Pólitísk sýn bæjarmálaráðs VG í Hafnarfirði á lýðræðislegar leikreglur stjórnmálaflokka

Þegar formaður flokksins víkur frá samþykktum landsfundar og leiðir hann inn í ríkisstjórnarsamstarf þar sem gengið er í þveröfuga átt við pólitíska stefnu ganga þrír alþingismenn út á miðju kjörtímabili. þeir hafa fengið nóg af ofbeldinu og telja sig ekki hafa umboð kjósenda sinna til stuðnings við ríkisstjórnarstefnuna.

Þetta kallast á máli bæjarmálaráðs að þeir hafi; "brugðist...herfilega lýðræðislegum leikreglum flokksins;" til þess er svo mælst að þeir; "sýni auðmýkt, snúi af villu síns vegar, og fylki sér í raðir lýðræðissinna."

Freistar þessi lýðræðisskilningur einhverra sem lesa?

Án gamans, það er ástæða til að spyrja margra spurninga.

Fyrr hverja er svona yfirlýsing gefin út? 

Hverskonar fólk semur svona yfirlýsingar og ákveður að birta þær fyrir alþjóð? 

Er þetta kannski einhvers konar "gerningur" í tengslum við Listahátíð?

Að lokum er spurt:

Mun þessi flokksráðsfundur ekki gefa út pólitíska yfirlýsingu um að þessi samþykkt sé Vinstri hreyfingunni grænu framboði óviðkomandi og að svona lýðræðisskilningur sé engri stofnun innan raða VG þóknanlegur, hvað þá sæmandi.

Ein aukaspurning: Gengur ekki fram af neinum nema mér við lestur þessarar dæmalausu og skelfilegu yfirlýsingar?


mbl.is Þremenningarnir snúi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, þetta er hreinn viðbjóður. Það aumingjalegasta, heimskulegasta og viðbjóðslegasta pólitík sem ég hef upplifað. Þetta fólk ætti að skammast sín og byðjast opinberlega afsökunar ellegar lít ég á það sem óvini allara Íslendinga.

Björn (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 15:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ótrúlegt nema að allir hafi verið dauðadrukknir eða kafdópaðir sem sömdu, hlýddu á og samþykktu.

Árni Gunnarsson, 21.5.2011 kl. 15:59

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessu pólitíska ástandi á Íslandi verður bara reddað með að kalla það listaviðburð. Þar er allt normalt sé það innan ramma listar. Forskrúfaður þankagangur er kallaður "abstrakt þankagangur" og sem list er hann ok. Ég kaupi íbúð á eina og hálfa miljón og þegar ég er búin að borga þrjár skulda ég fimm. Þetta er sannkölluð listgrein. Sönn ást býr einhverstaðar í sannril list. Og án efa er það sjálf ástin sem blómstrar í pólitíkinni sem tekur á sig svona myndir. Venjulegt fólk skilur ekki ást og listir og sama fólk getur aldrei skilið pólitík. Pólitík er list og þá verður hún skiljanleg fyrir sumt fólk, sem er betra enn fyrir engan...

Óskar Arnórsson, 21.5.2011 kl. 16:12

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég frábið mér listræna sýn bæjarmálaráðs VG í Hafnarfirði á pólitískt lýðræði. Þegar stjórnmálafl þarf að lúta afdráttarlausri stefnubreytingu foringja síns og mynda ríkisstjórn til framgangs þess máls sem flokksfundur ákveður að berjast gegn þá er það ekki ást á lýðræði sem ræður för.

Alþingismenn vinna í umboði kjósenda sinna og hafa skyldur að rækja við þá.

Enga aðra.

Það er kjarni lýðræðisins.

Kjósendur VG treystu flokknum til að berjast gegn umsókn að ESB enda var sá flokkur einn fjórflokksins svonefnds þar sem einhugur ríkti um það efni samkkvæmt málflutningi frambjóðenda og stefnuskrá flokksins.

Það er lygi að kosningasvik séu birtingarmynd lýðræðisástar.

Árni Gunnarsson, 21.5.2011 kl. 16:53

5 identicon

Satt segir þú Árni.

Þetta fólk snéri "samþykktum flokksins" á haus. Villikettirnir, Steingrímur og hans hyski, sviku samþykktir flokksins.

Þessi nasista- og kommúnista hugsun, að fylgja foringjanum í einu og öllu, er þessu fólki til ævarandi skammar.

Ég kaus þetta "helvítis fokking fokk VG", sem sveik flest/helstu kosningaloforð sín. Og ég biðst afsökunar á, að hafa trúað þessum fólki, villiköttum VG.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 15:16

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Sæll, Árni minn!  Hafnfirðingar verða víst alltaf Hafnfirðingar!  Maður verður að  skreppa þarna suðureftir og gá hvort maður finnur ekki þennan fílabeinsturn, sem bæjarmálaráðið hefst við í.

Auðun Gíslason, 22.5.2011 kl. 15:28

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hugsa bara um framtíðinna. Það er samt eitthvað stoókostlegt við þessa listrænu tilburði VG. Það er t.d. stórkostleg list í sjálfu sér að geta talað stanslaust í fleiri ár án þess að slysast til að segja satt orð. Og það mest opinberlega.

Maður kemst ekki hjá því að verða hugfangin af þessari færni VG. Eftir 20 ár verður því neitað af VG að þeir hafi verið í bæjarstjórn yfirleitt árið 2011, nema að litlu leyti, næstum byggt á misskilningi, Icesave var aldrei skuld, heldur inneign og annað eftir því. Og þá verður búið að plata Íslendinga í ESB og VG verður helsti mótstöðumaður þess og lofar að gera allt til að frelsa Íslendinga með því að ganga úr sambandinu.

Um þetta leyti verði Hafnarfjörður orðið afgirt fátækrahverfi í Stór-Kópavogi sem varð að taka bæinn yfir. VG þýðir eins og allir vita:,"Vinstri Geggjun"....

Óskar Arnórsson, 22.5.2011 kl. 17:46

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur innlitið drengir. Það er mikið verk framundan fyrir stjórnmálaskýrendur og síðan sagnfræðinga. Það hlýtur að verða reynt að komast til botns í stjórnsýslu á Íslandi í lok tuttugustu aldar og fram á annan tug tuttugustu og fyrstu aldar. Það er bæði ótrúlegt og óskiljanlegt hvernig stjórnmálaforingjum þessarar þjóðar tókst að ljúga, svíkja og síðast en ekki síst bulla endalaust í eyru kjósenda sinna og þjóðarinnar.

Það er vonlaust að tala um úlf í sauðargæru í þeirri samlíkingu en miklu nær að tala um belju í hrosshúð.

Síðan verður það fróðleg skýrsla, en ekki að sama skapi skemmtileg, sem tekin mun verða saman um stjórn fiskveiða, Hafró, LÍÚ og "uppbyggingu fiskistofnanna á þeim sama tíma." "Uppbygging þorskstofnsins úr 430 þús. tonnum í 160 þús. og borið mikið lof á þann góða árangur allan.

Menn láta sig ekki muna um að nefna "bestu fiskveiðstjórn í heimi!"

Hvað höfum við Íslendingar brotið af okkur við almættið?

Árni Gunnarsson, 22.5.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband