Pásan er búin!

Jæja, börnin mín góð, nú er pásan búin og við tökum til þar sem frá var horfið. Kannski náum við svona 7 - 8 árum áður en næsta dýfa hefst.

Mestu máli skiptir þó að við samþykkjum greiðslurnar til Breta og Hollendnga svo við getum fengir meiri lán. Þið munið hvað sagt var hérna um Ice safe 1:

Ef við borgum ekki þá verða flugvélarnar okkar bara kyrrsettar erlendis og Ísland verður Kúba norðursins.


mbl.is Vaxandi einkaneyslu spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Því miður þá höfum við ekki efni á því að taka fleyri lán eins og fram kemur hjá matsfyrirtækjunum. Er alveg sammála þér með næstu niðursveiflu en henni var ég búin að spá árið 2018.

Tryggvi Þórarinsson, 4.4.2011 kl. 11:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfbær þróun atvinnuástands gæti það kallast að byggja upp atvinnuhætti okkar með því sem við höfum. Við höfum góða verkmenntun og vel menntaða stjórnendur. Við eigum gott land og gjöful fiskimið. Við getum byrjað endurreisnina á því að stórauka aflaheimildir og nýta aðstöðuna í sjávarplássunum. Þar eru ónýtt fiskvinnsluhús og atvinnulausar hendur. Síðan eru þar góðar hafnir og nægilegt framboð af húsnæði fyrir ungt fólk sem myndi vilja flytjast út á land ef atvinna byðist. 

Ef við Íslendingar getum ekki unnið okkur út úr kreppunni svonefndu af eigin afli í þessu gjöfula landi þá duga ekki 10 eða 20 erlendir aukýfingar, jafnvel þótt við seljum þeim aðgang að landinu okkar dýrum dómum.

Hugsið ykkur ræfildóm ráðamanna þessarar þjóðar að ljá máls á svona erindum!

Árni Gunnarsson, 4.4.2011 kl. 16:55

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Já og meira en nóg af þeim gula í sjónum , en heldur þú nokkuð Árni , að það heyrðist í LÍÚ grátkórnum , ef handfæraveiðar yrðugefnar frjálsar , sem að SJÁLFSÖGÐU á að gefa frjálsar ?

Hörður B Hjartarson, 5.4.2011 kl. 01:56

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tónlistarhúsið Harpa er mörgum þyrnir í augum í dag, enda byggingarkostnaðurinn þessari þjóð algerlega ofvaxinn efnahag okkar. 

Aldrei mun þó tónlistin í Hörpu verða þessari þjóð eins kostnaðarsöm og grátkór LÍÚara.

Árni Gunnarsson, 5.4.2011 kl. 07:21

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Því miður Árni ! Ég vildi svo sannarlega geta verið þér ósammála , en það er ekki nokkur einasti séns , og er þó þetta FORLJÓTA FERLÍKI ekki gefið , bara gluggaþvotturinn áætlaður 8millj.  á ári , muni ég rétt .

Hörður B Hjartarson, 5.4.2011 kl. 14:59

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það held ég hafi verið  "pínu" erfiðara fyrir ráðamenn , 1.sept. 1972 , að flytja landhelgina í 50 mílur (úr 12) eftir að Haag dómstóllinn hafði verið búinn að dæma okkur í óhag tveim vikum áður , heldur en þetta Iceslave .

Hörður B Hjartarson, 5.4.2011 kl. 15:04

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kánkvíz ertu, kunníngi...

Steingrímur Helgason, 6.4.2011 kl. 23:03

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hættur að vera kánkvíz Steingrímur en sagður vera hvatvís þegar hundurinn er í mér. En nú hebbði ég sagt að bændur ættu að fara að skoða hvort ekki megi sleppa geldfé uppúr næstu helgi?

Árni Gunnarsson, 7.4.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband