14.4.2011 | 17:00
Um hvað er verið að ræða við fulltrúa Evrópusambandsins?
Í Bændablaðinu 7. apríl er skýrt frá því að það hafi afdráttarlaust komið í ljós á rýnifundum í Brussel að undanförnu að ekki sé í boði að Ísland fái varanlega heimild til að banna innflutning á lifandi búfé og plöntum frá öðrum löndum ESB.
Þetta eru tíðindi sem lítið hafa verið rædd undanfarna daga.
Nú sýnist mér það komið í ljós að þessar þreifingar við framtíðarland Samfylkingarinnar séu komnar á endastöð og ekki annað eftir en að þakka fyrir sig, pakka niður og halda heimleiðis.
Þetta virðist jafnframt vera skoðun meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.
Ísland hefur samkvæmt EES samningnum verið á undanþágu hvað varðar þetta mikilvæga mál og okkur hefur leyfst að banna innflutning lifandi dýra og plantna. Samkvæmt umfjöllun Bændablaðsins telur umræddur meirihluti utanríkismálanefndar rétt að kröfu um innflutningsbann verði haldið til streitu í mögulegum viðræðum.
"Ef litið er til viðbragða fulltrúa ESB á nefndum fundi er ljóst að slík kröfugerð mun ekki halda. Þar með má halda því fram að forsendur fyrir umsókninni séu brostnar."
Hvað á þessi þráhyggja Samfylkingarinnar að ganga langt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
....Svíþjóð var hreint af salmonellu áður enn þeir fóri í ESB. Núna er bara að sætta sig við hana...dettur einhverjum í hug að einhverjar undaþágur séu veittar í ESB fyrir Ísland?
Óskar Arnórsson, 14.4.2011 kl. 17:57
Kannski dettur engum það í hug Óskar. Kontóristarnir í Samfylkingunni þurfa bara vinnu og þeir kunna ekkert og geta ekkert annað en það sem flokkurinn býr til fyrir þá af störfum. Svo nú verðum við bara að bíða eftir því að Samfylkingin finni einhver ný störf hjá ríkinu handa þessum geldfénaði sínum. Þá fyrst megum við búast við að steinveggjum ESB í Brussel verði hlíft við hausum þessa undarlega fólks sem hnappar sig saman á Hallveigarstígnum til að úthluta sjálfu sér embættum.
Árni Gunnarsson, 14.4.2011 kl. 19:18
Það er alltaf að upp nýtt og nýtt varðandi þetta samningaferli sem nú er orðið að inngönguferli. Ég er farinn að hallast á það að framtíðarland Samfylkingarinnar er eyðijörðin Ísland. Það er kominn tími til að stoppa þetta bull og fá á hreinu hvað er búið að tala um.
Ómar Gíslason, 15.4.2011 kl. 11:28
Ómar Skapti. Ég flokka þetta umsóknarfeli bara undir andlegan sjúkdóm eins og málum er komið.
Árni Gunnarsson, 15.4.2011 kl. 12:31
Það er andlegur eða hugarfarslegur sjúkdómur sem stýrir. Synd að kalla það fyrir pólitík...
Óskar Arnórsson, 15.4.2011 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.