslustofnun býr til glæpi og þar með glæpamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Vel mælt Árni hverjum dettur hug að hægt sé að setja hvaða veiðarfæri sem er niður í sjó fullan af fiski án þess að upp komi fiskur? Burt séð frá vitleysunni í kringum kvótann þá er þessi aðför að trillu körlum og grásleppuveiðum svívirða allra sem að koma. Handfæraveiðar og grásleppuveiðar eiga að vera frjálsar undir venjubundnu eftirliti.

Þú ferð á sjó og leggur netin síðan kemur upp með afli og þú mátt ekki hirða hann og þú mátt ekki koma með hann í land?? Hver bjó til þessa heimsku?

Kvótakerfið og hringlandahátturinn í kringum það er að gera okkur að lögregluríki sem hundeltir vinnandi fólk eins og afbrotamenn. Við þykjumst búa við markaðskerfi en stærstu atvinnugreinarnar eru reyrðar í Kvóta og miðstýringu. Hvað er til ráða þegar Alþingi hlustar ekki að fólkið og neitar að gera umbætur.

Ólafur Örn Jónsson, 29.3.2011 kl. 11:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur Örn. Það er bara ekki hægt að horfa og hlusta lengur þegjandi á þennan bjánagang og um það erum við greinilega sammála. Svo er nú eitt í viðbót enda af mörgu að taka; er það gáfulegt að friða sýkta stofna?

Þegar grunur leikur á riðu í sauðfé hjá bónda er öllu fénu á bænum fargað nær samstundis og hræin urðuð. Einu gildir þótt komið sé fram að sauðburði. En þegar vart verður við sýkta síldargöngu sem syndir inn í höfn til að deyja þá er sett á friðun! Í Vestmannaeyjahöfn varð þessi brjálsemi að miklu vandamáli því grútur myndaðist þegar dauða síldin tók að rotna. Þarna fóru feikna verðmæti í súginn og mikilsverður gjaldeyrir tapaðist. Þarna hefði auðvitað átt að veiða sem mest í bræðslu og freista þess jafnframt að hægja á sýkingunni með því að eyða sýktum einstaklingum.

Eða það sýnist mér, enda hef ég enga haldbæra skýringu á þessu séð.

Árni Gunnarsson, 29.3.2011 kl. 12:18

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þessi vitleysa endar með einni alsherjar upprisn.

Níels A. Ársælsson., 29.3.2011 kl. 12:47

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður og þarfur pistill hjá þér Árni eins og venjulega!!

Þegar stórglæpir eru skipulagðir er eins gott að gera það löglega. Og það er nóg af fólki sem kann að búa til sýstem sem er svo snúið og tímafrekt að allir sem eiga að fara eftir því, verða brotlegir. Fiskikvótin er bara nauðsynlegt til að raka að sér fiskipeningum án þess að eiga á hættu að á neinn slettitst slor.

Hafró er svona leikbrúða til að menn séu ekki að hirða mylsnurnar sem fala af borðinu frá aðalgangsterunum. Enn ef málið er að fylgja lögum og allt sem stendur í þessu reglugerðarrugli á að gilda, þá verða líka grásleppukarlar líka brotlegir.

Allir verða brotlegir á einn eða annan máta. Að vigta framhjá og breyta þorski í ufsa, breyta ufsa í karfa verður daglegt brauð. Allt endar þetta með að allir eru sammála að lögin séu bull og þá verða menn það sem yfirvöld kalla glæpamenn.

Menn komast á bragðið, fiskur er seldur erlendis og bara hluti af sölunni skilar sér til landsins. Hegðun yfirvalda verður þannig að engin treystir þeim lengur og ég styð flesta fiskiglæpamenn á Íslandi sem eru sjálfir fiskimenn, enn ekki þeim sem setja lögin og ræna stærstan hluta ágóðans úr hafinu.

Hafró er svona Fiski-KGB Íslendinga. Ekkert til að vera stoltur yfir....það er orðið makalaust þegar menn sem eru orðnir svo vanir því að vera rændir skipulega á hverjum einasta degi, sætta sig bara við það. Kvarta mest og láta síðan þar við sitja. Þetta er engin pólitík í þessu. Bara þeir sem hafa hag af öllu saman finnst þægilegt að kalla þetta rugl fyrir pólitík. Jú, kannski peningapólitík og það kemur engri flokkspólitík við...

Óskar Arnórsson, 29.3.2011 kl. 13:54

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Árni sjáðu Breiðafjörð ég hitti hann Runa sem varð að hætta með þorskeldið af því að fjörðurinn hjá þeim er svo fullur af sýktri síld að ekki er súrefni fyrir annan fisk. Þetta er 70% sýkkt síld og það má ekki sópa þessu upp og setja í bræðslu? Ég fullyrði að þarna í þessum óveidda fiski liggur marfalt það sem fellur á þjóðina í þessu Icesave máli og eða gæti bjargað eignum fólks. Nei ekkert fæst gert af því að stjórnkerfið er rotið af spillingu því miður.

Ólafur Örn Jónsson, 29.3.2011 kl. 14:24

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að uppreisn sé ekki í boði Nilli, sjómenn eru farnir að óttast þessi húsdýr LÍÚaranna vegna þess að valdheimildirnar eru svo ríkar. Það hugnast fáium að setja afkomu fjölskyldunnar að veði fyrir eigin réttlætiskennd.

Árni Gunnarsson, 29.3.2011 kl. 15:23

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar: Ég held að flest af þessu sé nokkurn veginn eins og þú lýsir því. Og ég efast um að KGB - vinnubrögð Fiskistofu afli henni virðingar né styrki fiskistofna þjóðarinnar.

Árni Gunnarsson, 29.3.2011 kl. 15:27

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lögin eru búin til sem vopn fyrir glæpamenn gagngert til að ræna fiskin frá fólkinu. Sniðugt hjá glæpamönnunum að kalla síðan alla glæpamenn sem ekki hlýða leikreglum settum af glæpafélögum kvótaeigenda, eins og kindur reknar af fjalli.

Prestarnir gerðu það sama í gamla daga þegar mönnum var hótað bannlýsingu ef þeir mættu ekki með börnin til skírnar í kyrkjunna. Málið var að prestarnir þurftu mest á þessum skírnum að halda peninganna vegna, börnun þurftu ekkert á því að halda og hafa aldrei þurft, og bóndin hafði ekki efni á þessu, enn skal samt borga, í nafni Guðs.

Bannlýsing gömlu prestana tekur á sig allskonar myndir. Kvótakórfi, bankakerfi, skólakerfi, leikskólakerfi og heilbrigðiskerfi. Enn alltaf snýst leikurinn um það sama. Að ná sem mestum sköttum úr skrílnum sem hefur engan áhuga að lifa allt lífið eins og rollur á fjalli, enn öllu er haldið í skefjum með sk. lögum & reglum.

Lög & reglur eru núju trúarbrögð heimsins. Það er búið að telja fólki í trú um að ekki sé hægt að lifa án þeirra. Og það er sterk og stórhættuleg trú. Enn auðvitað verður maður að gera sér grein fyrir að bara að tala um þetta skapar álíka hættu og að krítisera kóranin staddur í miðju arabalandi.

Þegar ég las Jack Fresko 1973 og það sem hann sagði myndi gerast ef menn pössuðu sig ekki á hugarfari sýni, það hefur allt skeð nákvæmlega eins og hann spáði. Hann er enn að orðin gamall, enn hann er með nákvæmlega sömu hugmyndina í dag 2011. Árið 1973 var hann bilaður og á röndinni að vera geðveikur, og í dag umsetin og færri komast að enn vilja að hlusta á hann og skoða verk hans...

Óskar Arnórsson, 29.3.2011 kl. 15:45

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur Örn: Það er óskiljanlegt að stjórnmálamennirnir okkar skuli komast upp með að sýna af sér slíka þjónkun við yfirboðara sína hjá LÍÚ að það veldur þjóðinni milljarða skaða árlega eða öllu heldur tugmilljarða skaða. Furðulegra er þó að þeim skuli takast að sækja eftir þörfum atkvæði til fólksins sem þeir hafa rænt lífsbjörginni.

Og nú, loks þegar annar ríkisstjórnarflokkurinn er líklegur til að þora að leggja út í uppstokkun á þessu kerfi þá leggst hinn hlutinn - sá sem kallar sig vinstri og jafnframt grænan flokk - á málið og svæfir það eitt ár í viðbót.

Megi þetta ólánshyski aldrei þrífast. Ég leyfi mér að kalla hyski það fólk sem misbeitir valdi sínu í þágu spillingar og auðmagns og vinnur óhæfuverk á þjóð sinni.

Árni Gunnarsson, 29.3.2011 kl. 17:40

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Útspil Vilhjálms Egilssonar hjá Samtökum atvinnulífsins í kjarasamningum segir okkur skýrum orðum hvað við eigum í vændum ef Sjálfstæðisflokkurinn lifir af næstu kosningar og nær áhrifum á ný.

Vonandi nægir þetta frumhlaup Vilhjálms til að opna augu fólks fyrir því hvers konar pólitískt skrímsli Sjálfstæðisflokkurinn er. 

Árni Gunnarsson, 30.3.2011 kl. 12:53

11 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega - sem og, aðrir góðir gestir, þínir !

Fyrir margt löngu; ályktaði ég, um niðurlag Hafrannsókna stofnunar, í núv. mynd - svo og; Fiskistofu, alfarið, reyndar.

Er enn; þeirrar skoðunar, ekki hvað sízt, í ljósi þessarrar ágætu greinar þinnar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 14:34

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir komuna Óskar Helgi. Ég sá mynd af gapastokk fyrir skemmstu.. Mér sýnist lítill vandi að smíða svoleiðis tæki. Mér kemur í hug viðskiptahugmynd: Gapastokkaleiga!

Árni Gunnarsson, 30.3.2011 kl. 17:42

13 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er ekki vafi í mínum huga að þessir aðilar sem eiga sök á kvótakerfinu verði dæmdir á GAPASTOKK SÖGUNNAR.

Já Árni það er ömurlegt að LÍÚ skuli hafa náð svona hreðjatökum á Sjálfstæðisflokknum. Þetta kom með samstarfi Kristjáns Ragnarssonar og Þorsteinn Má við Davíð Oddsson og óskiljanlegt að ekki skuli hægt að rjúfa þessi tengsl.

Kvótakerfið getur ekki undir neinum kringumstæðum farið með markaðskerfi og því síður "athanafrelsi einstaklingsins". 

Ólafur Örn Jónsson, 30.3.2011 kl. 21:51

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, gapastokkur sögunnar mun það í það minnsta verða.

Árni Gunnarsson, 31.3.2011 kl. 07:30

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er enn á því að dona 'fríbíar' zem að eltazt við keddlíngar hrognkelzanna, eigi að zetja dona 'þorzkar bannaðir' merki á netin zín.

Málið dautt...

Steingrímur Helgason, 2.4.2011 kl. 00:49

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hefur margzinniþ verið bent á þetta Zteingrímur en því ekki verið zinnt. Þezz vegna lifir vandamálið og vevur uppázig.

Árni Gunnarsson, 3.4.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband